Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 18
18
MORGVISBI. 4 ÐIÐ
Miðvikudagur 16. aprfl 1958
Enska knattspyrnan
Skarphéðinn í stökki. Hendurnar eru komnar að síðunum, en svifið er öruggt. Myndin var tekin
á Siglufirði.
Siglfirdingar brautryðjendur
tinnska stökkstílsins hér á landi
Og sigruðu með glœsibrag í stökkinu
EKKI VERÐUR um það de-ilt,
að hinn margfaldi sigur Siglfirð
inga í stökkkeppni Skíðalands-
mótsins hafi verið sá glæsilegasti
er keppendur eins og sama
byggðarlags unnu á þessu móti,
það er ekki „aðeins“ það, að þeif
ættu 5 fyrstu menn í A-flokki og
bezta mann í stökkkeppni tví-
keppninnar, heldur ruddu þeir
nýjum stökkstíl, finnskum að
uppruna, veg hér á landi, og það
með þeim glæsibrag að lengi
mun minnzt verða.
Hinn nýi stíll byggist fyrst og
fremst á meira og glæsilegra
svifi. Temja stökkmenn sér betri
nýtingu loftstraumanna við
brekkuna, en einnig eru nýtízku
stökkbrautir byggðar á annan
hátt en hmar eldri til að ná fram
nýja stökkstílnum. Brautin við
Kolviðarhól reyndist að dómi
Siglfirðinganna mjög sæmilég,
þótt henni að mörgu leyti sé á-
bótavant til að fullnægja kröf-
um hins nýja stíls.
Einkenni hins nýja stíls koma
fyrst og fremst fram í svifinu.
Það verður fallegt og glæsilegt.
Armsveiflan er líkast bringu-
sundtaki — ein sveifla og síðan
er höndum haldið að síðum —
„stungið í rassvasana" — eins og
skíðamenn segja, en stökkmað-
urinn svífur fagurlega, eins og
fugl, sem lætur loftstraumana
bera sig.
Skarphéðinn Guðmundsson hef
ur náð furðumiklu valdi yfir
þessum nýja stökkstíl. Hann varð
líka einn af mestu yfirburðasig-
urvegurum mótsins. Stigatala
hans er geysihá, sem stafar bæði
af hans fallega og kröftuga stökk
stíl og hinu að dómarar munu
hafa notað „einkunnastigann" vel
til að láta fram koma eðlilegt
bil milli þess bezta og hinna sem
lakari voru. Skarphéðinn varð
einn vinsælasti sigurvegari móts-
ins og var vel fagnað af áhorf-
endum sem á páskadag voru á
3. þúsund eða fleiri en nokkurn
annan mótsdag.
Jafnvel enn ánægjulegra var
að sjá stökkkeppni unglinga-
flokks, 15—16 ára. Þar sáust slík
tilþrif, að illa mun þurfa á að
halda ef þetta mót nú boðar ekki
þáttaskil í sögu skíðastökks.
Þarna voru ungir drengir sem
aáð hafa undramiklu valdi yfir
arfiðum stökkstíl. Með góðu fram
haldi og góðum framtíðartæki-
færum sem skapa þarf þessum
unglingum, má ætla að þarna
séu á ferðinni „stökkstjörnur".
Á þetta einkum við um Birgi
Guðlaugsson, sem var í sérflokki
meðal unglinganna, þótt hinir
hafi og vel gert.
I flokki 17—19 ára sigruðu
Reykvíkingar — tveir svigmenn
og sýnir það fjölhæfni þeirra,
en þó einnig, hve illa var komið
fyrir stökkinu, að menn sem sér-
æfa aðrar greinar skuli sækja
sigra í stökkkeppni. Ætla má að
það tímabil sé nú liðið. Þeir
Reykvíkingarnir notuðu gamla
stökklagið, svo og þeir „öldung-
arnir“ Jón Þorsteinsson og Jónas
Ásgeirsson frá Siglufirði, sem
urðu 2. og 3. i A-flokki. En á-
nægjulegt er, og til eftirbreytni
fyrir aðra, að þeir skuli enn
vera meðal keppenda — þeir
sem kepptu á landsmótinu fyrsta
fyrir 20 árum.
Ekki verður skilið við frásögn
af stökkkeppninni án þess að
minnast mannsins sem að baki
stílbreytingarinnar hér stendur.
Það er Finninn Ale Laine, sem
réðst til Siglufjarðar fyrir milli
göngu Skíðasambandsins. Hann
hefur unnið vel og skilur djúp
spor eftir sig á Siglufirði eftir
stutta veru. Hann var afreks-
maður í stökki og sneri sér að
kennslu eftir meiðsli. Isl. íþrótta-
hreyfing stendur í mikilli þakk-
arskuld við hann, því hann hef-
ur auðgað og fegrað garð ísl.
íþrótta.
★
Urslit i stökki 20 ára og eldri:
1. Skarphéðinn Guðmundss. SSS.
39.5 + 41,0 233,0
2. Jón Þorsteinsson SSS.
36,0 + 35,5 206,2
3. Jónas Ásgeirsson SSS.
35,0 + 36,0 205,2
4. Sveinn Sveinsson SSS.
33.5 + 34,5 202,9
5. Guðmundur Árnason SSS.
34,0 + 36,5 200,9
6. Einar Valur Kristjánsson Óifj.
34.5 + 36,0 193,7
7. Haraldur Pálsson SKRR
31,0+34,0 185,1
8. Jóhann Magnússon SKRR
35,0 + 35,0 182,8
★
Skíðastökk 17—19 ára:
1. Svanberg Þórðarson SKRR
30,0 + 32,5 209,4
2. Bogi Nílsson SKRR
32.5 + 32,0 208,2
3. Örn Herbertsson SSS
24,0 + 28,0 177,4
4. Jón Þorsteinsson (yngri) SSS
24,0+(31,5) 109,0
★
Skíðastökk 15—16 ára:
1. Birgir Guðlaugsson SSS
35,0 + 36,5 224,6
2. Hreinn Júlíusson SSS
32,5 + 33,0 203,1
3. Jónmundur Hilmarsson SSS
32,0 + 32,5 192,3
4. Kristinn Þorkelsson SSS
30.5 + 32,0 187,3
5. Haukur Óskarsson SSS
28.5 + 30,5 186,0
Norræn tvíkeppni
Keppm þar var hörð og all-
jöfn, enda þrekmenni og reyndir
skíðagarpar er hlut áttu að.
Nokkuð óvænt hafði Matthías _
Gestsson forskot, þó naumt væri<í>
TVÖ efstu liðin í fyrstu deiid,
Wolves og Preston, urðu að láta
sér nægja jafntefli gegn andstæð-
ingum sínum. Úlfarnir skoruðu
fyrst gegn Burnley, en heimalið-
inu tókst að jafna seint í leikn-
um. Innherji Úlfanna, Mason, lék
ekki með vegna meiðsla í fæti.
Ennfremur vantaði Slater og
Wright, en þeir leika í enska
landsliðinu gegn Skotlandi næst-
komandi laugardag. Á laugardag-
inn leika Úlfarnir gegn Preston
á heimaleikvelli sínum, og nægir
þeim jafntefli til þess að sigra í
deildarkeppninni. Bæði liðin
verða án tveggja sinna beztu
manna. Slater og Wright leika í
enska landsliðinu, eins og áður
er sagt, en Preston verður án
Finney, sem leikur með Eng-
landi, og Docherty, sem er fjfrir-
liði skozka landsliðsins.
Hörð barátta er um fallsætin.
Sunderland virðist dæmt til falls.
en Sheffield, Wednesday, New-
castle, Leicester og Portsmouth
berjast enn.
Hörð barátta er um efstu
sætin í annarri deild. Fimm efstu
liðin í deildinni unnu öll á laug
ardaginn. West Ham er enn efst
með 54 stig, Charlton hefur 53
stig og Liverpool 52 stig. Þessi
félög eiga öll eftir tvo leiki. —
Blackburn hefur 51 stig, en hefur
leikið einum leik færra en efstu
liðin þrjú. Fulham hefur 48 stig,
en á eftir að leika sex leiki. Liðið
getur orðið efst í deildinni, vinni
það alla leikina, sem eftir eru.
Notts County, Swansea, Don-
caster og Lincoln eru þau liðin,
sem næst eru falli í annarri deild.
Úrslit leikanna á laugardaginn:
1. deild
Birmingham:L*eds United 1:1
Burnley:Wolves 1:1
Hér sést Skarphéðinn um það bil að halda heim frá mótinu —
með stökkbikarinn og íslandsmeistaratitilinn. Með honum eru,
t. v., Helgi Sveinsson, íþróttakennari, farastjóri Siglfirðinga, og
Jón Þorsteinsson, gamall meistari og enn verðiaunahafi.
úr göngunni. Líkt stóðu þó kepp-
endur er stökkið hófst — 8 stig
skildu þrjá fyrstu að, þá Matthías
Ak., sem hafði 239,9 stig úr göng-
unni, Harald Pálsson Rvk, sem
hafði 238,9 stig eftir að hafa allt
að því sprengt sig í .fyrri hluta
göngurtnar og Sveinn Sveinsson
Siglufirði er hafði 231,5 stig.
Þessi röð snerist við eftir stökk-
ið. Þar kom Siglfirðingurinn upp
í Sveini og hann vann stökkið
með yfirburðum og tvíkeppnina
með 14 stigum umfram Harald.
Var þar með lokið mjög skemmti
legri tvíkeppni. Áberandi var hve
Sveinn og Haraldur stukku bet-
ur í stökkkeppni tvíkeppninnar á
páskadagsmorgun en í A-flokks
keppninni síðar um daginn.
í flokki 17—19 ára sigraði Bogi
Nílsson Reykjavík (ættaður þó
frá Siglufirði), Hann er mjög
fjölhæfur skíðamaður, er t.d. auk
þess að geta sigrað í göngu og
stökki samanlögðu er hann í hópi
beztu fjallagreinamanna okkar.
Úrslit í tvíkeppni 20 ára og
eldri:
NORRÆN TVÍKEPPNI
2« ára og eiciri
Stökklengd Stökkst. Göngust. Samt.
1. Sveinn Sveinsson, SSS 35,0 36,0 226,5 231,5 458,0
2. Haraldur Pálsson, SKRR 33,0 34,0 205,1 238,9 444,0
3. Matthías Gestsson, SRA 30,5 30,5 194,0 239,9 433,9
4. Sveinn Jakobsson, ÍBK 32,0 31,0 189,8 180,7 370,5
17—19 ára
Stökklengd Stökkst. Göngust. Samt.
1. Bogi Nílsson, SKRR 33,5 34,5 211,4 229,9 441 3
2. Örn Herbertsson, SSS 28,5 28,5 184,6 239,0 423,6
Chelsea:Bolton 2:2
Manch. City:Sunderland 3:1
Newcastle:Arsenal 3:3
Nottingham For:Luton 1:0
Portsmouth:Blackpool 1:2
Preston:Aston Villa 1:1
Sheffield Wed.:Everton 2:1
Tottenham:Manch. Utd. 1:0
West Brom. Albion
Leicester 6:2
2. deild
Bristol City:Barnsley 5:0
Cardiff:West. Ham 1:2
Charlton:Notts County 4:1
Doncaster:Lincoln 1:3
Grimsby:Swansea 2:2
Huddersfield:Derby 0:0
Leyton:Ipcwich 2:0
LiverpooLSheffield Utd. 1:0
Middlesbr.:Blackburn 2:3
Rotherham:Bristol Rovers 2:0
Stoke City:Fulham 1:2
Staðan í 1. deild
1. Wolves 39 26 8 5 96:45 60
2. Preston 39 24 7 8 93:49 55
3. WBA 40 17 14 9 88:66 48
4. Man. City 39 21 5 13 97:92 47
5. Tottenham 40 19 9 12 88:75 47
13. Portsm. 39 12 7 20 69:81 31
19. Leicester 40 13 5 22 89:109 31
21. Sheff. Wed 40 11 7 22 67:89 29
21. Newcastle 37 11 6 20 65:73 28
2. Sunderl. 40 8 12 20 49:97 28
■í- KVIKMYNDIR *
„Strib og friður"
TJARNARBÍÓ sýnir um þessar
mundir kvikmyndina „Stríð og
friður“, sem er gerð eftir hinu
stórbrotna skáldverki með sama
nafni eftir hinn mikla rússneska
skáldjöfur og andans mann, Leo .
Tolstoj. — Hefur bókin komið
hér út í íslenzkri þýðingu nokkuð
styttri, er Leifur Haraldsson hef-
ur gert. — Fjallar myndin um
Napoleons-styrjaldirnar, einkum
hina örlagaríku ferð hins mikla
herforingja og keisara til Moskvu
1812, er\ með þeirri mishepp,.uðu
herferð urðu þáttskil í lífi
keisarans og upp úr því seig allt
á ógæfuhliðina fyrir honum, unz
hann lauk lífi sínu, sem fangi á
eyjunni St. Helena. — Mynd
þessi er sannköllu, „stórmynd“
bæði að efni og öllum búnaði,
enda er hún frábærlega gerð
undir stjórn King Vidors. Okkur
er sýnt þarna lífið í Moskvu á
þessum geigvænlegu tímum, ótt-
inn og óvissan, sem setur svip
sinn á allt og alla þar í borg,
hernaðarátökin, er lýkur með því,
að rússneski- yfirhershöfðir.ginn
Kútúso ákveður að rýma borgina
og kveikja í henni. Varð það ör-
lagarík ráðstöfun fyrir Napoleon,
því að hann kom að brennandi
borg og vistlausri og varð að
hröklast þaðan aftur með her
sinn og halda til baka, en á þeirri
göngu eyddist her keisarans í
hinni rússnesku vetrarhörku og
ófærð. Er átakanlegt að sjá þær
hörmungar sem hinir frönsku
hermenn verða að þola og dreg-
ur þá til Hauða í þúsunda tali. En
nokkuð er þó þetta atriði mynd-
arinnar langdregið. — Inn í mynd
ina er fléttað ástarsögu hinnar
ungu og fögru greifadóttur,
Natasja, sem Audrey Hepburn
leikur af mikilli snilld. Eínnig
er afbragðsgóður leikur Óskars
Homolka í hlutverki Kútúsofs.
Fleiri ágætir leikarar koma
þarna fram svo sem Henry
Fonda, Mel Ferrer, Herbert Lom,
er fer mjög vel með hlutverk
Napoleons, Vittorio Gassman og
John Mills. — Þessa miklu af-
bragðsmynd, sem tekin er í lit-
um, ættu sem flestir að sjá, því
að hún er einstæð í sinni röð.
Ego.