Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 16. apríl 1958
MORnVNÍtLAÐIÐ
19
Svarta álfan krefst frelsis
Átta sjálfstæðar Afríkuþjóðir
á ráðstefnu
ACCRA, 15. arpíl — 1 rag hófst hér í höfuðborg Ghana fyrsta ráð-
stefna frjálsra Afríku-þjóða. Nukrumah, forsætisráðherra, hefur
beitt sér fyrir ráðstefnunni og lýsti hann megintilgangi hennar i
setningarræðu í dag. Það er „að finna leiðir til að hjálpa með-
bræðrum okkar, sem enn verða að sæta nýlendukúgun", eins og
hann sagði.
Nukrumah sagði ennfremur í
ræðu sinni: „Við erum ein heild.
Áður skipti Sahara-eyðimörkin
okkur. Nú sameinar hún okkur.
Ef einn okkar er særður, þá er-
Gullbrúðkaup: Pálina Sigurðar
dóttir og Helgi J. Jónsson, ísafirði — Knattspyrnu-
Gullbrúðkaup eiga í dag hjón-
in Pálína Sigurðardóttir og Helgi
J. Jónsson, Tangagötu 19 a, ísa-
firði. Pálína er fædd 23. septem-
ber 1889 að Dvergasteini í Álfta-
firði, en Helgi 23. júní 1880 að
Kleyfastöðum í Gufudalssveit.
Fluttist hann til Álftafjarðar ár-
ið 1897.
Þau Pálína og Helgi giftust 16.
apríl árið 1908 og reistu heimili
í Súðavík. Áttu þau þar heima
þar til þau fluttust til ísafjarðar
árið 1934 og hafa átt þar heima
síðan. Þau hjón áttu 9 börn og /776^1/1
eru 6 þeirra á lífi. Tvö börn
þeirra dóu ung, en einn son
misstu þau í sjóinn rúmlega tvf
tugan. Drukknaði hann af vélbát
frá ísafirði.
um við allir særðir. Ráðstefna
þessi á að flytja boðskapinn:
„Sleppið tökunum % Afríku“ og
„Afríka krefst frelsis".
í ráðstefnunni taka opinber-
lega þátt fimm Arabaríki, sem
eru Sambandslýðveldi Araba,
Súdan, Libya, Túnis og Marokkó
og þrjú svertingjaríki: Ghana,
mætir þar fulltrúi uppreisnar-
manna i Alsír. Er það Mohammed
Yazid, sem er yfirmaður New
York skrifstofu alsírsku frelsis-
hreyfingarinnar. Þar eru einnig
útlægir fulltrúar frá frahska
Kamerún og frá ítalska Somali-
landi.
Á dagskrá Afríku-ráðstefnunn-
ar eru þessi mál m. a.: Athugun
á sameiginlegri utanríkisstefnu
Arabaríkjanna, Alsírvandamálið
og kynþáttavandamálið. Þá verð-
rætt um efnahagssamstarf,
aukið menningarsamband Afríku-
þjóða, varðveizlu heimsfriðar í
anda Bandung-ráðstefnunnar og
um skemmdarverkaöfl í Afríku.
Að lokum mun verða rætt um
að setja á fót sérstaka stofmm
Afríkuþjóða, sem hafi fasta þæki-
Þau Pálína og Helgi eru vel
greint fólk, sem verða samferða
mönnum sínum lengi minnis-
stæð. Vinir þeirra og kunningjar
árna þeim allra heilla með 50
ára hjúskaparafmælið.
Vestfirðingur.
Yfirlýsing brezka fulltrúans:
12 málna landhelgi
verður virt að vettagi
Frh. af bls. 1.
munu hafa í hyggju að stofna
knattspyrnulið uppreisnarmanna
í Alsír og muni þeir ætla að taka
þátt í næsta heimsmóti í knatt-
spyrnu.
Knattspyrnulið þau sem menn
þessir störfuðu í hafa orðið fyrir
verulegu fjárhagslegu tjóni við
strok þeirra. Er talið að það nemi
um 100 milljónum franka. Verst
fer fyrir Mónakó-knattspyrnulið-
inu, en frá því struku fjórir
knattspyrnumenn.
Frægasti knattspyrnumaður-
inn, þeirra sem strokið hafa, er
Mustapha Zitouni, sem átti að
taka þátt í landsleik móti Sviss-
lendingum á morgun sem mið-
framvörður.
RÍKISÚTVARPIÐ skýrði frá því
fyrir helgi, að brezka sendinefnd-
in hefði lýst því yfir, að Bretar
og önnur stærstu sjóveldi heims
myndu virða þá samþykkt að
vettugi ef ráðstefnan í Genf sam-
þykkti 12 mílna landhelgi.
Mbl. hafa nú borizt ummæli
hins berzka fulltrúa frá fréttarit-
ara sínum í Genf og Reuter. Þau
eru á þessa leið:
Fulltrúi Bretlands í land-
helgisnefnd ráðstefnunnar, Sir
Gerald Fitzmaurice, flutti
ræðu á laugardaginn. Hann
kvað orðróm herma, að meiri-
hluti í nefndinni ætlaði að
samþykkja 12 sjómílna land-
helgi. Hann varaði formlega
við slíkri samþykkt. Ef 12
milna landhelgi væri sam-
þykkt, væri þar um að ræða
ákvæði sem helztu sjóveldin
gætu ekki sætt sig við.
Sir Gerald sagði að slik
ákvörðun hefðí ekkert laga-
gildi og helztu sjóveldin væru
í fullum rétti að virða hana
að vettugi, ef þeim svo sýnd-
ist. Hann sagði m. a. orðrétt.
„Ráðstefnan í Genf mun að
Til varnar aðalmyndlista-
gagnrýnanda Mbl.
í SAMBANDI við skrif Valtýs
Pétursson óskar Sýningarsalur-
inn við Hverfisgötu að taka fram
eftirfarandi: Allt er mælanlegt,
sagði forn spekingur. Nútíma-
mönnum ætti því að vera vork-
unnarlaust að vera vísindalegir.
Greinar þær sem áðurnefndur
listgagnrýnandi reit í Mbl. sú
fyrri 10. þ.m. um málverkasýn-
ingu hollenzka listmálarans Ant-
ons Rooskens og hin síðari 12.
þ.m. „Til varnar bandarískum
listmálurum", (eru vafalaust rit
aðar í öfugri röð við birtingu
sbr. dagsetningu sýninganna),
éta hugmyndalega hvor aðra upp
og því er ekki rétt um þær meir
að segja. En að lokum þetta: Sýn
ingarsalurinn óskar eigi að nota
þetta tækifæri til þess að kynna
frekar „pólitík“ (stefnu) salar-
ins né auglýsa aðra þætti starf-
seminnar, því til þess mun senn
gefast gott tækifæri því að 28.
þ.m. er stofnunin eins árs.
F.h. Sýningarsalarins,
Sigríður Kristin Davíðsdóttir.
eins hljóta álitshnekki meðal
almennings, ef hún samþykk-
xr ákvæði, sem þær þjóðir
virða einskis, sem eiga 90% af
skipaflota heims og megnið af
þeim skipaflota sem stundar
djúphafsveiðar. Slík úrslit
myndi aðeins dýpka og æsa
þá spennu og ósamkomulag,
sem þegar er í þessum málum.
Sagði Sir Gerald að Bretar
hefðu komið fram með tillögu
sína um 6 mílna landhelgi til
að forðast slík vandræði.
Patren, fulltrúi Svía tók í
sama streng og varaði við þessari
hættu. Kvað hann Svía ekki til-
búna að undirrita samkomulag
um i2 sjómilna landhelgi.
Húsnæði fyrir
félagssfarf kennara
PÁLL Þorsteinsson flytur í neðri
deild Alþingis frumvarp til laga
um, að Sambandi íslenzkra barna
kennara skuli heimilt að taka
eignarhluta sinn í Þingholts-
stræti 30 í Reykjavík til nota
fvrir félagsstarfsemi sína.
Liberia og Eþíópía. Auk þess stöð og starfi allt árið um kring.
AKRANESI, 15. apríl — Undan-
farna daga hefur legið við, að
vegurinn í Reykholtsdal milli
Hamra og Stóra-Kropps yrði al-
ófær bílum. Áður var eitthvað
búið að bera þarna ofan í, en í
dag var unnið að kappi við end-
urbætur á veginum, svo að hann
verði vel fær á ný. —Oddur.
Stofnuð til skógræktor í minn-
ingu Hnlldórs Vilhjólmssonnr
HINN 16. marz s. 1. komu nokkr-
ir Hvanneyringar frá stjórnar-
tíma Halldórs Vilhjálmssonar
skólastjóra, saman á fund í
Reykjavík.
Á fundinum var rætt um að
heiðra minningu Halldórs Vil-
hjálmssonar hins ágæta skóla-
stjóra og ræktunarmanns á þann
hátt, að stofna til skógræktar í
minningu um hann. Skyldi athug-
að að fá í þessu skyni reit til
umráða í landi Skógræktar ríkis-
ins í Skorradal, þar sem komið
hefur í ljós, að barrtré þrífast
þar óvenjulega vel. Margir fund-
armenn tóku til máls, og voru
fundarmenn einhuga um þessar
framkvæmdir.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt samhljóða:
„Fundur haldinn í Mjólkurstöð
inni í Reykjavík af nokkrum nem
endum Hvanneyrarskóla þann 16.
marz 1958, samþykkir að leita
skuli til sem flestra, er nám hafa
stundað á Hvanneyri, árin 1907—
1936 — að báðum meðtöldum —
um fjárframlög til skógræktar til
minningar um Halldór Vilhjálms
son skólastjóra.
Skal samið við Skógrækt ríkis-
ins um skógplöntun í Skorradal.
Byrjað verði strax á næsta vori
að planta fyrir það fé, er safn-
ast kann nú í vetur og fram á
vorið. Fyrir það fé, er síðar kynni
að innheimtast, verði plantað
næsta ár.
Til þess að annast fjársöfnun-
ina og annað þessu viðkomandi
kjósi fundurinn 5 menn, er starfi
ókeypis".
Þessir voru kosnir í nefndina:
Gunnlaugur Ólafsson, skrifstofu-
stjóri, Laugavegi 162, Halldór
Jónsson frá Arngerðareyri, Rauð-
arárstíg 26, Kristófer Grímsson,
búfr., Silfurteigi 4 og Magnús
Kristjánsson, garðyrkjumaður,
Eskihlíð D.
Framkvæmdanefndinni var fal
ið að hafa samband við alla nem-
endur Hvanneyrarskólans frá um
ræddum tíma, sem til næst. Ósk-
ar nefndin, að þeir Hvanneyr-
ingar, sem vilja taka þátt í þessu
starfi, tilkynni nefndinni það sem
fyrst.
Lisfamannalaunin rædd
í Lisfamannaklubbnum
í KVÖLD er Listamannaklúbb-
urinn opinn í baðstofu Naustsins.
Rætt verður um framtíðarskipu-
lag listamannalauaa, og er út-
hlutunarnefndinni og öðrum hlut
aðeigendum boðið á fundinn. Um
ræður hefjast kl. 9 stundvíslega.
Hjartanlega þakka ég öllum, er heiðruðu mig á áttræðis-
afmæli mínu 6. apríl s.l. Og gerðu mér daginn ógleyman-
legan, með heimsóknum, gjöfum, skeytum og blómum.
Guð blessi ykkur öll.
Benedikt Snorrason, frá Erpsstöðum.
Eiginmaður minn, sonur og faðir
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
húsasmíðameistari, Blómvallagötu 10A verður jarðsunginn
föstudaginn 18. þ.m. kl. 1.30 frá Dómkirkjunni.
Sigríður Sigurðardóttir,
Ólafía Hansdóttir
og börnin.
Hjartkær eiginkona mín og fósturmóðir okkar
GUÐRÚN RÓSINKRANZ DANlELSDÓTTIR
ljósmóðir, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudag-
inn 17. apríl kl. 10.30 árdegis.
Jarðarförinni verður útvarpað.
Jón S. Jónsson, Jón S. Fálsson,
Kristín Alexandersdóttir,
Björn Steindórsson,
Berta Björgvinsdóttir,
Tómas Högnason.
Eginkona mín og móðir
HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR
Miðtúni 62 verður jarðsett frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 17. apríl kl. 3 e.h.
Ingvar Einarsson, Haraldur Guðjónsson.
Jarðarför
MÁLFRlÐAR SIGURÐARDÓTTUR
fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 17. apríl kl. 2.
F. h. systkinanna Jón Strandberg.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
ARÓRU KRISTINSDÓTTUR
Sigrún Helgadóttir, Helga Jónsdóttir,
Kristinn Jónsson, Sólveig Kristinsdóttir,
Mínerva Kristinsdóttir, Iðunn Kristinsdóttir.
Halldór Kristinsson, Jón Kristinsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför mannsins míns og föður
SVEINS JÓNSSONAR VOPNFJÖRÐ
María Guðnadóttir, Kristinn Sveinssou.
Við þökkum innilega öllum fær og nær auðsýnda vin-
semd og samúð við fráfall og útför
Dr. theol. MAGNÚSAR JÓNSSONAR
Börn og tengdaböm.
Alúðar þakkir sendum við öllum þeim er auðsýndu
okkur samúð við andlát og jarðarför
GEIRS GEIRSSONAR
Borg, Djúpavogi.
Kristín Björnsdóttir, Kjartan Karlsson.