Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. apríl 1958
MORGVNBLAÐIÐ
3
Y
Útför Ásgríms Jóns-
sonar var gerð á gær
Skýrslur nresta
um dána menn
Að minningarguffsþjónustunni í dómkirkjunni lokinni var stutt athöfn við hús Ásgríms, Berg-
staðastræti 74. Léku þar blásarar úr Sinfóníuhljómsveitinni.
MENNTAMÁLANEFND efri
deildar Alþingis flytur að beiðni
menntamálaráðuneytisins frum-
varp um viðauka við lögin frá
1956 um skráningu íslendinga til
stuðnings mannfræði- og ætt-
fræðirannsóknum. Er efni þess
það, að prestum og forstöðu-
ÚTFÖR prófessors Ásgríms Jóns-
sonar listmálara fór fram í gær.
Kl. 10 var minningarathöfn í
dómkirkjunni í Reykjavík, síðan
var stutt athöfn við heimili Ás-
gríms, Bergstaðastræti 74, en
kveðjuathöfn var í Gaulverja-
bæjarkirkju kl. 3. Jarðsett var i
kirkjugarðinum þar.
Minningarguðþjónustan í dóm
kirkjunni var haldin að tilhlutun
ríkisstjórnarinnar. Meðal við-
staddra var forseti íslands.
í upphafi lék dr. Páll ísólfsson
forspil eftir J. S. Bach, en síðan
söng dómkórinn „Drottinn, vor
konungur". Þá flutti dr. Bjarni
Jónsson vígslubiskup fagra minn
ingarræðu. Minnti hann á, hve
ungur Ásgrímur var, er hann sat
í túni og bar saman sendibréf
ritað með bláu bleki og liti him-
ins og jökla. Hann rakti upp-
vöxt hans, listnám og listaferil
og gat þess, h.ve mikill unnandi
fagurrar tónlistar hann var. Þá
þakkaði séra Bjarni þeim Bjarn-
veigu Bjarnadóttur og Guðlaugu
Jónsdóttur, sem bjuggu Ásgrími
heimili mörg hin síðustu ár og
bar kveðju til ættmenna hans og
íslenzkra listamanna.
Að ræðunni lokinni lék
strengjakvartett Björns Ólafsson
ar tónverk eftir Beethoven, dóm-
kórinn söng „Ég lifi og ég veit‘!
og „Son Guðs ertu með sanni“ og
kvartettinn lék tónverk eftir
Mozar.t. Loks lék dr. Páll sorgar-
göngulag eftir Hándel. — Við
líkbörurnar í kirkjunni höfðu
verið lagðir blómsveigar, m.a.
frá ríkisstjórninni, Bandalagi ís-
var mjög hvörfóttur. Á eftir hin-
um svarta líkvagni óku allmarg-
ir bílar, úr Reykjavík og frá
Selfossi.
Þegar Gaulverjabæjar-bændur,
en meðal þeirra voru nokkrir,
sem vel mundu Ásgrím sem ung-
ling þar í sveitinni, báru kistu
hins látna sveipaða íslenzka fán-
anum, í kirkju. Var nokkuð á
annað hundrað manns þangað
komið: úr Reykjavík, úr sveit-
inni, frá Selfossi, Stokkseyri og
víðar að.. Fyrst á eftir kistu Ás-
gríms gekk Jón bróðir hans,
málari, og síðar aðrir nánir ætt-
ingjar.
Eftir forspil og sálmasöng
kirkjukórs Gaulverjabæjarkirkju
undir stjórn Pálmars Þ. Eyjólfs-
sonar kirkjuorganista, Stokks-
eyri, hóf hinn ungi sóknarprest-
ur, séra Magnús Guðjónsson,
minningarræðuna. Var ræða hans
ágætlega samin; hann komst víða
vel að orði í henni, er hann
ræddi um líf og starf hins mikla
listamanns, en hann kallaði Ás-
grím einn mesta listamann, sem
þjóðin hefði nokkru sinni átt.
Séra Magnús sagðist hafa fundið
mikinn andlegan skyldleika Ás-
gríms listmálara og hins mikla
meistara Mozarts. I niðurlagsorð-
um minningarræðu sinnar sagði
séra Magnús eitthvað á þessa
leið: Pensillinn er fallinn úr
hendi listamannsins, málverkinu
er lokið, listamaðurinn hefur
kvatt lífið.
Dr. Páll ísólfsson lék þessu
íæst á hið gamla orgelharmonium
kirkjunnar, en dóttir hans óperu-
Minningarathöfnin í Gaulverjabæjarkirkju i gær. — Séra
Magnús Guðjónsson flytur minningarræðuna. Altaristaflan í
kirkjunni er ein hin fallegasta, sem er í kirkju héi á landi, ís-
lenzk smíð, skorin í tré af Ámunda bónda á Baugsstöðum Jóns-
syni, er gaf hana Gauiverjabæjarkirkju árið 1775, um 100 árum
fyrir fæðingu Ásgríms.
Jóns Steingrímssonar, er prestur
var í Gaulverjabæ, en hann mun
hafa fermt Ásgrím Jónsson.
Þar með var lokið hinni virðu-
legu, en látlausu athöfn. Á eftir
gengu kirkjugestir til samkomu-
Ljósmyndir Mbl.: Ól. K. M.
stjórnarinnar, fyrir þá virðingu,
er hún hefði sýnt hinum látna
listamanna.
Er Ragnar hafði þetta mælt,
bað Jörundur Brynjólfsson fyrr-
um alþingisforseti, nærstadda að
rísa úr sætum sínum í virðing-
arskyni við hinn látna.
Klukkan var að ganga 6, er
þeir, sem lengst höfðu komið,
tóku að búast til brottferðar. Þá
var sól yfir sveitinni. Heima á
Gaulverjabæ var íslenzki fáninn,
sem verið hafði í hálfa stöng um
nónbil, við hún og bærðist virðu-
“lega í norðangolunni.
lenzkra listamann og samtökum
myndlistarmanna.
Að minningarathöfninni lok-
inni var kista listamannsins bor-
in úr kirkju. Gerðu það forsæt-
isráðherra, menntamálaráðherra,
háskólarektor, Snorri Hjartar-
son skáld, Jón Þorleifsson málari,
Bjarni Jónsson forstjóri frá Galta
felli, Snorri Sigfússon, fyrrum
námsstjóri og Ragnar Jónsson
útgefandi.
Likfylgdin hélt fyrst að húsi
Ásgríms, Bergstaðastræti 74. Var
staðnæmzt utan við húsið litla
stund og lék sveit blásara úr
sinfóníuhljómsveitinni lofsöng
Beethovens og „Víst. ertu Jesú
kóngur klár“. Síðan var ekið aust
ur yfir fjall, á æskustöðvar lista-
mannsins.
Það var fagurt veður austur í
Gaulverjabæ síðdegis í gær, er
kista Ásgríms Jónssonar var bor-
in til grafar i hinum litla kirkju-
garði skammt frá norðurhlið
kirkjunnar. Sólinni tókst ekki
að brjótast fram úr skýjunum,
en fjallahringurinn var fagur.
Það var sól á fjöllum. í marz-
sólinni bar Heklu alhvita við
bláan himin.
Líkfylgdin nam staðar við hið
skeifulagaða sáluhlið Gaulverja-
bæjarkirkju, laust fyrir kl. 3.
Vegurinn síðasta áfangann af
þjóðveginum niður að kirkjunni
söngkonan Þuríður Pálsdóttir,
söng „Friðarins guð“ og síðan
„Allsherjar drottinn". ” Hljómaði
fögur rödd söngkonunnar vel í
hinni vinalegu Gaulverjabæjar-
kirkju.
Þessu næst söng kirkjukórinn
sálm, og kirkjuathöfninni lauk
með því, að kórinn söng þjóð-
sönginn.
Úr kirkju og að gröf báru kist-
una frændur listamannsins, en
gröf hans er næst við gröf séra
húss sveitarinnar þar sem veitt
var kaffi. Þar kvaddi sér hljóðs
Ragnar Jónsson forstjóri, er í
nafni ættingja og gamalla vina
Ásgríms, þakkaði kirkjugestum
fyrir þann hlýhug, sem þeir
hefðu sýnt hinum látna vini, sem
að eigin ósk hafði nú verið til
grafar' borinn á æskustöðvum
sínum, í faðmi hins fagra og til-
komumikla fjallahrings. Ragnar
bar síðan fram þakkir til mennta-
málaráðherrr f-"!" rikis-
mönnum trúfélaga skuli skylt að
skrá á sérstök eyðublöð alla ís-
lenzka borgara, 15 ára og eldri,
sem þeir jarðsyngja.
í fyrrnefndum lögum er svo
fyrir mælt, að gera skuli spjald-
skrá yfir alla íslendinga, sem vit-
að er um frá landnámstíð og ekki
hafa ver’ð færðir á spjaldskrá
lagstofunnar, sem tekið var að
gera 1952. Æviskrárritari nefur
samm. gu skrár þessarar með
höndum, og eiga skýrslur prest-
anna, sem um er rætt í hinu nýja
frumvarpi að létta starf nans. Er
ætlazt til, að í skýi’slunum verði
getið helztu æviatriða viðkom-
andi manna, — fæðingar- og
dánardaga, dvalarstaða, starfa
svo og fjölskyldna þeirra.
FRÁ ALÞINGI
FUNDUR heíur verið boðaður í
sameinuðu Alþingi kl. 1,30 í dag.
A dagskrá er fyrirspurn um fé-
lagsheimili, kosning 5 manna í
raforkuráð og umræður um þess-
ar þingsályktunartillögur: Líf-
eyrisgreiðslur, Framlög til lækk
unar vöruverði, Rafveitu Vest-
mannaeyja, Sögu íslands í heims-
styrjöldinni, Efnaiðnaðarverk-
smiðju í Hveragerði og Hæli Nátt
úrulækningafélagsins.
Gaulverjabæjarbændur bera kistu Ásgríms til kirkju en þeir
sem báru voru Páll á Baugsstöðum, Guðjón í Gaulverjabæ,
Hailgrímur í Dalbæ, Tómas á Fljótshólum, Jón á Skipum, Guð-
mundur á Arnarhóli, Ólafur á Syðra Velli og Guðlaugur
kirkjuhaldari, Hellum eystri.
STAKSTEIí\AR
Skilyrði til að ley..a
kjördæmamálið
Umræðurnar um kjördæma-
málið og nauðsyn þess að koma
á nýrri kjördæmaskipun halda *
áfram í blöðunum. Nú síðast ritar
Sveinn Bjarnason um málið í
blaðið „íslending á Akureyri. —
Leggur hann til að landinu sé
skipt í 2 kjördæmi, sem til að-
greiningar mætti kalla kaup-
staðakjördæmi og sveitakjör-
dæmi. í kaupstaðakjördæmið
komi allir kaupstaðir en aðrir
hlutar landsins verði í sveita-
kjördæminu. Tala þingmanna
verði 52 aðalþingmenn og jafn-
margir til vara. Séu þeir kosnir
með hlutfallskosningu. Höfund-
ur gerir ráð fyrir að þingmenn
sveitakjördæmisins verði 20 og
kaupstaðakjördæmisins 32.
Undir lok greinar sinnar kemst
Sveinn Bjarnason að orffi á þessa
leið:
„Öll skilyrði til að leysa kjör- w
dæmamálið til frambúðar eru nu
þau beztu sem hægt er að búast
við. 3 þingflokkanna af 4, þ. á m.
sá stærsti, eiga hér sama réttar
að reka fyrir sjálfa sig, auk
hinnar sameiginlegu varnar-
skyldu við lýðræðið, og það sem
hér hefur á unnizt. Samanlagt
hafa þessir flokkar, og myndu
hafa eftir almennar þingkosning-
ar, þingstyrk til að lögfesta
hverja þá skipun, er samkomu-
lag yrði um. En þá skyldu þeir
lika varast að sitja eftir með
aðalmeinið, sem einkum átti aff
nema í burtu —
„Nýtt og einfalt
efnahagskeirfi“
Einn af þingmönnum Alþýðu-
flokksins ritar í gær grein í Al-
þýðublaðið um það, „hvernig eigi
að leysa efnahagsmálin“. Kemst
hann að þeirri niðurstöðu, að við
„skipulag uppbóta verði ekki
lengur unað. Uppbætur til aðal-
atvinnuvega þjóðarinnar eru eins
og gagnleg lyf, ef þau eru tekin
inn í hófi, en miklir og tíðir
skammtað skaða líkamann“, segir
Alþýðuflokksþingmaðurinn.
En „hvernig á að Ieysa efna-
hagsmálin", spyr þessi sami þing-
maður. Og hann svarar spurning-
unni sjálfur síðar í greininni og
kemst þá að orði á þessa leið:
„Hví ekki að setja eitt yfir-
færslugjald fyrir allan útflutn-
inginn, eða minnsta kosti ekki
fleiri en 2—3 flokka: Bankarnir
innheimta 16% yfirfærslugjald
og gætu eins annazt þetta fasta
gjald. Þannig mætti afnema hið
flókna og mikla uppbótakerfi.“
Þingmaðurinn ræðir síðan um
innflutninginn og vill gera hon-
um svipuð skil. Kemst hann síð-
an að orði á þessa leið:
„Meff þessu móti væri sett upp
nýtt og einfalt efnahagskerfi, sem
hefði ekki verstu gallana á hin-
um leiðunum tveim, uppbótar-
leiðinni eða gengislækkun."
Þetta mun vera hin svokallaða
„þriðja leið“ Alþýðuflokksins.
D'dhúin gengislækkun
Engum dylst, hvað Alþýðu-
flokksmaðurinn er að fara í þess-
ari grein sinni. Hann vill að lagt
verffi á eitt, hátt yfirfærslugjaid
á sem flestar vörur. í staðinn fyr-
ir hreina gengislækkun, sem bæði
Framsóknarflokkurinn og AI-
þýðuflokkurinn hafa lýst sig
fylgjandi, á að framkvæma dul-
búna gengislækkun með stórkost-
legum nýjum gjaldeyrisskatti.
Þetta er það sem vinstri stjórn-
arflokkarnir hafa verið að ræða
um undanfarið. Það er verið að
að reikna út hið nýja yfirfærslu-
gjald og ýmis konar krukk í efna
hagskerfi þjóðarinnar. Hvergi
örlar á nokkri „nýrri leið“ eða
„varanlegu úrræði“.