Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. apríl 195P MORfíriSfíLAÐIÐ 9 Á biskup að sitja í Skálholti? Miklar umræður á Albingi TILLAGA 14 alþingismanna um, að biskup íslands skuli hafa að- setur i Skálholti, var rædd á fundi sameinaðs þings á miðviku daginn. Ágúst Þorvaldsson flutti fram- soguræðu og sagði m.a.: Skálholt varð biskupsstóll, er Gissur ísleifsson gaf jörðina og kvað svo á, að þar skyldi biskups- setur vera, meðan fsland væri byggt og kristin trú ríkjandi í landinu. Var það síðan tekið í lög á Alþingi. Síðan sat biskup í Skálholti í 700 ár, en með tilskipun konungs 29. apríl 1785 var ákveðið, að biskup skyldi flytja til Reykja- víkur. Þessi tilskipun, sem gefin var út á miklum niðurlægingar- tímum hinnar íslenzku þjóðar, var freklegt brot gegn kirkjunni í landinu. Nú er annar timi, en í uppbyggingarstarfinu verðum við að halda fast í þjóðlegar erfðir og reisa við forn óðul íslenzkrar menningar. Skálholt er elzta menntasetur landsins og háborg kristins siðar á fslandi. Þar sátu í kaþólskum sið höfðingjar þjóðlegrar kirkju. Hún var síðar brotin á bak aft- ur og hefði breytingin til hins lúterska siðar mátt verða með öðrum hætti, þar sem henni fylgdi ógæfa á sviði stjórnarfars og efnahagsmála. Skálholt ber einna hæst allra staða í íslenzkri sögu. f kirkju- talinu um 1200 er það talið „æðst- ur staður og dýrlegastur á ís- landi“. í kaþólskum sið var þar kirkja reist 8 sinnum. Mest var kirkja Klængs Þorsteinssonar, stærsta kirkja, sem reist hefur verið á íslandi til þessa dags. Nú er-verið að reisa veglega kirkju í Skálholti, þótt ekki sé hún eins stór og Klængs-kirkjan. Til hennar hafa borizt stórfeng- legar gjafir. Kirkjur Norðurlanda hafa gefið 4 klukkur, silfurstjaka og annan altarisbúnað og font úr færeysku grjóti. Einstaklingar í Danmörku hafa gefið altaristöflu skorna, vandað pípuorgel og glermálverk í alla glugga kirkj- unnar. Einstaklingar í Noregi hafa gefið trjávið, þilplötur og hellur á allt þakið, og von mun fleiri gjafa erlendis frá. Vilja frændur okkar á Norðurlöndum efla og prýða þann stað, sem nor- ræn menningarsaga á margt að þakka. Skálholt var allt í senn: höf- uðstaður íslenzkrar kirkju og kristinnar trúar, mennta- og fræðasetur, þar sem trú og saga tengdust og studdu hvor aðra. Sagan og siðfræði Krists sátu á sama bekk, norræn tunga og suð- ræn menniní sórust í fóstbræðra- lag. Það er ekki nóg að viður- kenna þetta í orði. Vér verðum einnig að viðurkenna það í verki á þann hátt að gefa hinum forn- fræga sögustað Skálholti og öðr- um frægum stöðum líf á nýjan leik, tengja þessa staði við líf og starf þjóðarinnar í nútímanum, flytja til þeirra andleg störf og forystu í vissum greinum þjóð- menningarinnar, sem þeim hæfa og samrýmzt geta sögulegu hlut- verki þeirra í vitund þjóðarinnar. Með þessu er ekki rýrð for- ysta og menningarhlutverk höf- uðstaðarins, en sköpuð lifandi tengsl milli borga og bæja og hinna dreifðu byggða, þar sem þjóðin lifði og sagan gerðist. Það yrði ekki til mikilla óþæginda fyrir þjóðina og starfsmenn kirkjunnar, þótt biskup settist að í Skálholti. Akstur austur þangað frá Reykjavík tekur um 2 klst., vegir eru frá staðnum í allar áttir og þar má búa við öll nú- tíma þægindi og náttúrufegurð er óvíða meiri. Okkur, sem tillögu þessa flytj- um, kemur saman um, að ekki megi lengur dragast að ákveða framtíð Skálholts, og okkur þyk- ir, að ekki komi annað til mála en að biskupinn yfir íslandi hafi þar aðsetur. Steingrímur Steinþórsson: Ég hef ásamt þeim Bernharð Stefáns syni, Magnúsi Jónssyni og Jóni Sigurðssyni, lagt til, að tillaga sú, sem hér er til umræðu, yrði nefnd tillaga um „endurreisn hinna fornu biskupsstóla" og orð- ist þannig: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undir- búa löggjöf um endurreisn hinna fornu biskupsstóla í Skálholti og á Hólum og leggja tillögur um það efni fyrir næsta þing“. Um þetta mál verður ekki sam komulag, nema biskupsstóll Norð lendinga á Hólum verði einnig endurreistur. Mér skildist á framsögumanni, að hann teldi flest, sem bezt var gert á íslandi, heyra Skálholti til. Rekja mætti sögu Hóla og sýna fram á, að þar sátu ekki síðri skörungar og menningarfrömuðir, enda munu Norðlendingar ekki sætta sig við annað en Hólastóll verði endur reistur, ef yfirleitt verður talið unnt að ráðast í slíka hluti. Sá fjórðungur, er fyllir landið hálft, eins og einu sinni var sagt, á líka sinn rétt. — Ég vil einnig benda á, að eðlilegt er að leita álits prestastefnu um þetta mál áður en ráðizt er í aðgerðir, sem hafa munu milljónaútgjöld í för méð sér. Bjarni Benediktsson: Það, sem hér er til umræðu, er mikið metn aðarmál sumra manna. Það er vissulega rétt, að gildi sögustaða sem Skálholts er mikið, þótt ekki sé víst, að staðurinn henti sem biskupssetur á 20. öld. Ef draga ætti réttar ályktanir af rökum framsögumanns, myndi eiga að fá Skálholtsstað kaþólsku kirkjunni, því að ætla má, að sá, sem staðinn gaf til biskupsseturs, myndi telja núverandi þjóðkirkju villutrúarsöfnuð. — Við verðum að viðurkenna þá staðreynd, að þjóðlífið hefur tekið breytingum. Hafi verið á- stæða til að flytja biskupsstólinn um 1800, má ætla enn ríkari á- stæðu til að biskup sitji í Reykja- vík nú. — Hér er fólkið flest og hingað eiga flestir erindi. Myndi þáð verða til að auka kostnað og fyrirhöfn, ef fara þyrfti á biskups fund austur í Skálholt, og þangað er þar að auki ófært úr Reykja- vík á vetrum oft á tíðum. Við erum ekki að velja stað biskup- um liðinna alda heldur embætt- ismanni á 20. öld og þurfum að hyggja að málefnalegum rökum. Aðsetur biskups er ekki metnað- armál fyrir Reykjavík, en geti biskup betur sinnt störfum hér í borginni á hann hér að sitja. Færa mætti fram rök hliðstæð þeim, sem hér hafa heyrzt, fyrir því, að Alþingi ætti að sitja á Þingvöllum. Ekki minni maður en Jón Sigurðsson taldi þó fyrir rúmri öld, að annar háttur væri heppilegri. Ég hef enga andúð á Skálholti, en tel að leita eigi álits prestastefnu og biskups um mál þetta. Ef biskupsstóll yrði endurreistur í Skálholti gæti svo farið, að einnig ætti að endur- reisa Hólastól — og hafa þar að auki biskup áfram í Reykjavík eins og nú er. Yrðu þá 3 biskupar á íslandi, og mun það í fullmikið ráðizt. Jón Pálmason: Ég vil minna á, að eiit sinn lögðu samflokks- menn framsögumannsins, sem hér talaði áðan, til, að embætti bisk- ups yrði lagt niður í sparnaðar- skyni. Biskupslaunin voru þá 7.000 kr. á ári. — Annars vil ég lýsa þeirri skoðun minni, að ann- ar biskupsstóll landsins eigi að vera á Hólum, ef setja á tvo stóla á landi hér. Sveinbjörn Ilögnason: Á næsta hausti kemur kirkjuþing íslenzku þjóðkirkjunnar saman í fyrsta skipti, en stofnun þess var ákveð- in með lögum, sem Alþingi setti á fyrra ári. Það er skoðun min, að sjálfsagt sé, að þingið segi álit sitt á þessu máli, áður en það er til lykta leitt. Afgreiðsla málsins þarf að verða á þann veg, að þati verði kirkju landsins til blessunar og helgi Skálholts til endurreisnar. Ég tel sjálfsagt, að biskupsstóll verði settur á Hólum, ef það verð ur gert í Skálholti. Myndi þá skapast samkeppni milli hinna fornu biskupsstóla eins og áður var. — Hér í umræðunum hefur verið á það drepið, að það mæli gegn endurreisn Skálholts, að ferðir þangað sé erfiðar. Mín skoðun er sú, að eftir nokkur ár verði ekki um neina sam- gönguerfiðleika að ræða. Benedikt Gröndal: Ég vil minna á, að biskup hefur verið! dugmikil í blíðu og stríðu. og spurður álits um flutning mennta . verið honum sá aflgjafi og „in- sköla í Skálholt. Kom þar fram, j spiration", sem ástríki góðrar að hann gerir ráð fyrir, að bisk- J eiginkonu eitt getur verið. Góð íirv’cfAll xrovSi V»or n otaSnimt * nö olclnilpö hnrn hpirrfl híonfl upsstóll verði þar á staðnum. Mun það hugsað þannig, að bisk- upar í Skálholti og á Hólum komi í stað núverandi vígslubiskupa. Gisli Guðmundsson: Miklar framkvæmdir hafa verið í Skál- holti að undanförnu, en þó er eins og menn hafi ekki gert sér fullljóst, hvað við hinn endur- reista stað skuli gera. Ég tel það ekki skipta miklu fjárhagslega, hvort biskup flytur austur, en það myndi verða til að auka veg kirkjunnar. Ég tel ekki eðlilegt, að nú þegar sé hafizt handa um að setja biskupsstól á Hólum, en líklegt má telja, að þróunin bein- ist í þá átt. Að þessu loknu var umræðunni frestað. Margrethe Kaldalóns Minning F. 26. nóv. 1882. D. 17. apríl 1958. ÞEXR kveðja nú hver af öðrum, vinir og samferðamenn okkar, sem komnir erum í hin háu þrep aldursstigans. Sumir kveðja svo skyndilega, að við hrökkvum við sem vöknum við af draumi. Þannig kvaddi frú Kaldalóns. Hún gekk til hvílu glöð og sæl eftir að hafa boðið til sín börn- um sínum, tengdabörnum og barnabörnum á tíunda dánardegi sonar síns, og í svefni þessa nótt flutti hún sig að heiman og heim til hinna eilífu bústaða. í>annig endaði hún minningaauðugan, viðburðaríkan og sælan annríkis- dag. Frú Karen Margrethe Mengel- Thomsen Kaldalóns fæddist í Dan mörku, í Fuglehave við Hilleröd á Norður-Sjálandi. Hún hlaut góða menntun og var lærð hjúkr unarkona. Á vori lífs síns varð hún heilluð af björtum fjalla svani, sem hafði brugðið sér til hennar „draumhýra" og sólfagra lands og með honum sveif hún að farfuglahætti til fjallalandsins bjartra nátta lengst í norðri. og þar átti svo svanurinn hennar eftir að slá hörpu sína og heiiia heila þjóð með tónatöfrum sín- um. En á stormasömu norður- hveli jarðar er ekki eilíft sólskin, og þessi vorsins og gleðinnar börn urðu að þola vorhret og næðinga, en oftar skein þó gæfu- sólin heit og björt, og ævinlega á bak við skýin. Frú Kaldalóns giftist í Dan- mörku, unga lækninum Sigvalda Stefánssyni Kaldalóns. Allmikill viðbrigði hafa það verið fyrir hina ungu konu að flytjast frá mikilli gróðursæld, skjóhíkum skógum og veðurblíðu norður að ísafjarðardjúpi, þar sem maður hennar tók við læknisembætti að Ármúla, því, að. þótt sumum hafi fundist sem vorsólin skíni hvergi heitar en undir heiðum og hamrafjöllum íslands, þá næða þó oft kaldir vindar um strend- ur ísafjarðardjúps og ekki heitir ströndin innan Kaldalóns Snæ- fjallaströnd af ástæðulausu og þar vorar stundum seint. Það var einmitt í Ármúla, að ég kynntist fyrst þessum elsku- legu hjónum, Kaldalóns. Þetta var árið 1915. Ég reyndi þá í fyrsta sinn gestrisni þeirra, og mér hefur orðið ógleymanleg hin göfugmannlega andlitsmynd Kaldalóns frá þeim tíma. Hann var þá með allmikið aiskegg og minnti helzt á sumar fagrar Kristmyndir. Þannig grópaðist mynd hans í meðvitund mína, því að svo liðu árin allt til 1932, að ég sá ekki Sigvalda Kaldalóns, en á þessu tíma bili gerðist margt í lífi þeirra hjónanna. Kaldalóns stríddi ár- um saman við veikindi. Voru þau hjónin þá ýmist í Danmörku eða Reykjavík svo í Flatey á Breiðafirði, er hann tók aftur við læknisstörfum, og svo og elskuleg börn þeirra hjóna bera vitni góðu uppeldi og góð- um erfðum. Þeir eru margir, sem þakklát- ir eru fyrir það, að hafa kynnzt til hlítar Kaldalóns fjölskyld- unni og munu geyma bjartar minningar um þá elskulegu vini. Þökk sé þeim hjónum fyrir ævi- starfið. Guð blessi það og minn- ingu þeirra. — Við höfum kvatt frú Kaldalóns, óskum henni góðr ar farar inn á sólarlönd eilífðar- innar og blessum minningu henn- ar. Pétur Sigurðsson. ★ MEÐ fáum orðum langar mig til að minnast minnar kæru tengda- móður frú Margrethe Kaldalóns nú, þegar hún skyndilega hefur verið kölluð burt frá okkur að löngu og merku dagsverki loknu. — Danskur málsháttur segir: „Hvor der er hjerterum, der er ogsá husrum“. — Þessi orð hafa hljómað fyrir eyrum mér nú þessa dagana. Kærleikur og fórn fýsi voru ívaf athafna hennar. Fyrir tæpum 49 árum yfirgaf hún sitt kæra ættland, Dan- seinast mörg ár í Grindavík, þá sem héraðslæknir, en ég er ekki að þessu sinni að skrifa um ljúf- lings tónskáld íslenzkrar alþýðu. Það er frúin, sem á nú hug minn. Þegar þjóðin ræðir um sína ágætu syni, sem unnið hafa henni til sæmdar og ávinnings, J mörku, og hélt til íslands með og sér til frægðar, þá hverfur manni sínum Sigvalda lækni oft í skuggann konuhöndin, sem vegur upp björg á sinn veika arm, eins og skáldið orðar það, styður bezt og lyftir hæst. Hve Stefánssyni, og öll þessi ár hefur Margrethe átt hér heima síðan, fórnað kröftum sinum til líknar sjúkum, til gleði og uppörvunar manni sínum, börnum, ættingj- um og vinum. — Margir minnast nú með söknuði og þakklæti heimilis þeirra, sem stóð opið hverjum, sem að garði bar, og margar fagrar minningar eru tengdar við heimili þeirra í Ár- múla, Flatey, Reykjavík og Grindavík. Og eftir að Sigvaldi dó, þá hélt hún enn uppi sömu rausn, var áfram hinn fórnfúsi gestgjafi. Og nú allra siðustu árin, eftir að þrekið tók að ; þverra, þá beindust kraftar henn ar að því að fórna öllu fyrir börn sín, barnabörn og nánustu vini, og síðasta dag lífs síns hér með okkur hafði hún á heimili sínu tengdadóttur sína Arnþrúði, ekkju Þórðar sonar síns og börn þeirra, því að þann dag voru lið- in 10 ár frá dauða hans. Hún var vön að heiðra minningu son- ar síns með því að gleðja þá, sem honum voruhjartfólgnastir.Þann ig var líf hennar, og slík var ham ingja hennar, að þessi störf gat hún unnið fram á kveld síðasta dags ævi sinnar. — Svo kveð ég þig kæra tengda- móðir með sárum trega og flyt þér fátæklegar þakkir mínar fyr- ir allt, sem þú hefur gert fyrir okkur Selmu og börnin okkar átta. — Friður Guðs sé með þér. Jón Gunnlaugsson. mörgum snillingum sú hönd hef- ur lyft hátt í hæðir innblásturs og andagiftar veit enginn, en allir að þeir eru margir. Slík kona, sem frú Kaldalóns, er miklu meira en hálft líf eiginmannsins. Auk þess að vera „einasta hjart- ans yndið“ hans, er hún líka verndarengill og lífsförunautur, sem reynist sterkust og stærst, þegar mest á reynir. Þetta má með sanni segja um frú Kalda- lóns. Heilagt spekiorð segir: „Hinn vitri hyllir að sér hjörtun“. Hin- ir góðu og beztu menn eru einu sannvitru mennirnir. Kaldalóns var einn þeirra, þess vegna þyrpt ust listamenn og hugsjónamenn að heimili þeirra hjóna, og reynd ar fjölmargir aðrir, sem ávallt sækjast eftir vináttu göfug menna. Sumir þessara manna SAMKOMA sú, er íslenzk-sænska dvöldu oft langdvölum á heimili félagið hélt í Þjóðleikhúskjallar- þeirra hjóna í Grindavík og hinir anum 22. apríl, í tilefni af komu Samkoma fyrir sænska gesti voru tíðir gestir, oft næturgestir. Frúin lagðist því áreiðanlega oft þreytt til hvíldar eftir langan og erilsaman dag, því að henni var ljúft að þjóna og fórna kröftum sínum öðrum til þæginda og ánægju. Alla daga var þar sama glaða og hlýja viðmótið. Hennar þjónustustarf var geysilega mikið og til hinztu stundar skein gleð- in á andliti hennar er hún miðl- aði öðrum gæði lífsins og stráði birtu og yl á braut þeirra. Þrátt fyrir erfiðleika á tíma- bili, voru Kaldalóns hjónin gæf- unnar börn. Hlutskipti þeirra varð að ávinna sér aðdáun og elsku allrar þjóðarinnar. Tón- skáldið Kaldalóns mun vaxa með hverju ári í vitund íslenzku þjóðarinnar, og konan hans góða, mun um ókomin ár hljóta þakkir þjóðarinnar fyrir það, að hafa vakað yfir lífi skáldsins, verið honum ástrík kona, sterk og drykkja, Eyvind Johnson og þeirra Svía annarra er hér voru á vegum Sænsku bókasýningarinnar, var fjölsótt og hin ánægjulegasta. Formaður félagsins, Guðlaugur Rósinkranz, bauð hina sænsku gesti velkomna. Eyvind Johnson las upp smásögu eftir sig, dr. Sven Rinman, sem meS tveggja daga fyrirvara hafði verið beðinn að segja þarna nokkur orð, flutti fróðlegt og snjallt erindi um líf og skáldskap Strindbergs. Þriðji Svíinn í ræðustól var Herman Stolpe forstjóri. Hann tók upp léttara hjal í fyrri hluta ræðu sinnar, en rakti síðan sögu Hall- dórs Kiljans í Sviþjóð og nefndi ýmis dæmi um hinar miklu vin- sældir hans þar í landi. Síðan söng Árni Jónsson sænsk og íslenzk lög með undirleik Weisshappels og vakti hrifningu að vanda. Á eftir var kaffi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.