Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 16
16
1MORCTJNBLAÐ1Ð
Miðvik'udagur 16. apríl 1958
Blindi maðurinn skynjar
skjálfta konu sinnar. Hann veit
að hún þjáist. Þau halda, að hægt
sé að fara á bak við hann! En sá,
sem misst hefur sjónina, veit
allt! Hann „sér“ með öllum lík-
amanum, ofurspenntar taugar
hans skynja allt ....
Eg ætla að láta þig kveljast af
óvissu og samvizkubiti, gullið
mitt! Þar til hin óbærilega þögn
mín þvingar játningarópin fram á
varir þínar. Já, þú munt iðrast og
ganga á eftir mér......En ekki
fyrr en um seinan.
En samstundis er Corbier, dauð
þreyttur, gripinn hræðsiu ein-
manakenndarinnar. Hún fer frá
mér! Þessi hræfugl, ungi læknir-
ini,, stelur henni frá mér. Hann
fær hana til þess að bregðast
mér, skilja mig eftir í þessum
myrka, vonda og vonlausa heimi.
Corbier er truflaður í hugleið-
ingum sínum — í hátalaranum
hljómar:
— Halló, Parls. .. IPR kallar
París......Ég skipti!
— París hér.......Halló, IRP
45, er eitthvað nýtt að frétta?
* - '
kl. 5»59 miöevrópotlmi -
við Eapoli-flöann
Domenico d’Angelantonio er
orðinn þreyttur eftir næturvök-
una. Rödd hans er óstyrk:
— Afríka tilkynnir, að skip-
stjórinn hafi nú látið heyra til
sín — og segir, að skipshöfnin
hafi gert uppreisn.... SonUr
hans, sá, sem annaðist loftskeyta-
stöðina, er orðinn veikur og hefur
verið settur í einangrun. Skip-
stjórinn biður um skjótar upplýs
ingar um það hve langt serum-
höggullinn sé kominn áleiðis. . .
Ég skipti. .. . !
Lögreglumennirnir þrír standa
að baki Domenico, en aridspænis
Ippolito hallar Cai-mela, dóttir
smyglarans, sér upp að veggnum
í ögrandi stellingu. Hún hefur
svörtu, vingjarnlegu augun ekki
af Ippolito og fylgist nákvæmlega
með svipbrigðum hans, er hann
hlustar á samtalið við Paris: —
Því miður er ekki hægt að gefa
neinar nýjar upplýsingar, IRP 45,
svarar Corbier þróttlausri röddu.
— Guð minn góður! Flugvélin
hlýtur samt að vera lent í Berlín
fyrir Iöngu!
-— Já, en við höfum því miður
ekki getað náð beinu sambandi við
Berlin.....Við bíðum eftir því,
að bandaríski flugmaðurinn eða
franski flugmaðurinn láti heyra
til sín.
Domenico er taugaóstyrkur —
og hann strýkur annarri hendinni
yfir hárið með fálmkenndum
hreyfingum:
— Heyríð þér, Corbier. Ég
geri ráó fyrir að allar björgunar
tilraunir okkar séu farnar út um
þúfur. Ég sé ekki að eftir neinu
sé að bíða.
,Nei, Vinna, ég hefi ekki sé3
Dídí,“ svaraði Markús. „En hvers
vegna spyrðu?" — „Ég vaknaði"
— Eruð þér gengnir af göflun-
um, Domenico?
— Hvað stoðar að bíða? —
Franski flugmaðurinn hefur áreið
anlega kastað bögglinum, þegar
hann hefur séð, að enginn var á
Tempelhof til þess að taka við
honum. Og bandaríski flugmaður
inn hefur áreiðanlega ekki fundið
Frakkann. Og hvað gerir hann
þá? Hann flýgur auðvitað heim
aftur. Corbier! Það er bezt að
hætta öllu þessu — og fara að
sofa! Enda þótt ég notaði fulla
eldspýtustokka sem vökustaura,
þá gæti ég ekki haldið augunum
opnum lengur!
— Þér megið ekki segja þetta,
Napoli! Heyrið þér það! Ég
krefst þess, að þér víkið ekki frá
loftskeytatækjunum! Þér verðið
að gegma skyldu yðar! Reynið að
róa mennina á „Marie Sörensen“!
— Róa! Hvernig á ég að gera
það? spyr Domenico byrstur. —
Hann gleymdi í andránni, að hann
er í snöru lögreglunnar. En bit-
ur raunveruleikinn rennur aftur
upp fyrir honum. Geislar morgun
sólarinnar flæða inn um gluggana
— og fyrir framan er spegilslétt-
ur Napoli-flóinn.
—■ Hvað viljið þér að ég segi
þeim? Að við höfum engar frek-
ari fréttir?
— Ljúgið einhverju! Segiö t.
d., að serumböggullinn sér vafa-
laust alveg að koma til Osló. .
— Osló! Mér finnst það glæp-
samlegt að ætla að telja veslings
mönnunum trú um það, Corbier!
— Jæja, finnst yður það? Þér
hljótið að sjá, að þeir verða vit-
stola, ef við segjum þeim sann-
leikann!
— Þá það, París! Þér hljótið
að vita hvað bér gerið! Ég kalla
Afríku — og bið áfram við tæk-
in......
kl, 6,ol miðevrópntími -
í belgiskn kongo - vlð
títnie koparnámnrnar
Þreyta og dugleysi hefur einnig
gert vart við sig hér með fyrstu
geislum morgunsólarinnar. Eti-
enne situr úrvinda framan við
loftskeytatækin. Lalande hefur
kastað sér upp í rúmið, hann er
viðþolslaus af kvölum. Hann finn
ur enga hvíld, hann er hálf-rugl-
aður og alls kyns fráleitum hug-
myndum skýtur upp í huga hans.
Hann teygir sig í whiskyglasið,
en veltir því óvart um — og vínið
flóir yfir gólfið, við rúmið. En
sinnuleysi hans er nú orðið svo
mikið, að honum kemur ekki til
hugar að kalla á hjálp, eins og
hann er vanur. I fjarska heyrir
hann röddu Domenico í hátalaran-
um:
— En af hverju á ég að ljúga
að skipstjóranum? spyr Etienne
vonsvikinn. — Ef þeir fá ekki ser-
sagði Vinna, ,og hún var þá ekki
i fleti sínu.“ — „Hún er kannski
hjá frú Önnu,“ sagði Markús, og
um-böggulinn mjög fljótlega, er
allt um seinan.
— París segir, að enn sé vonin
ekki úti...... Corbier í París
segir að við séum neyddir til þess
að Ijúga. . . .
Þvaður! hugsar Lalande, liggj-
andi í i'úminu. Af hverju á að
Ijúga? Læknirinn hans laug a. m.
k. ekki að honum, þegar hann
sagði honum að hann væri hald-
inn ólæknandi sjúkdómi! Að hann
mundi ekki lifa nema í tvö, hæsta
lagi þrjú ár. „Þér eruð karlmað-
ur“, sagði læknirinn að síðustu
rannsókninni lokinni. „Hvers
vegna ætti ég að ljúga að yður?“
Lalande teygir sig í whisky-
flöskuna og svelgir úr henni með
græðgi.
Auðvitað er hann karlmaður!
En hvað gagnar það, þegar dauð-
inn bíður á næstu grösum? Fari
það í helvíti!
— Jæja, Napoli, þá geri ég
það, ég kalla í TKX. . . Við gef-
um þá þær upplýsingar, að bögg-
ullinn sé á leiðinni, einhvers-
staðar milli Berlínar og Osló, seg-
ir Etienne þolinmóður. — La-
lande heyrir að svarti þjónninn
hans stillir senditækið á rétta
bylgjulengd. Úti er bjartur dag-
ur runninn upp, hitinn er brenn-
andi — og sólin, sem er eins og
glóandi málmkringla, varpar sín-
um miskunnarlausu geislum nið-
ur í skóginn. Allir gluggar á húsi
Lalande eru byrgðir — og inni er
hálfrokkið.
— TRZ kallar TKX. . . TRZ
kallar TKX. .. Ég skipti!
kl. 6,08 miðevrópntími -
á norðttr-íshaf ln» - ua
bor& í "marte sörensen"
Larsen skipstjóri gengur hæg-
um, þungum skrefum fram þil-
farið. Hreyfingar hans eru eins
og gamalmennis. Hann hefur elzt
um 20 ár á nokkrum klukkustund-
um. Honum finnst langur og erf-
iður gangur frá stjórnpallinum —
fram í kaðalgeymsluna. Hásetarn
ir standa á þilfarinu og stinga
saman nefjum. Larsen virðir þá
ekki viðlits. Þeir eru greinilega
að brugga einhver launráð, en
en Larsen hefur um annað að
hugsa.
Einn hásetanna ræskir sig til
þess að vekja athygli skipstjór-
ans. Hann lítur upp. Grá dags-
skíman gefui' til kynna, að sólin
sé á lofti einhvers staðar ofan við
þokuhjúpinn — og í úðanum virð
ist honum andlit skipsmannanna
þréytuleg og óraunveruleg.
— Ég hef talað aftur við
Afríku, segir Larsen stuttara-
legá. Það er sem hann vilji gera
veika tilraun til þess að hug-
hreysta þessa óttaslegnu menn.
■Hann er eins og dýratemjari, sem
veit, að hann getur einungis
þvingað dýrseðlið til þess að lúta
vilja sínum með því að hæna dýr-
þau leggja af stað niður í klefa
hennar. — „Nei, Dídí heíir ekki
komið hingað“.
ið að sér með góðu. — Serum-
sendingin getur ekki verið langt
undan. Hún er nú á leið frá Ber-
'lín til Osló, með flugvél.
— Og hvenær fáum við hana?
— Bráðum, svarar Larsen
hljómlausri röddu. — Bráðum.
Larsen gengur inn til sonar
síns, sem liggur hreyfingarlaus
•í kaðalgeymslunni undir ullar-
teppi. — Olaf, heyrirðu til mín?
•Serumsendingin kemur bráðum!
En hugur Olafs er annars stað
ar. Hann hvíslar veikri röddu: —
Lofaðu mér því — að annast
Kristínu, pabbi, ef ég. .. .
Gamli skipstjórinn fellur á
kné við hlið sonar síns. Honum
•stendur á sama, enda þótt háset-
arnir fylgist með öllum hreyfing-
um hans — inn um opnar dyrnar.
— Olaf, segir hann brostinni
■röddu. -—- Olaf, drengurinn minn,
þú hressist fljótt. .. Þegar við
erum búnir að fá serum, þá batn-
ar þetta allt.
Hann strýkur hrjúfu höndinni
af viðkvæmni og nær móðurlegri
blíðu yfir svitastorkið hár sonar
síns.
— Bráðum fáum við serum, þá
batnar allt, endurtekur hann
ósjálfrátt.
Larsen skipstjóri veit ekki, að
Afríka hefur logið. ...
kl. 6,17 iniðeiirópiitími -
i vesttsr-berlin
— Hvað eigið þér við með því?
Er hann farinn? Hvers vegna
beið bölvaður þrjóturinn ekki
eftir mér?
Bandaríski flugmaðurinn, Char
les Bellamy, ræður sér vart fyrir
reiði. Hann stendur á miðju gólfi
í áhafnarherberginu í Tempelhof
l.ugstöðinni. Hann og þjónustu-
stúlkan eru þau einu í herberg-
inu.
— Franski flugmaðurinn vissi
ekki að þér munduð koma, segir
þjónustustúlkan hálf-ringluð. —
Hún heyrði samtal frönsku flug-
mannanna og veit vel hvað er á
seyði.
Úti á flugvélastæðinu er ver-
ið að hita upp fjögurra hreyfla
Constellation. Rúðurnar nötra í
gluggunum af hávaðanum.
— Hann hefði þá getað skilið
þennan bölvaða böggul eftir
hérna! hreytir Bellamy út úr sér.
Hann er búinn að missa alla
stjórn á skapi sínu. Hann hefur
lagt sig í bráða hættu — og til
hvers? Og tapar hann þá ekki
veðmálinu? 1.000 dollararnir
hefðu getað hjálpað honum úr
verstu ógöngunum. Án þeirra á
hann ekki viðreisnar von -— svo
að ekki sé minnzt á örlögin, sem
bíða ha.is, þegar hann kemur til
’bækistöðvarinnar aftur og verð-
ur að standa Ransom foi'ingja sín
um reikningsskil.
Syfjaða þjónustustúlkan yppir
öxlum full meðaumkunar.. —
Þetta kemur mér ekkert við.
Bellamy reynir að herða sig
upp:
— Þér verðið að afsaka mig,
segir hann og er nú blíður á mann
inn. En þetta er mjög alvarlegt.
Vitið þér hvert franski flugmað-
urinn fór? Hann veltir fyrir sér
bréfinu, sem’ ljóshærði Hans litli
Hollendorf rétti honum inn um
gluggann á mötuneytinu í Kaiser-
slautern.
— Hann fór með ungri stúlku.
— Það skiptir mig engu. En ég
verð að fá að vita hvert hann fór.
— Sennilega heim til hennar.
„Þá er hún týnd,“ sagði Vinna.
„Við höfum leitað hennar um
ailt skipið."
— Já, Guð hjálpi yður, en hvar
á hún heima?
— Veit það ekki.
Þjónustustúlkan leynir því ekki,
• að þessar spurningar fara í taug-
arnar á henni. Hún hugsar að-
eins um að ljúka starfi sínu sem
fyrst — og komast heim.
— Segið mér þá hvar hinir
flugmennirnir halda til!
— Ég veit ekki betur en að
þeir séu vanir að búa á Hótel am
Zoo......
Charles Bellamy snýst þegar á
hæli og hleypur við fót út um aðal
dyrnar. Tíu mínútum seinna er
hann á leið inn í borgina i leigu-
bíl. Stundarfjórðungi síðar ekur
hann niður Kurfúrstendam, fram
hjá sundurskotna kirkjuturnin-
um, sem er að mestu hulinn næt-
urþokunni. Fáir eru á ferli. Það
ískrar í hemlunum, þegar leigu-
bíllinn snarstanzar fyrir framan
Hotel am Zoo. Vængjahurðirnar
eru læstar. Bellamy drepur óþol-
inmóður á rúðuglerið. Næturvörð
urinn kemur þjótandi.
— Þér vekið alla í húsinu! seg
ir hann.
Síðan veitir hann flugmanns-
búningnum athygli — og segir:
— Afsakið, herra minn! Hvað get
ég gert fyrir yður?
— Ég er að leita að flugmanni
frá Air France, segir Bellamy
fljótmæitur. Næturvörðurinn klór
ar sér í hnakkanum:
— Hvað heitir hann?
— Það hef ég ekki hugmynd
um.
— Nú, þá verður það ekki jafn
auðvelt.
— Þér hljótið að hafa gesta-
skrá! Hann hlýtur að vera ný-
Ikominn! Leyfið mér að koma inn
fyrir og athuga hana!
Bellamy hrindir manninum frá
dyrunum og arkar inn. Leigubíl-
•stjórinn er á báðum áttum um
aiíltvarpiö
Miðvikudagur 16. apríl:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 „Við vinnuna“. Tónleikar af
plötum. 14,00 Erindi bændavik-
unnar: a) Gróðurrannsóknir á
afréttarlöndum (Ingvi Þorsteins-
son jarðræktarfræðingur). b)
Sumarfóðrun mjólkui'kúa (Krist-
inn Jónssoi ráðunautur). c) Auk-
ið matjurtarækt. (Óli Valur Hans
son ráðunautur). 18,30 Tal og tón
ar: Þáttur fyrir unga hlustend-
ur (Ingólfur Guðbrandsson náms-
stjóri). 18,55 Frambui'ðarkennsla
í ensku. 19,10 Þingfréttir. 19,30
Tónleikar: Óperulög (plötur). —
Lestur fornrita: Harðar saga og
Hólmvei'ja; III. (Guðni Jónsson
prófessor). 20,55 Tónleikar (plöt-
ur). 21,20 Erindi: Um efnahags-
samvinnu Evrópu (Pétur Bene-
diktsson bankastjóri). 21,45 Tón-
leikar (plötur). 22,10 „Víxlar með
afföllum", framhaldsleikrit Agn-
ars Þórðarsonar; 6. þáttur endur-
tekinn. — Leikstjóri: Benedikt
Árnasón. 22,40 Frá Félagi ísl. dæg
urlagahöfunda. 23,20 Dagskrárl.
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 „Á frívaktinni“, sjómanna-
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
'14,00 Erindi bændavikunnar: a)
'Um búfjársjúkdóma (Páll A.
•Pálsson, yf irdýralæltnir). — b)
'Um búvélar (Haraldur Árnason
verkfæraráðunautur). c) Kart-
öflur og kartöflurækt (Jóhann
Jónasson forstjóri). 18,30 Forn-
•sögulestur fyrir börn (Helgi Hjör
var). 18,50 Framburðarkennsla í
■frönsku. 19,10 Þingfréttir. 19,30
iTónleikar: Harmonikulög (plöt-
ur). 20,30 Kvöldvaka bændavik-
unnar: a) Ávarp (Sverrir Gísla-
.son formaður Stéttarsambands
■bænda). b) Erindi: Frá Gota-
landi (Jóhannes Davíðsson bóndi
í Neðri-Hjarðardal). c) Erindi:
Á bændahátíð í Noregi (Stein-
grímur Steinþórsson búnaðarmála
•stjóri). d) Harmonikulög, gömul
og ný: Reynir Jónasson og félag-
ar hans leika. e) Lokaorð (Þor-
•steinn Sigurðsson formaður Bún-
•aðarfélags Islands). 21,45 íslenzkt
•mál (Dr. Jakob Benediktsson). —
.22,10 Erindi með tónleikum:
Helgi Þorláksson yfirkennari tal-
ar um Sibelius. 23,00 Dagskrárlok.