Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 1
20 síður
45. árgangur
96. tbl. — Þriðjudagur 29. apríl 1958.
Prentsmiðja Morgunblaðsina
Genfarrá&stefnurmi lokið:
Lokarœða íslenzka full-
frúans vakti athygli
Samtal við leiðtoga brezkra
togaraeigenda
Einkaskeytí frá fréttaritara Mbl., Gunnari G. Schram.
GENFARRÁÐSTEFNUNNI um réttarreglur á hafinu lauk aðfara-
nótt mánudags. Alit landhelgisnefndarinnar hlaut endanlegt sam-
þykki, en í það vantar þó höfuðatriðið, ákvæði um vidd landhelg-
innar. Það gerðist óvænt við afgreiðslu málsins, að ákvæðið um að
beinar grunnlínur mættu ekki vera lengri en 15 mílur, sem nefndin
hafði samþykkt, var fellt niður samkvæmt tillögu Kanada. Er nú
ekkert hámark um lengd beinna grunnlína. Veldur þessi breyting
því, að strandríki hefur mun frjálsari hendur um drátt grunnlína
«,g ákvörðun landhelginnar.
Síðan var álit landhelgisnefnd-
arinnar samþykkt, og er það allt
í sérstökum sáttmála eins og álit
hinna nefndanna.Þessirsáttmálar
fá gildi þegar 22 ríki hafa undir-
ritað þá og staðfest. Verða þe;r
undirritaðir á morgun, en síðan
er sex mánaða frestur til að stað-
festa þá.
ísland sat hjá
Þá var samþykkt tillaga frá
Kúbu þar sem Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna, sem kemur
saman í haust, er beðið að athuga
horfurnar á að kalla saman nýja
ráðstefnu til að leysa þau vanda-
mál, sem óleyst voru á þessari
ráðstefnu, og þá fyrst og fremst
spurninguna um vídd landhelg-
innar.
ísland sat hjá við þessa at-
kvaéðagreiðslu, og skýrði Hans
Andersen ástæðuna með þessum
orðum: „Ef við hefðum greitt at-
kvæði með þessari tillögu töldum
við, að íslendingar kynnu að
skuldbinda sig til að gera ekkert
í fiskverndunarmálum sínum
fyrst um sinn. Við viljum ekki
skulbinda okkur á þennan hátt,
því það er skoðun ríkisstjórnar
okkar að við höfum þegar beðið
eins þolinmóðir og hægt var
að ætlast til eins og á stóð. AUk
þess veit enginn hvort samkomu-
lag næst á næstu ráðstefnu."
Orð Andersens vekja athygli
Hans Andersen sagði, að tillaga
Suður-Afríku, sem samþykkt var
á allsherjarfundi fyrir helgina,
væri gagnleg þegar um væri að
ræða svæði utan fiskveiðilögsög-
unnar, en hún varðaði auðvitað
ekki sjálfa fiskveiðilögsöguna.
Þessi ræða Hans Andersens vakti
mikla athygli, einkum þar sem
það hefur legið í loftinu á ráð-
stefnunni, að íslendingar hyggðu
á bráða útfærslu landhelginnar.
Voru orð íslenzka fulltrúans talin
gefa það í skyn.
Skilyrði Breta
Brezki fulltrúinn, sir Gerald
Fitzmaurice flutti merkilega
ræðu og kvað Breta hlynnta nýrri
ráðstefnu, en með eftirfarandi
skilyrðum:
1) Við höldum 3 mílna land-
helgi og stöndum á þeim grund-
velli á næstu ráðstefnu.
2) Tillögur okkar um 6 mílna
landhelgi á þessari ráðstefnu
binda okkur á engan hátt í fram-
tíðinni. Engar sættir eða sam-
Framh. á bls. 2
Eisenhower vill róðstefnu um
eltirlitssvæði við norðurpdl
AUGUSTA, GEORGIA, 28. apríl — Eisenhower Bandaríkjaforsetl
sendi Krúsjeff einræðisherra Rússa bréf í dag og hét á hann *ð
gangast inn á tillögur Vesturveldanna um alþjóðlegt eftirlit á
akveðnu svæði kringum norðurheimskautið. Bendir forsetinn á
bina auknu möguleika til skyndiárása sem stórveldin hafi öðlazt
á síðustu árum og því sé þörf að draga úr þeirri hættu sem allra
fyrst. Bandaríkin munu leggja áætlun sína um alþjóðlegt eftirlit
fyrir Öryggisráðið á morgun. Hvetja þau til skjótrar ráðstefnu um
iausn málsins og leggja til að í henni taki þátt auk fimmveldanna
(Rússa, Breta, Frakka, Bandaríkjamanna og Kanadamanna) bæði
Norðmenn og Danir og önnur ríki sem eiga lönd fyrir norðan
heimskautsbaug Ennfremur er lagt til, að rússneskir og banda-
tískir sérfræðingar hefjist þegar handa um undirbúning hins al-
þjóðlega eftÞlits á hinu tiltekna svæði. Það kynni að geta rutt
veginn fyrir ráðstefnu um alþjóðlega afvopnun.
Fréttir í stuttu máli
Albert Schweitzer
Schweitzer iordæmir óframhaid-
andi tilraunir með kjarnavopn
OSLÓ, 28. apríl — Hinn heims-
kunni mannvinur og vísindamað-
ur dr. Albert Schweitzer, sem
hlaut friðarverðlaun Nóbels árið
1952, sendi í dag frá sér áskorun
til allra þjóða um að hætta til-
raunum með kjarnorku- og
vetnisvopn.
„Við megum engan tíma missa.
Nýjar tilraunir, sem auka hætt-
una, mega ekki eiga sér stað.
Það er mikilvægt að menn geri
sér ljóst, að hættan mun stór-
aukast á næstu árum, jafnvel þótt
engar tilraunir væru gerðar“,
sagði hann í ávarpi sínu, sem var
endurvaprað af útvarpinu í Osló.
Útvarpað um allan heim
Schweitzer, sem er í senn fræg-
ur heimspekingur, guðfræðingur,
organleikari og læknir, er nú 83
ára gamall. Hann flutti ávarp sitt
á kristniboðsstöð sinni í Lamb-
arene í Mið-Afríku og var því
endurvarpað af um 90 útvarps-
stöðvum víðs vegar um heim.
Óskylt afvopnun
Hann vísaði á bug kenningunni
um að „ákveðin aukning kjarna-
geislunar í heiminum sé skað-
laus“. „Hver gefur þessum ríkj-
um rétt til slíkra tirauna á frið-
artímum, tilrauna með vopn sem
fela í sér geysilega áhættu fyrir
allan heiminn?" sagði hann. „Ef
til er í menningu samtímis ein-
hver snefill að gildandi alþjóða-
lögum, eða ef þau fá gildi á ný,
þá verða þjóðirnar sem bera
ábyrgð á tilraunum með kjarna-
og vetnisvopn að hætta þeim þeg-
ar í stað, án þess að gera sam-
komulag um afvopnun að skilyrði
fyrir því. Þetta mál er óskylt
afvopnun. Þjóðirnar sem um er
að ræða munu halda áfram að
eiga þau vopn, sem þær hafa nú“.
Framh. á bls. 2
★ París, 28. apríl. — René
Pleven hefur nú opinber-
lega tekið boði Cotys Frakklands-
forseta um að mynda nýja stjórn,
en þegar hann var beðinn um það
fyrir viku, kvað hann tilgangs-
laust að reyna stjórnarmyndun
nema leiðtogar flokkanna kæmu
sér saman um einhverja lausn á
Alsír-vandanum. Hefur hann því
einbeitt sér að því að fá alla
stærstu flokka landsins nema
kommúnista til að sameinast um
ákveðna stefnu í Alsír-málinu.
Búizt er við að hann bíði með að
tilkynna stjórnarmyndun sína
fram í næstu viku.
★ Singapore, 28. apríl. —
Borgarastyrjöldinni á Mið-
Súmötru er nú að mestu lokið,
en búizt er við að skæruliðar láti
til sín taka enn um sinn. Formæl-
andi uppreisnarmanna játaði, að
þeir hefðu gert ýmis glappaskot,
en verst þeirra hefði verið að
lýsa yfir uppreisninni áður en
þeir höfðu tryggt sér stuðning
dr. Hatta, fyrrverandi varafor-
seta, en hann er af öllum talinn
næstáhrifamesti „maður Indó-
nesíu, næst á eftir dr. Sukarno
forseta. Hins vegar er talið ólík-
legt, að dr. Hatta hefði stutt vopn
aða uppreisn, enda þótt hann sé
svarinn andstöðumaður dr. Su-
karnos. I morgun varð brezkt her
skip fyrir loftárás uppreisnar-
manna og eyðilagðist. Skipið var
statt í höfninni í Salik Papan á
Austur-Borneó. Mannbjörg varð.
Stjórnarherinn gerir árás á
Bukit Tinggi á morgun.
A Moskvu, 28. apríl. — Krús-
jeff talaði um helgina á
fundi í Kiev og réðst þá harka-
lega á Malenkov fyrrverandi for-
sætisráðherra og áhangendur
hans innan kommúnistaflokksins.
Kvað hann Malenkov alltaf hafa
unnið gegn flokknum.
Framsóknarmenn vilja að sam-
vinnufélög greiði svo til engan
skatta til ríkisins
Fjármálaráðherra ekki á þingfundi,
jbegar málið er rætt
ST J ÓRN ARFRUM V ARPIÐ um
breytingar á samvinnufélagalög^
unum kom til 2. umr. í neðri dcild
í gær. Eins og áður hefur verið
sagt frá í Mbl. er efni þess það,
að samvinnufélögum skal ekki
lengur vera skylt að leggja a.m.k.
1% af samanlagðri sölu að-
sjóð. Áfram skal leggja arð af
viðskiptum við utanfélagsmenn
í varasjóð, en hér eftir skal þó
draga frá honum opinber gjöld,
áður en það er gert. Sl. fimmtu-
dag var prentað hér í blaðinu
minnihlutaálit Sjálfstæðismanna
í allsherjarnefnd neðri deildar,
keyptra vara og afurða í vara- en þeir lögðu til, að frumv. þetta
Bretar biðja íslendinga ao fœra ekki
út fiskveiðitakmörkin
Stokkhólmi, 2f. apríl — Sænska
þingið var formlega rofið í dag ^
og samtímis var tilkynnt að kosn ,
ingar til annarrar deildar þings- I mah
ins færu fram 1. júní. Samþykkti
konungur tilmæli stjórnarinnar
um þingrof á ríkisráðsfundi í
morgun.
LONDON, 28. apríl. — Bretar
hafa farið þess á leit við íslend-
inga, að þeir geri engar „fljót-
færnislegar ráðstafanir" í sam-
bandi við fiskveiðiréttindin, eftir
að ráðstefnan í Genf komst ekki
að neinni niðurstöðu um þessi
Var þetta tilkynnt í neðri
málstofu brezka þingsins í dag.
Patrick Wall, þingmaður íhalds
flokksins sagði, að íslendingar
hefðu í hyggju að gera ráðstaf-
anir upp á eigin spýtur til að
færa út fiskveiðilögsögu sína, og
mundi erlendum skipum verða
bannað að veiða þar.
Allan Noble, aðstoðarutanrik-
isráðherra svaraði því til, að
stjórnin mundi gera allt sem í
hennar valdi stæði til að koma
í veg fyrir, að íslendingar gerðu
slíkar ráðstafanir án samráðs við
önnur ríki. Taldi hann að önnur
ríki væru sömu skoðunar og Bret
ar um það, að ekki væri rétt að
breyta þeim reglum sem nú væru
í gildi, fyrr en gengið hefði ver-
ið frá málunum á alþjóðavett-
vangi. Sagði Noble, að þar sem
Genfarráðstefnan hefði ekki út-
kljáð þessi mál, þá væri 3 mílna
landhelgin enn í gildi og hafið
þar fyrir utan úthaf.
★
Morgunblaðinu er kunnugt um,
að sendiherra Breta á íslandi
gekk í gær á fund utanríkisráð-
herra og ræddi við hann um þessi
mál.
yrði fellt. Benda SjálfstæSis-
menn á, að framlögin í varasjóð
séu sá stofn, sem skattgreiðslur
samvinnufélaga til ríkisins byggj
ast á. Ef félögunum yrði heimilaS
að minnka þessi framlög myndu
þau verða svo til skattfrjáls. —
Ákvæðin um varasjóð úrelt
Hér á eftir verða rakin helztu
atriðin, sem fram komu í um-
ræðunum:
Gísli Guðmundsson (framsögu-
maður meirihluta allsherjar-
nefndar): Frumv. þetta er flutt
af ríkisstjórninni. Allsherjar-
nefnd er ekki sammála um það,
meirihluti hennar vill samþykkja
frumv., minnihlutinn fella það.
í frumv. er lagt til, að breytt
verði 3. og 24. gr. laganna um
samvinnufélög. Þegar lögin voru
sett fyrir 37 árum, voru félögin
ekki orðin eins öflug og síðar
hefur orðið, og þótti nauðsynlegt
að setja ákvæði til að treysta
fjárhag þeirra. Sá var tilgangur
ákvæðanna um framlög í vara-
sjóð. Nú njóta samvinnufélögin
álits fullkomlega á borð við aðra
aðila og hafa fyrrnefnd ákvæði
í lögunum því ekki sömu þýðingu
og fyrrum. — Á það má benda
í þessu sambandi, að öðrum fé-
lögum en samvinnufélögum er
hvergi gert að skyldu að leggja
ákveðið gjald af vöruveltu í vara
brainh. á bls. 3.