Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. apríl 1958 MORGUNBLAÐ1Ð — Samvinnufélögin Framh. af bls. 1. sjóð. Með þessu frumv. er gert ráð fyrir að setja samvinnufélag á sama bekk hvað þetta snertir. Á það skal og minnt, að þeim er eftir sem áður heimilt að ákveða að leggja slíkt gjald í varasjóð, ef þau telja það nauð- synlegt. Varasjóðirnir og skattlagningin Björn Ólafsson (framsögum. minnihluta allsherjarn.): Á síð- asta ræðumanni var ekki annað að skilja en varsjóðsákvæðið hefði í upphafi verið sett til að treysta fjárhag samvinnuféag- anna. Það er vafalaust rétt, enda er þessi yfirleitt tilgangur vara- sjóða. En ræðumaður gat þess ekki, að varasjóðir samvinnufé- laganna eru ekki aðeins þetta — þeir eru einnig sá grundvöllur, sem byggt er á, þegar lagðir eru á samvinnufélögin skattar til ríkissjóðs. Og það er meginatriði þessa máls. Þess er og að minnast, að lagt var fram annað frumvarp um leið og það frv., sem um er að ræða. Var það um breytingar á lögun- um um tekju- og eignarskatt og felur í sér ný ákvæði um skatt- greiðslur félaga. Á að hætta við stighækkandi skatta, en láta öll félög greiða 25% af tekjum í skatt. Menn áttuðu sig ekki fuil- komlega á frumvörpunum, er þau komu fram. En við athugun hefur komið í ljós, að þau tákna, að samvinnufélögin verða því nær skattfrjáls til ríkissjóðs. Önnur félög en samvinnufélög borga nú stighækkandi skatta' til ríkissjóðs, en samvinnufélögin greiða 8% af % hlutum þess, sem þau leggja í varasjóð. Hins vegar eru framlög þeirra í stofnsjóði og arðgreiðslur til einstakra fé- lagsmanna skattfrjálsar. Frádráttur opinberra gjalda Þá eru í frumv., sem hér er til umræðu, ákvæði um það, að arð af viðskiptum við . utanfélags- menn skuli leggja í varasjóð eins og nú er. En því er bætt við, að áður skuli draga frá opinber gjöld, sem á hann eru lögð. Hér er verið að veita samvinnufélög- unura réttindi, sem alla skatt- greiðendur hefur hungrað og þyrst eftir: að draga skattgreiðsl ur frá tekjum áður en til skatt- útreiknings kemur. Harðsnúnasti andstæðingur þess, að slík frá- dráttarheimild væri veitt yfir- leitt hefur verið Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra. Sé sam- vinnufélögunum nauðsynlegt að fá þessi fríðindi, er öðrum það ekki síður, sem orðið hafa meira fyrir barðinu á skattabrjálæð- inu. Þá er þess að geta, að því hef- ur verið haldið fram, að skatt- skýrslum samvinnufélaga um við skipti við utanfélagsmenn væri mjög ábótavant. Ég legg engan dóm á, hvort sögusagnir eru rétt- ar, en oft hljóta að vera mjög miklir erfiðleikar á, að gera fulla grein fyrir viðskiptum við utanfélagsmenn. Ef þetta frumv. nær fram að ganga, verður ákvæðið um, að samvinnufélögin eigi að greiða sama skatt og önnur félög aðeins napurt háð. Þjóðfélagið er þann- ig upp byggt, að hver maður á að leggja til almenningsþarfa eftir getu sinni. En samþykkt þessa frumv. myndi tákna, að byrðum yrði létt af samvinnufélögum og þeim velt yfir á annan atvinnu- rekstur, sem nú stynur undan brjálsemi í skattheimtunni, og yfir á almenning. Ekki skattamál Gísli Guðmundsson: Mér virð- ist gæta nokkurs misskilnings um eðli þessa frumv. hjá síðasta ræðumanni. Efni frumv. er að létta skyldu af samvinnufélögum, sem ekki er á neinum öðrum félagsskap, enda er hennar ekki lengur þörf til að tryggja fjárhag félaganna. Það er alger misskilningur, að fyrir- tæki stofni varasjóði til að sjá | hinu opinbera fyrir skattstofni og 3 það hefur áreiðanlega ekki held‘ ur vakað fyrir löggjafanum, er sett voru ákvæðin í samvinnu- félagalögin. Mól þetta er því ekki skattamál. Dæmi um afleiffingarnar Jóhann Hafstein: Meðferð og efni þessa máls er með nokkuð sérstökum hætti. Þetta frumv. og frumv. um breytingu á skatta- lögunum voru lögð fram sam- tímis. Þetta frumv. fór til alls- herjarn., en skattalagafrumv. til fjárhagsnefndar. Málin eru þó nátengd, og hefði verið eðlilegt, að þau færu til sömu nefndar. Sum samvinnufélög hafa vilj- að fara kringum núgildandi ákvæði um varasjóði og nú mun vera til úrskurðar hjá ríkis- skattanefnd mál, sem SÍS er aðili að og snýst um skatt að upphæð 2—3 millj. kr. Þetta sýnir, áð það getur munað millj. í skatti, hvort þetta frv. verður samþykkt eða ekki. Þegar frv. um breytingar á skattalögunum vár rætt í fjár- hagsnefnd þessarar deildar spurði ég um nokkur atriði, sem leitað var til skattstjórans í Reykjavík um svör við. Meðal margs annars var um það spurt, hvaða áhrif samþykkt þessa frumv., sem hér er verið að ræða, myndi hafa á skattgreiðslur samvinnufélaga. Þetta var eina spurningin, sem EKKI fékkst svar við, og hefði það þó átt að vera auðgefið. Ég hef hins vegar fengið umsögn annars sérfræðings í skattamál- um um þetta efni. Þar kemur fram, að samvinnu- félög, sem ekki hafa viffskipti viff utanfélagsmenn geta orffiff alger- lega skattfrjáls. Sé hins vegar reiknað með, að um sé að ræða félög, er hafi við- skipti við utanfélagsmenn, er nemi 15% af veltunni, kemur eft- irfarandi fram: a) Velta: 2,5 millj., hagnaður 50.000 kr., skattur nú 1533 kr., verður 1250 kr. b) Velta: 5 millj. kr., hagnaður 100.000 kr., skattur nú 3.066 kr., verður 2.500 kr. c) Velta: 10 millj., hagnaður 200 þús. kr., skattur nú 6.891 kr., verður 5.000 kr. d) Velta: 20 millj. kr., hagnaður 300 þús. kr., skattur nú 18.634 kr., verður 7.500 kr. e) Velta: 25 millj. kr., hagnaður % millj., skattur nú 33.341 kr., verður 12.500 kr. ' Af þessu sést, að þetta frumv. verður ekki rætt án þess, að bent sé á þýðingu þess í sambandi við skattgreiðslur. Misréttið í skattamálunum er þegar nógu mikið, þótt þessu sé ekki við bætt. Framsóknarflokk- inum hefur tekizt að fá hina tvo stjórnarflokkana til að standa með þessu frumvarpi, en fólk mun ekki sætta sig við misréttið, og þeir, sem að því standa, munu ekki lengi hrósa happi vegna sam þykktar þess. Skattfriðindi fela í sér hættu Ólafur Björnsson: Um skatta- mál samvinnufélaga hefur mikið verið rætt, og er ekki vafi á, að þaunjóta verulegra fríðinda á því sviði umfram önn ur félög. Er eðlilegt, að það sé ýmsum þyrnir í augum. Ég vil ekki segja, að um allan atvinnu- rekstur eigi að gilda nákvæmlega sömu skattareglur. En menn verða að gera sér ljóst, að núver- andi fríðindi samvinnufélaganna munu enn aukast, ef þetta frumv. nær fram að ganga. Frumv. um breytingu á skattalögunum segir reyndar, að öll félög eigi að greiða 25%, og tel ég það til bóta í sjálfu sér, þótt eigi sé um það að ræða, að létta sköttum af félög- um í heild. Skattur á hinum stærri hlutafélögum mun lækka, en hækka á hinum minni. Jafn- framt er sagt, að stríðsgróðaskatt ur falli niður, en ekkert liggur fyrir um, hvort ekki þurfi að bæta sveitarfélögum upp tekju- missi af þeim völdum. Ég tel mig síður en svo and- stæðing samvinnufélaga, þótt ég telji ekki, að úrræði þeirra feli í sér allsherjarbót allra þjóð- félagsmeinsemda. Er ekki vafi á, að þau eiga á sér fullan rétt og geta leyst ýmis vandamál. Hitt er annað atriði, hvort styrkja eigi þau með stórkostlegum skatt- fríðindum. Getur það haft í för með sér mjög alvarlega hættu. Ég sé að vísu ekki ofsjónum yfir því þótt einhver hagnaður falli atvinnurekstri í skaut — það er skilyrði fyrir því, að hæfir menn fáist til að stunda hann. En skatt- fríðindi geta orðið til þess, að at- vinnurekstur þrífist, sem er ó- hagkvæmur frá þjóðfélagssjónar- miði eða illa rekinn. Munurinn á aðstöðu samvinnufélaga og annarra atvinnurekenda, ekki sízt, ef þetta frv. nær samþykki, er orðinn of mikill. Ég skal taka fram, að þessi sjónarmið um skattfríðindi, eiga ekki síður við um opinberan rekstur, -en það -mál er ekki hér til umræðu. „Rangt og villandi“ Skúli Guðmundsson: Efni þessa frv. er að létta af skyldum um greiðslur í varasjóði. Hins végar hefur skattamálum verið bland- að inn i umræðurnar og mun ég af því tilefni segja nokkur orð. Skal ég geta þess, að það, sem segir um skattamál samvinnu- félaga í áliti minnihluta alls- herjarn. er rangt og villandi. Þeim, sem það skrifuðu, ætti að vera ljóst, að ekki eru veitt sérstök réttindi með því að heimila frádrátt skatta, áður en arður af viðskiptum við utan- félagsmenn er lagður í varasjóð, þar sem engin skylda hvílir á öðrum en samvinnufélögum um slíkar greiðslur. Þá segir í álitinu, að samvinnu- félögin geti komizt hjá að greiða nokkurn skatt af tekjum nema þeim, sem koma af viðskiptum utanfélagsmanna. Hér er þess að gæta, að samvinnufélögin greiða gjöld til bæjar- og sveitarfélaga, og eru þau einnig tekin af við- skiptum við félagsmenn. Samvinnufélögin munu vissu- lega halda áfram að greiða skatta, en mörg þeirra greiða hæstu gjöld í sínum byggðar- lögum. Öðru máli gegnir um sum félög. Innflytjendasambandið, samtök ýmissa heildverzlana, mun hvorki greiða tekju- eða eignarskatt né útsvar. SÍS rek- ur hliðstæða starfsemi og greiðir miklar fjárhæðir. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna mun og aldrei hafa greitt tekjuskatt, en SÍS og Sláturfélag Suðurlands greiða slíkan skatt af afurðasölu sinni. Frv. þetta gerir ráð fyrir, að hagnaður af viðskiptum við utan- félagsmenn renni í varasjóð, enda tilgangur samvinnufélaga ekki sá að græða á verzlun held- ur að útvega félagsmönnum vör- ur og selja afurðir þeirra. Minni- hluti allsherjarnefndar vill hins vegar láta félögin greiða jafn- framt 1% af veltu í varasjóð. En hvers vegna ber hann ekki fram tillögu um, að önnur félög geri það einnig? Og svo er talað um, að samvinnufélögin eigi að ráða skatti sínum. önnur fyrirtæki geta líka fengið skatta sína nið- ur með því að lækka verðið og minnka með því ágóðann. — Það er ekki nýtt, að menn, er reka verzlun, tali um forréttindi sam- vinnufélaga, en hvers vegna stofna þessir menn ekki sjálfir samvinnufélög? — það er öllum heimilt, Sérstaffa samvinnufélaga Björn Ólafsson: Ég vil segja síðasta ræðumanni, að það væri betri kostur að mega setja 1% í varasjóð af veltu og þurfa ekki að greiða skatt af öðru en að búa við þann kost, sem öðrum en samvinnufélögum er nú ætlaður. Síðasti ræðumaður sagði, að samvinnufélög greiddu til bæjar- félaga. Það er að vísu rétt, en við erum hér aðeins að ræða um ríkis skatta samvinnufélaga, enda hef- ur því aldrei verið haldið fram, að samvinnufélög ættu alveg að sleppa við öll opinber gjöld. Það er næsta broslegt, þegar talað er um varasjóði samvinnu- félaga og annarra félaga í sama mund. Hlutafélög mega leggja allt að 20% í varasjóði, ef þau leggja minna verða þau að greiða hærri skatta. Samvinnuf élögin hins vegar greiða því lægri skatta sem framlög þeirra í varasjóð eru minni. Fram hjá því verður ekki kom- izt, að varasjóðir samvinnufélaga eru sá stofn, sem skattar þeirra hafa verið byggðir á, og um ann- að er ekki að ræða samkvæmt skattalögunum. Samiff um endurskoðun 1953 Bjarni Benediktsson: í stjórnar samningi ríkisstjórnarinnar, sem sat 1953—56 var ákveðið, að end- urskoða skyldi tekjuskattslögin. Var sú endurskoðun tvíþætt: varðandi skatt einstaklinga og skatt félaga. Ýmsar leiðréttingar voru gerðar á ákvæðum laga um skatt einstaklinga og mikið starf unnið við endurskoðun varðandi félagaskattinn. Virtist um sinn, að samkomulag væri milli þeirra, sem að. þessu unnu, um að tak- marka veltuútsvör og afnema stríðsgróðaskatt. En þá gekk hæstaréttadómur um, að sam- vinnufélög (SÍS mun hafa verið málsaðili) lytu öðrum reglum um veltútsvör en aðrir skattgreiðend- ur og þá dvínaði allur áhugi fjár- málaráðherrans og ekkert varð úr endurskoðuninni. Síðar heyrðist, að hún væri aft- ur hafin, og því var fagnað í haust, er fréttir fóru af því, að leggja ætti fram frumvarp um fullkomið jafnrétti félaga í tekju- skattgreiðslum. Jafnframt var þess að vísu getið, að engin ný ákvæði um veltuútsvör væru væntanleg, þótt þau hefðu verið aðalatriði áður. Og fram kom, að hér fylgdi böggull skammrifi, og fjármálaráðherrann átti hvorki traust né heiður skilið fyrir verk sitt. í allsherjarnefnd þessarar deildar hafði þetta frumvarp lengi lítinn byr, en farið var að reka á eftir því, er ljóst var, að saman hafði gengið með stjórnar- flokkunum almennt, og var aug- ljóst, hverjir ráku á eftir. Lýsti þá formaður nefndarinnar, Pétur Pétursson, yfir því, að frumvarp- ið ætti að afgreiða um leið og frumvarp um að breyta tekju- §kattlögunum. Framsóknarmenn hafa þó viljað tryggja sig og láta ganga frá þessu frumvarpi fyrst til að eiga ekki á hættu, að sam- þykkt verði að leggja 25% skatt á samvinnufélög sem önnur, án þess að jafnframt sé fengin trygg ing fyrir því, að á lítið verði að leggja. Margt má um það segja, hvort rétt sé að veita samvinnufélög- um sérstöðu , varðandi skatt- greiðslur. Einhver sérstaða er vafalítið eðlileg, en annað mál er, hvort hún á rétt á sér, þegar reksturinn er orðinn jafnumfangs mikill og nú er og fjarskyldur því, er ætlunin var, þegar félögin voru stofnuð og lögin um þau sett 1921. Það þarf að rannsaka og hugleiða af víðsýnum mönnum með þekkingu á skattamálum. En það er fullkomlega ósæmilegt, að sótzt skuli eftir auknum fríðind- um án þess að játa að svo sé. Og ég hlýt að víta, að fjármálaráð- herrann skuli senda hingað á fundinn tvo aðstoðarmenn sína til að bera fram blekkingar, en óvirða þingmenn hér í neðri deild með því að koma ekki sjálfur. Með þessu lauk umræðunni, en atkvæðagreiðslu var frestað. London, 28. apríl — Norska stjórnin svaraði í dag fyrirspurn brezku stjórnarinnar um eld- flaugastöðvar í Póllandi, Tékkó- slóvakíu og Austur-Þýzkalandi, en Lange utanríkisráðherra minnt ist nýlega á þær í norska þing- inu. Formælandi brezka utan- ríkisráðuneytisins sagði í dag, að svar norsku stjórnarinnar væri leynilegt og því væri ekki hægt að birta neinar upplýsingar um það. Strauss utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands sagði í dag, að hann hefði ástæðu til að ætla að eldflaugastöðvar hefðu verið byggðar í Austur-Prússlandi, en hins vegar vissi hann um slíkar stöðvar í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. STAKSTEIIMAR „Fullttrúar allra flotvka samþykktu ákvæðið um gerðardóm“ Sl. fimmtudag birtist á fremst* síðu Alþýffublaðsins undir fram- angreindri fyrirsögn tilkynning utanríkisráðuneytisins um al „samþykki fulltrúa allra fjögurra stjórnmálaflokkanna“ hafi legif fyrir viff gerðardómsákvæðinu f íslenzku tillögunni í Genf. Al- þýðublaðiff bætir við: „Þetta er tilkynning utanríkis- ráðuneytisins. En Alþýðublaðið hefur þaff fyrir satt, aff þessi ákvörðun hafi verið tekin á fundi nefndar meff fulltrúum úr fjór- um flokkum, sem nú er starf- andi um landhelgismál. En t henni eiga sæti þessir menn: Guðmundur í. Guðmundsson, ut- anríkismálaráðherra og alþingis- mennirnir Gísli Guðmundsson (F), - Sigurffur Bjarnason (S), Karl Guðjónsson (Alþbl.) og auk þess var Lúðvík Jósefsson stadd- ur á fundinum. Af þessu sést aff Þjóðviljinn fer meff fleipur eitt“. Sendi Guðmundur í. „ósannar upplýsingar“? Á sunnudaginn segir svo Þjóð- viljinn: „Þess vegna var þaff einnig mjög fráleitt og ámælisvert, aff íslenzku fulltrúarnir í Genf skyldu sjálfir fella ákvæði um gerðardóm inn í almennu tillög- una um réttindi strandríkis utan 12 mílna fiskveiðitakmarkanna; meff því er einnig veriff aff bjóða erlendum affilum að hafa af- skipti af þeim málum, sem við teljum íslenzk utanríkismál. Af blaðaummælum virðist Ijóst, aff íslenzku nefndarmennirnir hafi þaff sér til afsökunar aff Guff mundur í. Guðmundsson hafi sent þeim ósannar upplýsingar, þess efnis aff allir stjórnmála- flokkar Islands hafi fallizt a gerff ardóminn. Eins og áður hefur veriff getiff hér í blaðinu, heiur Alþýffubandalagið aldrci sam- þykkt slíkt ákvæði og mun aldrei gera“. Sviku þeir félaga sína í tryggðum? Segja má aff ekki byrjl væn- lega hiff endurnýjaða samstarf 1 stjórnarflokkanna, eftir að loks er búiff aff semja um „bjargráff- in“, hversu „varanleg“ sem b <u nú verffa, þegar þetta eru tyrstu kveffjurnar, sem fara á milli. Þess er þó aff gæta, að Þjóff- viljinn treystir sér ekki til aff neita aðild Lúðviks Jósefssonar og Karls Guðjónssonar að heira- ildinni til handa sendinefndinnl í Ggnf, heldur segir einungis, að „Alþýffubandalagið" hafi „aldrei samþykkt slíkt ákvæði og mun aldrei gera“. Er meff þessu veriff aff tilkynna, að þeir Lúðvík og Karl hafi fariff út fyrir umboff- ið, sem flokkur þeirra gaf þeira? Þorffu þeir e. t. v. ekki aff segja flokksmönnum sínum frá því, sem þeir höfðu samþykkt? Almenningi þykir að sjálf- sögðu ótrúlegt, að til sé nokkur ósannsögulli en sjálfur Þjóðvilj- inn, nema ef vera skyldi Tím- inn. Þeir, sem til þekkja vita þó, aff í þeim efnum slær Lúðvik Jósefsson öll met, jafnt Þjóffvilj- ans sem Tímans. I sameiningu voru þeir félagar Lúðvík og Karl Guðjónsson upphafsmenn „huni arveiffileyfanna" viff Vestmanna- eyjar á sl. sumri. Slíkum mönn- um er eins trúandi til aff svíkju félaga sína í tryggffum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.