Morgunblaðið - 11.04.1958, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.04.1958, Qupperneq 20
íslendingum er forgangsréttur til fiskveiða við landið lífsnauðsynlegur segir Davíð Ölafsson í fiskfriðunarnefndinni Frá útför Magnúsar Jónssonar. Virðuleg útför Magnúsar Jónssonar Radarar og önnur sigl- ingatœki rannsökuð í gœr ÚTFÖR Magnúsar Jónssonar, prófessors og fyrrverandi ráð- herra, var gerð frá dómkirkjunni kl. 2 í gær. Séra Helgi Konráðs- son, prófastur á Sauðárkróki, flutti líkræðu og jarðsöng. í ræðu sinni minntist sr. Helgi fagurlega hins látna frænda-síns og vinar. Um 1200 tonn á land í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 10. apríl. — í gær lönduðu Vestmanna- f-yjabátar alls um 1200 lestum af fiski og komust hæstu bátar upp í 35—40 lestir. í morgun komu bátarnir, sem fóru austur í svonefndar Bugtir, að. Hér var um þrjá báta að ræða, og voru þeir með mjög góðan aíla, 40—50 lestir, eftir eina nótt. Strax og spurðist, hve vel þeim hefði gengið, tóku margir bátar að sigla austur á þessi mið í dag. Danskt skip, Laura Dan losár hér salt i dag. Er það nýlegt fallegt skip. Það kemur frá Spáni og fei á fleiri hafnir. —Bj. Guðm. GENF, 9. apríl. — (Einka- skeyti frá Gunnari G. Schram, fréttaritara Mbl.) Davíð Ólafsson flutti í dag ræðu í fiskfriðunarnefndinni og ræddi um þær greinar þjóðréttarnefnd- Davíð Ólafsson arálitsins, sem fjalla um friðun- arráðstafanir utan fiskveiðiland- helgi og hlut strandríkisins i framkvæmd þeirra. Hann benti m. a. á þann mis- skilning margra sendinefnda, að öll vandamál væru leyst, einnig fyrir strandríkið með friðunarað- gerðum, þar sem allar þjóðir væru jafnréttháar um veiðar. Þetta kvað ræðumaður rangt, því að þar sem aflinn væri ekki nægilega mikill til að fullnægja Fundur Fulltrúa- ráðs Sjálfstæðis- féla<>anna í Kefla- vík FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé- laganna í Keflavík heldur fund í kvöld í Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30. Fundarefni: — Fjárhagsáætlun Keflavíkurkaupstaðar fyrir árið 1958. Önnur bæjarmál. Fulltrúar eru beðnir að fjöl- menna og mæta stundvíslega. Flulningar lilör- æfinga undirbúnir KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 10. apríl. — Hér hafa verið blíð- skaparveður undanfarna daga og nokkuð rignt öðru hverju. Vegir eru frekar blautir, þar sem klaki er hvergi farinn úr jörð, en þó vel færir. Nokkuð hefur verið um ferðir yfir Skeiðarársand og er færð þangað sæmileg. Eru nú í undirbúningi hinir árlegu vöru- flutningar til Öræfinga. Hagar eru nú ágætir fyrir fé á nokkrum beztu beitarjörðun- um er þegar búið að sleppa beit- arfénaði alveg. En víðast hvar er gefið með beitinni bæði hey og fóðurbætir. Timburreki var nokkur á fjör- I ur hér i nágrerminu yfir páskana. þörfum allra, yrði að setja ein- hverjar takmarkanir á meðan ekki hefði verið ákveðið hver fiskveiðilögsagan yrði. Væri úti- lokað að segja um, hvort friðun- arákvæði þjóðréttar-nefndarálits- ins væru fullnægjandi. Davíð Ólafsson sagði, að ís- lendingar teldu lífsnauðsynlegt að þeir hefðu forgangsrétt til að fullnægja eðlilegum þörfum sín- um við veiðarnar, þar sem efna- MILLI klukkan 7 og 8 í gær- kvöldi var skipstjórinn á togar- anum Júlí frá Hafnarfirði, Þórð- ur Pétursson, kallaður fyrir lög- reglurétt þar í bæ og honum skýrt frá því, að flugvél land- helgisgæzlunnar hefði komið að skipi hans að kvöldi 8. þ.m., þar sem það var að veiðum innan við „línu“. Strandgæzluflugbáturinn var á flugi yfir Jökuldjúpinu, sem er um 13 sjóm. fyrir sunnan Malar- rifsvita. Áhöfnin varð þá vör við skip, sem var alllangt fyrir inn- an línú. Flogið var að skipinu og beint að því sterkum ljóskastara. Sást úr flugbátnum að togara- menn voru að taka inn vörpuna. Kom strax í Ijós, að togarinn var Júlí frá Hafnarfirði. Hófst þá þegar nákvæm stað- setning togarans og varpað út duflum, sem við voru akkeri. Meðan þessu fór fram, var togar inn í óða önn að ljúka við að taka inn vörpuna, og síðan var sett á fulla ferð og stefnt út. Næsta morgun fór flugbátur- inn aftur á þann stað, er hann hafði kvöldið áður verið yfir togaranum. Varðskipið Óðinn fór þangað einnig og voru staðar- ákvarðanir endurteknar. Flug- bátsstjórinn, Guðmundur Kjærne sted, hafði með radarmælingum og radiomiðunum staðsett togar ann 3,6 sjómílur fyrir innan „línu“. Með hornamælingum, sem varðskipsmenn á Óðni fram- Námskeið um at- vinnu- og verka- NÆSTl fundur á námskeiðinu um atvinnu- og verkalýðsmál verður haidinn í Valhöll i kvöld og hefst kl. 8,30. Nauðsynlegt að þátttakendur mæti stundvíslega. hagur landsins byggðist á þeim. Mælti hann með tillögu sem 11 þjóðir báru fram um að forgangs- réttur strandríkisins um friðun- arráðstafanir verði viðurkennd- ur. Seinna í dag talaði Davíð Ólafsson í annarri nefndinni fyr- ir breytingartillögu íslendinga varðandi töku skipa vegna land- helgisbrota og eftirför eftir þeim út úr landhelgi. Breytingar- tillögurnar fela í sér tvö nýmæli. í fyrsta lagi að nvorki sé nauð- synlegt, að landhelgisbrjótur né varðskip sé statt innan fiskveiði- takmarkana, þegar stöðvunar- fyrirskipun er gefin. Annað ný- mæli er, að taka megi skip á opnu hafi innan 24 stunda frá því það var staðið að brotinu, enda þótt stöðug eftirför hafi ekki átt sér stað. kvæmdu, kom í ljós sama fjar- lægð á duflunum frá línu. Á miðvikudaginn tilkynnti Landhelgisgæzlan Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, að Júlí hefði ver- ið staðinn að veiðum í landhelgi. Þar eð togarainn var væntanleg- ur inn næsta dag, í gær, fimmtu- dag, var ákveðið að bíða með rannsókn málsins unz .togarinn kæmi af veiðum. Um hádegið í gær kom svo Júlí til Hafnarfjarðar, og um klukkan 4,30 hófst rannsókn málsins hjá bæjarfógetanum. Var skipstjórinn, Þórður Péturs- son, kallaður fyrir rétt milli kl. 7 og 8, sem fyrr segir. ★ Seint í gærkvöldi stóðu réttar- höld enn yfir. Eftir því, sem blað ið frétti, hafði skipstjórinn ekki viðurkennt að hafa verið að veiðum í landhelgi í umrætt skipti og ekki viðurkennt staðar- ákvarðanir þær sem foringjar flugbátsins lögðu fram í réttin- um. EFTIR hádegið í gær lauk yfir- heyrslum í sambandi við hið meinta landhelgisbrot togarans Neptúnusar, sem varðskipið Ægir tók og færði hér til hafnar í Reykjavík. í gær kvaddi sakadómari þrjá sérfræðinga til þess að kanna radartæki varðskipsins Ægis og eins togarans Neptúnusar og skyldu þessir menn gera saman- burðarmælingar til þess að fá úr því skorið hvort ekki hafi allt verið í lagi með þessi tæki skip- anna og önnur siglingatæki, sem máli skipta í sambandi við rann- sókn rnálsins. Voru þessir sérfræðingar um borð i skipunum í gærdag, hér í Reykjavíkurhöfn. Gerðu þeir mælingar á báðum skipunum frá sama staðnum í höfninni. Sér- fræðingarnir voru þeir Friðrik A. Jónsson og Otto B. Arnar út- varpsvirkjar og Konráð Gísla- son kompásasmiður. í dag munu þessir menn skila álitsgjörð til sakadómara. Er ekki ósennilegt að dómur gangi í mál- inu í dag. V.-BERLÍN, 10. apríl. — 55 starfs menn a-þýzkra háskóla hafa flúið til V-Berlínar og V-Þýzka- lands síðustu dagana. Eru þar á meðal 9 prófessorar og 9 fyrir- lesarar. Rakti hann æviatriði Magnúsar, ræddi um þýðingu þess, að hann var alinn upp á góðu prestsheim- ili í sveit og talaði um, hve ein- lægur trúmaður hinn látni var. Einnig minntist prófastur fjöl- skyldu Magnúsar og gat Þess sér- staklega, hve ágætur heimilis- faðir hann reyndist. Dómkórinn söng við útförina undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Dr. Páll lék á orgel, en Þórarinn Guðmundsson á fiðlu. Frímúrar ar stóðu heiðursvörð við kistuna. Blómakransar frá ýmsum 'aðilum höfðu verið bornir í kirkjuna, m. a. frá Alþingi, þjóðkirkjunni, há- skólanum og ýmsum samtökum innan Sjálfstæðisflokksins. Fjölmenni var við útförina. Meðal viðstaddra voru forseta- hjónin, svo og ráðherrar og al- þingismenn. Fjöldi hempu- klæddra presta sat í kór, þ. á. m. biskupinn yfir íslandi, dr. Bjarni Jónsson vigslubiskup og séra Jón Auðuns, dómprófastur. Börn Magnúsar eru Unnur, kona Gunnars Guðjónssonar skipa- miðlara, Ólöf, gift Birgi Halldórs syni söngvara, Áslaug, kona F. Boutilier verzlunarmanns í Cleve land í Bandaríkjunum og Jón vél virki, kvæntur Þorbjörgu Ágústs dóttur. Auk þeirra barna og tengdabarna hins látna, sem bú- sett eru hér á landi, voru í kirkj- unni aðrir ættingjar og venzla- menn, þ. á. m. barnabörn hans og bróðir hans, Þorsteinn Jóns- son rithöfundur. Hjómleikar í síð- deigskaffitímanum SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ hefir nú aftur tekið upp þann vinsæla lið, að hafa hljómleika á meðan gest- ir drekka síðdegiskaffið. Hafa þeir Karl Billich og Þor- valdur Steingrímsson verið ráðn- ir til þess að leika þar frá klukk- an 3,30—4,30 e.h. dag hvern. Mæl- ist þetta örugglega vel fyrir með al þeirra, sem leggja leið sina í Sjálfstæðishúsið í síðdegiskaffi. W J Landsfundi Sjálf- stœðisflokksins frestað MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins hefir ákveðið að fresta um óákveðinn tíma landsfundi flokksins, sein boðaður hafði verið dagana 24.—27. apríl n. k. Verður síðar tilkynnt hvenær fundurinn verður haldinn. Flugbáturinn staðsetti Júlí 3,6 sjómílur fyrir innan ,,línu"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.