Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 12
12 Monr.uivnLAÐiÐ Þriðjudagur 29. apríl 1958 Carðar Pálsson sfýrimaður: Skattarnir fæla stýrimennina í land Sv/pað vandamál margra þjóða J>AÐ ER dönskum æ stærra vandamál á síðari árum, hversu sjómennirnir fiýja af skipunum f land. Siglingafræðingurinn Knud Hansen skrifaði um þetta mál í timaritinu „Söfarten“ á sl. ári. í sivaxandi mæli fá stýrimenn á verziunarflotanum sér vinnu í landi og vanalega fara þeir í verr launaðar stöður en þær, sem þeir höfðu á sjónum. Eftir fyrri heims styrjöldina var lengi vel erfitt fyrir stýrimenn að fá atvinnu og þóttust menn hólpnir, ef þeir að- eins komust til sjós sem óbreyttir liðsmenn. En þessi tími er lið- inn. í dag bíða stýrimennirnir ekki eftir að komast í brúna, heldur bíður hún eftir þeim. Siglingafræðingurinn telur hina eiginlegu orsök þess, að stýrimennirnir fara í land þessa m.a.: Þó tekjumöguleikarnir til sjós séu miklir og stöðuhækkanir auk þess örar, þá er það skatta- löggjöfin sem gerir strik í reikn- inginn og gerir að litlu löngunina í hin miklu laun. „Til hvers er að íá mikið kaup“, segja ungu stýrimennirnir, „því jafnvel þótt við séum sparsamir, hverfur meiri hlutinn í skattahítina". Mér finnst rangt, segir Knud Hansen, að sjómenn fái ekki skatt fríðindi í einhverju formi. Að minnsta kosti er það hættulegt, að skattpíningin skuli hindra út- gerðarmenn, sem þó afla inörg hundruð milljóna ár hvert í þjóð- arbúið, í þvi að fá nógu marga stýrimenn. Einnig er það, að stýrimenn sem og aðrir, óska eftir að hitta íjölskyldu sína við og við. Oft er það því aðeins hægt með því að eiginkonur þeirra ferðist til þeirrar hafnar sem skipið liggur L En fráleitt hefur þótt, að þessi o. fi. dýr útgjöld megi koma til frádráttar á tekjum. Ef við settum nú svo, að hið opinbera tæki sig til einn góðan veðurdag og gerði sjómennskuna fjárhagslega freistandi, hvað er þá að segja um hina miklu mögu- leika til sjós? Ég myndi segja, að þar væru almestu framvonirnar og blátt áfram ævintýraleg tækifæri fyr- ir unga menn. Eí dregnar eru saman orsakir þess, hversu erfitt er fyrir út- gerðarmenn að fá stýrimenn verð ur það á þessa leið. Hinar eyðileggjandi skattregl- ur, sem alls ekkert tillit taka til þess fólks, sem oft verður að vera mánuði eða ár að heiman, án alls þess, sem við hin njótum i svo ríkum mæli, eru þyngstar á metunum. Hin mörgu tæki- íæri til friðsællar landvinnu, svo og hin sivaxandi þörf herskipa- flotans fyrir stýrimenn kaup- skipaflotans, hafa og sín miklu áhrif. Danski kaupskipaflotinn hefir lengi orðið að hafa sig allan við, til að útvega hina nauðsynlegu tölu stýrimanna og vélamanna á skipin. Nú er útlitið orðið svo slæmt, að farið er í alvöru að tala um að Ieggja upp skipum vegna skorts á yfirmönnum. Höfuðorsök skortsins er tilboð frá vissum löndum um gífurlegt kaup í dollurum og skattfrelsi, og það lítur út fyrir að ákvörðunin um hinn nýja sjómannaskatt, sem skyldar hina ógiftu dönsku sjómenn til að greiða ríkisskatt, en hingað til hafa þeir aðeins greitt útsvar, muni auka flóttann allverulega frá danska kaupskipaflotanum. Hin háu launatilboð koma sér- staklega frá þeim þjóðum, sem ekki eru eiginlegar siglingaþjóð- ir, en hafa orðið heimili fyrir vaxandi kaupskipaflota ýmissa landa, vegna hinna lágu skatta og þar fyrirfinnast ekki tilhlýði- leg sjóferðalög. Þessi lönd eru Panama, Costa Rica, Líbería og Honduras. Út- gerðarfélög, sem sigla undir fána þessara landa, hafa umboðsmenn staðsetta i öllum aðalhafnar- borgum heimsins, með það fyrir augum m.a., að útvega þá áhafn- armeðlimi, sem mest þörf er fyr- ir, eins og stýrimenn og vélstjóra. Offramleiðsla en samt skortur Hér heima (í Danmörku) ætti ekki að vera skortur á stýrimönn- um. Stýrimannaskólarnir eru full setnir og kennsla fyrir vélstjóra er mjög mikil, þannig mætti raun verulega tala um offramleiðslu. Samt sem áður sýnir síðasta athugun, að danska kaupskipa- flotann vantar 256 stýrimenn, 264 vélstjóra og 730 lærða aðstoð- armenn í vél. Næstu 3 árin bætast danska kaupskipaflotanum ca. 125 stór skip, sem munu þarfnast 4 til 5 hundruð stýrimanna og 7 til 8 hundruð vélstjóra. Ógerlegt hefir verið að fá full- komnar upplýsingar um, hvað verður um alla hina mörgu stýri- menn. Sumir leita sér að vinnu í landi vegna konu og barna, þótt þeir hafi jafnvel helmingi minna kaup en til sjós. Ef athuguð er skuggahlið þessa máls, kemst maður að því að aukinn fjöldi stýrimanna, hinir ógiftu, hafa árum saman tekið við glæstum tilboðum erlendis frá. Sem dæmi er hægt að taka ungan, ógiftan stýrimann, sem fékk tilboð frá Panama-skipi um Norðurlanda kaup -f- 50% álag, ásamt skattfrelsi og fríum ferð- um út og heim. Danskir útgerðarmenn hafa að vissu marki orðið að reyna að bæta úr stýrimannaskortinum með því að notast við stýri- menn með undanþágu, eða leita fyrir sér erlendis. Mjög í samræmi við þetta hefir Politiken móttekið eftirfarandi skeyti til danska forsætisráðherr- ans H. C. Hansen, gegnum loft- skeytastöðina í Lyngby: Áhöfnin á m.s. „Vestralia" leyfir sér hér með að senda harðorð mótmæli gegn hinum nýja sjómannaskatti. Umboðsmenn Panama, Liberiu og Honduras gleðjast og senda dönskum áhöfnum launatilboð, sem þeir gylla með greiðslu í dollurum, þreföldu dönsku kaupi, skattfrelsi, tvöföldum orlofspen- ingum og aukaþóknup handa yf- irmönnum. Vér spyrjum yður háttvirti forsætisráðhíerra: Óskið þér eftir almennum flótta af dönskum skipum, tapi fyrir danska'útgerðarmenn og um leið tapi á hinum mjög verðmæta gjaldeyri, er við vinnum fyrir? Óskið þér eftir að „straffa" danska sjómenn, sem ár eftir ár fá ekki sinn hlut i hinum miklu góðær- um í landinu, sem þeir hafa þó átt sinn þátt í að skapa ekki síð- ur en aðrir, en verða þar að auki að fórna öllu fjölskyldulífi? Verði þetta frumvarp sam- þykkt mun það verða eins konar „boomerang“ fyrir stjórnina. Ætlar ríkisvaldið með tillits- leysi sínu að fórna íslenzkum far mönnum á stalli suðrænna skipa- agenta? Vandamál Dana eru ekki ólík þeim vandamálum, sem knýja að dyrum hér heima. Við skulum nú hugleiða þessi mál lítillega og skoða þau í ljósi þeirra stað- reynda, sem hér eru kunnar. Það má segja að fullmenntaðir stýrimenn séu brátt orðnir nógu margir, til þess að svara eftir- spurninni hér heima, þannig er það að minnsta kosti í bili, en um vélstjórana gegnir allt öðru máli, því þar er um hreinan skort að ræða og hefir verið alla tíð frá því að nýsköpunin hófst. Mörg skip sigla í dag með vél- stjóra á undanþáguréttindum og sum skipin eru meira að segjameð hreina leikmenn innanborðs. Hin mikla vöntun á stýrimönn- um og vélstjórum, sem hófst með nýsköpunartímabilinu, orsakaði einnig að margir þessara manna byrjuðu starfið á undanþágurétt- indum, en öðluðust síðar meir full réttindi. Það vill því segja að margir þeirra manna, sem í dag starfa sem stýrimenn og vél- stjórar, hafa ekki fengið tæki- færi, til þess að ljúka þeim reynslutima, sem krafizt er, vegna hinna miklu þarfa flotans fyrir þessa menn. Jafnvel þótt Vélskólinn í Reykjavík verði þétt setinn á næstu árum, verða allir nemend- ur hans að skila sér til sjós, ef úr á að rakna. Þegar litið er á þessi mál af sanngirni, sést að þessar starfs- greinar eru ekki eins eftirsókn- arverðar og skyldi og kemur þar margt til greina. Reynslan er líka sú að stýrimenn og vélstjór- ar, sem skólann sækja, Vjósa oft á tíðum einhverja þægilega land- vinnu, heldur en illa launaðar byrjunarstöður til sjós. Þá gerir hin sívaxandi vél- væðing í landi einnig kröfur til svo og svo margra vélstjóra ár hvert. Hvað hefir ríkisvaldið gert til þess að örva farmenn til að ganga menntaveginn? Jú, það hefir byggt veglegan skóla fyrir farmenn, með vel menntuðu kennaraliði, sem far- menn geta verið stoltir af. En hvað tekur svo við þegar skóla- veru er lokið og menn koma út í athafnalífið til að leita sér at- vinnu? Eru kjörin slík til sjós, að menn skoði ekki hug sinn áður en þeir velja þá leið, til að sjá sér og sínum farborða? Til skamms tíma má segja, að kjörin hafi verið smánarleg bor- ið saman við hliðstæðar atvinnu- greinar í landi. Við síðustu samninga fékkst þó nokkur lagfæring á þessum hlut- um, fyrir góða samvinnu þessara stétta, en ríkisvaldið er þó á góðri leið að jafna þá uppbót og gera að engu. Hún minnti á atburðina í Ung- verjalandi 1956 og skoraði 6 verkamenn að vera á verði gegn undirróðri gagnbyltingarmanna. Hún lýsti því þó yfir, að pólskir verkamenn þyrftu ekki að óttast að fazistaöflin næðu völdum í landinu, vegna þess, að rússneskt herlið dveldist í landinu og yrði ætíð reiðubúið að koma verka- mönnum til hjálpar. Þegar rætt er um kaup og kjör vinnandi stétta, þá eru nokkur atriði, sem snerta sjómenn ein- göngu, sem meta mætti til fjár. Sjómenn dvelja langdvölum að heiman frá sér og slitna þá að meira eða minna leyti úr tengsl- um við fjölskyldur sínar, sjó- menn geta ekki varið frístundum sínum á sama veg og landverka- fólk og sjómenn fara á mis við það frjálsræði, sem landmenn njóta í svo ríkum mæli. Væri ekki athugandi fyrir rík- isvaldið, ef það ætlar hinum unga íslenzka kaupskipaflota lengri lífdaga og aukinn vöxt, að reyna nú þegar að hlynna lítillega að þeirri stétt, sem ber hita og þunga dagsins. Þetta getur ríkisvaldið gert, með því að veita farmönnum nú SVÍÞJÓÐARDEILD samtakanna The Experiment in Internatiortal Living, sem er alþjóðlegur félags- skapur, er vinnur að gagnkvæmri kynningu og vináttutengslum milli fólks af ýmsu þjóðerni, býður islenzku æskufólki á aldr- inum 16—20 ára hálfsmánaðar- dvöl í Svíþjóð, gegn þvi að jafn- stór hópur sænsks æskufólks njóti hiiðstæðrar fyrirgreiðslu hér, jafnlangan tíma í júlí-byrjun í sumar. fslenzki hópurinn mun leggja af stað frá Reykjavík hinn 7. júní n. k. með m.s. Heklu. Skip- ið kemur við í Þórshöfn i Fær- eyjum, Bergen og Kaupmanna- höfn og kemur til Gautaborgar hinn 13. júní. í Svíþjóð munu svo ísl. þátttakendurnir dveljast á völdum einkaheimilum í hálf- an mánuð. Hinn 27. júni verður farið með m.s. Heklu heimleiðis frá Gauta- borg með viðkomu í Kristians- sand og í Færeyjum. Og verða þá 15 sænskir unglingar með í förinni. Komið verður til Reykja- STOKKHÓLMUR, 26. apríl. — Tveir nýtízkulegir og mjög hrað- skreiðir tundurspillar eru til sölu i Svíþjóð. Skipin eru í byggingu í sænskum skipasmíðastöðvum. Hvort þeirra er 2600 rúmlestir og hafði sænski flotinn pantað þau. En nú hafa verið gerðar róttæk- ar breytingar á iandvarnaráætl- un Svíþjóðar, þar sem dregið er vcrulega úr styrkleika flotans. Þrátt fyrir þetta munu útgjöld til landvarna aukast á fjárhags- árinu 1958—59 um 100 milljónir sænskra króna. Munu þau nú nema 2700 milljónum sænskra króna. Er það nú athyglisvert, að flugherinn hlýtur stærstan hluta þessara útgjalda. Það er áætlað Rússland, sagði frú Furtseva, mun aldrei yfirgefa Pólland, heldur styðja það í viðleitninni til að skapa pólsku þjóðmni nýtt líf. Rússland verður ætíð reiðu- búið að koma Póllandi til hjálpar. Það var litill vafi, hvað hin rússneska frú meinti með þessum orðum sínum. Hún vildi minna pólsna vcrkamenn á nálægð hins rússneska hernámsliðs og að þeir skyiiu hafa sig hæga. þegar skattfríðindi í einhverju formi og þar með tryggt framtíð íslenzka flotans, þannig að vöxt- ur hans verði ekki stöðvaður fyr- ir manneklu. Telja má víst, að umboðsmenn Panama, Costa Rica, Liberíu og Honduras eigi eftir að leita fyrir sér hér heima eins og annars stað- ar. Gæti það ekki orðið fullmik- il blóðtaka fyrir íslenzka flot- ann, ef slíkum agentum tækist að hremma til sín fjölda af far- mönnum? Ég skora á ríkisvaldið að taka þessi mál til alvarlegrar yfir- vegunar og finna nú þegar ein- hverja viðunandi lausn á þessum vanda, áður en hinn suðræni felli bylur skellur hér á okkur og kem ur öllu í óefni. víkur 2. júli. Síðan dveljast sænsku þátttak- endurnir á íslenzku heimilunum í hálfan mánuð. Þeir fara utan aftur með m.s. Heklu 19. júln Nauðsynlegt er að væntanlegir þátttakendur' í Sviþjóðarförinni taki sænska unglinga til dvalar um hálfsmánaðar skeið eins og að framan greinir. Af þessum sökum verður að þessu sinni að takmarka þátttöku við æskufólk frá Reykjavík og bæjum og byggðarlögum á Suður- og Yest- urlandi. Kostnaður fyrir hvern þátttak- anda er áætlaður um 2000 kr. og eru þar innifalin öll fargjöld og þátttökugjald. Umsóknir um þátttöku sendist Magnúsi Gíslasyni, námsstjóra, Vonarstræti 8, (Box 912) Reykja- vík, sem fyrst og eigi. síðar en 10. maí n. k. Umsókn fylgi upp- lýsingar um aldur, nám eða at- vinnu, ásamt meðmælum frá skólastjóra, kennara eða vinnu- veitanda svo og önnur meðmæli ef fyrir hendi eru. að um 1100 milljónir kr. fari til flughersins, 900 milljónir til land hersins og 500 milljónir til flot- ans. Um 2000 milljónir kr. fara til sameiginlegra landvarnar- þarfa. Það er athyglisvert, að stöðugt fer vaxandi fjárveiting til til- rauna og smíði flugskeyta. Er sú fjárveiting nú áætluð um 25 millj ónir sænskra króna. Svíar hafa sjálfir smíðað fúllkomin loft- varnarflugskeyti, en munu einn ig hafa í hyggju að kaupa flug- skeyti frá Bretum eða Banda- rikjamönnum. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um að útvega kjarnorkuvopn til land varna. Eru mjög skiptar skoðanir um það í Svíþjóð, einkum virðist það álit margra að nægilegt sé að treysta á aðstoð frá Vestur- veldunum, ef að til árásar kynni að koma á Svíþjóð. Vélaviðgerðarmenn hjálCA VIKUNA 17.—22. marz dvöldu 10 íslenzkir vélaviðgerðarmenn á vegum ICA stofnunarinnar hjá Cummins dieselvélaverksmiðj- unni í Bandaríkjunum. Kynntu þeir sér rekstur og viðhald Cummins dieselvéla, en af þeim er mikill fjöldi hér á landi. — Nöfn íslendinganna eru þessi: Sigurður Þorleifsson, Jón Þor- valdsson, Ingi Guðmundsson, Sigurður G. Ólafsson, Stefán Ólafsson, Oddur Pétursson, Guð- mundur Hilmar Pétursson, Krist- inn Siggeirsson, Bjarni Sveins- son og Þorsteinn Þorsteinsson. Rússu yfirgefo oldrei Pdlland VARSJÁ, 25. apríl — Frú Furtseva, hin valdamikla stjórnmálakona Rússlands, hefur lýst því yfir, að rússneski herinn muni aldrei hverfa brott af pólskri grund. Yfirlýsingin kom fram í ræðu, sem hún flutti í verksmiðjubænum Nowa Huta, skammt frá Krakow. Frú Furtseva er nú á ferðalagi um Pólland ásamt Voroshilov, forseta Rússlands. Ræðuna í Nowa Huta flutti hún fyrir þúsundum \erkamanna úr stálverksmiðjum borgarinnar. Þýtt og ritað Skiptiheimsókn ung- linga til Svíþjóðar Svíar vilja selja tundur- spilla en kaupa flugskeyti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.