Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVMtT 4ÐTÐ Miðvikudagur 16. apríl 1958 KRUSJEFF OG STALÍN IHEIMSBLÖÐUNUM er sí- fellt mikið rætt um þá breytingu, sem varð á æðstu stjórn Sovétríkjanna, þeg- ar Krúsjeff tók við af Bulganin og settist í hið fyrra sæti Stalins. Sumir stjórnmálaritarar leggja á það áherzlu, að Krúsjeff sé eng- inn Staiin, eins og það er orðað. En aðrir benda á, að n*argt sé líkt með ferli Stalins og Krús- jeffs, og enn sé of snemmt að Slalin Sinowjew spá nokkru um, hvernig fara muni fyrir Krúsjeff og hvaða stefnu hann muni taka. ★ Þgar Stalin dó fyrir 5 árum síðan hefði enginn spáð því, að Krúsjeff yrði sigurvegari í bar- áttunni um æðstu völdin, sem við blasti þar austur í Moskvu. Hinn „lögmæti erfingi" valdsins var Malenkov, og Stalin hafði sjálfur komið því svo fyrir, að hann hefði forustu flokksins í sínum höndum. Malenkov hafði þar svipaða stöðu og Stalin eftir dauða Lenins. En Malenkov var einnig forsætisráðherra og hann tók þá stefnu að treysta völd og Krúsjeff Malenkov gegndu auk þess umfangsmikl- um embættum, en Stalin gat gef- ið sig allan að 1 flokksstjórninni. Vöruðu hinir tveir sig ekki á því, þve gott færi Stalin hafði á því að búa um sig í flokknum, koma þar „sínum mönnurn" áfram og mynda um sig klíku. Engum datt þá í hug að Stalin gæti hrifsað til sín völdin og á þar hið sama við um Krúsjeff nú. Stalin var talinn standa langt að baki mn- um gömlu „bolsjevikum", en hann kunni að egna þá hvern gegn öðrum og koma einum þeirra eftir annan fyrir kattar- nef. Á þeim tíma var það raunar ekki siður að varpa þeim, er fjar- lægja skyldi, út í yztu myrkur eða drepa þá. Stjórnmála íenn, sem urðu undir í baráttunni voru gerðir að sendiherrum eða fengu embætti úti á landsbyggðinni. En sætin, sem losnuðu í miðstjórn- inni, féllu mönnum Stalins í skaut og hann otaði þar fram mönnum, sem komnir voru úr svipuðu umhverfi og hann sjálf- ur, svo sem Voroshilov og Frunze. Slíka menn tók Stalin fram yfir „gáfaða stofubolsjevika“, og sprenglærða marxista. Eftir á- tökin við Trotski, sem lauk með falli hans, jukust enn völd Stal- ins, en almenningi var þó alls ekki ljóst hve sterkur hann raun- verulega var. Öll alþýða manna taldi Sinowjew vera sigurvegar- ann í þeim bardaga. Það var ekki fyrr en Stalin hafði með hörku rutt hinum tveimur af þrímenn- ingunum úr vegi, sem það var Ijóst, hver hafði hæstu trompin á hendinni. Sinowjew sakaði Stalin þá um að sækjast eftir einræðisvaldi, en því var ekki gaumur gefinn. Árið 1930, einum degi fyrir 51 afmælisdag sinn, stóð Stalin raunverulega í alveg sömu spor- um og Krúsjeff nú. Hann hafði þá rutt seinustu keppinautunum, Bucharin, Rykow og Tomski úr flokksstjórninni og brautin til einræðisvalds lá opin. Stalin gerði stjórnarformanninn Rykow að póstmálaráðherra og létu drepa hann nokkrum árum síðar. Fail Rykows rifjast nú upp, þegar Krúsjeff gerir Bulganin forsæt- isráðherra að ríkísbankastjóra. ★ Þegar Rykow var lækkaður í tign, tók Stalin sjálfur ekki þeg- ar í stað við embætti forsætis- ráðherrans, heldur lét nánasta trúnaðarmann sinn, Molotov, sem þá var um fertugt setjast í það sæti. En Molotov var einungis þjónn Stalins, og hafði aðsetur fyrir sig og skrifborð sitt í hlið- arherbergi hjá flokksformannin- um, sem raunverulega réði öllu. Það varð nú brátt öllum lýðum ljóst, hver völdin hafði og hófst nú sú persónudýrkun Stalins, sem Krúsjeff fordæmdi harðleg- ast á 20. flokksþinginu. Einnig að þessu leyti virðist líkt ástatt með Krúsjeff og Stalin, eftir að hinn fyrrnefndi hefur nú klifrað til æðstu valda eftir svipuðum leið- um og Stalin. Stjórnmálaritarar á Vesturlöndum og fréttáritarar, sem nú eru í Moskvu, segja, að þar sýnist vera í uppsiglingu persónudýrkun Krúsjeffs, eftir hinni stalinsku fyrirmynd. Að vísu neitar h'ið opinbera flokks- blað „Pravda“ því að nokkuð K R E M L slíkt sé í aðsigi, en talið er að blaðið sjálft beri þó ljósar menj- ar um slíka dýrkun með því að bera taumlaust lof á Krúsjeff og hefja hann í einu og öllu upp til skýj anna. ★ Það er Ijóst að mikil líkindi eru með ferli Stalins og Krús- jeffs og einnig stefnu þeirra. Stalin lagði, eftir valdatöku sína, megináherzlu á nýskipan í iðn- væðingu landsins og í landbúnað- inum. En þrátt fyrir það þó ferill beggja hafi líkan svip, er þó margt á annan veg um aðstöðu og stefnu Krúsjeffs, en Stalins. Stalin stefndi að því að koma valdinu yfir flokknum, ríkisbákn inu og atvinnuvegunum, sem mest í hendur Moskvuvaldsins, sem svo var kallað og hann stóð sjálfur á bak við. Að nokkru fer Krúsjeff öfugt að, þar sem hann beitir sér fyrir aukinni sjálfs- stjórn héraða og atvinnugreina, sem áður lutu öllum boðum beint frá Moskvu. Sú klíka, sem Stalin studdist við, er einnig ólík þeim hópum, sem Krúsjeff styðst nú við. Miðstjórnin hefur enn nokk- urt áhrifavald. I flokksstjórninni sltur enn „óþægilegur" maður eins og Suslov, sem í ræðum sín- um hefur aldrei látið sér um áhrif embættismannanna á kostn- að flokksherranna, sem ætíð vildu vera með nefið niðri í öllu og réðu víða miklu meiru um stefnu og framkvæmdir en em- bættismennirnir. Þar kom að Malenkov lét af hendi flokksfor- ustuna og Krúsjeff tók við. Mal- enkov taldi þá ekki frekar en aðrir, að Krúsjeff gæti orðið hon- um ofjarl. Krúsjeff var þá tal- inn langt á eftir gömlum og grón- um stjórnmálamönnum, eins og Mikojan, Bería, Molotov og Kaganowitsch. í þessu sambandi er á það bent, að Stalin átti það Sinowjew að þakka, að hann hélt sæti sínu í miðstjórninni eftir dauða Lenins 1924, en Stalin lét síðan drepa þennan velgerðamann sinn. Sá, sem stakk upp á því eftir dauða Stalins að Malenkov yrði eftir- maður hans, var Beria. En stuttu síðar voru þeir orðnir svarnir fjandmenn og Beria var drepinn. Sá, sem síðan stakk upp á því, að Bulganin yrði forsætisráðherra á eftir Malenkov, var Krúsjeff, en nú hefur Krúsjeff vikið hon- um til hliðar. ★ v Stjornmalaritarar benda a að mjög mikil líkindi séu með átök- unum, sem urðu eftir dauða Len- ins og þeim, sem nú eru um garð gengin. Eftir dauða Uenins var líka komið á „sam- virkri forustu" stjórnmálamanna, sem allir töldu sig jafnréttháa til valda og vildu ekki að nokk- ur næði alræðisvaldi. Þrír menn réðu kommúnistaflokknum en það voru Sinowjew, Kamenev og Stalin. Tveir hinir fyrsttöldu sbrifar úr 1 daglega lífinuj Völsunga enn SHEFUR skrifað Velvaknada út af pistli, sem birtist hér í dálkunum fyrir skömmu um fornsögulestur fyrir börn í út- varpinu. Var þar að því fundið, að lesin væri Völsunga saga. „Það er öþarfi“ segir S. „Völs- ungasaga er það geipilega langt frá vorri öld í tíma og rúmi, að fjarstæða er að ætla, að hefndar- hugsjónir hennar fari að hafa áhrif á unglinga til eftirbreytni. Ég las Völsungu, þegar ég var krakki, og þótti hún mjög spenn- andi saga. Datt mér aldrei í hug að fara að apa upp neinn í þeirri bók, hvorki með að drepa menn né kveikja í húsum. Og því síður að leggjast í skála á fjalli og bíða þar hins eina riddara. Þetta dauð ans nudd um „ljótan hugsunar- hátt“ úr fornum bókum er alveg út í bláinn. Er ekki verið sýknt og heilagt að auglýsa Biblíuna sem tilvalda fermingargjöf? Þar er þó bæði sagan um meðferð Sáls á Amalekítum . .. sögur um kvennafar Davíðssona með fleiru, sem ég skil ekki, að sé stórum skikkanlegra en Völsunga. Mæli ég þó eindregið með Biblíunni til lestrar fyrir unglinga, aðeins að dómgreind þeirra fái að vera í friði, óbrjáluð af þeim full- orðnu, sem sumir virðast heldur glámskyggnir á heimsbókmennt- irnar.“ Um símamenningu MERKUR en önnum kafinn borgari hringdi til Velvak- anda fyrir nokkrum dögum. „Heyrðu góði“ sagði hann „Viltu nú ekki, lofa mér því að beina nokkrum orðum til símastúlkna í bænum í dálkum þínum og það fyrr en seinna. Það nær sem sé ekki nokkurri átt, hvað þær eru orðnar kurteisar í seinni tíð. Fyr- ir nokkru komst það í tízku með- al símastúlkna að svara eitthvað á þessa leið: Hf. X, góðan dag. Mér finnst, að þessari ósk um góðan dag sé með öllu ofaukið. Þegar maður hefur beðið langa- lengi eftir því, að svarað sé í símann, verður svo e. t. v. fyrir þeirri vafasömu ánægju að vera beðinn að bíða augnablik, áður en unnt er að hlusta á mann, og er loks orðinn hálfdauður af að finna augnablikið lengjast í heila eilífð, meðan maður bíður með símatólið í hendinni, en heilar hrúgur af óleystum verkefnum í friði á skrifborðinu — ja þá hefur maður engan tíma til að láta símastúlkurnar tefja fyrir með því að bjóða góðan daginn, þótt þær hafi fallega rödd og séu sjálfsagt dásamlegar.” Um útvarpserindi EKKI var þess að vænta að í hinu snjalla og skörulega flutta útvarpserindi sínu (10. apríl) um Garða á Álftanesi gæti Stefán Júlíusson komið að öllu því, er segja mætti um þenna sögulega merka stað. Og ekkert hefði það sannað um nafnbreyt- ingu staðarins þó að hann hefði getið þess, að einnig Garðar á Akranesi báru öndverðlega ann- að nafn (Jörundarholt). En ég saknaði þess að ekki skyldi vera á það minnzt, að í Görðum eru fæddir með réttra tveggja alda miilibili tveir hinna merkustu biskupa íslenzkra: Jón Þorkels- son Vidalín 21. marz 1666, og Jón Helgason 21. júuí 1866. Voru þannig þrír mánuðir á þriðju öld á milli þeirra. Það er að kunna sig illa að játa það ekki afdráttarlaust nú á dög- um að Hrafnkelssaga sé uppspuni einn. Til þess að fylgja tízkunni vel (í ógáti hafði ég nær skrifað sómasamlega) eigum við að segja þetta um allar íslendingasögur, náttúrlega að Landnámu meðtal- inni. Þá erum við menn með mönnum. Það er fráleitt að Egill Skalla-Grímsson eða Snorri goði hafi nokkru sinni verið til annars staðar en á pappírnum (og bók- fellinu), fremur en Hrafnkell. Um engan þeirra er þetta að vísu ennþá sannað, en vonandi vekst einhver upp til að sanna það. Um fram allt, við skulum fljóta með straumi tízkunnar. Annars kynni að líta svo út sem við værum eitthvað annað en froða. Og að vera nú á dögum annað en froða — það væri óskemmtilegt. Sn. J. munn fara eitt einasta hrósyrði um Krúsjeff. Krúsjeff er ekki enn orðinn. alráður á svipaðan hátt og Stalin varð, og á nokkuð í land enn til að ná því marki. Þau öfl í þjóðfélaginu, sem spyrna gegn því að einn maður nái alræðisvaldi, munu nú vera allmiklu sterkari en á dögum Stalins. Krúsjeff ræður ekki held ur yfir jafn-skefjalausum kúg- unarmeðölum og Stalin. Enn vant ar Krúsjeff til dæmis pólitískt lögreglulið á borð við það, sem Stalin hafði í hendi sér. ★ Alls staðar er spurt hvort Krús jeff sé nýr Stalin. Margir neita slíku en framtíðin ein getur skorið þar úr. Þó Krúsjeff hafi gerzt talsmaður aukins frjálsræð- is á takmörkuðum sviðum, úti- lokar það vissulega ekki, að hann sækist eftir einræðisvaldi á sama veg og fyrirrennari hans og fyr- irmynd. Einmitt sú staðreynd, að Krúsjeff hefur gerzt talsmaður tiltekinna breytinga á stjórnar- háttum og atvinnulífi bendir til þess að hann muni ekki verða þeim mildur, sem eru honum and snúnir. Fortíð Krúsjeffs bendir einnig til þess, að hann muni ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna í frekari átökum um völd og stefnu í Sovétríkjunum, sem vafalaust eru fyrir höndum í framtíðinni. „Aumingja Hanna“ sýncl í Neskaup- stað NESKAUPSTAÐ, 10. apríl. — Neskaupstaður frumsýndi í gær- kvöldi „Aumingja Hanna“. Ragn hildur Steingrímsdóttir leikkona frá Akureyri, hefur dvalizt hér undanfarið og hefur æft leikinn og stjórnað honum. Meðferð hlutverka var áber- andi jöfn að gæðum hjá öllum leikendum, hraði hæfilegur og sviðsetning góð, þrátt fyrir þröngt leiksvið í gamla samkomu húsinu, sem enn verður að notast við hér. Aumingja Hönnu leikur Randíður Vigfúsdóttir, Betty, systur hennar leikur Unnur Bjarnadóttir. Foreldra Hönnu leika Stefán Þorleifsson og Soffía Guðmundsdóttir, og Basil Gil- berts leikur Magnús Guðmunds- son. Öllum þessum hlutverkum eru gerð merkilega góð skil af hópi lítið þjálfaðra áhugamanna, en öll gera hlutverkin talsverðar kröfur til leikendanna, þó að mest reyni á Hönnu. Smærri hlutverkum gera þau Kapítóla Jóhannsdóttir og Ægir Ármanns st>n ágæt skil. Jóhann Jónsson, kennari hafði málað leiktjöld og útbúið leiksviðið, og var hvort tveggja mjög vel gert. Samkomuhúsið var þéttsetið á frumsýningunni. Leikendum og leikstjóra var þakkað í leikslok með miklu lófataki. —FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.