Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 10
10 MORCVISBL 4Ð1Ð Föstudagur 11. apríl 1958 isttMiiMfr Htg.: H.í. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjón: aigíus Jónsson. Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Krxstmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 AsKiiftargjalo kr 30.00 á mánuði ínnanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. SA ER ELDUR HEITASTUR SÁ er eldur heitastur, er á sjálfum brennur. Það sannast átakanlega á flokkum vinstri stjórnarinnar í dag, ekki sízt kommúnistum og Framsókn. Fyrir tveimur árum sögðu kommúnistar þjóðinni að ekkert væri auðveldara en að ráða niðurlögum dýrtíðarinnar og tryggja hallalausan rekstur framleiðslutækjanna, ef þeir að- eins fengju völdin og vinstri stjórn yrði mynduð. Fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan lýsti Framsóknarflokk- urinn því einnig yfir að með því að taka»kommúnista í ríkisstjórn væri tryggt nauðsynlegt sam- starf milli ríkisvaldsins og vinnu- stéttanna og þar með samkomu- lag um „nýjar leiðir“ og „var- anleg úrræði“ til lausnar efna- hagsmálunum. Efnahagsvanda- málin væri aðeins hægt að leysa með kommúnistum. Hins vegar væri gersamlega ómögulegt að leysa þau með JSjálfstæðis- flokknum. Hann fengist ekki til þess að taka þátt í hinnn „var- anlegu úrræðum", sem Fram- sókn hefði nú tryggt sér sam- starf við kommúnista um. I þessu sambandi má skjóta því inn, að nokkrum mánuðum áður en Framsóknarflokkurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að leysa neinn vanda í efnahagsmálum nema með kommúnistum hafði Ey- steinn Jónsson lýst því yfir frammi fyrir alþjóð í útvarps- umræðum á Alþingi, að allir erfiðleikar efnahagslífs okkar væru kommúnistum að kenna. Þeir hefðu með verkfallsbröltinu árið 1955 kastað þjóðinni út í nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, og af því hefði leitt stóraukinn hallarekstur fram- leiðslutækjanna. Þegar Eysteinn Jónsson mælti þessi orð var hann enn fjármála- ráðherra í ríkisstjórn með Sjálf- stæðismönnum. En aðeins örfá- um mánuðum seinna sá þessi sami Framsóknarleiðtogi ekkert úrræði annað en að taka hönd- um saman við kommúnista. Og þá báru þeir ekki ábyrgð á efnahagserfiðleikunum held ur Sjálfstæðismenn. Þriggja missera reynslutími .Níú hefur vinstri stjórnin, . amsóknarmenn, kommúnistar ; jg Alþýðuflokksmenn, haft rúm- lega þriggja missera tíma til þess að framkvæma hina nýju stefnu, „vinstri stefnuna" i efnahags- málum þjóðarinnar. En hin „var- anlegu úrræði" hafa ekki ennþá sézt. Kapphlaupið milii kaup- gjalds og verðlags hefur haldið áfram og dýrtíðin aukizt. En vinstri stjórnin hefur sagzt vera að framkvæma „stöðvunar- stefnu“. Kommúnistar segja, að sú stefna sé fólgin í því að halda verðlaginu niðri. Framsóknar- menn segja hins vegar, að hún stöðvi ekki hækkanir verðlagsins heldur hljóti hún fyrr eða síðar að leiða til stöðvunar allrar framleiðslu og atvinnulífs í landinu. Og aðal- málgagn Alþýðuflokksins lýsir því svo yfir, að velgengni at- vinnulífsins, góð síldveiði og grasspretta muni setja ríkissjóð á hausinn ef haldið verði áfram óbreyttri stefnu. Að Ioknu rúmlega þriggja missera reynsluskeiði vinstri stjórnarinnar er þá þannig komið, að dómi hennar eigin flokka, að mesta ólán, sem yfir þjóðina getur dunið er góður fiskafli og hagstæð heyskap- artíð! Þjóðinni var sagt ósatt En hvernig stendur á því, að vinstri stjórnin hefur orðið sér svo hrapallega til minnkunar í þessum málum? Ástæða niðurlægingar hennar nú er fyrst og fremst sú, að flokkar hennar hafa sagt þjóð- inni ósatt, hrúgað upp blekking- um og rakalausum staðhæfing- um, ýmist um raunverulegar or- sakir efnahagserfiðleikanna eða um getu sína til þess að ráða fram úr þeim. Vinstri flokkarnir sögðu þjóð- inni í fyrsta lagi ósatt, þegar þeir vörpuðu allri ábyrgðinni á efnahagsvandamálunum á herð- ar Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði sýnt þann manndóm og ábyrgðartilfinningu, þegar hann myndaði minnihluta- stjórn sína haustið 1949, að kryfja efnahagsvandamálin til mergjar og leggja fram tillögur um róttækar viðreisnarráðstaf- anir. Um þær ráðstafanir tókst síðan samstarf milli tveggja stærstu flokka þjóðarinnar. Og á grundvelli þeirra reyndist mögulegt að skapa jafnvægi í efnahagsmálum hennar. Tókst í aðalatriðum að framkvæma þessa jafnvægisstefnu með góðum ár- angri fram til ársins 1955. Þá auðnaðist kommúnistum að eyði- leggja framkvæmd hennar að verulegu leyti með hinum stór- felldu verkföllum og kauphækk- unum, sem þá voru knúðar fram. Hafa sjálfir kveikt þann e í öðru lagi hafa vinstri flokk- arnir sagt þjóðinni ósatt um getu sína og úrræði til þess að ráða fram úr efnahagsvandamálunum. Þeir sögðust eiga „nýjar leiðir" og „varanleg úrræði“, gagnvart þessum vandamálum. En þeir vissu að þeir áttu engin slík úr- ræði, þeir réðu ekki yfir nein- um töframeðulum, sem ekki höfðu áður verið reynd. Þeir vissu þess vegna að þeir voru að blekkja þjóðina með'skrumi sínu og loforðum um „nýjar leiðir“. Sá er eldur heitastur, er á sjálfum brennur. Flokkar vinstri stjórnarinnar hafa sjálfir kveikt þann eld, sem nú brennur á skinni þeirra. Viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, misseri eftir misseri hefur það dregizt að vinstri stjórnin legði fram tillögur sínar í efnahagsmálunum. Þær hafa ekki enn verið lagðar fram. Ef til vill verða þær lagðar fram í næstu viku. En í þeim munu ekki fel- ast nein „varanleg úrræði“, sem leysi allan vanda. Þær munu verða enn ein sönnun þess að núverandi ríkisstjórn hefur sífellt verið að blekkja þjóðina — og hún er enn að því. UTAN UR HEIMI 30 froskmenn ætla að leita Loch-Neiss skrímslisins í JÚNÍMÁNUÐI nk. munu 30 skozkir froskmenn hefja alls- herjarleit að Loch Neiss-skrímsl- inu fræga í samnefndu vatni í Skotlandi. Munu froskmennirnir verða búnir öllum nýjustu tsekj- um til leitarinnar — þar á meðal ratsjám. — Sterka ljóskastara hafa þeir og til þess að verjast skrímslinu, ef svo færi, að ,það snerist til varnar, því að talið er, að það hræðist ljós. Það hefur aldrei „sézt“ nema að næturlagi eða í ljósaskiptum. ★ ★ ★ Það eru tveir ungir Skotar, báðir froskmenn, sem hafa for- göngu um leitina. Ætla þeir að ganga úr skugga um það hvort skrímslið er í raun og veru til — og hvort nokkur fótur er fyrir sögusögnum um það. Hafa þeir skýrt svo frá, að erlendum frosk- mönnum verði heimilt að taka þátt í leitinni — jafnvel enskum, svo fremi að þeir líti málið alvar- legum augum. ★ ★ ★ Liðlega ár er nú liðið frá því að skrímslið sást síðast. Var það kennari einn skozkur — og sagð- ist honum svo frá, að það hefði synt í vatnsskorpunni — og væri 17 metra langt. Annars eru liðin um 30 ár síðan það „sást“ fyrst — og hafa stórblöð víða um heim oft rætt um „Nessie", eins og skrímslið hefur stundum verið kallað, því að það hefur „sézt“ af og til síðan. Þeir, sem trúaðastir eru á sögu sagnirnar halda því fram, að „Nessie“ hafi verið þarna frá alda öðli og sé eldra en allt ann- að lifandi á jarðríki. ★ ★ ★ Víst er um það, að mikill er áhugi manna á skrímslinu — og þá aðallega í Skotlandi og í Bret- landi. Brezka útvarpið, BBC, og sjónvarpið hafa jafnvel svo mikið við að senda sérstaka fréttaritara á staðinn, þegar leitin hefst — og verða þeir búnir fullkomnum útbúnaði til sjónvarpsupptöku — m. a. upptökutækjum, sem hægt verður að kafa með í djúpið. Fleiri fréttastofnanir hafa og í Camansögur að austan Árið 1957 voru 40 ár liðin frá rússnesku byltingunni og var þess minnzt með miklum hátíða- höldum. Formaður rússneska kommúnistaflokksins, Nikita Krúsjeff, fór í tilefni þessa í ferðalag út á landsbyggðina. í einu þorpinu hitti hann mjög gamlan mann og spurði „Liður þér nú ekki betur núna heldur en fyrir byltinguna?" „Nei“, svaraði gamli maðurinn, „Fyrir byltinguna átti ég tvenn föt, en nú á ég aðeins fötin, sem ég stend í.“ „Þá ertu nú vel settur ennþá“, sagði Krúsjeff. „Sums staðar í Afríku gengur fólkið allsnakið. Það á ekki einu sinni ein föt.“ „Er þetta satt?“, spurði gamli maðurinn, „hvenær varð bylting- in hjá þeim?“ ★ Þessi saga gengur nú frá manni til manns í Rúmeníu. Tannlækn- ir, er kom þreyttur heim frá vinnu, kvartaði yfir því við konu sína, hve það væri afskaplega erfitt að draga út tennur í gegn- um nefið á fólki. „Gegnum nefið?“ sagði konan furðu lostin. „Hvers vegna í ó- sköpunum ertu að því?“ „Ég er neyddur til þess“, svar- aði hann stuttlega, „fólkið fæst varla til að opna munninn þessa dagana“. ★ Húsnæðismálaráðherra Sovét- ríkjanna hafði sannarlega ástæðu til þess að vera óánægður ný- lega, er honum var tilkynnt í gegnum síma, að smíðapallar á húsi einu. sem í smíðum var, hefðu fallið saman og margir menn farizt. t „Fábjánar“, hrópaði ráðherr- ann, „var ég ekki búinn að segja ykkur, að þið yrðuð að styrkja bygginguna með því að setja veggfóðrið á strax?“ ★ Einn af íbúum Lettlands var að því spurður, hvort hann væri farinn að kunna við kommúnism ann eftir þau 18 ár, sem landið hefur verið undir stjórn Sovét- ríkj anna. „Ég geri ráð fyrir því,“ svaraði maðurinn „Ég er alveg eins solt- inn og flestir aðrir hér um slóð- ir.“ ★ Háttsettir starfsmenn í komm- únistaflokk Tékkóslóvakíu voru að yfirheyra sígauna nokkurn, sem þeir höfðu ástæðu til að ætla að væri óvinveittur leppstjórn- inni. „Hvað mundir þú gera, ef þú værir sendur til Rússlands"? spurðu þeir sígaunann. „Ja, ég mundi vinna baki brotnu eins og Stakhanovits", var svarið. „Ágætt. Segðu okkur nú, hvað þú myndir gera, ef þú værir send ur til Bandaríkjanna.“ „Félagar", sagði sígauninn. „Ég myndi ekki vinna handtak í því auma landi kapitalismans.“ „Prýðilegt", sagði formaður- inn. „Það eru þxnir líkar, sem okkur vantar. Við hvað vinnur þú annars?“ „Ja, það skal ég segja þér“, sagði sígauninn, „ég er böðull að atvinnu". ★ „Hvers vegna var Sputnik II skotið á loft“? spurði einn Ung- verji annan. „Vegna þess að Rússar treysta engum til að yfirgefa Sovétríkin fylgdarlaust.“ ¥ Maður nokkur hrjáður á svip gekk laumulega inn í landbúnað- arverzlun í Austur-Þýzkalandi og bað um að fá að kaupa alla ofþroskaða ávexti, grænmeti og fúlegg, sem til væru í verzlun- inni. Þegar áfgreiðslumaðurinn hafði afgreitt manninn sagði hann glettnislega: „Mér er ekki grunlaust um það að þér ætlið að nota þetta í kvöld, er formað- ur kommúnistaflokksins vinnur hátíðlega eið að embætti sínu.“ „Uss ekki svona hátt,“ hvæsti maðurinn, „ég er nýi for- maðurinn". hyggju að hafa menn -sína til taks, því að svo virðist, sem allir búist hálft í hvoru við, að skozku froskmennirnir afhjúpi geysimik inn leyndardóm við rannsóknirn- ar ★ ★ ★ Menn hafa lengi velt þvx fyrir sér hvort sögusagnirnar um ■ Myndin er af íslenzka frosk- manninum Guðmundi Guðjóns- syni. 30 menn í slíkum búningi ætla nú að leita Loch-Neiss- skrimslisins. skrímslið séu á einhverjum rök- um reistar. Sumir vilja hins veg- ar halda því fram, að fyrirbæri þessi hafi verið otrahópar, sem synt hafi í langri röð — eða þá að hér hafi verið um fugla að ræða, sem synt hafi í halarófu eftir vatninu — og horfið út í myrkrið. Þeir, sem trúa á tilveru skrímslisins telja hins vegar að það hafi króazt inni í fyrndinni, er landið umhverfis hafi risið úr sæ. ★ ★ ★ En hvernig sem allt er í pott- inn búið, þá hefur fregnin um fyrirhugaða leit froskmannanna vakið það mikla athygli, að for- stjórar fjölleikahúsa lýsa þvx nú yfir hver í kapp við annan, að þeir vilji kaupa skrímslið, ef það finnist og kvikmyndaframleið- andi einn í Hollywood hefur auk þess boðið sem svarar 30.000 ster lingsp. í „Nessie“. En nú getum við spurt sem svo, ef skrímslið fyndist: Hver er þá eigandinn, hver getur selt það? I gömlum brezkum lögum segir, að krúnan sé réttur eigandi allra sjaldgæfra sjávardýra, sem finnast — og því félli það í hlut Elísabetar drottn- ingar að ráðstafa skrímslinu. * Ymsar nýjungar Útflutningur Bandarikja- manna á kvikmyndum, minnkaði á síðasta ári um 2% miðað við fyrra ár. Hins vegar óx töluvert útflutningur kvikmyndatökuvéla og annars vélaútbúnaðar í sam- bandi við kvikmyndaframleiðslu. V-Þjóðverjar framleiddu á síðasta ári 1.212.762 bíla, en það er 12,7% aukning frá fyrra ári. Búizt er við að framleiðslan standi í stað þetta árið miðað við síðasta ár, en hún hefur aldrei verið meiri en þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.