Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 11
Miðvik'udagur 16. april 1958 MORCVNBIAÐIIÐ 11 EINAR ÁSMUNDSSON: EVRÓPUBRÉF Miinchen, 11. apríl. L E N G I að undanförnu hefur Sovétstjórnin haldið upp áköfum áróðri fyrir hlutleysi, afvopnun og útilokun kjarnorkuvopna á stærri eða minni svæðum í Vest- tr-Evrópu. Þessi áróður miðaði að því að eyðileggja varnarsam- tök vestrænna þjóða en lengi varð þess ekki vart, að hann hefði veruleg áhrif meðal Vesturþjóð- anna. En svo skutu Rússar Sputn- ik sínum á loft og var þá öllum ljóst, að Vesturveldin höfðu ekki þá yfirburði í eldflaugatækni, sem talið hafði verið og stóðu Rússum jafnvel að baki. Almenn- ingur í Vestur-Evrópu tók nú að leggja eyrun meir við áróðri Rússa en áður og sjálfstraust ein- stakra Vestur-Evrópuríkja, ef svo má kalla það, beið mikinn hnekki. f kjölfar hins rússneska áróðurs komu svo alls konar tillögur og áætlanir, bæði að austan og vest- an. Má minna á Rapacki-áætlun- ina póisku um útilokun kjarn- orkuvopna í Vestur-Þýzkalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu og fyrirlestra George F. Kennans um breitt belti án kjarnorku- vopna milli hmna tveggja stærstu velda heims. þar á eftir kom svo hin ákafa hreyfing gegn kjarn- orkuvopnum, sem nú fer eins og . eldur í sinu um England og Þýzkaland og kallast „barátta gegn atómdauðanum". Þeir, sem nú ganga um stræti í borgum Vestur-Evrópu fá upp í hendurn- ar ávörp frá forustumönnum þessarar hreyfingar eða menn finna þau í vösum sínum, þar sem einhver sendimaður hefur stungið þeim, án þess að vegfar- anainn verði þess var. Allt hefur þetta haft hin mestu áhrif á almenning og stjórnmála- menn í Vestur-Evrópu, og má segja að þar ríki nú mjög áber- andi glundroði um allt, sem lýt- ur að hermálum og vörnum ein- stakra þjóða eða þjóðasamtaka. Hér hefur orðið skyndileg breyt- ing á skömmum tíma og varpa nú margir fram þeirri spurningu hvort Vesturlönd séu að tapa „kalda stríðinu“. Margir velta því nú fyrir sér, hvort lýðræðis- löndin séu að glata þeirri festu og seiglu, sem til þess þurfi að hafa í fullu tré við harðskeytt ein ræðisveldi, sem lúta harðri stjórn og hvika ekki frá settu marki. II. Eftir valdatöku kommúnista í Prag, fyrir 10 árum síðan, gerðu vestrænar þjóðir með sér sam- tök til að verjast frekari árásum og ofbeldi og vernda lýðræði og mannréttindi x löndum sínum. Þungum ?teini var létt af hinum hrjaðu og tvístruðu þjóðum Vest- ur-Evrópu, þegar Bandaríkin tóku í fyrsta sinn þá stefnu að nú skyldi eitt yfir þau ganga og þær Evrópuþjóðir, sem enn héldu frelsi sínu. Stofnun Atlantshafs- bandalagsins markaði timamót og bjuggust Vesturþjóðirnar nú sem ákafast til varnar með tilstyrk ** Bandaríkjanna. Það er afleiðing þessa bandalags að fjölmennur og vel búinn bandarískur her er nú í Evrópu og myndar þar kjarna allra hervarna. Án vopna og að- stoðar Bandaríkjanna lægi öll Vestur-Evrópa flöt fyrir nýjum árásum og ágangi austan frá. Bylgjan, sem seinast brotnaði í Tékkóslóvakíu, hefði óhjákvæmi- lega skollið yfir alla Vestur- Evrópu, ef bandarískra varna og vopna hefði ekki notið við. En nú er svo komið að 10 ár- um eftir valdatöku kommúnista í Tékkóslóvakíu ræðir fjöldi Evr- ópu-manna það í fullri alvöru, hvort ekki væri rétt að leysa Bandaríkjamenn, að nokkru eða jafnvel öllu leyti, undan skyld- um sínum til að verja Vestur- Evrópu. Fyrir 10 árum töldu menn að slíkar hervarnir væru óhjákvæmilegar til að tryggja frelsi Vestur-Evrópu en nú er rætt um nýtt hlutleysi, vopn- leysi einstakra landa eða stórra svæða. Sjálfar varnir og öryggi Evrópulandanna virðast horfnar úr augsýn, því það virðist algerlega svífa í lausu lofti hvernig menn telja að Vestur- Evrópa verði varin án hers og vopna, ef hin nýja stefna yrði tekin. Á það virðist ekki heldur litið, að Evrópulöndin hafa reist atvinnugreinar sínar úr rústum eftir styrjöldina, með til- styrk Bandaríkjamanna en hafa hins vegar sízt af öllu lagt svip- aða áherzlu á að byggja sjálfar upp hervarnir í löndum sínum. Þeir sem nú ganga harðast fram við að boða varnarleysi Evrópu- landa sýnast loka augunum fyrir því öryggisleysi, sem mundi fylgja á eftir, fyrir allar þjóðir Evrópu og raunar Ameríku einn- ig. Postular. hinnar nýju hreyf- ingar sýnast einblína á það eitt að þurrka hervarnir Bandaríkja manna í Evrópu með öllu út. Einnig er víða að því stefnt að hindra það, að einstök ríki vilji efla varnir sínar innan samtaka Atlantshafsbandalagsins og næg- ir í því efni að benda á hina norsku ályktun varðandi herbún- að Vestur-Þjóðverja. III. Þeir, sem boða hina nýju stefnu varnarleysisins beita því fyrir sig að nú þurfi að losa Evrópu úr þeirri pólitísku stöðnun, sem hún sé komin í. Að því þurfi að vinna að sameina hin klofnu lönd en það verði aðeins gert með því að breyta um stefnu í varnár- málunum og mynda ný og stór hlutlaus og vopnlaus svæði. Ef slíkt gerist, muni Rússar slaka til og leyfa sameiningu Þýzkalands og aukið frjálsræði í leppríkjunum. En allt er þetta í lausu lofti. Það er sízt af öllu nokkuð um það vitað, hvort Rúss- ar séu samþykkir sjónarmiðum þeirra manna í málefnum Evr- ópumanna, sem nú boða nýtt hlutleysi og vopnleysi. Það sýn- ast engar líkur til, að Rússar líti sömu augum á þessi mál og ein- stakir hugsjónamenn í Vestur- Evrópu, sem komið hafa fram með nýjar áætlanir og tillögur svo sem jafnaðarmannaforinginn Gaitskell í Englandi. Hvað það er sem raunverulega vakir fyrir Rússum, þegar þeir hóta hverri þjóðinni á fætur annarri skelfing- um og atómdauða, ef þær taki ekki upp nýja stefnu hlutleysis og varnarleysis, er sjaldnast rætt á þeim samkomum, sem haldn- ar eru víðs vegar í V-Evrópu til að ræða hinar nýju „áætlanir" Það sem sýnist líklegast af öllu er að fyrir Rússum vaki ekkert annað en það að hrekja Banda- ríkjamenn með öllu úr Evrópu og koma þar á nýju hlutleysi þjóð anna eftir sínu eigin höfði. í Evrópu mundu þá skapast ný pólitísk ódeila eða einskis-manns- land, eins og það er kallað, sem mundi verða opið fyrir rússnesk- um ágangi og árásum, enn opn- ara en Evrópa jafnvel var fyrir 10 árum síðan, þegar Tékkóslóva- kía hvarf austur fyrir járntjaldið. IV. Þeir, sem benda á hætturnar, sem tengdar eru við hina nýju hlutleysisstefnu fá jafnan það svar að vissulega verði hér að taka nokkra áhættu en „vogun vinni og vogun tapi“. Til þess að vinna nokkuð á verði menn jafnan að hætta nokkru. Þess vegna sé það eðlilegt, að Evrópu- menn geri nýjar, stjórnmálaleg- ar „tilraunir" með það fyrir aug- um að losna úr þeirri úlfakreppu milli tveggja stórvelda, sem þeir séu nú í. Það er glöggt að hér er sízt af öllu byggt á nokkrum traustum grunni og að allar lík- ur benda til að hinar nýju „til- raunir“ yrðu fyrst og fremst vatn á myllu Rússa en ekki Vestur- þjóðanna. Það virðist blasa við, að ef Mið-Evrópa gerði þá póli- tísku „tiiraun“ að afsala sér rétti til bandarískra varna og kjarn- orkuvopna mundi það ástand smita út frá sér og breiðast út. Afleiðingin yrði sú, að það „tóm“, sem þannig skapaðist í Vestur- Evrópu yrði alltaf stærra og stærra og Evrópulöndin kæmust loks í svipaða aðstöðu gegnvart hinu rússneska stórveldi og ríkin í Austur-Evrópu, eftir styrjöld- ina. En þá væri úti um frelsi og öryggi í Vestur-Evrópu. V. Hér ber einnig á það að líta hvers eðlis það stórveldi er, sem margir Evrópu-menn vilja nú taka upp samninga við um vopn- leysi og hlutleysi. í ákafa sínum virðast þessir menn hafa gleymt því að ekkert bendir til að hið kommúmska sfórveldi hafi fall- ið frá draumum sínum og áætl- unum um heimsyfirráð. Ekkert bendir heldur til þess að nein sú hugarfarsbreyting eða nýskip- an hafi gerzt í Sovétríkjunum, sem bendir til sinnaskipta hjá leiðtogunum þar. Nægir í því efni að benda á viðbrögð Rússa gagnvart uppreisninni í Ung- verjalandi og yfirlýsingar Krús- jeff í Budapest á dögunum um að rússnesk vopn séu ætíð til taks til að berja niður allar hreyf- ingar í átt til vestræns frelsis í leppríkjunum. í ljósi alls þessa hafa hinar nýju hreyfingar í Vestur-Evrópu á sér svip draumóra og skorts á raunsæi. En sú staðreynd, að menn skuli í alvöru hugsa úm að opna Evrópu fyrir Rússum á þann hátt, sem stefnt er að, sýna bezt hve Evrópuþjóðirnar eru orðnar þreyttar á því, sem nefnt hefur verið hið kalda stríð og öllu, sem því fylgir. Menn láta- sig dreyma um að Evrópu- menn geti „dregið sig út úr heims málunum" og lifað í friði og ró úti í eins konar pólitískri ,,sveit“, fjarri átökum og togstreitu hinna stóru veida. En þrátt fyrir það, þótt slíkur hugsunarháttur gripi er ýmislegt sem bendir til að þetta fyrirbæri eigi sér ekki mjög langan aldur. Til þess standa allar vonir, að menn muni aftur vakna við, svipað og fyrir 10 ár- um síðan og skilja að hið einasta öryggi, sem hugsanlegt er, fæst aðeins með því að allar lýðræðis- þjóðirnar standi saman og treysti böndin sín á milli. t>rátt fyrir allan áróðurinn, úr austri og vestri, spá margir því, að ekki muni líða á löngu, þar til menn hætti í alvöru að tala um hlut- leysi og vopnleysi í Evrópu, á sama hátt og nú. Þjóðunum muni skiljast að engin þeirra geti not- ið öryggis og frelsis með því að hverfa undan merkjum sameig- inlegra varna og öryggis innan allsherjar-samtaka hinna vest- nú mjög um sig í Vestur-Evrópu, rænu lýðræðisþjóða. Við verðum að hefja sókn segir Frode Jakobsen FUNDUR VAR haldinn í félaginu Frjálsri menningu síð'degis á laugardaginn. Hinn danski gest- ur félagsins, Frode Jakobsen, flutti þar erindi og kallaði það: f skugga atómvopna. Hann kvað það skoðun sina, að mestu skipti fyrir lýðræðis- þjóðirnar, að þeim tækist að koma á sem nánustu samstarfi sín á milli. Eðlilegt væri, að menn greindi í einstökum atriðum á um, hvað gera skyldi. Þá yrðu þeir sameiginlega að gera upp sinn hug og standa síðan sam- an um þá lausn, sem ofan á yrði. Það sem hann segði um einstök mál, yrði að skoðast í þessu ljósi. Hann mmnti áj að vopnin eru nú fullkomnari en nokkru sinni áður, og kvað það hafa dregið úr ófriðarhættunni, þar sem at- ómvopnin yrðu aðeins notuð til tortímingar en hvorki til að sigra heiminn eða stjórna honum. Kvað ræðumaður nauðsynlegt, að lýð- ræðisþjóðirnar höguðu stefnu sinni ji.nnig, að engum gæti til hugar komið að hefja atóm- stríð — og að þær væru reiðu- búnar til varnar, ef til átaka kæmi, þar sem barizt væri á tak- mörkuðum svæðum með hinum eldri tegundum vopna. Frode Jakobsen lýsti sig fylgj- andi samningum um, að engin atómvopn væru höfð í Mið-Evr- ópu. En jafnframt sagði hann, ber að semjá um, að erlendar hersveitir verði fluttar frá Vest- ur-Þýzkalandi gegn því, að rúss- neskir herir í Austur-Þýzkalandi, Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ung- verjalandi verði kallaðir heim. Hann kvaðst að vísu telja vafasamt, að Rússar myndu vilja gera samninga um þessi at- riði, — en lýðræðisþjóðirnar ættu að gera slíka samningagerð að tillögu sinni og láta Rússa taka afstöðu til hennar. Með því yrði þeim gert erfiðara fyrir í hinni óvopnuðu baráttu uih sálir millj- ónanna. Ræðumaður lagði á- herzlu á, að þriðjungur mann- kynsins lifði nú í hinum komm- úniska þrældómi — og við gæt- um ekki látið okkur nægja að koma í veg fyrir að kommúnism- inn breiddist út til fleiri landa. Við verðum að hefja sókn, vinna að því, að okinu verði létt af þeim, sem nú þjást, sagði Frode Jakobsen. Fyrsta skrefið er að koma Rússum brott úr löndum Mið-Evrópu, þá mun frelsið þar aukast af sjálfu sér og hjól þró- unarinnar taka að snúast gegn kommúnismanum. Að fyrirlestrinum loknum svar aði ræðumaður ýmsum fyrir- spurnum, sem fundarmenn báru fram. Frode Jakobsen hélt heimleið- is í gærmorgun. Þessi mynd er tekin um borð í bv. Þorsteini Þorskabít, þar sem hann liggur við landfestar i Stykk- ishólmi. Er verið að hreinsa skipið eftir losun. Skólaslit í Reykjanesi ÞÚFUM, ísafjarðardjúpi, 2 apríl — Héraðsskólanum í Reykjanesi var slitið í gær. Höfðu próf þá staðið yfir í nokkra daga undan- farið. í skólanum voru 51 nem- andi í vetur, 31 piltur og 20 stúlkur. Skólinn starfaði í þrjá mánuði. — Kennarar voru Póll Aðalsteinsson, skólastjóri, Bald- ur Vilhelmsson, bóknámskennari, og Ingimundur Magnússon, smíðakennari. — Handavinnu stúlkna kenndu Guðrún Haf- steinsdóttir og Lovísa Guðmunds- dóttir frá Berufirði. Kenndi GuS- rún vefnað og bastvinnu, en Lovísa sauma og aðra handa- vinnu. Fögur handavinna Ofin voru yfir 30 stykki í skól- anum. Smíðaafköst voru mikil og má helzt nefna skrifborð, skápa, djúpa stóla, borðstofustóla*, svefn- sófa, töskur og kolla. — Námu smíðamunir samtals rúmlega 100. Auk þess voru renndir hlutir, súlur, lampar og útskornar hill- ur. Allt bar þetta hið fegursta handbragð. Handavinna stúlkna var handklæði, mottur, dreglar, servíettur, kjólar, pils, blússur veggteppi, borðdúkar, púðar, kaffidúkar, smádúkar og auk þ^ss mikið af barnafötum, sport- fötum og fleiru. Allt var þetta prýðilega unnið. Skólanum lauk með sýningu á handavinnu nemendanna og fyllti sýningin fimm kennslustof- ur. — Mikil afköst Heilbrigði í skólanum vrn ágæt og unnu nemendur að verk- efnum af dugnaði og áhuga, enda verða afköstin að teljast mikil á svo skömmum tíma. Bókleg fræði voru kennd öllum nemend- um. Kennslutíminn skiptist nokk uð að jöfnu milli þess bóklega og verklega. — P. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.