Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 29. apríl 1958 MORGVISBLAÐIÐ 13 Hlustað á útvarp ENN hefur sumar gengið í garð. Að vísu fremur kalt og gróður- lítið, en hefur þó oft verið verra. Útvarpið gat þessa hátíðadags á margan hátt, svo sem vera ber. Sumargjöf, félag sem safnar fé til styrktar fátækum börnum, safn- aði stórfé og skátar létu mikið til sín taka. Gengu um bæinn í skrúðfylkingu, hlustuðu á mess- ur o. s. frv. Fagurt veður var í höfuðstaðnum, svo að varla gat betra verið. ★ í erindaflokki útvarpsins um vísindi nútímans talaði dr. Jón Vestdal efnaverkfræðingur um tækni. Mæltist honum vel og var erindið mjög fróðlegt. Var af miklu að taka, eins og hann sagði og varð því að stikla á stóru í einu erindi. Sem dæmi um það, hvað nútimatækni hefur áorkað, gat hann þess, að þar sem éinn sjómaður aflaði á frumstæðan hátt tveggja smálesta af fiski væri nú aflað 70 smálesta. Fram- farir stafa ekki af bættum þjóð- félagsháttum heldur af notkun véla. Varla sú tegund vísinda til, sem ekki byggist á tækni. Gufuvélin, sem Skotinn James Watts fann upp er fyrsta stóra skrefið — og aldahvörf í iðnaði við komu þessarar vélar, sem enn er í höfuðatriðum hin sama og var, sem sé, gufuþrýstingur, er snýr hjóli. Þá kom dieselmót- orinn rétt fyrir síðustu aldamót. — Rafmagnstækni, atómtækni. Perpetuum mobile, þ. e. vél sem vinnur án hjálpar orku, finnst aldrei. Orka fæst aldrei úr engu og verður aldrei að engu. öll orka kemur frá sólinni, nema atómorkan. Orka fæst úr kolum, olíu, fallvötnum, sjávaröldum, flóði og fjöru, geislum sólarinnar o. fl. Orka til ræktunar m. a. úr tilbúnum áburði, sem unninn er úr loftinu, úr köfnunarefni. Ekki dugar sá áburður einn sam- an. Margt fleira sagði ræðumaður auðvitað. — Eg vil bæta því við að eg tel að sá tími komi áður en langt líður, að atomsólum verði komið fyrir á hæðum og fjöllum er geisli frá sér birtu og hita yfir okkar dimma og kalda skammdegi. Þessi spádómur mun rætast, tæknin er á sigurbraut. Páll Bergþórsson og Gestur Þorgrímsson fluttu þáttinn um helgina. Var talað við gamlan mann, Bjarna Viborg, sem nú dvelur á Ferjukoti. Maður þessi var lengi í Kanada, var 4 ár í fyrri heimsstyrjöldinni, særðist mikið og oft — og ber þess aldrei bætur. Eftir það vann hann við skógarhögg með Indíánum lengi. Var frásögn hans að mörgu leyti merkileg. — Þá var sagt frá og talað við blindan öldung, Þórð að nafni. Því miður heyrði eg ekki föðurnafn hans né dvalar- stað, en það var aðeins nefnt í upphafi frásagnarinnar og. aldrei aftur. Lítil truflun i útvarpstæki getur valdið því, að hlustendur tapi þaimig heimild sem þeir vildu ekki án vera vegna þess að nafns og heimilis er aðeins laus- lega getið í upphafi þáttar. Þórð- ur þessi er gott dæmi um mann, sem ekki lætur bugast þrátt fyr- ir ómild örlög, hann varð blind- ur á sjötta ári, lærði þó trésmiði og það svo vel, að margt sem hann hefur gert er ágætlega af hendi leyst. Hann er glaður í bragði og hress. Mikið glaðari og hressilegri en margur annar, sem fulla sjón og ágæta heilsu hefir. Óska eg honum allra heilla og þakka honum, hver sem hann er, fyrir þá hollu kenningu, sem hann flutti mér og öðrum hlust- endum. Þá var rætt við þrjár systur, sem flutt hafa heim frá Brasilíu, en til Hamborgar fluttu þær á barnsaldri með föður sín- um Jóni Guðjónssyni, er fyrst dvaldi þar í 20 ár, síðan í Sao Paulo í 30 ár. Þær systur eru tónlistarmenn, spila ágætlega á hljóðfæri. Frá Vestmannaeyjum var útvarpað leikþætti, skildist varla nokkurt orð, fremur venju er útvarpað er af leiksviði. Loks kom Hallbjörg Bjarnadóttir fram, hermdi hún eftir bandarískum negra, Páli Robesyni að nafni, sem þykir góður söngmaður. — Var ótrúlegt að kona skyldi geta framleitt slíka tóna og raunar stórmerkilegt. ★ Úlfar læknir Þórðarson talaði um daginn og veginn. Merkileg- ar voru upplýsingar þær, er hann gaf um aldur stúdenta hér á landi, eða réttara sagt í Reykja- vík. Fyrir 25—30 árum voru stúdentar venjulega 18 ára er þeir luku prófi, sagði hann, nú eru þeir 20, jafnvel 21 árs. Þó er fólkið fullt eins bráðþroska og það var áður. Þetta veldur því, að þeir stúdentar er halda áfram námi og ljúka embættisprófum. koma tveim árum síðar í gagnið en áður var. 1 nágrannalöndun um eru fullbakaðir stúdentar um 18 ára. Þessum töfum hér hlýtur þunglamalegt fræðslukerfi vart að valda. — Ræðumaður sagði að mjög algengt væri að náms- menn við háskólann hér stofnuðu til heimila, margir löngu áður en þeir hefðu lokið námi, oft til stórkostlegs kostnaðar fyrir for- eldra og aðstandendur. Þetta giftingarflan ungs fólks hér, er orðin hálfgerð landplága og er þess oft getið í ræðum og riti. — Þá sagði ræðumaður að þeir stúdentar er útskrifast úr mála- deild væru verr menntaðir en hin ir er ganga gegnum stærðfræði- deild. Eg held að þetta sé mjög vafasamt. Að minnsta kosti er málanám mikið praktískara en óþarflegt stærðfræðinám. Stærð- fræði er skemmtileg fyrir þá, sem gáfur hafa í þá átt. En þegar menn í daglegu lifi nota reikni- vélar til allra hluta, er stærð- fræði ekki hagnýtt fag eða gagn- legt. Auk þess eru tveir þriðju manna frábitnir stærðfræði, blátt áfram leiðist hún og eiga erfitt með að læra hana. Langmestum ræðutímanum varði læknirinn til þess að tala um flugvélar og flugmál og mun eg ekki skrifa um þau mál að sinni. ★ 1 laginu „Sortnar þú ský“ eftir Emil Thoroddsen gerði Þorsteinn Hannesson, söngvari, sig hvað eftir annað sekan um það, að leggja áherzluna á síðara atkvæði tveggja atkvæða orða. Eins og eg hef áður bent á má slíkt ekki eiga sér stað í útvarpinu og á að taka hart á því. í íslenzku máli á ætíð að leggja áherzlu á fyrsta atkvæði orða. Eg get þessa hér á ný, af því að hér er talsverð hætta á ferðum vegna amerískra dægurlaga, þar sem mjög oft er lögð skökk áherzla á íslenzk orð vegna lagsins (melódíunnar). ★ í spurningaþætti útvarpsins, sem Sigurður Magnússon fulltrúi stjórnar var spurningin nú (21.4.): Hver er skoðun yðar á abstrakt málaralist? Spurningu þessa ræddu þau Ásgeir Bjarn- þórsson listmálari, Hörður Ágústs son listmálari, Hannes Davíðsson arkitekt og Bryndís Víglundsdótt- ir kennari. Urðu allsnarpar og skemmtilegar umræður um list yfirleitt og var fróðlegt á að hlusta. Ekki vil eg leggja neitt til þessara mála, persónulega kann eg ekki að meta abstralct- málverk og langar ekki til að hengja þau upp á veggi í mínum herbergjum. Samt tel eg víst að í góðum abstraktmálverkum sé list og fegurð, svo mætir menn fást við þessa list af mestu al- vöru. Hitt er víst, að sumt af því, sem kallað er abstraktlist, og abstrakt bókmenntir er klessu verk og einskisvert bull. ★ Samfelld dagskrá stúdenta há- skólans var ágæt. Tók hver deild sinn hluta, fannst mér þó þáttur lagadeildar bera af. Meðal annars lásu ung skáld ljóð, þeir Hannes Pétursson og Gylfi Gröndal og dr. Hallgrímur Helgason stjórn- aði kór stúdenta. Mér fannst eitt kvæði Hannesar og eitt lag eftir dr. Hallgrím bera af, þótt margt væri gott. Yfir höfuð var ákaflega fræðandi og gott að heyra til hinna ungu mennta- manna. ★ Vonandi verður erindi Guð- mundar Kjartanssonar: Náttúru- skoðun frá Seljalandsheiði gefið út á prenti, en eg gat aðeins hlustað á lítinn hluta þessa gagn- fróðlega fyrirlestrar hins ágæta náttúrufræðings. Hús 106 ferm. 1 hæð og kjallari og bílskúr í Klepps- holtinu. úppiýsingar í Kauphöllinni. 200 þúsund krónur íbúð 2 herbergi og eldhús óskast til kaups á Hita- veitusvæöinu útborgun kr. 200 pús. — Tilboð merkt: „Þórður — 8103“ sendist afgreiðslu blaðsins hið fyrsta. Staðhœft að foringjar uppreisnarmanna á Súm ötru hafi flúið land Litlu munaði að Sjafruddin yrði handtekinn SINGAPORE, 26. apríl — (Reuter) — Herstjórn Indónesíustjórnar tnkynnir, að sl. miðvikudag hafi aðeins munað hársbreidd að her- sveitir hennar hafi handtekið Prawiranegra Sjafruddin, forsætis- ráðherra uppreisnarmanna á Súmötru. Blaðið Straits Times í Singapore staðhæfir, að helztu foringjar uppreisnarmanna séu flúnir til Malakka-skaga. Telur blaðið að þeir cíði eftir flugfari til Norður-Celebes, en þar hafa þeir í hyggju að lialda baráttunni áfram. Meðal foringjanna, sem flúið hafa Súmölru, er Sjafruddin og Hussein, yfirforingi uppreisnarmanna. Fulltrúi landsstjórans í Singa- pore hefur borið ummæli blaðs- ins til baka. Hann segir að yfir- völdum í Singapore og Malakka- skaga sé ókunnugt um að þessir menn hafi stigið þar á land. Blaðið Straits Times svarar því til, að yfirvöldunum hafi einnig verið ókunnugt um stöðugar ferðir uppreisnarmanna til Singa pore, þótt slíkt hafi verið öllum lýðum ljóst. Borgin S*Iok fellur Herstjórn Djakarta-stjórn- arinnar tilkynnir í dag, að borgin Solok, sem er um 60 km frá Vestiurströndinni hafi nú verið tekin. Þar voru teknir höndum um 250 upp- reisnarhermenn. Ráða upp- reisnarmenn nú aðeins yfir tveimur virkisbæjum. Satu Sankkai og Bukit Tingi. Flótti gegnum frumskóg Þá segir herstjórnin að litlu hafi munað að Sjafruddin for- sætisráðherra uppreisnarmanna yrði handtekinn s. 1. miðviku- dag, þegar her stjórnarinnar sótti fram nálægt Solok. Hófu stjórn- arliðar skothríð á bílalest upp- reisnarmanna. Höfðu þeir ofur- efli liðs og neyddust uppreisn- armenn til að yfirgefa bíla og hörfa fótgangandi í norðurátt gegnum frumskóga. Það er nú upplýst að forsætisráðherrann var meðal þeirra sem komust undan. AÐ ALFLIMDUR Barnavinafélagsins Sumargjöf verður haldinn í skrifstofu félagsins, Laufásveg 36 miðvikud. 30. apríl kl. 20.30. Dagskrá: Lagabreytingar og venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Barnavinafélagsins Stunargjafar. Til sölu Tveggja herbergja íbúð í vesturbænum. íbúðin er i góðu standi. Nánari uppýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar Aaðlstræti 6, (Morgunblaðshúsið) Símar 1 2002, 1 3202 og 1 3602. VERZLUNARWANNAFfXAG KhfKJAViuvii heidur almennan félagsfund í kvöld k. 8.30 í félagsheimili V.R. Vonarstræti 4. Fundarefni: 1. Félagsmál., 2. Kjarasamningarnir, 3. Önnur mál. Verzlunarfólk er hvatt til að mæta vel og stund- víslega. Stjórn Verzlnarmannafélags Reykjavíkur. RAGNAK JÓNSSON hæstaréttarlogmaOur. Laugaveg, 8. — Simi 1V752. 1-ógfræðistörf. — Eignaumsýsla. STEFAN PÉTURSSON, hdl., Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 7. — Sími 14416. Heima 13533. HILMAR FOSS lögg. kjalaþvð. «& r.oiut. Hafnarstræti 11. — Sim; 14824. Gísli Einarsson hcruðsd'uiiíilögmaJur. Máll lutniiigsskrifstol a. l.augavegi 20B. — Sími 19631.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.