Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVHBL AÐIE Þriðjudagur 29. apríl 1958 BOKAÞÁTTUR: FJALLIÐ Jökull Jakobsson: Fjalliff. Skáldsaga. 127 bls. Helga- fell, Reykjavík 1958. „FJALLIГ er þriðja skáldsaga Jökuls Jakobssonar. Ég hef ekki lesið tvaer fyrri bækur hans og get ekkj gert neinn samanburð á þeim og þeirri síðustu, en senni lega er maðurinn í vexti sem sagnaskáld, enda ekki nema tæpra 25 ára gamall. Má það telj- ást vel að verið, að hafa sent frá sér þrjár skáldsögur á svo ungum aldri. „Fjallið" er óþarflega löng saga, þegar litið er á umfang og eðlj efnisins. Mér finnst endilega að því hefði mátt gera betri og listrænni skil í langri smásögu. Jökull Jakobsson hefur sannað það með tveimur smásögum, sem ég hef lesið eftir hann („Skip koma aldrei aftur“ og „Mynd úr marmara"), að þetta form lætur honum mjög vel, enda eru þær báðar í flokki betri íslenzkra smásagna. Þegar ég tala um umfangslítið efni í „Fjallinu", á ég ekki við að efnið sé lítilfjörlegt eða ó- merkilegt, heldur að það heimti þrengri stakk til að ná hjarta lesandans. Efnismeðferð ákvarð- ast jafnan af forminu, sem valið er, og hér hefur breitt form skáld sögunnar flatt út efnið og dregið úr tilþrifunum, sem það gaf til- efni til. Söguefnið í „Fjallinu“ er þannig vaxið, að það krefst hnit- miðunar. Sagan hvílir í rauninni á einum einasta burðarási, sem heldur öllu öðru uppi. Að vísu má segja að burðarásinn sé dá- lítið ótryggur (ég á við mein- ið sem söguhetjan þjáist af), en það skiptir ekki meginmáli. Mörg góð skáldverk hafa áreiðanlega haft ósennilegri forsendur, og nægir í því sambandi að benda á „Gengangere" eftir Ibsen. Allt sem ekki skiptir beinu máli er til skaða í skáldsögu af þessari gerð. Höfundurinn verð- ur að einbeina athygli sinni að hinni dramatísku spennu, sem hið „þrönga“ söguefni útheimtir til að fá gildi fyrir lesandanum. Útúrdúrar og málalengingar draga úr þunganum. Þessu er hins vegar ekki til að dreifa í breiðum epískum skáldverkum, eins og flestar sögur Laxness eru. Þar er eiginlega ekki hægt að tala um útúrdúra. „Fjallið" gæti, held ég, ver- ið áhrifarík harmsaga, ef höf- undur hefði tekið efnið fastari tökum. Það er vitað mál, að sög- ur geta haft fleiri en einn há- punkt (klimax), og mér virðist það hafa vakað fyrir Jökli Jak- obssyni að hafa hápunktana tvo, annan þegar Óttar segir Hall- veigu hvernig er komið fyrir hon um, hinn þegar hann kemur að henni sofandi í sögulok. En það er eins og höfundurinn þreytist þegar á söguna líður, þannig að hún „dettur niður“ eftir fyrri há- punktinn. Það sem á eftir fer er í rauninni „antiklimax", sagan rennur út í sandinn. Vera má að þetta sé að einhverju leyti bygg- ingu sögunnar að kenna, en hitt þykir mér sennilegra að höfund urinn hafi slakað á eða tekið óleyfilega langan endasprett. Fyrri hápunkturinn (sem er raunverulega eini hápunktur- inn) er langbezti og eftirminni- legasti kafli bókarinnar, og er hann þó alls ekki gallalaus. í sögunni eru fjórar höfuðper- sónur, og eru þær sæmilega skýr- ar, einkanlega þó faðir Hallveig- ar og Konni, þó hann sé heldur einhliða persóna, eiginlega frem- ur manngerð en einstaklingur. Hallveig er á köflum bráðlifandi ekki sízt í viðbrögðum sínum við „uppljóstrun“ Óttars, en hann sr mög lauslega dregin persóna. Það sem m. a. stuðlar að því að gera persónurnar þokukennd- ar eru samtölin, sem eru í hæsta máta losaraleg og óeðlileg. Stúlk- an, sem er að vísu sæmilega vel gefin, talar oft alveg eins og bók (t. d. bls. 14 og 82—83), og sama er að segja um Konna bif- vélavirkja (t. d. bls. 42), sem öðrum stundum talar óheflað götumál. Samtölin eru yfirleitt of hátíðleg og illa unnin. Mér finnst alltaf hvimleitt að sjá til- vísunarfornafnið „er“ notað í stað inn fyrir „sem“, og það er fráleitt í samtölum, því mér vitanlega talar enginn lifandi íslendingur þannig. Jökull Jakobsson. Öðru hverju reynir höfundur þó að gera samtölin „eðlileg", en þá fellur hann í þanp pytt að gera þau flöt og ópersónuleg, eins og t. d. samtal skólabræðranna á Borginni. Yfirleitt er lýsingin á heimsókn þeirra Óttars og Hall veigar á Borgina alltof venjuleg og ófrumleg. Það er ekki nóg að lýsa þekktum stað þannig, að les andinn kannist við hann og kinki kolli kunnuglega. Það getur hver einasti blaðamaður gert. Menn skrifa skáldsögur til að segja eitt- hvað nýtt, sýna mönnum um- hverfi sitt í nýju eða skýr_ ara ljósi. Sama máli gegmr um „eðlileg“ samtöl. Þau verða ekki eðlileg þó skáld- ið fari með segulband út á götu- horn eða á skemmtistað og skrifi síðan niður það sem á bandið hefur komið. Allur skáldskapur er í vissum skilningi „blekking“, og það er hlutverk skáldsins að „blekkja" svo vel með lýsingum sínum á atburðum eða samtölum, að lesandinn trúi „blekkingunni". „Fjallið er saga um átök þriggja persóna, fyrst og fremst Óttars og Hallveigar, og svo Konna sem myndar þriðja horn hins gamla og góða „þríhyrn- ings“. Sagan fjallar í rauninni ekki um neitt annað. En nöf- undurinn hefur kosið að draga föður Hallveigar og alla sogu hans inn í þessi átök. Greini- lega er þetta gert til að fá eins konar hliðstæðu við sögu Ótt- ars. Saga gamla mannsins og saga Óttars eru á köflum svo sláandi líkar, að lesandinn kemst ekki hjá því að sjá tilætlun höf- undar. Þetta eru fagmannleg vinnubrögð: hann ætlar að fá dýpt í sögu Óttars með því að hafa sögu gamla mannsins í bak sýn. En þegar lesandinn er sér þess meðvitandi frá upphafi, að þessi saga er „dregin“ inn í sög- una án þess að eiga þangað brýnt erindi, þá hefur höfundi mistek- izt hin nauðsynlega „blekking" skáldskaparins. Sýmbólismi af þessu tagi er mikil bragarbót í skáldsögum, en hann er jafnframt viðsjárverð- ur, því táknin sem höfundurinn' notar, geta orðið utangarna við sjálfa söguna: þau verða ekki líf rænir partar af henni. Mér virð- ist þetta hafa gerzt bæði um gamla manninn, fjallið og ýmsa aðra „effekta“ sem höfundur beit ir, eins og t. d. hanagalið á bls. 92. Fjallið á greinilega að vera veigamikið tákn í bókinni, enda er lesandinn minntur á það æ of an í æ allt fram í sögulok, en ég hafði þá tilfinningu í hvert skipti er fjallið var nefnt, aðþetta tákn væri of „meðvitað" í þeim skilningi, að það yxi ekki upp úr sjálfu efninu, heldur hefði höfundur ákveðið að þetta fjall ætti að vera táknrænt og lesand- inn skyldi sko gera svo vel að sjá það. Ég hef séð það í dómum um fyrri bækur Jökuls Jakobssonar. að stíll hans bæri keim af Lax- ness. Þetta hef ég ekki getað séð í „Fjallinu" — því miður, ligg- ur mér við að segja. Stíll Jökuls finnst mér losaralegur og orð- margur. Hann er mjög óspar á lýsingarorð og notar þau oft ó- eðlilega að mér finnst: „horfði yfir sundin blá og eyjarnar grænu“ (bls. 14), „stanzaði og horfði yfir fjörðinn djúpa á fjall- ið mikla" (bls. 45), „flugu allir máfarnir upp með gargi miklu“ (bls. 54), „fjallið mikla bíður eftir mér“ (bls. 63). í bókarlok er lesandanum til- kynnt að sagan hafi verið samin á þremur vikum, sem getur vel verið satt. En eigi þetta að vera afsökun á hroðvirkninni, sem einkennir vinnubrögð höfundar í þessari bók, þá er hún ekki tekin gild. Það verður að teljast lág- markskrafa þegar bók er gefin út, að augljósar rökvillur og óná kvæmni í notkun orða sé leið- rétt áður en hún kemur fyrir almenningssjónir, hvað sem stíln um líður. Á bls 17 er okkur sagt að Hallveig „skellti dyrunum á sbrifar úr daglega lífinu Austur- og Vestur- íslendingar. SAMKVÆMT fréttum j sumum dagblöðunum fyrir nokkrum dögum, virðist ekki nægja leng- ur að kalla íbúa þessa lands ís- lendinga, heldur skulu þeir heita Austur-íslendingar til aðgrein- ingar frá þeim „í§lendingum“, er í Ameríku búa. Hefur ríkis- stjórnin skipað nefnd fimm „Austur-íslendinga“, er vinna skal að auknum samskiptum hinna tveggja hópa íslendinga, og munu þrír nefndarmanna bráð lega fara vestur um haf til nokk- urra mánaða dvalar, vætanlega á kostnað landssjóðs Austur-íslend inga. Vissulega er ekki nema gott eitt um það að segja, að reynt sé að efla samhug og skilnmg milli hinna ýmsu þjóða heims en hér virðist nokkuð annað liggja að baki, nefnilega sá ski'.ningur sumra, að nokkur hluti Kanada- og Bandarikjamanna, sé ekld síður íslendingar en íbúar þessa lands. Enda segja blöðin stundum frá því, að einhver íslendingur hafi gert þetta eða hitt. og eiga þá við Ameríkumenn af íslenzk- um ættum. Auðvitað viljum við eiga vin- áttu þessara „glötuðu“ sona og dætra íslands, en við verðum að gera okkur ljóst, að við eigum litlu eða engu meiri samleið með þeim en t. d. frændum vorum Norðmönnum. Sjálfsagt mun ýmsum finnast óviðeigandi, að notað skuli orðið „glataður“ í þessu sambandi, en það er einmitt það sem skeður, þegar fólk flytur úr landi. Þá er það í langflest- um tilfellum glatað fósturjörð- inni. Ef undantekningar ficmast hjá fyrstu kynslóðinni, þá eru þær nær engar hjá þeirri næstu. Þess vegna eigum við ekk: að fara að eyða miklu fé og fyrir- höfn í að efla samskiptin við þetta fólk af íslenzkum ættum í Ameríku. Enda getur sumt af því, sem stungið hefur verið upp á að gera í því sambandi, jafnvel haft skaðleg áhrif. Má til dæmis nefna þetta: „Útvarpað verði frá Ríkisútvarpinu einu sinni í viku fréttum af íslendingum í Vest- urheimi“. — „Ríkisútvarpið hafi tvo Vestmannadaga árlega“. Hætt er við, að þetta yrðu nokkuð einhliða lýsingar á mikl- um afrekum og góðum lífskjör- um frændanna í vestri, því að af venjulegu fólki og þeim, sem fátækir eru, myndu fara fáar sögur. Ýmsir hér heima myndu síðan draga almennar ályktanir af þessari lituðu mynd af Amer- íku. Afleiðingin yrði aukin ásókn í að flytjast vestur um haf, en þeir flutningar hafa verið svo miklir undanfarið, að stóralvar- legt má telja fyrir þessa örfá- mennu þjóð. I sumra munni hefur það verið talið til dáða, að „flýja“ iand og taka sér bólfestu meðal framanöi þjóða, en pað er miklu meiri hetjuskapur að sitja sem fasast, takast á við erfiðleikana og sigra. Þetta gerði síðasta kynslóðin á íslandi, — sú, sem nú er uppi, má ekki ætla sér minni hlut. V. K. eftir sér“. Smávægileg mistök, eu óþörf. Á bls. 97 eru mistökin hins vegar alvarlegri og algerlega óafsakanleg. Ofan við miðja síðu stendur þetta: „Nokkrir farþegar stigu uppí og einn út“. Rétt neð- an við miðja siðu kemur svo þetta: „Einn farþeganna, sena höfðu stigið útúr vagninum, stóð kyrr á vegarbrúninni þegar þau komu að“. Á bls. 97 er þetta: „Hænsnin höfðu flest haft sig inní kofann, fáeinar voru á vappi fyrir utan . . .“ Þá er meir en lítið bogið við beyginguna á „hönd”. í flestum tilfellum not- ar höfundur „hendi“ fyrir þol- fall (bls. 10, 73, 76, 85, þar sem það kemur fyrir þrisvar á sömu síðu). Á bls. 76 stendur t. d. þetta: „Hún tók þétt í höndina á honum og, kreisti hana ánþess að líta upp. Hann fór fingrum um herðar hennar og teygði hend ina. . . “. Segja má að þetta sé smásmugu leg sparðatínsla,, en hins er líka að gæta, að óvandvirkni af því tagi sem fram kemur í þessum tiltíningi veikir traust lesandans á áhuga og alúð höfundarins við verkefni sitt. Einnig ber mismun- andi ritháttur smáorða vitni um fljótfærni og óvandvirkni. Ég hef gert mér tíðrætt um ýmsa vankanta á þessari síðustu bók Jökuls Jakobssonar og ekki að ástæðulausu. Hins vegar vil ég ítreka það sem ég vék að í upphafi, að hann er merkiiega mikilvirkur rithöfundur og hef- ur til að bera ríka dramatíska gáfu eins og fram kemui í smá sögum hans og nokkrum köflum í þessari bók. Honum hefur bara ekki skilizt það, að í skátdsögum verða menn að takmarka sig ekki síður en i smásögum. Það er villa að smásagan sé þrengra form en skáldsagan í þeim skilningi, að taka megi efni lausari tökum í skáldsögu en smásögu. Eðii efnis- ins sker úr um það, hvort formið er heppilegra. Sigurður A. Magnússon. K Carmen og vefnaffar- garnið. ÆRI Velvakandi. Við ætlum að hripa þér nokkrar linur i þeirri von, að þær verði teknar til greina. — Við vorum að heyra það í útvarp inu, að Sinfóníuhljómsveit ís- lands væri að æfa óperuna Carmen, og er gott eitt til þess að vita. En okkur fannst það illa ráðið, að fá útlenzka söngkonu til að syngja aðalhlutverkið, þar sem við eigum söngkonur, sem ekki standa þeim útlendu að baki Það er leiðinlegt til þess að vita, að okkar ágæta listafólk, sem búið er að læra í mörg ár og kosta miklu til, skuli ekki fá neitt starf hér heima. Og af því leiðir, að það verður að fara til útlanda, ef það á að geta starfað að sinni listgrein. T. d. Elsa Sigfúss, hún fór til Danmerkur og á þar mikl- um vinsældum að fagna. Magnús Jónsson myndi einnig heldur kjósa að syngja fyrir landa sína en dveljast erlendis. — — Eða allur gjaldeyririnn, sem fer í það að fá allt þetta útlenzka söngfólk hingað. Það væri nú nær að leysa út vefnaðargarnið okk- ar, sem búið er að liggja á nafn- arbakkanum í Reykjavík í a'lan vetur og okkur sárvantar til að vefa úr. Tvær námsmeyjar í húsmæðra skóla úti á landi“. Velvakandi er alveg á sama máli og námsmeyjarnar: Það þarf að búa betur að íslenzkum söngvurum. Það er hins vegar auðséð, að bréfritararnir hafa hvorki heyrt né séð þá Carmen, sem staðið hefur á sviðinu í Aust urbæjarbíói undanfarna daga. Ef svo væri, hefði þeim ekki dottið í hug að mæla gegn því, að fá hana hingað. Þá mætti eins mót- mæla innflutningi á verkum Shakespeare á þeim grundvelli, að íslendingar geti vel látið sér nægja lesefni úr penna Velvak- anda eða hans Hauks okkai Snorrasonar! Fengu sáraíáa seli en skutu 6 ísbirni ÍSAFIRÐI, 25. apríl. — Norska selveiðiskipið Majblomsten, sem þó nokkuð hefur komið við frétt- ir úr „Vesturísnum", er komið hingað. Var það dregið til hafn-' ar í gær af öðrum norskum sel- veiðara, „Selfisken". Vél hins fyrrnefnda skips er biluð og verð ur að fá varastykki utanlands frá. Skipverjar á Majblomsten hafa frá ýmsu að segja. Þeir eru með mjög lélega veiði, aðeins um 300 seli, en hitt skipið aftur á móti með 2300 seli. Skipshöfnin á Maj- blomsten komst áþreifanlega í kynni við ísbirni, meðan skipið sat fast í ísnum. Segja Norðmenn- irnir að þar sé mikið um bjarn- dýr og höfðu þeir skotið sex. Eitt þeirra skaut einn af áhöfn- inni af aðeins tveggja faðma • færi. Það var banhungrað og ætlaði að ráðast til uppgöngu í skipið. Hafði það lagt framlapp- irnar upp á lunningu skipsins, er veiðimaðurinn skaut. Á þilfari skipsins voru í tveim kössum tveir húnar, sem þeim hafði tekizt að ná lifandi. Hyggj- ast þeir reyna að selja þá í Noregi og flytja þá þangað nú þegar selveiðivertíðinni lýkur. Neyðarástand PEKING, 26. apríl — (Reuter) — Kommúnistastjórn Kína birti í dag áskorun til kínverskra bænda, þar sem skorað er á þá að smíða hundruð þúsunda af tré- fötum til þess að bera í vatn á skrælnaða akra. Kommúnistastjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi á stórum svæð um landsins, þar sem akrarnir hafa eyðzt af langvarandi þurrk- um. Segja talsmenn stjórnarinn- ar, að þetta séu mestu þurrkar, sem komið hafi yfir Kína frá því að sögur hófust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.