Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Miðviliudagur 16. april 1958 Lengsti og dýrasti vefur, sem Danir muna eftir Undirboð annarra veldur miklu verðfalli á dönsku smjöri Kaupmannahöfn í apríl 1958. LAUGARDAGINN fyrir pálma- sunnudag var stórhríð á Suður- Jótlandi. Bílar sátu fastir í snjó- sköflum. Á föstudaginn langa snjóaði víða í Danmörku. En ann- an páskadag var 9 stiga hiti. Allir vonuðu, að vorið væri nú loksins að koma. En eftir pásk- ana snjóaði að nýju. Þessi langi vetur virðist aldrei ætla að enda. í Danmörku er veturinn venju- lega um garð genginn fyrir 1. marz, en í ár hefur hann haldizt fram í apríl. Vindurinn kemur ennþá úr kuldaáttinni. Það er frost á hverri nóttu og ekki nema 1—3 stiga hiti á daginn. Á gangstéttunum í útborgum Kaupmannahafnar liggur ennþá víða mánaða-gamall snjór, harð- frosinn og svartur af ryki. Sums- staðar í görðunum teygja vor- blómin krónurnar upp úr srijón- um. Stöðuvötn eru flest þakin mannheldum ís. Til sveita er vorvinna ekki byrjuð, en venju- lega eru bændur búnir að sá fyr- ir páska. Veturinn kostaði Dani 100 millj. kr. Þetta hefur verið lengsti og dýrasti veturinn, sem Danir muna eftir. Danskt blað reikn- aði nýlega út, að hann hafi kost- að þjóðina að minnsta kosti 100 milljónir kr. Líklega hefur verið varið 50 milljónum kr. til snjó- moksturs. Fólk, sem slasaðist í hálkunni, hefur sennilega misst tvær milljónir vinnutíma. Vegna umferðarslysa, líka af völdum hálku, hafa 75.000 fleiri bílar en venjulega verið sendir til við- gerðar. Við þetta bætast miklar frostskemmdir á vegum og hús- um, aukin útgjöld til hitunar o. fl. Þriggja ára vinnufriður í iðnaðinum Eins og áður hefur verið getið um hér í blaðinu tókst nýlega að tryggja þriggja ára vinnufrið í danska iðnaðinum. Skömmu fyrir páskana samþykktu bæði vinnuveitendur og verkamenn hina nýju kjarasamninga með miklum meirihluta. En alvarleg vinnustöðvun vofir yfir landbún- aðinum. Verkamenn í sveitum heimta bæði styttri vinnutíma og kaupgjaldshækkun. En bændur krefjast aftur á móti 10% kaup- lækkunar. Bændur segja, að framleiðslu- kostnaður mundi aukast um 18%, ef verkamenn fengju kröfum sín- um framgengt. Landbúnaðurinn gæti ekki risið undir slíkum kostnaði. Vegna hins mikla verð- falls á landbúnaðarafurðum séu árstekjur bænda nú 600 milljón- um kr. lægri en fyrir tveimur árum, þegar gerðir voru þeir samningar, sem að undanförnu hafa verið í gildi. Engum dettur í hug, að sátta- semjari ríkisins geti borið fram miðlunartillögur, sem báðir að- ilar geti fallizt á. Búast menn því við, að löggjafarvaldið verði að skerast í leikinn. Lagafrumvarp um kjarabætur bænda? Líklega verður lagt fyrir þing- ið lagafrumvarp, sem miðar að því að bæta kjör bænda og gera þeim kleift að fallast á kröfur verkamanna. Kemur fyrst og fremst til mála, að tryggja bænd um með lögum hækkun á korn- verðinu. Mörgum finnst þetta einkenni- leg lausn á vinnudeilu. En H. C. Hansen, forsætis- og utanríkis- ráðherra, vill reyna þessa leið, til þess að koma í veg fyrir, að "þingið leysi deiluna með gerðar- dómslögum, sem eru verka- mönnum mjög á móti skapi. Kæmi slík lausn til mála, þá gæti farið svo, að ríkisstjórnin klofnaði og yrði að segja af sér. Einn stjórnarflokkurinn, nefni- lega róttæki flokkurinn, lítur svo á, að skyldugerðardómur sé nauð synlegur í alvarlegum vinnudeil- um, þegar allar sáttatilraunir Páskamynd frá Eyrarsundsströndinni. Það er óvenjulegt að sjá snjó þar á þessum tíma árs. hafa misheppnazt. Andstöðuflokk ar stjórnarinnar eru á sömu skoð- un. — Hið mikla verðfall á smjöri er ein aðalástæðan til þess að bændur hafa neitað að fallast á kröfur verkamanna. Brezki markaðurinn lækkar Danir framleiða árlega 175 milljónir kg. af smjöri. Af þeim fara 45 milljónir til neyzlu í landinu sjálfu. Hitt er flutt út, aðallega til Bretlands. En smjör- verðið á brezka markaðnum hef- ur að undanförnu lækkað stór- kostlega vegna mikils útboðs af hálfu landa, sem hafa aukið smjörsöluna til Bretlands. I mörgum löndum veitir ríkið bændum styrk til mjólkur- og smjörframleiðslu og tryggir þeim ákveðið afurðaverð á heima- markaðnum. Af þessari ástæðu er smjörframleiðsla í þessum lönd- um orðin of mikil. Það smjör sem ekki er hægt að selja á heima markaðnum, er flutt út til Bret- lands, eina frjálsa smjörmark- aðsins, sem um er að ræða. Og þar er það selt fyrir verð, sem er langtum lægra en heima- markaðsverðið og lægra en fram- leiðsluverðið. Svíar selja t.d. Bretum smjör fyrir 4—5 d. kr. kílóið, þótt það kosti 10 d. kr. í Svíþjóð. Þetta mikla útboð og undirboð hefur valdið stórkostlegu verð- falli á dönsku smjöri. Það kost- aði fyrir einu ári 7,60 d. kr. í verzlunum í Danmörku, en er nú komið niður í 4,50 kr. Danska heimamarkaðsverðið er alltaf miðað við útflutningsverðið. Danska rikisstjórnin sendi brezku ríkisstjórninni fyrir skömmu orðsendingu og fór þess á leit við hana, að hún leggi sér- stakan toll á undirboðssmjör frá Argentínu, Finnlandi, Irlandi, Póllandi, Svíþjóð og fleiri lönd- um. Nýja-Sjáland styður ein- dregið þessa beiðni Dana og hef- ur jafnvel hótað Bretum, að minnka að miklum mun vöru- kaup hjá þeim, ef þeir hefjist ekki handa gegn undirboðssmjör- inu. Jafnframt þessu hafa sendi- herrar Dana í Svíþjóð og Finn- | landi bent ríkisstjórnum þessara | landa á hinar alvarlegu afleið- ingar af smjörsölu þeirra og mælzt til, að mál þetta verði rætt í sambandi við hið fyrirhugaða norræna tollabandalag. Aukin innanlandsneyzla Dönsku mjólkurbúin reyna á ýmsan hátt að draga úr útboð- inu á brezka markaðnum með því að auka í Danmörku neyzlu á mjólkurbúsafurðum. í þessum tilgangi hófu mjólk- urbúin í vetur mikla auglýsinga- starfsemi og efndu m.a. til ball- etsýningar með þátttöku dans- ara við konunglega ballettinn. Fjallaði þessi sýning auðvitað um mjólkina, smjörið og ostinn og um ágæti þessara afurða. Fyrir skömmu hófst mikil út- sala á ódýru kælihúsasmjöri. Til þess að draga úr útboðinu á brezka markaðnum hafa dönsku mjólkurbúin síðan í fyrra haust geymt mikið af smjöri í kælihús- um í von um að geta selt það fyrir viðunandi verð, þegar mark aðshorfurnar bötnuðu. Fyrir tæp um mánuði áttu mjólkurbúin 17 milljónir kg. af smjöri i kæli- húsunum. Nú fer framleiðslan vaxandi, þegar kemur fram á sumarið. Var því farið að selja þetta ósaltaða kælihúsasmjör fyr- ir 4 kr kilóið. Það flaug út og gerir það ennþá. „Smjörleiðangrar" Sænsku húsmæðurnar í Eyrar- sundsbæjunum og þýzku hús- mæðurnar í Suður-Slésvík hafa sem kunnugt er árum saman keypt mikið af nauðsynjavörum í Danmörku. Eftir hið mikla verð fall á danska smjörinu, sérstak- lega eftir að kælihúsasmjörið kom á markaðinn, hafa þessar vöru- kaupaferðir aukist stórkostlega. Sérstaklega fjölmenna þýzku húsmæðurnar til dönsku landa- mærabæjanna, Padborg og Kru- sá. Og þær koma ekki aðeins frá Flensborg og öðrum stöðum í Slésvík heldur líka frá fjarlæg- ari bæjum, t.d. Hamborg og jafn- vel frá Hannover. Bílvegurinn suður eftir frá Krusá er nú kall- aður „Butterstrasse". Fyrir pásk- ana ákvað þýzka tollstjórnin, að enginn megi hafa með sér meira en 1 kg. af smjöri frá Danmörku. Tvo síðustu dagana áður en þetta ákvæði gekk í gildi, komu 100.000 Þjóðverjar til Padborg og Krusá. Keyptu þeir þar samtals 400.000 kg. af smjöri. Þýzku tollstjórninni hefur ekki tekizt að binda endi á þessar smjörkaupaferðir. „Þegar við megum ekki fá nema 1 kg. í hvert sinn, þá komum við bara oftar“, segja þýzku húsmæðurn- ar. „Það er margt annað en smjör, sem er ódýrara í Danmörku en heima hjá okkur. Þessar ferðir borga sig“. Páll Jónsson. VORRÝMINGARSALA NÝJAR GERÐIR TEKNAR FRAM í DAG - OPNUM KLUKKAN 8 Góðar gerðir af Karlmannaskóm með tvöföldum leðu»rsólun. Mú 190,00 áður 308,00 með gúmmísólum MÚ 190,00 áður 304.00 mokkasínur MÚ 180,00 áður 265.00 Spænskir skór MÚ 160,00 áður 247.00 opnir skór NÚ 150,00 áður 243,00 Þetta tækifæri býðst yður aðeins / eina viku Margar gerðir af Kvenskóm með hælum MÚ 100,00 áður 262.00 Soænskir kvenskóc MÚ 190,00 áður 266.00 Sléttbotnaðir skór MÚ 100,00 áðu*r 243.00 Kvenbomsur fyrir hæla MÚ 50,00 áður 93.00 Barnapúmmístígvél MÚ 30,00 áðw 50,00 Kvensumarskór ur stnga og flaueL MÚ 75,00 áður 125,00 Karlmannainniskc*r úr leðri MÚ 80,00 áður 124,00 Kveninniskór MÚ 60,00 áður 120.00 Kven flauelisskór sléttbotnaðir Mú 50,00 áður 92,00 Knattspyrnuskór lítil númer Mú 100,00 áður 298,00 Aðalstrœti 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.