Morgunblaðið - 16.04.1958, Blaðsíða 9
Miðviködagur 16. apríl 1958
MORGVHBLAÐIÐ
9
w f «y B 1 r 'í - V",;
E&É Æ
íslendingafélagið í New York hélt „vorhátíð" að Hótel Astor hinn 8. marz sl„ og voru þar margvíslegar íslenzkar kræsingar á horðum, svo sem hangikjöt, harðfiskur,
„uppstúf“ með grænum baunum o. fl. Félagið heldur samkomur öðru hverju allt árið, og verður næsta samkoma þess 14. júní í tilefni af þjóðhátíðardeginum. —
Myndin er frá „vorhátíðinni“.
Kaupstefnan í París í maí
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi frá franska sendi-
ráðinu:
KAUPSTEFNAN í París hefur
verið haldin allt frá árinu 1904,
er stofnað var til hennar í fyrsta
skipti, að undanskildum nokkr-
um árum í hinum tveim heims-
styrjöldum. Árið 1958, frá 10.—
26. maí, mun hún verða haldin
í 47. skipti. Við það tækifæri
munu koma saman 13. þús. sýn-
endur, þar af 3 þús. erlendir þátt-
takendur í „Parc des Expositions"
sýningarsvæði við Porte de
Versailles, sem er 450 þús. fer-
metrar að stærð.
Árið 1957 tók Kaupstefnan á
móti 4 milljónum gesta, en meðal
þeirra voru 150 þús. kaupendur
erlendis frá.
Kaupstefna Parísarborgar 1958
verður óvenjumikilvæg vegna
hinnar alþjóðlegu samkeppni.
Þátttaka erlendra ríka
Sameigmlegum deildum verð-
ur komið upp af eftirfarandi
löndum: Samþandsríki V-Þýzka-
lands, Austurriki, Beneluxlönd-
unum þrem, Ceylon, Grikklandi,
Ítalíu, Marokkó, Mexíkó, Pól-
landi, Rúmeníu, Svíþjóð, Tékkó-
slóvakíu, Túnis, Úrúguay og
Vietnam.
Verzlunarráð Berlínarborgar
mun einnig eiga sitt svæði.
Mikilvægar breytingar
Glæsilegri sýningu á húsbygg-
ingum verður komið fyrir af
félögum, er þar eiga hlut að
máli, með stuðningi Endurreisn-
ar- og Húsnæðismálaráðuneytis-
ins. Mun sýning þessi ná yfir
50 þús. fermetra svæði. Starfs-
sviðum verður skipað niður sem
hér segir: Asbest-steinlím, þak-
hellur, hellulagning, leirsmíði,
húsgrindur, vatnsþéttir munir,
lokur (lásar), skýli, einangrun,
tré-iðnaður, marmarasmíði í hús,
marmarasmíði fyrir grafsteina,
málmsmíði, tíglagólf (parkett),
smáhús, málning, byggingasteinn,
plastvörur, hlutir úr steinsteypu,
múrhúðun, tígulsteinar og múr-
steinar, gips og hlutir úr gipsi,
pozzolana (einsk. rauðleitur eld-
fjallajarðvegur).
Hljómlistarsalurinn er í sér-
stakri útbyggingu.
Deild fyrir nýtízku húsgögn
mun leggja fram hin djörfustu
sköpunarverk í stíl, formi og
efnivið.
Nokkrir sýnendur hafa lagt
saman krafta sína til þess að
koma upp innan takmarka Bygg-
ingasýningarinnar, olíustöð, eins
og þær gerast í Sahara.
Deildir
. í hinum teknisku deildum
Kaupstefnunnar finna menn
hafsjó af nýjungum, sem
dregur til sín kaupendur allra
landa, sérstaklega nýjungum í
málmbræðsluvörum, vinnuvél-
um, nákvæmnistækjum, logsuðu-
tækjum, rafeindafræði og tré-
smiðavélum.
Deild sú, er sýnir hvernig hag-
nýttar eru iðnvörur úr plasti,
hefir aukizt að stærð og glæsi-
leik, og er komið fyrir í trjá-
göngum, er liggja yfir mitt
svæðið, nálægt Byggingadeild-
inni, þar sem margir faglærðir
menn sýna hvernig gólf eru lögð
og fletir og hvernig hagkvæmt
er að nota plastvörur í hús.
Leikfangaiðnaðurinn birtist í
fullum skrúða og undirstrikar
einnig, þó að hann um leið sé
trúr sínum gömlu siðvenjum, inn-
rás plastefnanna í heim nútím-
ans, hvort sem um er að ræða
heim hinna fullorðnu eða barn-
anna.
Við tilkomu mjög stórra fyrir-
tækja, sjást mikilvægar fram-
farir í útliti nýtízku skrifstofa.
Listiðnir eru í stöðugri fram-
sókn, og hefur Úrsmíðadeildin,
sem fræg fyrirtæki standa að,
auðgazt við þátttöku stærstu inn-
flytjendanna á því sviði.
Fornsalar hafa miklu stærra
svæði til umráða en síðastliðið
ár og sýna þar undur fortíðar-
innar.
Hinar stóru „klassísku" deild-
ir: matvörur, húsgögn, rafmagns-
tæki til heimilisnota, hafa einnig
teygt úr sér og aukizt að gæð-
um.
Iðnfagurfræðí
Iðnfagurfræðin er nú kynnt í
þriðja sinn á Kaupstefnunni í
París. Aðalatriði sýningarinnar,
sem skipulagt er þar til þess að
leggja áherzlu á fullt mikilvægi
smekkvísinnar í starfí við út-
þenslu iðnaðarins, var 1956 eim-
vagn S. N. C. F. (Franska járn-
jbrautafélagsins), sem þá hafði
nýlega slegið öll met í hraða á
teinum, og 1957, „Apollon“ hinn
stóri rafleiðsluturn úr málmi, er
„Electricité de France“ lét smíða.
Kynning á hagnýtingu á jarð-
gasi á Kaupstefnunni í París,
sem er nýmæli, er í höndum
þriggja félaga, er í sameiningu
nýta jarðgasið, sem finnst fyrir
utan Suðvesturhluta Frakk-
lands, þ. e. la Société Nationale
des Pétroles d’Aquitaine, — la
Compagnie Francaise du Méth-
ane, — le Gaz de France.
Upplýsingar, er að gagni
mega koma
Viðskiptamiðstöð hefur verið
komið upp sérstaklega til þess að
taka á móti erlendum kaupend-
um, sem munu geta fengið þar
allar nauðsynlegar upplýsingar,
til þess að koma viðskiptum sín-
um í kring: einnig alls konar fyr-
irgreiðslu, svo sem þjónustu við
útvegun á túlkum; skrifstofum,
þar sem töluð eru mörg tungu-
mál og fjölda talsímalína.
Kaupstefnan er opin almenn-
ingi daglega frá kl. 9,30 til 18,30
samfleytt.
Húsnæðisþjónusta starfar til
þess að útvega gestum herbergi á
hótelum, sem þeir sjálfir geta
valið um.
Allir ferðamenn, er ætla til
Kaupstefnunnar í París, fá yfir-
leitt 25% afslátt af fargjöldum
fram og til baka með flestum
járnbrautarfélögum í Evrópu.
Þar sem þyrluflugstöð París-
arborgar er rétt við Kaupstefnu-
svæðið, geta þeir, sem ferðast
með þyrlum, stigið út alveg
við hlið svæðisins, án þess að
þurfa að fara um þvera borgina
og gegnum þröng þá, er þar rikir.
Varðandi hvers konar upplýs-
ingar á að snúa sér til „Comité
de la Foire de Paris“, 23, rue
Notre Dame des Victories, Paris
(2°).
Þeir íslenzku innflutnings-
kaupmenn, er búa sig til heim-
sóknar á Kaupstefnuna, geta far-
ið þess á leit við Franska sendi-
ráðið í Reykjavík, að það útbúi
heimildarbréf (carte de légitimat
ion), er veiti þeim ókeypis að-
gang að sýningunni allan tímann,
einnig afslátt þann á járnbraut-
arfargjöldum, sem minnzt er á
hér að framan.
Skrifstofustulka óskast
á máiflutningsskrifstofu
Umsóknir ásamt upplýsingum og kaupkröfu sendist
afgr. blaósins fyrir 20. þ.m., meiKi: „iogír.“ — 8352.
Djúpavogshérað lœknis
laust síðan í janúar
Mikil óánægja rikjandi \yar eystra
BREIÐDAL, fyrst í apríl. —
Djúpavogshérað hefur verið
læknislaust siðan í janúar, og 28.
f. m. héldu oddvitar í 4 hreppum
læknishéraðsins fund um þetta
alvarlega mál og sendu áskorun
til heilbrigðismálaráðuneytisins
um úrbætur þegar í stað. Skort-
ur á læknisþjónustu í ýmsum hér
uðum er mjög alvarlegt mál, sem
taka verður til rækilegrar athug-
unar af Alþingi, ef ekki á illa að
fara.
Þegar höfðingjarnir í Reykja-
vík eru að spjalla um jafnvægi
í byggð landsins, verða þeir fyrst
og fremst að gera sér ljóst, að
fólkið í dreifbýlinu á bæði laga-
legan og siðferðilegan rétt a
þeirri þjónustu, er læknar veita
og ef heilbrigðismálastjórnin get-
ur ekki fullnægt settum lagafyr-
irmælum um skipan lækna í hér-
uðin, þá væri heiðarlegast að
ganga hreint til verks og leggja
þau héruð í eyði.
1 sambandi við þetta mál hér,
samþykktu oddvitarnir ýmsar til-
lögur, m.a. þessa:
„Fundurinn skorar á Alþingi að
vinna að því að ríkissjóður taki
að sér allan kostnað við bygg-
ingu læknisbústaða í þeim héruð-
um, þar sem reynsla er fyrir að
erfitt er að fá lækna til starfa
og leigi bústaðina með sömu kjör
um og prestum eru leigðir prest-
bústaðir. Ennfremur skorar fund-
urinn á heilbrigðisstjórnina að
vinna að því að ríkissjóður greiði
að fullu flugfargjöld fyrir hættu-
lega veika menn úr læknishéruð-
um, sem búa við ófullnægjandi
læknisþjónustu.“
Þá samþykkti fundurinn enn-
fermur svohljóðandi tillögu:
„Fundurinn lýsir óánægju yfir
því hversu seint gengur að
byggja sómasamlega vegi milli
Breiðdalsheiðar og Lónsheiðar.
Má benda á að á þeirri leið er
ekki um neinn vetrarveg að
ræða. Er því aðstaða fólks í Breið
dal og Álftafirði hin erfiðasta til
að ná í læknishjálp frá Djúpa-
vogi. Slíkt er með öllu óviðun-
andi og þarf úr að bæta hið
bráðasta.“
Um þessar tillögur oddvitafund
arins er auðvitað full ástæða að
rökræða, þótt ekki verði það gert
í stuttu fréttabréfi. En því skal
ekki leynt, að ýmsum virðist land
læknirinn „Þrándur í Götu“ og
kærulaus un úrbætur í heil-
brigðismálum dreifbýlisins.
Bústofninn heilbrigður
Vetur sá er senn kveður hefur
verið mjög snjóléttur hér suð-
austanlands, þó var lítið um haga
alllangan tíma vegna blotaklessu.
Marzmánuður hefur verið frem-
ur hlýr og nú má telja alauða
jörð hátt upp í hlíðar. Heilbrigði
er í bústofni bænda og hey voru
góð frá næstliðnu sumri.
Bíll valt niður í stórgrýtisfjöru
Nýlega vildi það slys til að
jeppabifreið rann út af veginum
austan á Strætishvarfi og kastað
ist niður í stórgrýtta fjöru. Mun
bifreiðin gjöreyðilögð. Aðeins
bílstjórinn var í bifreiðinni, en
hann hafði keypt jeppann fyrir
stuttu, og var á heimleið með
hann. Bílstjórinn slapp lifandi,
en nokkuð meiddur. Er talið
undravert að hann skyldi ekki
láta lífið. Vegurinn þarna er ör-
mjó skering, eins og víða er hér
um slóðir í hlíðum fjallanna, og
má því engu muna.
A þessum snjólétta vetri, sem
hefur verið talsvert frostharður,
hafa mjög víða myndazt þykkir
svellbólstrar á vegum, sem eru
hinir háskalegustu yfirferðar á
bifreiðum, einkum vegna þess að
oftast er þetta í skeringum við
gil eða í hlíðum, og því hliðhallL
Vegagerð í Suður-Múlasýslu er
stórt og óleyst vandamál.
— Páll.
EIIMKABIFREIO
Mjög vel með farin 6 manna amerísk bifreið, gerð 1947, er
til sölu. Mikið af varahlutum.tækiÆerisverð, tryggingar-
göld greidd. Tilb. sendist blaðinu merkt: „Milliliðalaust“
— 8343.
IÐNAÐLR
Iðnaðarhúsnæði frá 200 ferm. — 400 ferm. að stærð
á góðum stað í bænum til leigu.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 18. þ.m. merkt:
„Iðnaður-1“ — 8356.