Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 18
18 MORCWS RL 4 ÐIÐ ■Þriðiiirtagur 29. apríl 1958 Ágústa, Hrafnhildur og Guð- mundur settu glæsileg met Isl. sundfólkið sigraði i keppni fyrri dags — en róðurinn verður erfiðari i kvöld 100 m skriðsund kvenna 1. Ágústa Þorsteinsd., Á, 1:06,4 2. Karin Larsson, Svíþj., 1:07,5 50 m bringusund drengja (12—14 ára) 1. Þorsteinn Infólfsson, ÍR, 40,7 2. Þorkell Guðbrandsson 3. Sigurður Ingólfsson, Á, 40,3 SUNDMÓT ÍR hófst í gær- kvöldi en lýkur í kvöld. Vel er til mótsins vandað og hing- ! að komið tvennt af bezta sund fólki Norðurlanda, Daninn i l.ars Larsson og sænska stúik- an Karin Larsson. Keppoin i gær var mjög spennandi og ; lauk með glæsilegum sigri ísl. sundfólksins. í 100 m skrið- sundi sigraði Guðmundur Gíslason, Pétur varð annar og Larson þriðji. í 100 m skiið- sundi kvenna sigraði Ágústa á glæsilegu ísl. meti og var rúma sek. á undan stöllu sinni sænsku. Þrjú met ísl. voru sett á mótinu. Auk mets Ágústu setti Hrafnhildur Guð mundsdóttir ÍR met í 100 m bringusundi á 1:27,9 mín og Guðmundur Gíslason í 100 m baksundi á 1:28,6. Tvisýn keppni ^ Mótið hófst með kepninni í 100 m skriðsundi karla. Larson tók forystuna og hafði um meters íorskot eftir 50 metra. Við 75 m markið voru þeir svo til jafnir þrír, Guðm., Larson og Pétur, en endasprettur Guðmundar tryggði honum öruggan sigur og Pétur gaf sig hvergi. Larson kvartaði um of heita laug og óskaði ein- dregið að fá annað tækifseri gegn íslendingunum í 100 m spretti. Glæsilegt met Þær voru lengi vel jafnar í 100 m skriðsundi kvenna Ágústa og Karin Larsson en Ágústa reyndist sterkari og sigraði með glæsi- brag á ágætu ísl. meti, 1:06,4, eða 6/10 betra en hennar góða met var. Skortir hana nú rúma sekúndu upp á Norðurlandamet- ið. Hrafnhildur Guðmundsdóttir bnekkti nú einu elzta meti i ísi. metaskránni. Var það met Þór- dísar Árnad. í 100 m bringusundi, 1:28,7. Hrafnhildur hafði áður jafnað það. Nú var hörð keppni milli hennar og Ágústu. Mátti ekki á milli sjá, þvi það sem Hrafnhildur vann á í hverri leið jafnaði Ágústa í hverjum snún- ing, enda eldri og sterkari en hin Guðmundur kornunga Hrafnhildur. En með góðum endaspretti tryggði hún sér öruggan sigur og hefur nú 14 ára gömul sett sitt fyrst ís- landsmet — áreiðanlega ekki það síðasta. Keppnin í mörgum öðrum greinum var mjög tvísýn og jofn I þó í öðrum kæmu miklir yfir- burðir í ljós, eins og í baksundi karla þar sem Guðmundur Gisia- son er í algerum sérflokki en bætir samt met sitt jafnt og þétt, svo það má nú teljast mjög gott orðið, er með beztu timum á Norðurlör.dum. 'Stigakeppnin var rnilh félag- anna þennan fyrri dag mctsins. Lauk henni með sigri Ármans 45 stig gegn 34 stigum ÍR. Var keppnin jöfn og afar tvísýn. 1 síðustu grein mótsins 3x100 m þrísundi hafði ÍR glæsilega for- ystu en var dæmt úr leik vegna þjófstarts. Hefði eitt stig skilið félögin (Ármanni í vil) hefði óhappið með þjófstartið ekki hent ÍR-sveitina. Úrslit á mótinu urðu: 100 m sknösund karla 1. Guðm. Gíslason, ÍR, 59,2 2. Pétur Kristjánsson, A, 59,6 3. Lars Larsson, Danm., 59,3 100 m skriðsund drengja 1. Erling Georgsson, SH, 1:08,0 2. Hörður Finnsson, ÍBK, 1:08,5 3. Sólon Sigurðsson, Á, 1:08,5 Þjálfaranámskeið i handknattleik ÞJÁLFARANÁMSKEIÐ fyrir handknattleik verða haldin í Vejle, Danmörku, í sumar fyrir stúlkur 27. júlí til 2. ágúst og karla (framhaldsflokkur) 3. til 9. ágúst. Þátttaka í kvennanámskeiðinu er heimil fyrir allar stúlkur, sem viija taka að sér þjálfun næsta vetur og þurfa þær að kuuna handknattleiksreglurnar eða hafa íþróttakennarapróf. Karlmannanámskeiðið er fram haldsnámskeið og er þátttaka op- in öllum þeim, er hafa kennt handknattleik og vilja kenna hann næsta vetur. Kennsla, húsnæði og uppihald er ókeypis, en ferðir verða við- komandi að borga. Sendar verða allt að 4 stúlkur og 4 karlar. Umsóknir ásamt upplýsingum um hvar viðkomandi hyggst þjálfa næsta vetur og helzt mcð- mælum viðkomandi sérráðs eða íþróttabandalags sendist Hand- knattleikssambandi Íslands. Grundarstíg 2, Reykjavík, fyrir 14. maí 1958. REYKJAVÍKURMÓTIÐ í knatt- spyrnu hófst á sunnudaginn með leik milli Fram og Víkings. Lykt- aði leiknum með sigri Fram, 6 mörk gegn engu. Fyrirfram var ekki gert ráð fyrir mikilli keppni i þessum leik, enda mættust Reykjavíkur- meistararnir í fyrra og það liðið sem neðst varð þá í keppninni. Leikurinn var líka daufur. í gamni sögðu Víkingar að þeir hefðu nú unnið stórsigur, því að í fyrravor er liðin mættust í Reykjavíkurmótinu, sigraði Fram með 15:0. Víkingsliðið veitir engu liði 1. deildar verulega mótstöðu. Skort- ir þar margt á og kannski ekki hvað sizt það að svo virðist sem einhver tilviljun ráði því hvernig iiðið er skipað og hvernig allur leikur þess er. Framliðið sýndi mun lakari leik nú en gegn Akranesi 3 dögum áður. Nokkrar breytingar höfðu verið gerðar á liðinu, yngri menn irnir settir inn. Ekki voru þær breytingar til bóta í þessum leik. Rúnar Guðmannsson kom inn fyrir Björgvin miðherja. Honum tókst aldrei upp í fyrri hálfleik og batt mun verr saman en Björgvin. Grétar kom inn fyrir Karl Bergmann í stöðu v.innh. og gerði stöðunni nokkuð góð skil. Þorgeir Lúðviks er ekki sami baráttu- og dugnaðarmað- ur og Hinrik hægri framherji Á Þorstein miðvörð reyndi lítið svo ekki verður um samanburð við Halldór að ræða frá leikn- um gegn Akranesi. í heild var allur leikur liðsins daufari og óvirkari en í fyrsta leik þess, með örfáum undantekningum. Fyrsta markið skoraði Dag- bjartur útherji snemma í leik. Var það laglega gert, en heppni hjálpaði til. Annað markið skor- aði Guðmundur innherji, eftir góðan samleik og mín. síðar hætti Skúli Nielsen hinu þriðja við eftir mjög fallegt og hratt upphlaup Fram. Lauk svo hálf- leik. Er um þriðjungur var af síðari hálfleik bætti Guðmundur inn- herji hinu 4. við og 5 mín. síðar skoraði hann aftur laglegt mark. Nokkru fyrir leikslok bætti Rún- ar miðherji hinu 6. við, skoraði mjög laglega með skalla úr langri fyrirsendingu. Leikur þessi var sem fyrr seg- ir daufuiy og líkastur æfingu — og sem slíkur verður hann að skoðast heldur léleg æfing hjá Fram. —A. St. 1. Haukur Engilbertsson UMF Reykd. 5:30,0. 2. Kristl. Guðbjörnsson KR 5:32,6. 3. Jón Gislason UMSE 5:45,6. í keppni 3 manna sveita hlaut sveit ÍR 18 stig, UMSE 22 stig, KR 22 stig. í 5 manna sveitakeppni sveit ÍR með 37 stig, sveit ÍBK 41 stig og sveit KR ,45 stig. Spellvirki unnin á skíðaskála í SÍÐASTLIÐINNI viku voru framin spellvirki í litlum skíða- skóla, sem stendur skammt frá Kolviðarhóli. Fimin rúður voru brotnar í skálanum og inni i hon- um var ýmiss konar húsbúnaður brotinn og úr lagi færður. Hafa skemmdarvargarnir ver- ið þarna að drykkju því flösku- brot lágu um allt. — Ef em- hverjir vegfarendur hafa orðið varir við mannaferðir þarna (eða bíla) frá því að kvöldi sumar- dagsins fyrsta fram á laugardag eru þeir beðnir um að hafa sam- band við Skíðadeild ÍR. ~*s. 100 m baksund karla 1. Guðm. Gíslason, ÍR, 1:08,6 Met 2. Jón Helgason, ÍA, 1:16,8 3. Ólafur Guðmundss., ÍR, 1:23,0 100 m bringusund karla 1. Einar Kristinsson, Á, 1:19,2 2. Sig. Sigurðsson, ÍA, 1:19,4 3. Valgarð Egilsson, HSÞ, 1:20,1 100 m bringusund kvenna 1. Hrafnh. Guðmundsd., ÍR, 1:27,9 Met 2. Ágústa Þorsteinsd., A, 1:29,3 3. Sigrún Sigurðard., SH, 1:34,2 50 m bringusund drengja (14—16 ára) 1. Hörður Finnsson, ÍBK, 38,4 2. Tómas Zoega, Á, 38,8 3. Reynir Jóhannesson, Æ, 39,2 50 m skriðsund karla 1. Pétur Kristjánsson, Á, 26,5 2. Lars Larsson 26,7 3. Guðm. Gislason, ÍR 27,0 50 m bringusund telpna 1. Hrafnh. Guðmundsd., ÍR, 41,1 2. Ágústa Þorsteinsd., A, 41 5 3. Sigrún Sigurðard., SH, 43,8 3x100 m þrísund Ármann ' 3:52,8 Fram vann Hauttur Lngiloertsson slitur snuruna í Drengjahlaupinu. — Kristleifur er aóeins á eftir. Ljósm.: R. Vignir. Haukur Engilbertsson sigraHi í drengjahlaupi Armanns ÍR sigraði í 3 og 5 manna sveilakeppnl DRENGJAHLAUP Ármanns fór fram á sunnudagsmorgun- inn. Þátttaka var milcil og hlaupið skemmtilegt. Hlaupa- leið var svipuð og vant er, en mun þó nokkru styttri, getur vart verið yfir 1800 m eftir tímunum að dæma. Borg firðingurinn ungi, Haukur Engilbertsson UMF Reykdæla, sem svo óvænt en glæsilega sigraði í Víðavangshlaupi ÍR, vann nú annan sigur sinn. Víking 6:0 Kristleifur Guðbjörnsson varí annar og hlaupið því spegil- mynd Víðavangshlaupsins, og þá ekki síður af því að ÍR vann í báðum sveltakeppnun. um, 3 og 5 manna, eins og 3 dögum áður. Haukur og Kristleifur tóku þegar forystuna og fóru geyst. Ungur piltur, Helgi Hólm. fylgdi þeim fast eftir og voru þessir þrír í sérflokki. Dreifðist all- mjög úr hinum hópnum. En Helgi hafði reist sér hurðarás um öxl og fylgt of fast og varð að gefa eftir á tíðasta spölnum fyrir nokkrum öðrum. Úrslit í hlaupinu urðu: í kvöld í KVÖLD lýkur sundmótinu. Þá mætast Guðmundur og Larson í 400 m skriðsundi og Karin Larson og Ágústa í 200 m skriðsundi. Einnig mun Larson keppa í 50 m flug- sundi. Fjöldi annarra mjög skemmtilegra greina er á dagskránni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.