Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 10
10 MORCTnVTU.AÐlÐ Þriðjudagur 29. apríl 1958 Otg.: H.í. Arvakur, ReykjavDc. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson Cábm.) Bjarm Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arm Ola, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar KrisUnsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Asknftargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. LEIKTJÖLD RIKISSTJÓRNARINNAR EGAR núverandi ríkis- | stjórn kom til valda, var því hátíðlega lofað, að sem í raunxnm en blekking. er ekkert annað um allar ráðstafanir, sem máli skiptu varðandi efnahagsmál landsins, skyldi haft náið sam- ráð við „samtök verkamanna og bænda“, eins og það var orðað. Jafnframt var því svo lýst yfir, að stærsti stjórnmálaflokkur landsins, sem við kosningarnar hafði yfir 40% allra greiddra at- kvæða skyldi gerður gersamlega áhrifalaus á stjórn landsins og þar með vitaskuld efnahagsmál- in líka. Síðara loforðið hefur verið dyggilega haldið, því Sjálf- stæðismenn hafa ekki verið kvaddir til ráðuneytis um ein eða önnur mál. Ríkisstjórninni hefur ekki þótt við þurfa, þó margan vanda hafi borið að höndum, að fá nokkra samstöðu við Sjálf- stæðismenn, sem eiga svo rík ítök með þjóðinni, sem Alþingiskosn- ingarnar sýndu, svo og bæjar- stjórnarkosningarnar í vetur, sem sýndu að fylgi þeirra hafði stórkostlega vaxið. En svo vikið sé að hinu atriðinu, sem var sam- ráðið við verkamenn og bænd- ur, þá hefur hins vegar minna orðið úr því hátíðlega loforði, heldur en látið var í fyrstu. Þetta „samráð“, sem svo er kall- að, hefur á valdatíma stjórnar- innar sérstaklega verið fólgið í því, að kalla saman eina og aðra hópa, eða tala við eina og aðra menn, sem vitað var að eru tryggir stjórninni, hvað svo sem hún gerir og fá þessa aðila til að leggja blessun sína yfir það, sem ríkisstjórnin og flokkar hennar höfðu þegar ákveðið. Þetta samráð hefur því verið fullkomið yfirskin, eins konar leiktjald, sem sett var upp og átti að sýna þjóðinni tiltekið landslag á sviði stjórnmálanna, ★ Ef litið er á þann undirbún- ing, sem nú hefur staðið yfir út af nýjum tillögum varðandi efnahagsmálin, þá er það svo, að hin svokallaða 19 manna nefnd hefur aldrei verið kölluð til funda meðan á undirbúningi málsins stóð, og það er þá ekki fyrr heldur en í gær að sú nefnd hefur verið kölluð saman, ef það hefur verið gert þá. Það sem hér liggur á bak við er vafa- laust ekkert annað én það, að ríkisstjórnin telur að ekki sé enn komið nógu langt samkomulagi hennar um málið til þess að unnt sé að leggja það fyrir nefndina, til þess að láta hana svo blessa yfir það sem gert hefur verið. ★ Hér er leikinn grár leikur gagnvart íslenzkum verkalýð. Honum er talin trú um, að það sé raunverulega hann sem ráði, hann hafi úrslitavaldið, hann sem geti sagt, hvort þetta á að gera eða hitt. Ríkisstjórnin leyfir sér í orði kveðnu að setja verkalýðs- samtökin og samtök bænda í há- sætið og segja: Ykkar er valdið. En í framkvæmdinni er það þannig, að þeirra er ekkert vald, því ríkisstjórnin hefur aldrei haft þessa aðila að öðru en leiksoppi. Aðferðin hefur verið sú að kalla saman einhverja menn eða hópa, eins og áður er sagt, þegar allt má teljast klappað og klárt, ein göngu til þess að láta þá játa því, sem flokkarnir hafa eftir langar deilur og harða togstreitu komið sér saman um að gert skuli. Það má fullyrða, að engin rík- isstjórn, fyrr eða síðar, hefur leyft sér að hafa bændur og ís- lenzkt verkafólk að ginningar- fíflum, eins og hér er gert. SKATTAR OG FORUSTUGREIN hér í blaðinu á sunnudaginn var, var stuttlega vikið að hinu nýja frumvarpi Eysteins Jónssonar um breytingu á samvinnulögunum, sem miða að því að opna samvinnu- rekstrinum leið til þess að verða algerlega skattfrjáls. — Nýlega er svo búið að leggja á stóreignaskattinn, sem samvinnu- félögin sleppa að iangmestu leyti hjá, en lendir hins vegar af full- um þunga á rekstri einstakling- anna, Hvort tveggja þetta, hið nýja frumvarp sem stofnar til algers skattfrelsis hjá samvinnu- félögunum og stóreignaskattur- inn, eru spor í þá átt sem ríkis- stjórnin vill feta, en hún er sú að kúga og drepa niður einstakl- ingsreksturinn í landinu, en koma honum á hendur ríkis- og sam- vinnufyrirtækja. Nýlega hefur Svavar Pálsson, viðskiptafræð- ingur, skrifað grein í tímaritið „Frjálsa verzlun" um þetta mál, þar sem hann víkur að misbeit- ingu skattalöggjafarinnar. 1 greininni segir m. a.: „Skatturinn er mjög öflugt tæki til valdbeitingar og má glöggt sjá árangurinn í þróun þessara mála hér á landi undan- farna áratugi. Stóreignaskattur- inn er einmitt slíkur skattur. VALDBEITING Þessi furðulega skattálagning er gróf valdbeiting af hálfu ríkis- valdsins til þess eins gerð að íþyngja enn meir en áður er gert þeim fyrirtækjum, sem rek- in eru af einstaklingum, sameign- ar- og hlutafélögum. Þetta er kjarni málsins. Atvinnufyrirtæki ríkisins og bæjarfélaga greiða engan stóreignaskatt. Samvinnu- félögin greiða hann aðeins að nafninu til.“ Enn segir greinarhöfundur: „Undir því yfirskini að reynt sé að afla tekna til nauðsynlegra framkvæmda, er verið að færa þann atvinnurekstur í landinu, sem enn er í höndum einkafyrir- tækja í hendur opinberra og hálf opinberra fyrirtækja. Þetta er hinn augljósi tilgangur laganna um skatt á stóreignir". Það er rétt, sem greinarhöf- undur segir, að skattálagning er mjög öflugt tæki til valdbeiting- ar og þetta tæki ætla núver- andi stjórnarflokkar að nota txl þess að gefa einkarekstrinum í landinu rothögg, lama vilja ein- staklinganna til að stofna til at- vinnurekstrar og ná þannig al- gerum undirtökum í atvinnu- rekstrinum í landinu með því að koma honum í hendur samvinnu- félaganna og ríkisins. ÖR HEIMI I --------- Frol Romanovitsj Koslof: Hægri hönd Krúsjeffs og krónprins' í Kreml // FRAMI Frols Romanovitsj Kos- lofs, varaforsætisráðherra Sovét- rkjanna, hefir orðið með svo óvæntum og skjótum hætti, að mönnum verður ósjálfrátt hugs- að til spútníkanna. Koslof er 49 ára að aldri, og er að því er bezt verður séð „krónprinsinn" í Kreml og hægri hönd Krúsjeffs. Spútník þýðir eins og kunnugt er förunautur. Og það var ein- mitt hlutverk Koslofs í förinni til Ungverjalands að vera dyggur förunautur Krúsjeffs. Hinn ný- bakaði forsætisráðherra lét mik- ið á sér bera, flutti alls staðar ræður og veitti heiðursmerkjum viðtöku, en förunautur hans Kos- lof lét lítið yfir sér. Koslof fæddist 17. ágúst 1903 í þorpinu Losjtjinino, sem er suð austur af Moskvu. Faðir hans var fátækur hjáeigubóndi, og leið Koslofs til frægðar og frama er dæmigerður ferill þeirra, er komast til valda og áhrifa í So- vétríkjunum. Hann vann fyrst að uppskeruvinnu, síðan stundaði hann nám í deild þeirri í háskóla nokkrum, er verkamenn fá að- gang að. Loks fékk hann starf sem ritari flokksins. Fimmtán ára að aldri byrjaði hann að vinna í verksmiðju í Kasimof, sem er um 100 km suð austur af Moskvu. Hann gekk í Komsomol og varð innan skamms ritari kommúnisku æskulýðs- hreyfingarinnar. Átján ára að aldrei gekk hann í kommúnista- flokkinn og gat sér þar mjög góð an orðstír. Kiiúsjeff hefir mætur á verkfræðingum Árið 1934 fór hann í verk- fræðiháskólann í Leningrad og útskrifaðist þaðan tveimur árum siðar. Krúsjeff hefir greinilega miklar mætur á verkfræðingum, því að nánustu samstarfsmenn hans eins og Kiritjenko, Aristof, Bresjnef og fr*ú Furtseva eru verkfræðingar. • ★ • Að námi loknu tók Koslof að starfa við verksmiðju í Isjefsk í Úralfjöllum, en þar búa nú um 25 millj. íbúa. Árið 1939 varð hann ritari flokksins í verksmiðj- unni, og upp frá því einbeitti hann sér að flokksstarfinu. Þegar næsta ár var hann orðinn aðal- ritari flokksins í Isjefsk, og 1944 fór hann til Moskvu til að starfa í miðstjórn flokksins. í útlegð í Vorkuta? Annars er lítið vitað um störf Koslofs á styrjaldarárunum. Þvi er fleygt, að Stalín hafi um skeið sent hann í útlegð til að vinna í kolanámunum í fangabúðunum í Vorkuta. Að styrjöldinni lok- inni var Koslof trúað fyrir ýms um störfum innan flokksins, og veigamest var starf hans sem stjórnmálaleiðtoga í Kirofverk- smiðjunum í Leningrad. Er fylgis menn Andrej Sjdanofs féllu í ! ónáð árið 1949, fékk Koslof tæki færi til að sýna, hvað í honum byggi, því að hann var gerður að aðalritara flokksins í Leningrad, og innan flokksins er aðeins ein staða þessari æðri, staða aðalrit- arans í Moskvu. Koslof var þá þegar í hópi þeirra, er skipuðu sér um Krúsjeff. * Um þetta leyti kemst Kosloí Koslof — á engan hátt óvenju- legur maöur í útliti svo að orði í grein: „Flokknum á að skipa ofar öllu, og það er skylda sérhvers kommúnista að varðveita hreinleika hans“. O ★ • Er Nikita Krúsjeff varð aðal- ritari árið 1953, fór hann til Len- ingrad til þess að gera Koslof að aðalritara í borginni og ná- grenni hennar. Frú Furtsevu gerði hann að aðalritara flokks- ins í Moskvu. Hafði Krúsjeff nú komið tveimur tryggum fylgis- mönnnum sínum í mjög mikil- j vægar stöður, og það hefir sýnt I sig, að slíkt er mikils virði í Rúss 1 landi. í byrjun árs 1957 varð Koslof varamaður í æðsta ráðinu, og í júnímánuði sama ár fékk hana fast sæti þar, er Krúsjeff svipti þá Malenkov, Molotov, Kagano- vitsj og Sjepilov setu í ráðinu. Skömmu síðar hélt Koslof mikla ræðu og réðist harkalega á þá Malenkov og Moiotov. Sagt er, að enginn sé fremri Koslof um allt skipulag og fyrir- komulag innan flokksins. Er Krú sjeff var sem hættast kominn um skeið, var það Koslof, sem lagði sig í líma við að kalla saman mið- stjórnina til að bjarga Krúsjeff frá því að bíða ósigur í æðsta ráð- inu. í desember 1957 gerði Krú- sjeff Koslof að forsætisráðherra Rússneska alþýðulýðveldisins, sem er kjarni Sovétríkjanna, stærst allra alþýðulýðveldanna og þar býr um helmingur alli'a íbúa Sovétríkjanna. Þessi staða Koslofs varð einkum mikivæg, er höfð var hliðsjón af þeirri stefnu stjórnarinnar að auka völd þeirra, er fóru með stjórn alþýðu lýðveldanna. i Fyrsti varaforsætisráð- herra ásamt Mikojan Þann 31. marz í ár er Krúsjeff tók við stöðu Bulganins sem for- sætisráðherra var Koslof skipað- ur í embætti fyrsta varaforsætis- ráðherra ásamt Anastas Mikoj- an. Sennilegt er, að Krúsjeff hafi viljað gegna í senn embætti að- alritara og forsætisráðherra af ýmsum orsökum, m.a. vill hann vafalaust vera jafnoki Eisen- howers á væntanlegum stór- veldafundi. • ★ • Koslof hefir tvisvar verið sæmd ur Leninorðunni, og tvisvar hef- ir hann fengið orðu rauða verka lýðsfánans. Skopteiknarar á Vesturlöndum hörmuðu það mjög, er Bulganin með höku- skeggið var úr sögunni sem for- sætisráðherra en í stað hans kom Koslof, sem á engan hátt er ó- venjulegur maður í útliti. Koslof ber höfuð og herðar yfir Krúsjeff Hann er hrokkinhærður og skol- hærður. Hann er jafnan mjög glæsilega klæddur og er sagður vera gáfaður og fljótur að hugsa, góður ræðumaður og árvakur samningamaður, sem kann þá list að hlusta á, hvað aðrir eru að segja. Svalborðsströndungor ó móti hækkun ó gjoldi til Bnnaðarmálnsjóðs „ALMENNUR fundur framleið- enda landbúnaðarvara í Sval- barðsstrandarhreppi, haldinn 15. apríl 1958, mótmælir eindregið framkomnu frumvarpi á Alþingi, um helmings hækkun á Búnaðar- málasjóðsgjaldi, sem varið verði til byggingar bændahallar í Reykjavík. Styður fundurinn þessi mótmæli m. a. með því, að ekki hefur enn verið komið til móts við bændur og þeim tryggt verðlagsgrundvallarverð fyrir framleiðsluvörur sínar komnar á vinnslustað“. í umræðum sem gáfu tilefni til þessarar samþykktar, kom fram, að bændur töldu að m^ð stöðugt vaxandi dýrtíð, væru eftirtekjur framleiðslunnar ekki slíkar, að þær mætti skerða eins og um- rædd lög þó gera ráð fyrir. Þá töldu menn, að ef hægt hefði ver- ið að tvöfalda Búnaðarmála- sjóðsgjaldið, væri fjárframlag það, er þannig fengist vissulega betur komið til annarra fram- kvæmda en þeirra sem gert er ráð fyrir að því verði varið til. Mætti t. d. benda á að fremur hefði átt að verja þessu fé til frumbýlinga eða veita því til nýbygginga framleiðslustöðv- anna s. s. sláturhúsa, frystihúsa og mjólkurvinnslustöðva. Annars voru menn sammála um, að Búnaðarþing hefði fremur átt að reyna að finna leið, sem tryggði bændum það verð fyrir afurðir sínar, sem verðlagsgrundvöll- urinn gerir ráð fyrir, heldur en rýra verð bænda á þennan hátt. — Annars voru fundarmenn sam- mála um, að þegar Búnaðarþing tekur slík stórmál sem þetta til umræðu, sé það ófrávíkjan- leg skylda þingsins að senda slík mál heim til sambandanna til um- sagnar, og þá fyrst, er umsögn þeirra liggur fyrir, taki Búnaðar- þing þau til endanlegrar af- greiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.