Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fostudagur 11. apríl 1958 Hafnarfjörður Unglinga eða eldri menn vantar til blaðburðar í Kinnarnar. Hátt kaup. Talið við afgreiðsluna strax, Strandgötu 29. Góður rennismiður óskast, sem getur tekið að sér verkstjórn á renni- verkstæði. Vélsmiðjan Björg h.f. Sími 1-71-84 og 1-49-65. Harviðar - Þiljur Nýkomið: Harðviðar-þiljur Novopan: 12-15-19-22 mm Birkikrossviður Parana Pine krossviður 6 mm. Kikarkrossviður Harðtex olíusoðið y8“ Texplötur y2“ I IUænusóttar- bólusetning ■ Reykjavík Mænusóttarbólusetningin heldutr áfram í Heilsuverndarstöðinni. Opið aðeins: Þriðjudaga kl. 4—7 e.h. og Iaugardaga kl. 9—10 f.h. Heilsuverndarstöð Reykjavikur Hjólbarðar 560x15 640x15 750x20 825x20 P. Stefánsson hf. Hverfisgötu 103 Sími 13450. Geir Geirsson Minningarorð VORIÐ er í nánd og skammt að bíða, að líf færist í allan gróður. Á sama hátt birtir í sálum okkar mannanna, þegar myrkur skamm degisins þokar fyrir hækkandi sól og vissunni um gleðilegt sum- ar. En skyndilega myrkvast og skammdegið ríkir á ný. Fjórir itt að sætta sig við, að hann, sem átti svo stóra framtíðardrauma, sé nú horfinn yfir landamærin miklu. Geir var glæsimenni og hreif alla með ljúfmennsku sinni, og heilsteyptari persónuleika hef ég ekki kynnzt. Ánægjulegast fannst mér að ræða við hann um það starf, sem hann ætlaði að gera að ævistarfi sínu, flugið. Hann gekk að flugnáminu af mikilli alvöru og kostgæfni, enda var þekking hans og hæfni eftir því. En nú er æviskeið hans skyndi- lega á enda runnið. Ævi, sem varð allt of stutt. Starfsdagurinn var aðeins rétt að byrja. Við hjónin þökkum honum tryggð og vináttu og geymum minninguna um góðan dreng. Sárastur söknuður er þó kveð- inn að eftirlifandi móður, sem hann unni svo mjög. Eg sendi henni og öðrum vandamönnum hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa. Sigurjón Ingason. Aðalfundur Iðnaðarmannafél. Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI. — Iðnaðar- mannafélagið hélt aðalfund sinn fyrir nokkru. Var stjórn þess öll endurkosin, en hana skipa þeir Guðjón Magnússon, sem er for- maður, Vigfús Sigurðsson ritari, Einar Sigurðsson gjaldkeri, Þór- oddur Hreinsson varaform. og Gísli Guðmundsson fjármálarit- ari. Hér í Hafnarfirði var Iðnþing fslendinga háð á sl. hausti og sá iðnaðarmannafélagið um allan undirbúning þingsins. Á aðalfundinum var samþykkt að stofna sjóð til að veita verð- laun til þeirra nemenda Iðnskóla Hafnarfjarðar, sem beztum náms árangri ná. Er sjóðurinn að upp- hæð 16 þús. kr., en verðlaun verða veitt úr honum til þeirra nemenda í 4. bekk, er hljóta að- aleinkunnina 9 og þar yfir við lokapróf. — Þá hefir félagið gef ið út minningarspjöld til efling- ar styrktarsjóði þess. — G.E. Lækningastofa glæsilegir menntamenn í blóma lífsins eru horfnir af sjónarsviði þessa lífs. Horfnir okkar dauð- legu augum fyrir fullt og allt. Kynni okkar Geirs Geirssonar urðu ekki löng, en hann verður mér samt ógleymanlegur, og erf- Áróra Kristinsdótfir minning Fædd 19. ágúst 1918. Dáin 3. apríl 1958. ENGINN, sem kynntist henni mun hafa getað verið ósnortinn af persónuleik hennar, því svo var hún sérstæð um margt, en einmitt það mótaði hana svo, að hún verður því minnisstæðari fyrir. Þess varð fljótt vart. að Áróra var staðráðin í því að skapa sér örugga framtíð upp á eigin spýt- ur. Eftir það að hafa hlotið góða undirstöðumenntun áður en hún Garðlönd Þeir, sem höfðu garðlönd hjá niér í fyrra og óska eftir að halda þeim, láti mig vita sem fyrst. Get einnig bætt nokkr- um við. — ODDUR JÓNSSON Fagradal, Sogamýri. Sími 16223. mín er flutt á Bergstaðasttræti 12A, aeðstu hæð. — Eyþór Gunnarsson, læknir. Borðstofuhúsgögn Nýkomnir smekklegir: borðstofuskápar, borð og stólar Hagkvæmir greiðsluskilmálar — Komið og skoðið Husgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar LAUGAVEG 166 Bann við hundahaldi I Kópavogi Samkvæmt ákvörðun heilbrigðissamþykktar fyrir Kópavogskaupstað nr. 16. 15. febrúar 1958 er hundahald bannað í lögsagnarumdæmi Kópavogs- kaupstaðar. Eftir 1. maí n.k. verða hundar drepnir hvar sem til þeirra næst á almannafæri í Kópavogskaupstað, I án frekari aðvörunar til eigenda. , Lögreglustjórinn í Kópavogi, 8. apríl 1958. SIGURGEIR JÓNSSON. fór úr foreldrahúsum hélt hún áfram menntun sinni, svo hún gat tekizt á hendur vandasöm og ábyrgðarmikil störf, en ábyrgðar tilfinning og skyldurækni voru sterkir þættir í skapgerð hennar og mótuðu líf hennar til hinzta dags. Þessir góðu eiginleikar komu sér ekki sízt vel er hún vakti yfir fyrstu sporum Sigrúnar, einkadóttur sinnar, sem nú, átta ára gömul, sér á bak góðrar og umhyggjusamrar móður. Þrátt fyrir alla aðra nána að- standendur Áróru, sem nú eiga um sárt að binda, verður mér þó einkum hugsað til dótturinnar ungu, sem nú stendur andspænis óráðri gátu lífs og dauða. Þær mæðgur voru líkar um margt, og dugur og ástríki góðrar móður mun verða leiðarljós ungu dótturinnar um ókomin ár, þegar hún lítur til baka til ánægjulegrar bernsku, sem henni var búin. Á komandi árum mun hún horfa yfir hafið — til eilífðarinn- ar, þar sem móðirin lifir. Á kveðjustundum sem þessari reikar hugurinn út yfir mörk hins efniskennda — hann reikar inn á lendur hins óáþreifanlega, þar sem sönnustu verðmætin geymast, þar sem lífsgátan mikla er ráðin umfram það sem mann. legt auga fær greint. Þar, handan sjúkdóma og sorgar, vakir lífs- magn óendanlegrar tilveru þess, sem hefir sannast gildi þessa heims og annars. Á þessum mótum kveðjum við ættingja og vini. Á þessum mót- um þess skiljanlega og óskiljan- lega kveðjum við þig, Áróra mín, og við gleðjumst yfir því, mitt í söknuðinum, að þangað hefir þú með þér það eilífa, sem aldrei deyr, en stefnir að auknum þroska í ómælanleik eilífðarinn- ar. Hinrik Thorlaeius.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.