Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 1
V 16 síður og Lesbók 43. árgangur 99. tbl. — Laugardagur 3. maí 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsin* ísland hefir vafalítið haftallra þjóða mestan hagnað af Genf- arráðstefnunni Samtal við Davið Ólafsson fiskimálastj. GENF, 1. maí. — Einkaskeyti til Mbl. frá Gunnari G. Schram. —■ í dag átti ég tal við Davíð Ólafsson fiskimálastjóra um störf ráðstefnunnar í Genf og hver helztur hefði orðið hagn- aðurinn fyrir ísland af þátt- tökunni í henni. Ræddum við einkum um fiskverndar- og friðunarákvæðin, en Davíð tók þátt í störfum þeirrar nefndar sem um þau má/ f jallaði. Ráðstafanir utan landhelgi — Árangurinn af störfum fiskfriðunarnefndarinnar, sagði Davíð, var mikill og ber þar fyrst að nefna, að samkomuiag náðist um almennar reglur um fiiðun fiskstofna á úthafinu. Hér á ráðstefnunni náðist sá þýðingarmikli áfangi, að strand- ríki eru heimilaðar friðunarráð- stafanir utan fiskveiðilandhelgi. Um þetta urðu mjög harðar deil- ur á fundinum, en það fékkst að lokum samþykkt. Slíkar einhliða aðgerðir geta verið t. d. til þess að takmarka veiðar allra þjóða á viðkomandi miðum, eða aðrar slíkar aðgerðir til verndunar fiskstofnunum. Til aðgerðanna er því aðeins heimilt að grípa, ef brýn nauðsyn krefur og vís- indalegar rannsóknir sýna að svo sé. Ráðstafanirnar ná jafnt til allra, sem veitt hafa á mið- unum. Hver aðili sem er getur skotið málinu til 5 manna gerðar- dóms, ef samkomulag fæst ekki innan 6 mánaða. Úrskurður gerð- ardómsins verður bindandi fyr- ir aðiljana. Hingað til hafa verið í gildi ýmsir samningar um verndun fiskstofna á vissum svæðum við norðanvert Atlantshaf og eru ís- Meira blóðbað i A I si r PARÍS, 2. maí — Franska her- stjórnin í Alsír tilkynnti í dag, að lokið væri mestu bardögum þar í landi frá því uppreisnar- menn hófu baráttu sína. Bardag- arnir stóðu yfir í fjóra sólar- hringa. Frakkar segjast hafa fellt 436 uppreisnarmenn af 750, sem þátt tóku í bardögunum. Sjálfir segjast þeir hafa misst 38 menn af 3000 manna herliði, sem þeir sendu fram. lendingar aðiljar að slíkum samningum. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn, sem settar eru al- mennar grundvallarreglur, sem gilda um allan heim um vernd fiskstofna. Er það gífurlega þýð- Davíð Ólafsson ingarmikið spor í rétta átt. Grundvöllur þessa var lagður á fiskverndunarráðstefnunni i Róm 1955, sem ísland tók ekki þátt í. Verður seint ofmetið mik- ilvægi þessarar ákvörðunar. Forgangsréttur strandrikis — Hvað um sjónarmið það sem. ísland barðist fyrir, að viður- kenndur yrSi forgangsréttur strandríkis til fiskveiða utan landhelgi, ef það byggði afkomu sína að mestu leyti á veiðunum? — Um það var tillaga Suður- Afríku samþykkt. Er það í fyrsta skipti, sem þetta sjónarmið htýt- ur viðurkenningu á alþjóðavett- vangi. ísland hefur árum sarnan barizt fyrir þessu á alþjóðavett- vangi. Fékk tillaga íslands þar að lútandi einfaldan meirihluta. en ekki % hluta atkvæða, sem krafizt er. Kom þá fram tiliaga Suður-Afríku, sem ekki gekk eins langt og íslenzka tillagan, en verður þó að teljast mikill á vinningur, þar sem forgangsrétt urinn er viðurkenndur undir vissum kringumstæðum. Var óað sérstaklega athyglisvert, að tii- lagan var samþykkt með nær oll- um atkvæðum. Hagnaður íslands mestur — Þú telur þá, að ísland liafi síður en svo borið skarðan hlut frá borði í þessum málum? — Það er fjarri því, að ís- lendingar hafi tapað á rað stefnunni. Þátttaka Isiendinga hefur orðið þeim til mikils gagns. Ráðstefnan verður mjög þýðingarmikil, þótt ekki næðist samkomulag um víð- áttu iandhelginnar. Ekkert ríki á jafnmikilla hagsmuna að gæta sem ísland, um að forgangsréttur strandrikis verði viðurkenndur vegna efnahagsaðstæðna. Er þess vegna vafasamt að nokkurt ríki heims hafi haft jafnmik- inn liagnað af ráðstefnunni, sem ísland. Mál þessi hafa verið undirbúin vandlega ai tslands hálfu siðustu áratug- ina og kom ávöxtur þess starfs nú í ljós. Mun það þo koma enn betur fram á næstu árum, að hagnaður okkar af ráðstefnunni liefur verið mik- ill, þótt ekki næðist samkomu- lag um víðáttu landhelginnar. Það er nú eftir ráðstefnuna ljóst, að meirihluti þjóða heims telur að 12 mílna fisk- veiði- eða lögsögulandhelgi sé í fullu samræmi við alþjóða- rétt. Nægilegur meirihluti fyrir þeirri skoðun náðist ekki, fyrst og fremst vegna þess að 12 mílna ríkin gatu ekki komið sér saman um eína tillögu. Það mál bíður oetri tíma. Bússoi hafna enn tillogu Banda- nkjamanna um eftirlit R á ð a st á Hammarskjöld NEW YORK, 2. maí — í dag varstjórnar hjá S. Þ., sagði, að ef haldið áfram umræðum í öryggis ráðinu um bandarísku tillöguna um eftirlit yfir heimskautasvæð- unum. Rússneski fulltrúinn hafn- aði tillögunni enn sem fyrr. Hann réðist á Hammarskjöld fram- kvæmdastjóra S. Þ. fyrir að hafa gengið í lið með Atlantshafs- bandalagslöndunum með því að styðja tillögu Bandaríkjamanna og sagði, að slík framkoma væri sízt til þess fallin að auka traust hans. Lodge, aðalfulltrúi Bandaríkja- Rússar vildu, væru Bandaríkja- menn fúsir til að láta tillögu sína um eftirlit ná til fleiri svæða. Japanski fulltrúinn þakkaði Hammarskjöld fyrir afskipti hans af þessu máli. ~k Við atkvæðagreiðslu í Öryggis- ráðinu í gærkvöldi um banda- rísku tillöguna, beitti rússneski fulltrúinn neitunarvaldi sínu. — Er það í 83. sinn sem Rússar beita neitunarvaldinu í ráðinu. — Aðrir fulltrúar, 10 að tölu, greiddu atkvæði með tillögunni. Yfirmaður Atlantshafsflotans NORFOLK (Virginia), 2. maí — Jerauld Wright, flotaforingi, yfir- maður NATO-flotans á Atlants- hafi, hefur dvalizt í Evrópu und- anfarið, en heldur aftur heim til Bandaríkjanna um helgina. Er ráðgert, að flotaforinginn komi þá við á Keflavíkurflugvelli í stutta heimsókn. Samkvæmt áætl uninni á hann að koma til Kefla- víkur á sunnudagskvöld, en held- ur áfram ferðinni heim næsta morgun. Kröfugangan á leið niður Bankastræti Kröfugangan og útisamkoman 1. maí 1. MAÍ hátíðahöldin í Reykjavík fóru fram í samræmi við áður auglýsta dagskrá. Veður var sér- staklega gott, sólskin og blíða. Kröfugangan hófst frá Vonar- stræti um tvöleytið og var hún prýdd fjölda félagsfána svo og borðum sem á voru letraðar kröf- ur dagsins. Tvær lúðrasveitir léku fyrir göngunni. Skömmu fyrir kl. 3 kom gang- an niður á Lækjartorg og hófst Rússar voru ekki hrifnir af kröfunni um 12 sjómílna landhelgi IVIoskvufrétt um i Reykjavik 1 GÆR kl. 6 síðd. eftir íslenzk- um tíma var fréttasending frá Moskvu á norsku. Var þar sagt frá ýmsum fréttum og þess m. a. brottför varnarliðsins frá Kefla- víkurflugvelli. Hins vegar var ekki minnzt á aðalkröfu dagsins, 12 sjómílna landhclgina. Má í þessu sambandi benda á, að Rúss- ar lögðust gegn málstað íslend- inga á Genfarráðstefnunni. Loks má geta þess, að rúss- neska fréttastofan Tass, hefur bann við kjarnorkuvopnum og sérstakan fréttaritara hér á landi. I. mai hátiðahöldin getið, að 1. maí hefði verið hald- inn hátíðlegur í Reykjavík. Síð- an var skýrt frá helztu kröfun- um og sagt, að þær hafi verið — þá útifundur. Ræðumenn voru fjórir. Mannfjöldi mun aldrei hafa verið jafnmikill 1. maí og nú, hvorki í kröfugöngunni né á Lækj artorgi, enda stóðu nú öll verka- lýðsfélög bæjarins saman að deg- inum, þótt um helmingur þeirra ritaði undir 1. maí-ávarpið með fyrirvara. Það vakti athygli fólks að hvergi sáust í kröfugöngunni spjöld með mótmælum gegn föls- un vísitölunnar, lögbii dingu kaups eða kröfum um nýjan vísitölugrundvöll, en spjöld með áletrunum um þessi mál voru þó áberandi 1. maí í fyrra. Má vera að ríkisstjórnin hafi farið fram á að þau spjöld yrðu ekki notuð í þetta sinn. Eðvarð Sigurðsson, ritari Jerkamannafélagsins Dagsbrúnar talaði fyrstur og ræddi hann m. a. um mikilsvert hlutverk verkalýðshreyfingarinnar, þrá fólksins eftir friði og bann við notkun kjarnorku til hernaðar. Hann varði talsverðu af ræðu- tíma sínum í skammir um út- varpsráð. Hann vegsamaði vin- samlegt samstarf ríkisstjórnar- innar við verkalýðssamtökin í landinu og boðaði nýfengið loforð um lífeyrissjóð fyrir togarasjó- menn. Allt og sumt, sem Eðvarð hafði að segja um efnahagsvanda- mál þjóðarinnar var, að væntan- legar væru tillögur frá ríkis- stjórn landsins um þau mál, og þá myndi verkalýðurinn fá að vita hvað ætti að gera og yrði þá að vera reiðubúinn að taka afstöðu. Hann minntist ekki einu orði á samningsuppsagnir verka- lýðsfélaganna á gildandi kaup- og kjarasamningum. Jón Sigurðsson, ritari Sjó- mannafélags Reykjavíkur, talaði næstur. Hóf hann mál sitt á því að óska þess, að jafnan væri sól- skin og birta yfir verkalýðssam- tökum þjóðarinnar. Hann ræddi nokkuö uin samstöðu þá, sem nú Frh á öis. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.