Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1958, Blaðsíða 2
2 MORCrWTiT 4 Ð1Ð Þriðjudagur 29. april 1958 < * Raymond Dennett og kona hans. Áhugi Banduríkjamanno ó Norðurlöndum sívuxundi A. S. F. gefur út nýja þýðingu á Egils sögu 1 GÆR áttu fréttamenn fund með Mr. Raymond Dennctt og konu hans, en þau eru í heimsókn hjá Islenzk-ameríska félaginu þessa dagana. Gunnlaugur Pétursson formaður félagsins kynnti gest- Ina fyrir fréttamönnum og gaf síðan Mr. Dennett orðið, en hann er forseti „American-Scandi- navian Foundation", sem er sú stofnun bandarísk er mest lætur til sin taka samskipti Bandaríkj- anna við Norðurlönd. Mr. Dennett sagði, að „Ameri- can-Scandinavian Foundation" hefði verið stofnuð árið 1910 af dönskum manni, sem setzt hafði að í Bandaríkjunum, Nils Poul- sen. Gaf hann stofnuninni % milljón dollara sem voru miklir peningar þá ekki síður en nú. Segja má að Poulsen hafi verið langt á undan sínum tíma, því á þessum árum var ekki hugsað um Norðurlöndin sem heild, held- ttr aðeins um hvert einstakt ríki. Fjölþætt verkefni Stofnunin hefur unnið fjölþsett starf frá upphafi, og sagði forset- inn að það væri í fjórum megin- liðum: 1) Hún gefur út stórt tímarit, sem kemur út ársfjórðungslega og nefnist „American-Scandi- navian Review“. Flytur það efni frá Norðurlöndunum öllum, sög- ur, kvæði og greinar, auk þess sem helztu atburðir í hverju landi eru raktir þar. Stofnunin fæst einnig við bóka- útgáfu og gefur út tvær bækur á ári, ýmist þýðingar á norræn- um verkum eða frumsamdar bæk ur um norræn mál. í ár sendi hún frá sér íslenzka bókmenntasögu eftir dr. Stefán Einarsson, og er það eina yfirlitið um bókmenntir Islendinga frá upphafi fram á þennan dag, sem til er. Á næsta ári kemur svo út þýðing á Egils sögu, gerð af Gwyn Jones. Stofn- unin hefur gefið út eða er í þann veginn að gefa út bókmenntasög- ur allra Norðurlandanna ásamt almennri sögu hverrar þjóðar. 2) Stofnunin hefur forgöngu um skipti á menntamönnum og námsmönnum milli Bandarík]- anna og Norðurlanda. A ári hverju fá átta til tólf Bandaríkja- menn styTki til náms á Norður- löndum, og styrkir til náms í Bandaríkjunum eru einnig fyrir hendi. 3) Stofnunin hefur einnig for- göngu um ráðningu ungs fólks í öllum greinum iðnaðar og ann- arra atvinnugreina hjá banda- rískum fyrirtækjum. Þetta fólk fær vinnu við fyrirtækin í 18 mánuði og nægiiega þóknun til að standa straum af útgjöldum, en það verður sjálft að kosta för sína til og frá Bandaríkjunum. Hefur þetta gefizt sérstaklega vel, og eftir stríðið hafa um 6000 manns farið til Bandaríkjanna á vegum A.S.F. Fer þessu fólki fjölgandi með hverju ári, en nú eru um 600 manns þátttakendur í þessari starfsemi árlega. Sömu- leiðis hafa um 500 Bandaríkja- menn farið til Norðurlanda með pömu kjörum. 4j Loks nefndi Mr. Dennett hin menningarlegu samskipti sem stofnimin beitir sér fyrir, m. a. með því að kynna norræna tón- list í Bandaríkjunum, bjóða þekktum menningarleiðtogum í fyrirlestraferðir til Bandaríkj- anna og góðum listamönnum til að sýna eða flytja verk sín. Einn- ig gengst stofnunin fyrir sérstök- um námskeiðum þar sem kennd eru öll norrænu tungumálin. Er þetta gert í samvinnu við háskóla í New York. Vaxandi áhugi á Norðurlöndum Þá gat Mr. Dennett þess að ýmsir bandarískir háskólar hefðu hug á að stofna sérstakar norræn- ar deildir, t. d. Harvardháskólinn. „New York University“ er jafn- vel með ráðagerðir um að setja upp sérstaka íslenzka deild. Hann sagði að áhugi bandarískra námsmanna á Norðurlöndum færi sívaxandi og nú væru 75 bandarískir stúdentar við nám þar, en hefðu aðeins verið fimm fyrir sex árum. Örlátir einstaklingar Þegar hann var spurður um Is- lenzk-ameríska félagið og hlið- stæð félög á Norðurlöndum, kvað hann þau vera algerlega sjálf- stæð, en í nánu sambandi við A.S.F. Sú stofnun nýtur engra opinberra styrkja, en fær mikið af gjöfum frá einstaklingum. T. d. fékk hún um 400.000 dollara í gjafir á síðasta ári. Meðlimirnir eru um 4000, og greiða 25.000 dollara í ársgjöld. Mr. Dennett og kona hans eru sérlega ánæg með dvölina hér, en þetta er í fyrsta sinn sem þau gista Island. Hafa þau komið að máli við ýmsa leiðtoga hér í sam- bandi við störf A.S.F. auk þess sem þau hafa skoðað borgina og umhverfi hennar. Þau fara aftur til Bandaríkjanna á morgun. NEW YORK, 28. apríl—Harrison Salisbury, helzti Rússlandssér- fræðingur bandaríska stórblaðs- ins „The New York Times“, hef- ur ritað grein, þar sem hann bendir á þá skoðun margra kunn- ugra manna, að bak við viðsjárn- ar milli Rússa og Júgóslava liggi alvarleg átök leiðtoganna í Kreml. Talið er að deilurnar standi einkum um stefnu Rússa í leppríkjunum og um afstöðuna til hugsanlegrar ráðstefnu æðstu manna. Sumir álíta, að hinn gamli og harði stalinisti Suslov hafi gagn- rýnt stefnu Krúsjeffs, og að hann hafi stuðning ýmissa leiðtaga sem finnist foringinn vera of tæki- færissinnaður. Bendir Salisbury á heimsókn Krúsjeffs til Ung- verjalands og viðræður Kadars og Títós. Þegar Krúsjeff kom heim frá Ungverjalandi hélt hann mikla ræðu, þar sem hann lýsti yfir vináttu sinnig við Tító og i fordæmdi Rakosy-klíkuna í Ung- Sænsku bókasýn- inguimi að ljúka SÆNSKU bókasýningunni í Bogasal Þjóðminjasafnsins lýk- ur núna um mánaðamótin og því síðustu forvöð að sjá hana. Aðsókn að sýningunni hefir verið ágæt. Sumarfagnaður STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur heldur sumarfagnað að Hótel Borg annað kvöld (miðvikudags- kvöld) 'kl. 9 e. h. Hugmyndin var sú að halda sumarfagnaðinn síð- asta vetrardag svo sem venja hefur verið til, en fresta varð fagnaðinum af óviðráðanlegum ástæðum. En nú skal fagnaðurinn ha’dinn kvöldið fyrir 1. maí, enda allar veitingar á boðstólum þótt miðvikudagur sé. Dagskrá verður fjölbreytt og afar skemmtileg. Karl Guðmundsson leikari skemmtir, Sveinn Ásgeirsson stjórnar nýjum þætti og fleira verður til skemmtunar. Miðasala í dag og á morgun kl. 5—7 að Hótel Borg. Mikil vinna í hrað- frystihúsumim AKRANESI, 28. apríl — 1 gær voru fimm netjabátar á sjó og var aflahæsti báturinn, Sigrún, með 28 lestir. Heildaraflinn á laugardaginn var 108 lestir. Þá hefur trillunum gengið vel og fiskaði ein þeirra, „Sæljón", 1300 kg á skammri stundu í gærdag. Síldarbátarnir hafa landað og var Svanur með 155 tunnur, Farsæll 41 og Ásmundur 40. Sildin er öll hraðfryst fyrir „Járntjaldsmark- að“. Mikil vinna hefur verið í hrað- frystihúsunum undanfarið og hef ur verkafólkið unnið helga daga jafnt sem virka. Mjög oft er unnið fram til miðnættis og stundum alla nóttina. Um helgina fór um helmingur nemenda Gagnfræðaskólans í fjallgönguleiðangur með 6 kenn- urum sínum og var gengið á Akrafjall í hinu fegursta veðri. Voru um 100 nemendur í hópn- um. Var mjög víðsýnt af fjallinu enda hið bezta skyggni. — Oddur. Skrifsfofum og verziuuum verði iokað 1. maí Á FUNDI l.-maínefndar sl. sunnudag var samþykkt einróma eftirfarandi tillaga: „l.-maí-nefnd verkalýðsfélag- anna í Reykjavík beinir þeirri áskorun til hlutaðeigandi aðila, að öllum verzlunum og skrifstof- um verði lokað allan daginn 1. maí.“ verjalandi. Þegar ræðan birtist í „Pravda“ hafði hún verið stytt og „hreinsuð“, ummælin um Rakosy og félaga hans voru horf- in. Talið er sennilegt að Krúsjeff hafi nú ráðizt á Tító til að friða ýmsa helztu leiðtoga Rússa, sem eru andvigir stefnu hans í utan- ríkismálum. „Pravda" hefur að undanförnu gert sér tíðrætt um einingu og stefnufestu flokksins, en slíkar yfirlýsingar hafa jafn- an komið í kiölr/r alvarlegs ágreinings í forustu kommúnista- flokksins. Möltu, 28. apríl — Verkalýðs- samband Möltu undir stjórn Mintoffs fyrrverandi forsætisráð- herra hefur boðað 24 tíma alls- herjarverkfall í mótmælaskyni við stefnu Breta á eynni. Urðu allmiklar róstur á Möltu í dag. Lýst hefur verið yfir þriggja mánaða útgöngubanni á eynnL Eftirlit með ríkisrekstrinum A FUNDI neðri deildar Alþingis í gær var samþykkt með 19 atkv. gegn engu tillaga fjárhagsnefndar um að vísa til ríkisstjórnarinnar frumvarpi Jóns Pálmasonar um eftirlit til varnar gegn ofeyðslu hjá ríkinu og stofnunum þess. Þá var gengið til atkvæða um frum- varp stjórnarinnar um ráðstafan- ir til að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins. Sjálfstæðismenn í fjárhagsnefnd deildarinnar höfðu borið frar* breytingatillög- ur, sem gengu mjög í sömu átt og ákvæði í frumvarpi Jóns. — Þessar breytingatillögur voru all- ar felldar og frumvarpinu síðan vísað til 3. umræðu með 17 atkv. gegn 8. Frá Alþingi FUNDIR verða í deildum Al- þingis í dag kl. 1,30. Þessi frumv. er.u á dagskrá: í efri deild: Al- manaksútgáfa. Sauðfjárbaðanir. Listamannalaun. Húsnæðismál. í neðri deild: Samvinnufélög. Leigubifreiðir. Kostnaður við rekstur ríkisins. Matreiðslumenn á skipum. Eignarnám á Hvamms- tanga. Hlutatryggingasjóður. Fræðsla barna. Dýralæknar. Skólakostnaður. Búnaðarmála- sjóður. Útflutnmgur hrossa. — Schweitzer Frh. af bls. 1 Ekki hlutverk eðlisfræðinga Schweitzer sagði, að það væri ekki rétt að láta eðlisfræðinga skera úr um það, hvort tilraun- irnar væru skaðlausar. Það væri verkefni lífeðlisfræðinga og lækna. „Hver kynslóð á fætur annarri mun verða vitni að því á komandi öldum, að tala barna, sem fæðast með andlega og líkamlega ágalla, mun fara stór- um vaxandi“. „Hrein" vetnissprengja hégómi Ilann sagði, að hin svonefnda „hreina vetnissprengja" væri ekki annað en glingur í sýning- arglugga áróðursmanna, hún yrði aldrei notuð. „Auðvitað dett- ur hvorki Bandaríkjamönnum né Rússum í hug að framleiða þessa sprengju, sem er miklu áhrifa- minni, til að nota hana í hugs- anlegiu stríði. Hermáiaráðuneyti Bandaríkjanna hefur nýlega lýst þvi yfir, að kjarnageislun stórra landsvæða sé orfhn nýtt sóknar- vopn“. Engin afsöknn lengur Schweitzer benti á, að yfirlýs- ingin, sem 9235 vísindamenn frá öllum þjóðum sendu fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna 13. jan. 1958, hefði gefið kenningunni um skaðleysi kjarn- orkutilrauna rothögg. Hann sagði að áróðursmenn áframhaldandi tilrauna gætu ekki lengur haldið því fram, að vísindamenn væru ekki á einu máli um hættu slíkra tilrauna. Hver þorir að taka á sig ábyrgðina? Um líffræðilega hættu tilraun- anna sagði Schweitzer: „Við get- um ekki tekið á okkur ábyrgðina á væntanlegum fæðingum þús- unda barna með alvarlegar and- legar og líkamlegar meinsemdir, aðeins vegna þess að við gáfum ekki hættunni nægilegan gaum. Þeir einir sem aldrei hafa verið viðstaddir fæðingu vanskapaðs barns — aldrei heyrt grát móður- innar eða séð taugaáfall hennar — aðeins þeir hafa þor til að halda því frar*, að eins og nú stendur á verði menn að taka á sig áhættuna af að halda til- raununum áfram....... Það er sérstök skylda allra kvenna að koma í veg fyrir þennan glæp gegn komandi kynslóðum. Það er skylda þeirra að hefja upp raust sína geg* honum þannig að það heyrist um allan heim“. - GENF Frh. af bls. 1. komulag koma til greina á næstu ráðstefnu, ef Iöndin sem halda fast við 12 mílna landhelgi reyn- ast ófús að slaka til, svo sem reyndin hefur verið hingað tiL (Þetta þótti ýmsum mjög harka- lega til orða tekið). 3) Við leggjum höfuðáherzlu á að ekkert ríki færi út landhelgi sina fram að næstu ráðstefnu. Ella verður hún tilgangslaus. ★ ★ ★ í dag átti ég stutt sam- tal við Sir Farndale Philips, for- seta brezku togaraeigendasam- takanna, en hann tók við því starfi fyrir nokkru. Hefur hann verið einn af ráðunautum brezku sendinefndarinnar á ráðstefn- unni. Ræddi ég við hann um ráðstefnuna og úrslit hennar, en þó einkum um spurninguna til hvaða ráðstafana brezkir togara- eigendur mundu grípa, ef til þess kæmi að íslendingar færðu út landhelgina. — Yður leikur forvitni á því, sagði hann. Raunar er of snemmt að svara þeirri spurningu á þessu stigi málsins, þar sem ekkert hefur ennþá gerzt. Ég hef séð blaðafregnir um væntanlegar ráð stafanir íslendinga í landhelgis- málinu, en jafnframt veitt því eftirtekt, að hvergi er á það minnzt, hve langt út landhelgin verði færð. Þó get ég fullyrt að við Bretar munum grípa tii þeirra ráðstafana, sem við telj- um nauðsynlegar í þessu málL Mér er líka óhætt að fullyrða, að við munum hafa mjög náið samband við ríkisstjórnina, nán- ara en við nokkra aðra aðila, sem þetta mál skiptir. — En hver er ástæðan til að Islendingar taka þann kost að færa út landhelgina? hélt hann áfram. Geta íslendingar ekki veitt allan þann fisk, sem þeir þarfnast eins og sakir standa, með óbreyttri landhelgi? Er nauð synin á vikkun svo ákaflega brýn og aðkallandi eins og máiin horfa nú? — Eg hef að undanförnu kynnt mér sögu löndunarbannsins og aðdraganda þess. Þar fláðu hvorki Bretar né íslendingar feitan gölt. Hvorug þjóðin hagnaðist á þvi og ég vona svo sannarlega, að sú saga verði ekki endurtekin. Það væri óskynsamlegt. — Þér álítið þá, að brezkir togaraeigendur eða fiskkaup- menn muni ekki beita áhrifum sínum til að nýtt löndunarbann verði sett á íslenzkan fisk í brezkum höfnum, ef íslendingar færa út landhelgina? — Enn hafa íslendingar ekki gert neinar ráðstafanir eins og ég sagði, og meðan svo er, þá er í rauninni tilgangslaust að vera að bollaleggja hvernig við svör- um ráðstöfunum, sem við vitum ekki ennþá hverjar verða. En segið mér eitt í þessu samhandi, hvers virði er ykkur fslendmgum brezki markaðurinn? — Því get ég ekki svarað, en vafalaust er auðveldara að missa slíkan markað í annað sinn enhið fyrsta. Segið mér, Sir Farndale, mundu brezkir togaraeigendur leggja það til við ríkisstjórnina, að deilunni yrði skotið fyrir al- þjóðadómstólinn í Haag, ef hún kæmi upp? Það hefur komið til mála. — Það er ein leið. En á þessu stigi get ég ekkert um það sagt. Ég vil hins vegar ítreka annað við yður: Ég vænti þess fast- lega og treysti því, að afleiðing- in af þessari tveggja mánaða ráð- stefnu verði ekki sú, að ríki geri einhliða ráðstafanir í landhelgis- málum án þess að eiga fyrst við- ræður um þessi efni við þær þjóðir, sem þar eiga hlut að máli. Að því er tekur til fslands, þá vona ég einnig að íslendingar sýni fulla gætni og varúð í þess- um málum, svo þær ráðstefnur sem kunna að eiga sér stað í framtíðinni, annaðhvort á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna eða milli tveggja ríkja, verði ekki torveldaðar áður en til þeirra kemur. Eru alvarleg útök í Kreml? 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.