Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 14
14 M O K <; V V H I 4010 Laugardagur 3. maí 1958 Úrslit á Wembley í dag Úrslitaleikurinn í ensku bikar- keppninni fer fram í dag á Wemb ley-leikvangnum í London. Bolt- on Wanderes leikur gegn Manch- ester United. Lið Manchester United verður þannig skipað: Gregg markvörður; Grieves og Foulkes bakverðir Goodwin, Cope og Crowther framverðir, og framlínan talinn frá hægri út- herja: Dawson, Taylor, Charlton, Viollet og Webster. Manchester United komst í úr- slit sl. ár en tapaði með 2:1 móti Aston Villa. Fyrirliðinn Fouík- es, ásamt miðherjanum Charlton eru einu mennirnir í liðinu, sem léku með því þá. Lið Bolton Wanderes verður: Hopkinson markvörður; Hartle og Banks bakverðir, Hennin, Higgins, Edwards framverðir, framlínan frá hægri: Birch, Stev ens, Lofthouse, Parry og Hold- en. Bolton Wanderes lék síðast á Wembley árið 1953, þegar Black pool og Stanley Mathews unnu 4:3. Miðherjinn Lofthouse og vinstri útherjinn Holden léku þá einnig í liðinu. Skemmtilegri heimsókn lokið í DAG átti að halda utan til Hafn ar sundfólkið er hér dvaldist á vegum ÍR, sænska stúlkan Karin GOÐUR BILL64 99 Óska eftir að kaupa vel með farinn 6. manna bíl, milliliðalaust. Eldri gerð en 1954, kemur vekki til greina. Staðgreiðsla ef óskað er. Tilboð sendist Morg- unblaðinu fyrir mánudagskvöld, merkt: „Góður bíll — 8153“. UPPBOÐIÐ á hluta í Hverfisgötu 66 A, hér i bænum, eign dánar- bús Guðjóns Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri í dag, laugardagínn 3. maí 1958, kl. 2V2 síðd. Borgarfógeiinn í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 17., 18., og 23. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1958, á hluta í Fálkagötu 24 (gamla húsinu), hér í bænum, eign Sigurðar Karlssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka fslands á eigninni sjálfri," fimmtudaginn 8. maí 1958, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. KVENBOMSUR kvenstrigaskór, kvengúmmístígvél, barna- gúmmístígvél. d3reihallil? Laugaveg 63. VELSMIÐIR Tvo vélsmiði vanta að stóru fyrirtæki til starfa í Reykjavík og úti á landi. Umsókn með upplýs- ingum um fyrri störf og kaupkröfu sendist Morg- unblaðinu, merkt: „Strax — 8150“. Byggingarsamvinmifélag prentara ÍBÚÐIR TIL SÖLU Risíbúð í Hjarðarhaga 58: 3 herbergi (4. hæð). f Kiepps- vegi 2: 3 herbergi á 2. hæð — Sólheimum 25: 2 íbúóir 4 herbergi og 3 íbúðir 5 herbergi. Félagsmenn, sem nota vilja forkaupsrétt sinn gefi sig fram á skrifstofunni, Hagamel 18, (opin kl. 4—7) fyrir miðvikudagskvöld 7. mai. STJÓNIN. Larsson og danski sundmaður- inn Lars Larsson. Er lokið 6 daga heimsókn þeirr-a hingað, er verið hefur einkar skemmtileg fyrir ísl. sundfólk. og sundunn- endur. 3. dag mótsins, er hald- ið var í tilefni komu þeirra, voru sett mörg og glæsileg ísl. met og þau tvö náðu góðum árangri, t. d. var Lars Larsson aðeins 8/10 úr sek frá danska metinu í 400 m skriðsundi. — Þau halda utan með flugvél Flugfél. íslands. Valur vann Þrótt 11:1 ANNAR leikur Reykjavíkur- meistaramótsins í knattspyrnu fór fram sl. miðvikudagskvöld. Mættust þá Valur og Þróttur. Valsmenn voru svo til einráðir á vellinum og sýndu mikla yfir- burði. Skoruðu þeir 11 mörk gegn einu. í hálfleik stóðu leikar 5:0. Virðast Valsmenn vera í góðri þjálfun nú er þeir hefja keppnistímabilið. Næsti leikur verður á sunnudag. Þá koma KR- ingar í fyrsta sinn til leiks og mæta Víkirg. Dómarar og linuverðir i vikunni STJÓRN K.D.R. hefur náð sam- komulagi við íþróttafréttaritara nokkurra blaða hér í bæ um að fá fastan dómaraþátt einu sinni í viku. Mun hann verða nokkurs konar vikuskýrsla fyrir þá dóm- ara sem starfa á vegum K.D.R. Ritari félagsins mun gera sitt bezta til að þátturinn takist vel. 3. maí: kl. 14 Melavöllur, 1. fl. Valur—Fram. D. Hreiðar Ársæls son, Lv. Daníel Benjaminss. og Haraldur Baldvinsson. 4. maí: kl. 14 Melavöllur. M.fl. KR—Valur. D. Ingi Eyvinds. Lv. Örn Ingólfss. og Páll Guðnason. 5. maí: kl. 20.30 Melavöllur. 1. fl. KR—Þróttur. D. Gunnar Aðal- steinsson Lv. Ólafur Bergsson og Elías Hergeirsson. 6. maí: kl. 20.30 Melavöllur. M. Söngskemmtun Fóst- brœðra í Austurbœjarbíói ÞAÐ hefur verið óvenjulega mik- ið um tónleika hér í höfuðborg- inni upp á síðkastið, oft tveir á dag. Karlakórarnir eru umsvifa- miklir þegar þeir fara af stað með vorinu og fylla „mörg hús“ af styrktarfélögum, sem eru fjöldamargir og tryggir. Það er gott til þess að vita, að ekki er unnið fyrir gýg allan' veturinn að æfingum, sem eru margar og strangar. Sýnir þetta og mikinn áhuga manna á söngnum. Karlakórinn „Fóstbræður“ hef- ur undanfarið haldið söngskemmt anir í Austurbæjarbíói, og var sú fyrsta síðastl. mánudagskvöld. Að þessu sinni breyttu „Fóst- bræður" til um efnisskrána. Mikill hluti „prógrammsins" var fluttur af blönduðum kór, sem söng nokkur úrvalslög- frá gull- aldartimabili kórsöngs á 16. og 17. öld, auk nýrri verka. Þessi sam- vinna við hið „veika kynið“ reyndist í alla staði hin bezta, þegar á hólminn kom, svo sem vænta mátti, og voru konurnar hvergi eftirbátur hinna þaulvönu karlmanna, heldur fyllilega jafn- okar þeirra að ytri og innri styrkleika. Fyrst söng sjálfur karlakórinn tvö lög eftir Schubert: „Bátsför í Feneyjum" og „Standchen“, sem bæði voru prýðilega sungin með öruggum undirleik Carl Billich. Þá kom blandaði kórinn fram á sviðið, og minnti upp- stillingin á Shaw-kórinn fræga, sem hér var á ferðinni fyrir tveim ur árum. Fyrsta lagið „Ecce, quomodo moritur justus“ eftir Ingegneri, var sungið af mikilli mýkt og mildi, en miðkaflinn, (sunginn af kvennaröddum ein- um) var hressilegur og skapaði skemmtilegt mótvægi. Þá kom „Crusifixus“ (Krossfestingin), tíraddað snilldarverk eftir Ant- onio Lotti, sem var, ásamt „Villanella alla Napolitana“ eft- ir Donati, „O la — oche bon echo“ (bergmáls-lag) og „Mach mir ein lustiges Liedelein“ eftir Hans Christoph Haiden, afbragðs- vel sungið. Hins vegar naut lag Brahms, „Dein Herzlein mild“ sín síður, enda allt of hægt með- farið. En Ragnar Björnsson, stjórnandi Fóstbræðra á mikinn heiður skilinn fyrir að hafa flutt slík úrvalslög sem þessi, og það á jafnfullkominn hátt og raun bar vitni. Þessu næst sungu svo „Fóst- bræður“ „Norskt þjóðlag", tvö lög eftir Mendelssohn: „Sommer- lied“ og „Liebe und Wein“, og „Heill þér máni“ eftir Sibelius, Öll voru þessi lög prýðilega sung- in af karlakórnum. Hreimur kórs- ins er jafnan hreinn og söngurinn mjög fágaður, en því verður ekki neitað, að raddgæði bassanna báru af að þessu sinni, enda saknaði maður æði margra af hinum glæsilegu tenórum kórs- ins. Að lokum söng blandaði kór- inn lokaþátt fyrsta þáttar úr óperunni „Aida“ eftir Verdi. Var mikil lyfting í söngnum, enda gerðu þeir Árni Jónsson (Rada- mes) og Kristinn Hallsson (Ramfis) sitt til að auka á áhrif þessa mikla lofsöngs með ágæt- um söng sínum. En auk þessara ágætu einsöngvara, söng einnig Gunnar Kristinsson einsöng, og gerði það mjög smekklega. Carl Billich var hinn öruggi undirleik- ari, eins og ávallt áður. Samsöngur þessi vakti mikla hrifníngu áheyrenda, sem klöpp- uðu söngvurunum og stjórnanda óspart lof í lófa, svo að kórinn, eða réttara sagt báðir kórarnir, urðu að endurtaka mörg af lög- unum, og syngja aukalög. P. í. Þýðandi sem vill taka að sér að snúa enskri skáldsögu á ís- lenzku, sendi nú þegar tilboð til afgr. Mbl. merkt: „Saga“. — 8168. fl. Þróttur—Fram. D. Guðbjörn Jónsson Lv. Sveinn Hálfdánarss. og Einar Hjartarsson. Spurning vikunnar: Leikmað- ur heldur hendinni inn að síð- unni, en notar hana augsjáan- lega gegn knettinum. Er það „hendi“? Svar birtist í næstu viku. KDR. — Utan úr heimi Frh. af bls. 8. Kalypsó er nú mest í tízku, en þó bíða unglingarnir raunveru- lega eftir einhverju nýju, er leysi það af hólmi. í lok ársins 1956 og byrjun árs 1957 var met- sala á rokkplötum, en nú vogar enginn sér að lofa rokkið, því að sá hinn sami yrði talinn mjög gamaldags. Áður en fylgi rokks- ins tók að þverra, voru vandlæt- ingamenn í essinu sínu, Þóttust þeir sjá í rokkinu undanfara heimsendis, en þannig höfðu feð- ur þeirra og afar litið á tango. Nú er svo hljótt um rokkið, að enginn ómakar sig til þess að mæla gegn því. í Egyptalandi lagði stjórnin blátt bann við rokkinu. Það er því ekki dansað á opinberum stöðum, en því meira er um það, að synir og dætur auðuga fólksins dansi rokk heima fyrir og í lokuðum samkvæmum. Það er þó ekki tón listin, sem lagt er bann við held- ur dansinn. Rokklög eru víða leikin, enda gera Egyptar lítinn greinarmun á tango, mambo, fox- trott og öðru slíku. Að vísu stel- ast egypzkir unglingar til' að sveifla sér glæfralega á opinber- um dansstöðum, þegar siðgæðis- verðir eru hvergi nærri. Og ungl ingarnir, sem hafa efni á því, kaupa nýjustu hæggengu rokk- plöturnar, sem kosta of fjár þar í landi, og spila þær óspart við hvert tækifæri. Ef til vill er rokk ið svona v-irisælt í Egyptalandi vegna bannsins. í Japan eru unglingarnir ennþá mjög hrifnir af rokkinu, og það er enn dansað í kvikmyndahúsum og á knæpum um landið þvert og endi langt. í hinu virðulega blaði Yomiuri var komizt svo að orði, að annar eins faraldur og rokk- æðið hefði ekki gengið yfir Japan Japanir búa m.a.s. svo vel að eiga sinn eigin Elvis Presley, og heitir hann Masaaki Hiaro. Eng- inn skilur það, sem hann fer með, því að hann hefir lært textann utan að af enskum plötum, og hann skilur ekki ensku. Sjón- varpið er mjög útbreitt í Japan, og á það mikinn þátt í vinsæld- um rokksins. í Indlandi er sá hópur, er þekkir nokkuð til rokksins tiltölulega mjög fá- mennur. í Bombay er það mjög vinsælt. Kvíkmyndin „Rock Around the Cock“ var sýnd þar í 11 vikur, og jafnan var dansað í kvikmyndahúsinu. Aðallega eru það piltar en ekki stúlkur, sem aðhyllast þessa danstízku. í öðr um borgum í índlandi þekkja unglingarnir eitthvað til rokks- ins, en víðast hvar má rokkið sín einskis gagnvart cricket, sem unglingar þar leggja mikla stund á. I Argentínu varð'rokkið, afar vinsælt, undir eins og fyrstu kvikmyndirnar með Bill Haley og Elvis Presley komu á markaðinn, en nú eru unglingarnir miklu hrifnari af Cha-cha og merengue. í febrúar 1957 bannaði borgarstjórinn í Buenos Aires ósiðsamlega og hættulega dansa, og var þar átt við rokkið. Raunverulega var þetta óþarfi, því að argentínskir foreldrar höfðu þegar tekið í taumana. Og ekki leið á löngu, þar til rokkið tók að líkjast meira gamaldags foxtrot og boogie- woogie og öðrum slíkum dönsum, sem eru Argentinumönnum meir að skapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.