Morgunblaðið - 11.04.1958, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.04.1958, Qupperneq 18
18 MORCVHBLAÐ1Ð Fostudagur 11. apríl 1958 Þrjár ísfirzkar konur setfu mestan svip á kvennakeppnina Marta Guðmundsdóttir þrefaldur Islandsmeistari Sigurður Óíason Hæstaréttarlögniaðu* Þorvaldur Lúðvíksson Hóraðsílómsl«gniai>ui Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14. Simi 1-55-35. andi mótsins er hlýtur 3 meist arastig. Brun kvenna Brun kvenna átti að fara fram í neðri hluta brunbrautar karla í Skálafelli, en brautin þótti um of glæfraleg og var keppninni frestað. Fór hún síðan fram á annan páskadag við Kolviðarhól. Jakobína sigraði þar örugglega. Var sigur hennar allóvæntur, því ekki er ýkjalangt síðan að hún ól manni sínum barn og hefur því lítt sem ekki getað stundað skíðaíþróttina. Ef til vill hefur enginn keppandi mótsins — og alls enginn sigurvegari átt svo erfitt um undirbúning fyrir mót- ið og hún. En sigurinn sýnir hver afbragðsskíðakona hún er. Marta varð að láta sér lynda annað sætið og Karolína Guð- mundsdóttir fylgdi stutt á eftir. Skíðanámskeið á Sauð- árkróki á páskadagsmorgun við Kolvið- arhól. Var þá veður gott og fag- urt og færi sæmilegt. Af keppendunum 6 fór Marta af mestu öryggi og hún og Karo- lína sem varð önnur voru í sér- flokki þennan dag. Marta náði sama tíma í báðum ferðum 42,9 sek og var það einnig bezti brautartíminn. Karolína náði 43,4 og 43,0 sek. Það var þannig mikil keppni milli þeirra, sem lauk með sigri Mörtu. Jakobína datt í fyrri ferð, en í síðari var tími hennar 44,0 sek. Úrslit í sviginu urðu: Marta B. Guðmundsdóttir fs. 42,9 + 42,9 85,8 Karolína Guðmundsdótir Rvík 43.4 + 43,0 86,4 Ingibjörg Árnadóttir Rvík 48,8 + 48,0 96,8 Jakobína Jakobsdóttir Rvík 56,5+44,0 100,5 Arnheiður Ámadóttir Rvík 65.4 + 51,9 117,3 Kristín Þorgeirsdótiir Sigluf. 121,5 + 48,4 169,9 Stórsvig kvenna Stórsvig kvenna fór fram á skírdag í slæmu veðri og slæmu færi. Enginn keppenda komst klakklaust gegnum brautina, og Jakobína hætti í miðri braut. Enn voru það Marta og Karolína sem voru í sérflokki og-enn fór á sömu leið — Marta sigraði en Karolína var sem skuggi henn- ar. Úrslit urðu: Marta B Guðm.d. ísaf. 1:07,4 mín Karol. Guðm.d. Rvík 1:10,8 mín Hjördís Sig.d. Rvík 1:46,6 mín Þríkeppni kvenna í þríkeppni sigraði Marta örugglega og af þeim er luku þremur greinunum er hún sig- urvegari í öllum. Frammistaða Karolínu er og athyglisverð og lofsverð. Hún sem Jakobína hugs Karolína Guðmundsdóttir ar um eiginmann og heimili og stundar því ekki æfingar ótrufl- að. Úrslit í þríkeppninni: Marta Guðmundsd. ísaf. 0 stig Karol. Guðmundsd. Rvík 6,25 stig ÍSFIRÐINGAR geta sanmar- lega fagnað miklum sigri í kvennagreinum á Skíðalands- mótinu 1958. Tvær konur hrepptu ístandsmeistaratitla, Marta B. Guðmundsdóttir og Jakobína Jakobsdóttir. Þær eru báðar frá ísafirði. Hins er þó að gæta, að Jakobína er nú Jakobína Jakobsdóttir flutt til Reykjavíkur og hefur < s.l. 2 ár keppt fyrir Reykjavík. . Marta varð þrefaldur íslands- , meistari í ár, sigraði í svigi, i stórsvigi og þríkeppni, Jakob ■ ína krækti í titilinn fyrir sig ur í bruni. Marta er eini kepp- SAUÐÁRKRÓKI. — í sl. mán- uði gengust skólarnir hér ásamt U.M.F. Tindastóli fyrir skíða- námskeiði og fengu skíðakapp- ann Harald Pálsson frá Siglu- firði til kennslunnar. Námskeið- ið hófst 4. marz og stóð til 16. s.. m. Þátttaka var mjög almenn og lauk með keppni sem fram fór dagana 15. og 16. marz. I 3x3 km boðgöngu urðu úr- slit þessi: 1. A-sveit Iðnskólans 2. B-sveit Iðnskólans 3. A-sveit Gagnfræðaskólans 4. Sveit U.M.F Tindastóll 5 A-sveit Barnaskólans 6. B-sveit Barnaskólans 7. B-sveit Gagnfræðaskólans í stórsvigi voru fyrstir: 1. Ole Anton Bieltvedt 2. Hreinn Sigurðsson. 3. Sigm. Pálsson Keppnin fór fram 1 Skógar- hlíð fyrir vestan Sauðárkrók. — Brautarlengd 1800 m og ca. 250 m fallhæð. Hlið voru 35. Marta Guðmundsdóttir Þessar þrjár voru í sérflokki. Og því má við bæta að Karolína er einnig frá ísafirði komin, þó hún um árabil hafi átt heimili í Reykjavík. Úrslit urðu: 1. Jakobína Jakobsd. Rvík 63,1 2. Marta B. Guðmundsd. ís. 64,5 3. Karol. Guðmundsd. Rvík 65,5 4. Eirný Sæmundsd. Rvík 72,6 5. Kristín Þorgeirsd. Sigluf. 83,0 6. Hjördís Sigurðard. Rvík 83,0 7. Ingibjörg Árnad. Rvík 84,1 Svig kvenna Keppni í svigi kvenna fór fram Miðstöðvarkatiar Oiíugeymar fyrir húsaupphitun. — Allar stærðir fyrirliggjandi — H/F Sími 24400 Þetta er gömul mynd, tekin fyrir 1940. Theodór Arnbjarnarson, é fyrrum hrossaræktarráðunautur Búnaðarfélags tslands, er þar með hinn kunna garp, Nasa frá Skarði. Þriöja landsmót hesfa- manna verður haldið á Þingvöllum í sumar Þar mœtast beztu gœðingar landsins Á KOMANDI sumri heldur Lands samband hestamannafélaga 3. landsmót sitt í Skógarhólum við Þingvelli. Mótið fer fram dagana 17.—20. júlí og verður með svip- uðu fyrirkomulagi og fyrri lands mót sambandsins. Á mótinu fer framsýning á kynbótahrossum og gæðingum og auk þess verða háð ar þar kappreiðar. Skógarhólar eru í iandi Svarta gils, sunnan undir Ármannsfelli, við þjóðleiðina yfir Uxahryggi. Staðurinn og umhverfi hans er sem kunnugt er ágætlega fallinn til samkomuhalds sem þessa. — Landssamband hestamanna hef- ur látið gera þar skeiðvöll og sýningarsvæði ásamt girðingum til geymslu á hrossum sýningar- gesta. Þingvallanefnd hefur sýnt Landssambandinu góðvilja og skilning, með því að leyfa að mótið sé háð þarna og þær fram- kvæmdir gerðar, sem nauðsyn- legar eru, til þess að það geti far- ið vel í. m. Einn veigamesti þáttur mótsins er sýning á kynbótahrossum, en Búnaðarfélag íslands er auk Landssambands hestamannafé- laga aðili að þeirri sýningu. Bú- izt er við, að á sýninguna komi á annað hundrað kynbótahross, stóðhestar og hryssur, úr öllum landsfjórðungum. Mikið starf er að meta þessi hross og dæma og mun dómnefndin starfa að því fimmtudaginn og föstudaginn 17. og 18. júlí. Góðhestar verða einnig dæmd ir þessa daga, en hvert félag inn- an Landssambandsins hefur rétt til að senda þrjá gæðinga á þá sýningu, þó hefur „Fákur“ í Reykjavík rétt til að senda þang- að sjö hesta, vegna þess hve fjöl- mennt það félag er. Gert er ráð fyrir, að 30—40 góðhestar komi á sýninguna og mun óhætt að full- yrða að á meðal þeirra verði beztu gæðingar landsins. Mótið verður opnað almenningi laugardaginn 19. júlí. Þann dag sunnudaginn 20. júlí verða kyn- bótahross og góðhestar sýndir í dómhring og dómum lýst. Þá fara kappreiðar einnig fram. Keppt verður í 300 og 400 metra stökki og 250 m skeiði. Keppni í 400 m stökki er nýlunda, því ekki hefur áður verið keppt á svo löngu sprettfæri. Er þess að vænta, að áhorfendum þyki fengur að lengingu hlaupsins. Skeiðkeppni fer einnig fram með nokkuð óðrum hætti en áður var. Að þessu sinni verður hverjum hesti hleypt tvisvar og ræður betri tími úr- slitum. Þetta hefur það í för með sér, að hestur fellur ekki úr keppni, þó hann „hlaupi upp“ í fyrsta spretti. Fyrirhugað er, að kappreiðar með boðhlaupsfyrirkomulagi fari fram milli hestamannafélaga, e» slík keppni hefur ekki farið fram á landsmótunum fyrr. Er senni- legt, að þessi þáttur verði vin- sæll af áhorfendum, Landssamband hestamannafé. laga var stofnað árið 1949 og eru nú starfandi 16 hestamannafélög innan vébanda þess. Hlutverk þess er að vinna að ræktun ís- lenzka reiðhestsins og hefja hesta mennskuna til þess vegs, er henni ber að skipa sem öndvegisíþrótt þjóðarinnar. Þau tvö landsmót, sem Landssambandið hefur efnt til, hafa tekizt með ágætum og hafa reynzt hestamennsku og hrossarækt mikil lyftistöng, auk þess sem þau hafa orðið fjölda hestaunnenda, sem hafa sótt mót in, til mikilaránægju.Fyrstalands mótið var háð á Þingvöllum árið 1950, en árið 1954 var annað mót- ið haldið á Þveráreyrum í Eyjaf. Það er von allra þeirra, sem að mótinu í sumar standa, að það verði til þess að efla áhuga á íslenzka hestinum og styrkja hin fornu tengsl þjóðarinnar við þennan ástvin sinn. Merkisbónrií sexfugier HÉRAÐI, 27. marz — Undanfarið hefur verið fremur óstöðug tið hér eystra. 15. þ. m. stillti til og gerði frostleysu. Hafa síðan verið stillt og góð veður, oft þítt eða hiti um frostmark. Hinn 19. marz sl. varð Einar Einarsson, bóndi á Ormarsstöðum í Fellum, sextugur. Sökum þess að slæm færð var á akvegum á afmælisdaginn lét Einar boð út ganga að hann frestaði afmælis- veizlunni til laugardags 22. marz. Á laugardagskvöld komu margir sveitungar hans og fleiri til að samfagna honum á þessum tíma- mótum. Bárust honum gjafir góð- ar frá vinum og vandamönnum. Var setzt að kaffidrykkju um kl. 9,30 og var þar rausnarlega á borð borið og veitt. Undu menn sér síðan við ræðuhöld og al- mennan söng fram yfir miðnætti. Var síðan stiginn dans af miklu fjöri fram á bjartan dag. — Fór þessi veizla mjög vel fram og á hinn bezta hátt. Einar hefur lengi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað, t. d. hefur hann setið sleitulaust í hreppsnefnd Fella-' manna frá 1934, verið í skatta- nefnd, sóknarnefnd, verið við barnafræðslu um hríð og er í stjórn hestamannafélagsins Frey- faxa, og svo mætti lengi telja. Kvæntur er Einar Margréti Þór- arinsdóttur frá Ormarsstöðum og eiga þau 4 börn, sem öll eru upp- komin og hin mannvænlegustu. Munu Austfirðingar og aðrir vin- ir Einars óska honum alls góðs í framtíðinni. — B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.