Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 16. apríl 1S58 1P ntiMðfrifr tltg.: H.í. Arvakur, Reykjavflc. Framkvæindastjóri: Sigíus Jónsson. Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson Ritstjórar: Sigurður Bjamason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Augiýsmgar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. AsKnftargjalo kr. 30.00 á mánuði mnanlands. í lausasolu kr. 1.50 eintakið. LANGT KOMIÐ SAMNINGUM UM DULBÚNA GENGISLÆKKUN MORCVNBI 4 ÐIÐ UTAN UR HEIMI —' íslendingar eiga bóksala í jafnrík■ jm mœli og Danir bakara 3jarni M. Gislason, sem nú býr i Ry á Jótlandi, vill eiginlega gjarna spjalla um eitthvað annað en handritin, en ... LVÍIÐVIKUDAGINN 2. apríl birt- ("'l ENGIÐ hefur á ýmsu inn- an vinstri stjórnarinnar * undanfarnar vikur. Hefur verið þar hver höndin upp á móti annari. Enginn stjórnarflokk- anna hefur haft nokkrar ákveðn- ar tillögur um nýjar leiðir eða varanleg úrræði í efnahagsmál- unum. (Framsóknarmenn og Al- þýðuflokksmenn hafa þó öðru hverju talið beina gengislækkun óumflýjanlega. Kommúnistar hafa hins vegar verið henni and- vígir og talið „stöðvunarstefnu“ sína fullnægjandi til þess að halda framleiðslunni í gangi. Þrátt fyrir klögumál og vær- ingar innan vinstri stjórnarinn- ar mun þó niðurstaðan að öll- um líkindum verða sú, að sam- komulag takist milli stjórnar- flokkana um dulbúna gengis- lækkun og stórfelldar nýjar álög- ur á almenning. Mun fjármála- ráðherra telja að ekki vanti minna en 200—250 millj. króna til þess að halda styrkja- og upp- bótakerfinu í aðalatriðum gang- andi út þetta ár, og tryggja jafn- framt greiðsluhallalausan ríkis- búskap. Fyrirskipun að austan Verulegs óróa hefur orðið vart innan kommúmstaflokksins í sambandi við samningamakkið um ráðstafanir í efnahagsmálum. Eru kommúnistar nú orðnir mjög hræddir við þátttöku sína í áframhaldandi og vaxandi álög- um á almenning. Engu að síður vilja þeir ekki rjúfa samstarfið í vinstri stjórninni. Ber þar fyrst. og fremst tvennt til. í fyrsta lagi hafa þeir fyrirskipun um það frá Moskvu að sitja hér í stjórn eins lengi og þeim frekast sé sætt þar. Telur Sovét-stjórnin sér mikils virði að eiga áfram fulltrúa í ríkisstjórn eins með- limaríkja Atlantshafsbandalags- ins. Ennfremur óttast kommún- istar ásamt hinum stjórnarflokk- unum mjög kosningar í sumar. En allar líkur benda til, að þing- rof og kosningar yrði afleiðing samstarfsslita núverandi stjórn- arflokka. Kommúnistar vilja gjarna láta líta svo út sem þeir hafi hótað Hermanni hörðu og hindrað gengislækkunaráform hans og Alþýðuflokksins. Engu að síður láta þeir sig ekki muna um að standa að dulbúinni gengislækk- un og stórfeldum nýjum álögum á almenning. „Þriðja leiðin“ — stór- hækkun yfirfærslu- gjaldsins Einn af þingmönhum Alþýðu- flokksins ritar í gær grein í Al- þýðublaðið undir fyrirsögninni' „Hvernig á að leysa efnahags- vandamálin?“ Aðalatriði hennar er það, að þingmaðurinn leggur til að „hið mikla og flókna uppbótakerfi“ verði afnumið með álagningu eins yfirfærslugjalds, sem auðvit að yrði mjög hátt og mundi ná til miklu fleiri vara heldur en nú. Kemst þingmaðurinn svo að orði á þessa leið: „Með þessu móti væri sett upp nýtt og einfalt efnahagskerfi, sem hefði ekki verstu gallana á hinum leiðunum tveim, uppbóta- leiðinni eða gengislækkun". Engum dylst, að þessi „þriðja leið“, sem Alþýðu- flokksþingmaðurinn ræðir un:, felur engan veginn í sér af- nám uppbótakerfisins, enda þótt hún sé dulbúin gengis- lækkun. ,.Mjög andstæð sjónarmið“ Þjóðviljinn birtir í gær for- ystugrein um viðræður stjórnar- flokkanna um efnahagsmálin. Seg ir hann að Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn hafi hallast mjög að því, að vandinn yrði ekki leystur „nema með gengislækkun eða með ráðstöfun- um, sem jafngiltu almennri geng- islækkun". Hins vegar hafa kommúnistar haldið fast fram verðstöðvunarstefnunni. Um „mjög andstæð sjónarmið“ sé að ræða í þessum málum innan ríkis stjórnarinar, segir Þjóðviljinn. Niðurstaðan mun svo eins og áður segir, að öllum líkindum verða sú, að stjórnarflokkarnir sameinast allir um dulbúna gengislækkun, sem fólgin er í stórfelldri hækkun yfirfærslu- gjalds, er lagt verður á megin hluta alls gjaldeyris. Tekjurn- ar af yfirfærslugjaldinu verða síðan notaðar á svipaðan hátt og áður til þess að greiða upp- bætur á útflutningsframleiðsl- una og halda áfram niður- greiðslum á verðlagi innan- lands. Lagt fram í næstu viku eða frestað f<ram yfir 1. maí Vegna úrræðaleysis stjórnar- flokkanna og átaka milli þeirra innan ríkisstjórnarinnar, hefur það dregizt viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, að tillögur þeirra í efnahagsmálunum væru lagðar fram á Alþingi. Nú mun helzt gert ráð fyrir því að tillög- urnar verði lagðar fram á Al- þingi „einhverntíma í næstu viku“. Þeirri hugmynd mun þó hafa skotið upp að draga flutning þeirra fram yfir 1. maí. Nú þegar eru liðnir Z'/z mánuður af fjárhagsárinu. Enn eru þó ekki fram komnar, hvað þá afgreiddar, tillögur um raun- verulega afgreiðslu fjárlaga fyr- ir árið 1958. í gær tekur Þjóðviljinn svo til orða um þetta atriði: „Eins og menn muna var frest- að að ganga frá nokkrum hluta af tekjuþörf ríkissjóðs, þegar fjárlög voru afgreidd — — —“. Auðvitað brýtur slík afgreiðsla fjárlaga í bág við eðli málsins og ákvæði stjórnarskrárinnar um efni og setningu fjárlaga. En vald hafarnir telja sig auðsjáanlega upp yfir það hafna að skeyta um því líka smámuni. Allar þessar aðfarir eru glöggt vitni þess ó- fremdarástands, sem nú ríkir í stjórn landsins. ist í blaðinu Jyllandsposten af- mælisviðtal við Bjarna M. Gísla- son, sem varð fimmtugur á föstu daginn langa. Fer viðtalið hér á eftir: Bjarni M. Gíslason verður fimmtugur á föstudaginn. Þeir eru margir í Danmörku, sem þekkja Gíslason. Og þeir eru líka margir í Noregi, Svíþjóð og Finn landi, sem vita, hver hann er. En hlutfallslega munu landar hans samt skara fram úr í þessu efni. Nafn hans er mjög vel þekkt á ísiandi, því að aðaláhuga mál hans er aðaláhugamál allra íslendinga. Of snemmt er að minnast á handritin, því að við þau er ein- mitt átt, en óhætt er að segja að Bjarni M. Gíslason, sem góður íslendingur og góður Dani, vill auðvitað láta afhenda handritin. Þau eiga heima á íslandi. Þaðan eru þau upprunnin, og þar munu þau lifa. Sérstæð ævi Ævi Bjarna M. Gíslasonar er nokkuð sérstæð. Hann hefir m.a. drýgt þá dáð að skapa samúð með Dönum í heimalandi sínu, þó að hann hafi jafnframt staðið í broddi fylkingar sem áhugamað ur um heimsendingu handrit- anna, sem eru í höndum Dana. Þessi þéttvaxni, hárprúði og hláturmildi maður segir, að aðal- orsök þessa sé sú, að hánn hefir átt heima í Danmörku hálft ævi- skeið sitt. Hann þekkir handrita- málið frá rótum og hefir getað sagt þeim löndum sínum, sem ákafast hafa úthúðað Dönum, hvernig málum væri háttað. Hvers vegna fóruð þér til Dan- merkur? Til að nema á lýðháskóla, svar- ar hann. Það vildi svo til, að ég var munaðarlaus. Faðir minn drukknaði, þegar ég var sjö vikna gamall, móðir mín lézt nokkrum árum síðar, og ég ólst upp hjá ókunnugum. Ég gerðist sjómaður og fór víða um heim. Þegar styrj- öldin skall á, fór ég til Danebod á Als. Föðurlandsást í daglegu lífi Þar lærði ég nokkuð, sem ég hefi aldrei gleymt. Ég fékk áhuga á vandamálum héraðanna á suð- urmörkum Danmerkur. Ég fann skyldleikann milli þjóðernistil- finningar íbúa þeirra og Islend- inga. Á báðum þessum stöðum var föðurlandsást rótgróin í fólkinu. Hún birtist í daglega lífinu, ekki í íburði, með því að draga fána að hún og ganga í fylkingum eða í öðru slíku. Og þess vegna ílentust þér hér? Ekki aðeins þess vegna. Það var mikill viðburður fyrir mig, er ég fór fró Askov til Als. Ég hafði aldrei gengið í skóla, en ég naut tilsagnar heima, það er mjög gömul og hefðbundin venja á íslandi. Kennslua^ferðin á As- kov minnti mig á margan hátt á þetta. Hvaðan er þessi íslenzka hefð sprottinn? Með siðbótinni var lokað flest- um klausturskólum. Aðrir skólar komu ekki í stað þeirra, ekki fyrr en á síðari tímum, og því varð að segja börnunum til heima og aðaláherzlan var lögð á móð- urmálið og sögu landsins. Vakan i baðstofunni Allt heimilisfólkið var saman- komið á vökunni í baðstofunni. Lesið var upphátt og sögur sagð- ar, alltaf íslendingasögurnar, sem eru saga landsins, og síðar var rætt um, hvaðan sögurnar væru komnar, hvaða ætt hefði varð- veitt þær, hver hefði skrifað þær o. s. frv. Þessi hefð hefir haldið lifandi ástinni á fortíð þjóðar- innar, og ég fann nokkuð af þessu aftur á Askov. Þar að auki skall styrjöldin á og lokaði mig beinlínis inni í Danmörku. Og 1944 komu vanda- mólin út af lýðveldisstofnuninni — raunverulega var hér ekki um sambandsslit að ræða, því að þau áttu sér stað 1918 — og mér fannst ég skyldur til að skýra Bjarni M. Gislason ★ ★ ★ málið. Þetta varð til þess, að ég flutti fyrirlestra og skrifaði nokkrar bækur um samband landa okkar. Þér gótuð talað dönsku? Ég lærði dönsku eins vel og manni yfirleitt tekst að læra er- lent mál. Ég hefi ekki lagt mig sérstaklega mikið eftir framburð inum — eftir hvaða framburði? Mállýzkurnar eru svo margar. Átti ég t. d. að læra dönsku eins og hún er töluð á Als? En ég talaði mikið, æ, já, það voru skemmtilegir dagar. Eg barðist á tvennum vígstöðvum Og þér töluðuð um ísland? • Já, og líka handritin. Ég barð- ist á tvennum víðstöðvum, ef svo mætti segja. Sjónarmið mín hafa orðið fyrir áhrifum af lýðháskóla menntun minni, sem jók þekk- ingu mína á dönsku þjóðinni, og einnig af fyrirlestraflutningi mínum, en af honum lærði ég að láta mér þykja vænt um dönsku þjóðina. Sú afstaða til handrita- málsins, sem kemur fram hjá ýmsum opinberum aðilum í Dan- mörku og vekur einkum reiði á íslandi, er ekki afstaða danskrar alþýðu. Þetta hefi ég tjáð löndum mínum í ræðu og riti. En það hefir verið tímafrekt. Og þess vegna hefir liðið lang- ur tími á milli útgáfu skáld- sagna minna, og skáldskapurinn gengur hægt. Það er ekki hægt að skrifa og yrkja ljóð, En öðru vísi hefir þetta ekki getað orðið. Mér hefir fundizt ég vera eins og sjálfboðaliði í flokki lýðhá- skólamanna hér. Ég hefi beðið landa mína að minnast þess, að komi handritin einhvern tíma, er það árangur af baráttu alþýðunn ar. Það er danska þjóðin, sem vill það. Þetta hefir alveg breytt skoðunum íslendinga. Danir eru ekki lengur hataðir. Og ég þori að ábyrgjast, að óvinsældir Dana á íslandi eiga sér ekki stjórn- málalegar ástæður, orsökin er eingöngu handritin. Hvað eru þeir margir í Dan- mörku, sem hafa áhuga á þessu vandamáli? Of fáir, en þó margir. Á íslandi er þetta allt öðru vísi. í fyrsta lagi eru íslendingasögurnar til prentaðar í 48 bindum, sem selj- ast í 18 þúsund eintökum. Það myndi samsvara því, að hér í Danmörku hefðu þessi 48 bindi verið gefin út í alls 600 þús. ein- tökum. Nú eru íslendingasögurn- ar gefnar út í viðhafnarútgáfu, það eru dýrar útgáfur . .. þetta eintak af Njálssögu hefir selzt í 30 þús. eintökum á íslandi. Dani nokkur sagði eitt sinn um okkur, að við ættum bóksala í jafn- ríkum mæli og Danir bakara. Islendingasögurnar, sem eru ekki aðeins saga lands okkar heldur einnig saga ætta okkar, lifa í ótrúlega ríkum mæli með þjóð- inni. Ég gæti gefið yður ótrúleg- ustu dæmi um, hversu þaulkunn- ugir fjölmargir íslenzkir alþýðu- menn eru efni þeirra. Ég er sann færður um, að frásagnir mínar af sjónarmiðum Dana í handrita- málinu, hafa haft mikil áhrif á íslandi. Þegar dagar einveldisins voru taldir, áttum við ekki eitt handritablað Og þetta mól hefir skipt yður mestu um ævina? Ef til vill. Mér hefir alltaf fundizt það vera brot á rétti þjóðarinnar, að þessar heimildir eru í Danmörku. Þegar einveldi komst á í Danmörku, áttu Danir ekki eitt handritablað. Þegar dag ar einveldisins voru taldir, átt- um við ekki eitt handritablað. Það er einstætt, að þessar heim- ildir skuli vera tií. Annars staðar í heiminum hafa handrit glatazt, en á íslandi hafa þau varðveitzt. Það hefir verið íslendingum þjóðarnauðsyn að sökkva sér nið ur í gullaldartímabil sögu vorrar. Þannig hefir þjóðin varðveitt mál ið — og sjálfa sig. Enginn nú- tímahöfundur er lesinn til jat'ns við gömlu sögurnar. Þær seljast bezt, áhrifamiklar og látlausar og standa föstum fótum í fortíð okk ar. Þannig er því varið — þessar einstæðu sögur eru ritaðar á móð urmáli okkar, af okkar eigin höndum og sprottnar upp úr okk- ar eigin lífi. Við stöndum í mik- illi þakkarskuld við þær aðstæð- ur, er urðu til þess, að þessi verk voru rituð. Þetta er skýringin á áhuga mín um, á áhuga Árna Magnússonar við að safna handritunum, og þetta skýrir áhuga íslenzku þjóð- arinnar, og vegna þessa er hand- ritasafnið söguleg og þjóðleg nauðsyn fyrir okkur. Og hand- ritin munu verða afhent. Haldið þér, að þér munið lifa það? Já, það held ég. Þá verðið þér atvinnulaus? Ég? Nei, þá gefst mér loksins tími til að yrkja. París, 14. apríl — Fastaráð NATO hefur fundið samkomulagsgrund- völl í deilu Breta og Þjóðverja um það, hver eigi að greiða veru brezkra hersveita á þýzkri grund. Þetta verður nánar rætt ó ráð- herrafundi Atlantshafsbandalags- ins, og er talið að höfuðatriðin í áætlun ráðsins séu þau, áð V- Þjóðverjar greiði, árlega milli 10 og 15 milljónir sterlingspunda næstu þrjú ár upp í kostnaðinn við hersetuna. Afganginn greiði Bretar sjálfir. Hins vegar verður Bretlum leyft að minnka her- styrk sinn í V-Þýzkalandi niður í tæpa 50 þús. menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.