Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 29. apríl 1958 MORGVNBl AÐIÐ 19 r/Þeir lentu stundum sem ætluðu til Eyja' segir Guðmundur Sigurðsson. verkstj. í Vestmannaeyjum —Það er bezt að ég kaupi hjá ykkur tvö bréf tii viðbót- ar. Mér finnst að ef fólk hef- ir einhverja aura, sem það þarf ekki nauðsynl. að nota til daglegra þarfa, þá sé þeim ekki betur varið á annan hátt en þann, að kaupa þessi bréf Flugfélagsins. Sá er þetta mælti var Guð- mundur Sigurðsson, verk- stjóri í Vestmannaeyjum, er hann kom inn í afgreiðslu Flugfélagsins þar nýlega. — Það er nú líka svo með okkur þessa gömlu, að við kunnum kannske bezt að meta samgöngurnar eins og þær eru orðnar í dag og ekki vildi ég fyrir nokkurn mun vera án flugsamgangna hérna við Eyjarnar. Ég man líka þá tima er farþegar til Vest- mannaeyja komust hér ekki í land og lentu stundum annað hvort til Færeyja eða Skot- lands. Guðmundur, sem lengi hefir búið í Eyjum kann frá mörgu að segja og í stuttu spjalli sagði hann okkur frá ýmsu sem á daga hans hefir drifið. Guðmundur fæddist í Hildisey í Landeyjum árið 1881. Rétt fyrir aldamótin fór hanh til Vest- mannaeyja og reri þar á opnu skipi hjá Jóni Guðmundssyni, er var alþekktur aflamaður ag mik- ill sjósóknari. — Hvernig fannst þér að fara til sjós? — Okkur strákunum kom vel saman og öllum þótti okkur vænt um formanninn okkar og litum upp til hans. Við bjuggum á pakkhúslofti allir saman og þar var stundum kalt, því ekki var þetta sérlega vandað hús. En félagsskapurinn var góður og for- maðurinn okkar passaði upp á okkur eins og við værum synir hans. Engum leiðst að vera leng Ur úti á kvöldin en honum þótti hæfilegt og reglusemi í okkar hóp var góð. — Og hvernig aflaðist? — Þessa fyrstu vertíð, sem ég reri héðan, höfðum við góðan Þakkarorð ÞEGAR ég nú er farsællega kom- inn heim, eftir nokkurra vikna legu í sjúkrahúsi, (vegna hol skurðar), og hef fengið tækifæri til að athuga allar þær hlýju kveðjur og ávörp, ásamt góðum gjöfum, sem vandamenn, vinir og velunnarar hafa sent mér hing að heim, vegna sjötugsafmælisins þann 15. febrúar s. 1., finn ég mér bæði ljúft og skyldugt að senda öllu þessu ágæta og elsku- lega fólki, fjær og nær, mínar innilegustu þakkir og votta því einlægan vinarhug. Ég vil trúa því, að allar hinar hlýju kveðjur og sá góðhugur, sem þeim fylgir, eigi sinn virka þátt í því að ég nái nokkurri heilsu og hreysti á ný og mér auðnist að njóta starfs og gleði á meðal hinna mörgu glöðu og góðu vina. Það er og einlæg ósk mín og von, að mér megi enn takast að leggja góðum málefnum lið, til þarfa og þrifa byggðarlagi mínu, Olafsfirði, og íbúum þess. Lifið svo allir mínir virkta- vinir, heilir, frjálshuga og starf- andi, að öllu því, sem auka má andlega og efnalega velferð okkar kæru heimabyggðar. Páskum 1958. Árni Jónason, Syðri-Á, Ólafsfirði. hlut. Seinna hóf ég búskap í Hild isey og þá sótti maður kaupstað til Vestmannaeyja. Ekkert hefi ég gert á ævinni, sem eins slxtur manni og þær ferðir. Róið báðar leiðir og er erilsamar útrétting- ar í Eyjum. Stundum kom það fyrir að við töfðumst vegna veðurs. Jafnvel allt að tveim vikum. Þó man ég ekki eftir öðru eins og þegar faðir minn fór hingað til Vestmannaeyja í fyrstu viku vetrar ög komst ekki heim fyrr en á þorra. Hann var sextán vik ur veðurtepptur. — Þú sagðir að sumir sem ætl uðu hingað hefðu hrakizt ti Fær eyja og Skotlands. — Já það kom oft fyrir að fólk komst ekki í land hér úr skipun- um, sem þá gengu frá Reykjavík til útlanda. Já, þeir fóru bæði til Færeyja og Skotlands og stund- um til Danmerkur. Um einn var þetta kveðið: Fátt er nú í fréttum nýtt, sem færir þessi góa. Fúsi á Bjólu fór til Leith en fékk ei þar að róa. — Hvenær fluttist þú til Vest- mannaeyja? — Það var árið 1917. Ég stund aði hér sjó lengi framan af. Fannst ég samt orðinn of gamall þeggr vélbátarnir voru orðnir einráðir. Það er allt annað að stunda sjó á opnum báti eða á mótorbátunum. Maður gat verið góður sjómaður á gamla vísu, en alls ekki liðtækur á mótor- bátunum. Þar voru störfiri önnur. Kröfðust meiri hraða og leikni. Nei, menn þurfa að byrja ungir til þess að læra réttu handtökin. En ekki held ég að sjómennskan sé eins skemmtileg nú og í þá daga, er við vorum þetta fjórtán Skotlandi, til sextán saman á opnu skipi. Þá var líka meiri félagslund með mönnum. Það var eins og hættur og erfiði þjöppuðu mönnum bet- ur saman. — Hvað tókst þú fyrir að lok- inni sjómennsku? — Stundaði hina og þessa vinnu, lengst af vegagerð. Var verkstjóri hjá Vegagerð rík- isins, fyrst undir Eyjafjöllum og svo í níu sumur fyrir austan. Það var vegur sem nú er orðinn fjöl- farinn og liggur úr Vopnafirði upp Möðrudalsöræíi. Þetta var fjallvegur og gat ekki heitið ann- að en ruðningur og verkfærin voru ekki annað en skófla og haki og önnur handverkfæri. En hvað um það: Leiðin opnaðist. — Og nú--------? — Nú hugsa ég um þennan eina ríkisveg, sem er hér í Vestmanna eyjum. Hann liggur héðan úr kaupstaðnum og inn á Stórhöfða. Við ætium að vinna við hann í sumar, en það verður ekkert hægt að gera þar fyrr en þeir koma af síldinni. Fyrr fáum við ekki mannskap. Það er svo sem margt sem þyrfti að gera hér í Eyjum. Mér finnst okkur liggja miklu meira á þverbraut hér á flugvöllinn, en þessu skipi, sem þeir eru að tala um. Flugið er og verður okkar bezta lausn á samgöngumálunum. — Sv. S. Sfeinþór Aðalsteinsson Fæddur 19. febrúar 1950. Dáinn 21. apríl 1958. ORÐTAKIÐ segir: Að þeir, sem Guð elskar deyi ungir. Oft er það svo er dauðann ber að höndum á morgni lífsins og óvæntan hátt, að þar fara börn, sem hafa náð óvenju þroska andlega og líkam- lega. Einn af þessum hörmulegu atburðum gerðist á Vatnsleysu- strönd 21. þ. m. er 8 ára drengur, Steinþór Aðalsteinsson, drukkn- aði. Steinþór heitinn sýndi það í sinni stuttu skólagöngu að har.n var gæddur þeim afburða nóms- hæfileikum, sem sjaldgæfir eru hjá 8 ára barni. Vafalaust hefur hann verið kallaður svo fljótt héðan, til þess að sinna mikil- vægara hlutverki, en dauðlegur heimur hefur upp á að bjóða. í þeirri einlægu trú, flyt ég þér beztu þakkir fyrir samleið okkar í vetur og bið góðan Guð að styrkj a foreldra þína og aðra ást- vini í þeirra miklu sorg. — J. K. Skátadagur á Patreksfirði HALLDÓRA Jóhannsdóttir frá Gröf í Eyrarsveit varð sjötug sL sunnudag. Þessi mynd átti þá að fylgja gi-ein um hana. INGI INGIMUNDARSON héraðsdómslögmaSur Vonarstræti 4. Sími 2-47-53. Heimasími: 2-49-95. Sigurður Ólason HæstaréUarlögmaáuj Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögmað’ui Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14. Sími 1-55-35. HÖRÐUR ÖT.AFSSON málflulningsskrifstofa. Löggiltur dómtúlkur og skjal- þýðandi í ensku. — Austurstræti Þorvaldur Arl Arason, htfl. LOGMANNSSKRIFSTOFA Skólavörðustig 38 »/«• tdtl joh.Mvrlftfssun h.f. - Pósíh tf|4 Simat 1)416 og 1)4/) - Simnctm /#*» PATREKSFIRÐX, 28. apríl. Hin árlega skátamessa Skátafé- lagsins Samherja á Patreksfirði var flutt í Eyrarkirkju, sunnu- daginn 27. apríl sl. Sóknarprest- urinn, séra Tómas Guðmundsson, predikaði. Skátarnir söfnuðust saman við barnaskólann fyrir guðsþjónust una og fóru í skrúðgöngu i ldrkj- una. Að lokinni messu voru framreiddar góðar veitingar fyrir þorpsbúa í hinu nýja og vistiega heimili skátanna og notaði fjöldi fólks tækifærið, að fá sér þar síðdegiskaffi. Skátaheimilið var reist að mestu leyti í sálfboðavinnu og er hin myndarlegasta bygging, staðsett í miðju þorpinu. — Karl. Hjartanlegt þakklæti færi ég öllum sem heimsóttu mig sendu mér gjafir og heillaskeyti á 60 ára afmæli mínu þann 20/4. Guð blessi ykkur öll. Frímann Ingimarsson. n fVl.s. H. J. Kyvig fer frá Reykjavík til Færeyja og Kaupmannahafnar 4. maí. Til- kynningar um flutning óskast sem fyrst. IVf.s. Dronning Alexandrine fer frá Reykjavík 16. maí til Fær- eyja og Kaupmannahafnar. Pant aðir farseðlar óskast greiddir fyrir 5. maí. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN — Erlendur Pétursson -— PÁLL S. PALSSON hæstarellurloj' iuadui. 3ankastræti 7. — Sími 24-200. ALLT í RAFKERFIÐ Bílaraftækjaverzlun Halldórs Ólafssonar Rauðarárstig 20. — Slmi 14775. Samkomar k.f.u.k. — A.D. Fjölmennið á afmælisfund fé- lagsins í kvöld kl. 8.30. Fjöl- breytt dagskrá. Kaffi. Takið handavinnu með. Stjórnin. Fíadelfía. Almennur biblíulestur kl. 8.30. — Allir velkomnir. Vinna Hreingemingar. Vanir menn. Fjót og góð vinna. Sími 23939. ALLL ennslo LANDSPRÓF Veiti tilsögn í reikningi, eðlis- fræði, algebru, mál- og setningar- fræði, dönsku, ensku o.fl. og bý undir landspróf og önnur próf, einnig utanskóla. — Dr. Ottó Arnaldur Magnússon (áður Weg), Grettisgötu 44A. Smi 15082. ITo. G. T. Ungmennastúkan Hrönn nr. 9. Fundur x kvöld, þriðjudag, kl. 8.30 e.h. í GT-húsinu uppi. Inntaka nýrra félaga Skemmtun að fundi loknum. Félagar fjölmennið, mynd verður tekinn af hópnum. Æ.L Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÞJÓÐÓLFUK GUÐMUNDSSON andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 26. þ.m. Lovísa Vigfúsdóttir, Gunnar Þjóðólfsson., Ragnar Þjóðólfsson og systir hins látna. Systir okkar, SARA SOFFl A FINNBOG ADÓTTIR Kjartansgötu 10, andaðist í BæjóirsjúKrahúsi Reykjavík- ur 27. apríL Jóna Finnbogadóttir, Sigríður Finnbogadóttir, Steinunn Finnbogadóttir. Jarðarför JÓNlNU GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. þ.m. kL 2 e.h. Guðmunda og Andreas Bergmann. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og ömmu HANNÍNU GUÐBJARGAR HANNESDÓTTUR Túngötu 18, Sandgerði. Guð bessi ykkur öll. María Stefánsdóttir, öskar Hlíðberg. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem á einn eða annan hátt auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför MARlU JÓNSDÓTTUR D-götu 4, Blesugróf. Eiginmaður og börn hinnar látnu. Hjartans þakkir færum við öllum nær og fjær, sem sýndu okur samúð við andlát og jai'ðarför sonar okkar og bróður ÁSTÞÓRS HJÖRLEIFSSONAR Margrét Ingimundardóttir, Hjörleifur Jónsson og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.