Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 15
Laugardagur 3. maí 195? MORCV1SBLAÐ1Ð 15 — Kröfugangan Framh. af bls. 1. hefði náðst meðal verkalýðssam- takanna um 1. maí, og fyrirvara þann, sem um helmingur félag- anna hefði haft á um undirskrift 1. maí ávarpsins. Hann lagði á það ríka áherzlu að verzlunar- mannafélögin væru tekin inn í Alþýðusambandið, þar sem það myndi stuðla að auknum styrk beggja aðila. Hann talaði um að nú alveg á næstunni væru vænt- anlegar efndir á loforði ríkis- stjórnarinnar um lífeyrissjóð tog- — Heimssýningin Framh. af bls. 6 búið kostaði það 100 milljónir belgiskra frarka. Sú upphæð tvö faldaðist hins vegar áður en yfir lauk, enda var byggingin styrkt sem kostur var — og á nú að þola, að samtímis séu í henni 3,200 manns, sem fara á milli kúlnanna í rafmagnsstigum og lyftum. Byggingastarfið var ýms- um erfiðleikum bundið, sérstak- lega vegna þess, að of seint var hafizt handa. Síðustu mánuðina var unnið nótt sem nýtan dag — og ekki gafst tími til þess að reisa vinnupalla, sem til þurfti — né viðhafa öryggisútbúnað fyrir verkamenn, sem kröfðust margfaldra launa fyrir bragðið. Sá orðrómur gengur um Briissel, að 19 verkamenn hafi beðið bana er verið var að reisa efstu kúlurn ar. Stjórnarvöldin hafa hvorki staðfest né borið til baka þessar sögur, sennilega til þess að fæla ferðamenn ekki frá því að hætta sér upp í Atomium. Enda þótt sýningarhallirnar séu hver annarri ólíkar í útliti, þá er ekki hægt að segja, að ósamræmis gæti. Þarna er fram- tíðin í djarflegum myndum — og jafnvel kaþólska kirkjan, sem hingað til hefur verið talin ærið íhaldssöm, lætur sitt ekki eftir liggja. Sem vænta má ber mest á russnesku og bandarísku sýn- ingarhöllunum — og er sú rúss- neska öllu viðameiri, enda er haft fyrir satt, að Kússar hafi varið 5 sinnum meira fé til sinn- ar sýningar en Bandaríkjamenn í sína. Þessar tvær sýningardeid- ir eru mjög ólíkar, jafnólíkar og austrið .og vestrið. Bandaríkja- menn leggja áherzlu á að sýna líf hins bandaríska borgara, bandarískan munað og þægindi, jafnt innanhúss sem utan — stundum á gamansaman hátt. Bússar hafa hins vegar að mestu sneitt hjá því, en sýna hins veg- ar „hverju sósíalisminn hefur áorkað" — stórar kúlulegur og sputnik. Það er e.t.v. táknrænt fyrir Frakkland og frönsk stjórn máí, að franska sýningarhöllin, sem talin er eitt mesta mann- virki sýningarinnar, var ekki fullgerð þegar sýningin var opn- uð. Vonir standa til, að hægt verði að opna hana upp úr helg- inm. Aðeins tvö Norðurlandanna, Noregur og Finnland, eiga skála á sýningunni. Hvorugur þeírra er stór, en samt sem áður hefur vel tekizt til. fslendíngar, sem heimssýninguna sækja, gera e.t.v. ráð fyrir, að í sýningimni, sé íslands að einhverju getið. Blaðmanni Morgunblaðsins hefur hins vegar ekki tekizt að finna neitt annað íslenzkt én fána landsins meðal þjóðfána þeirra ríkja, er aðild eiga að Evrópu- ráðinu — í sýningarskála þess. Belgiska biblíufélagið á lítinn skála á belgiska sýningarsvæð- inu — og þar er auglýst, að til sýnis og sölu séu biblíur á öllum þeim tungumálum og mállýzkum, sem biblían hefur verið prentuð á. Það var því ekki úr vegi að athuga, hvort íslenzk biblía væri þar a boðstolum — en þegar for— stöðumaður deildarinnar hafði blaðað í öllum skjölum og biblíu- bunkum, sem handbærir voru__ kom í ljós, að hvorki var þar að finna íslenzka né færeyska bíbliu. arasjómanna. Að lokum minntist Jón á kjara- og frelsisskerðingu verkalýðs fjölmargra landa, þar sem fólkið hefur verið svipt frumstæðustu réttindum lifandi manna. Næstur talaði Snorri Jónsson, formaður Félags járniðnaðar- manna. Var ræða hans með af- brigðum léleg svo fjöldi fólks yfirgaf torgið um stundarsakir. Aðalinntak ræðu hans var um það, að A. S. í. hefði ekki fengið að fullskipa kvölddagskrá út- varpsins 1. maí. Snorri sagði síð- an, að það væri stefna verka- lýðssamtakanna að halda niðri dýrtið í landinu og að auka kaup- mátt launanna, en fór þó ekki neinum sérstökum viðurkenning- arorðum um „verðstöðvunar- stefnu“ ríkisstjórnarinnar eða ár- angur hennar. Þá ræddi hann um, hve aðstaða verkafólks á vinnustöðvum væri betri en áður hefði verið og nefndi sem dæmi að nú væru víðast hvar kaffi- stofur og sums staðar stórir mat- salir á vinnustöðvunum. Hann bar fram kröfur um að aukin verði bygging leiguhúsnæðis. Snorri lauk máli sínu með aðal- kröfu sinni um útrýmingu her- skálanna — treystum eininguna, lifi A. S. í.! Það vakti eftirtekt áheyrenda, að hvorugur ræðumaður komm- únista minntist á efnahagsvanda- mál þjóðarinnar, og báðir forðuð- ust að ræða um hvað væri fram- undan í þeim málum eða hverjar myndu verða ráðstafanir rikis- stjórnarinnar, en þeim mun þó báðum vera vel kunnugt ura hverjar tiilögur stjórnarinnar verða. Fólk það, sem flúið hafði torg- ið undir ræðu Snorra Jónssonar, þyrptist nú að aftur, er síðasti ræðumaðurinn, Bergsteinn Guð- jónsson, form. Hreyfils, tók til máls. Ræða Bergsteins er birt á öðrum stað hér í blaðinu, en hún stakk mjög í stúf við ræður kommúnistanna, þar sem hann tók fyrir þau vandamál, sem að verkalýðnum ög þjóðinni allri steðja nú. Hann ræddi um rýrn- andi kaupmátt tímakaupsins og auknar álögur á þjóðina undan- farin missiri. Fór hann hörðum orðum um úrræðaleysi ríkisstjórn arinnar og algera uppgjöf henn- ar á yfirlýstum stefnuatriðum. Bergsteinn gerði grein fyrir þeim ágreiningi, sem orðið hefði um 1. maí-ávarpið, þar sem um helm- ingur félaganna hefði ekki vilj- að skrifa undir þá kröfu að ályktuninni frá 28. marz 1956, um brottför varnarliðsins, skyldi framfylgt strax. Sagði hann að fulltrúar þessara félaga hefðu ekki getað fallizt á það sjónar- mið kommúnista að landið skyldi vera óvarið gegn hugsanlegum árásum óvinveittra ríkja. — Hann lýsti samúð sinni með verkalýðssamtökum þeirra þjóða, sem undirokaðar eru ofurvaldi einræðis og kúgunar. Ræða Bergsteins bar mjög af ræðum hinna ræðumannanna, enda kom það greinilega fram á þeim sérstaklega góðu viðtökum, sem hún hlaut hjá áheyrendum. Yerzlunarmannafél. Ikraness segir upp samningum AKRANESI, 2. maí. — Verzlun- armannafélag Akraness hefir sagt upp samningum. Hefir það sent Vinnuveitendafélagi Akra- ness, kaupmönnum og Kaupfé- lagi Suður-Borgfirðinga, svolát- andi tilkynningu: „Vegna vænt- anlegra aðgerða ríkisstjórnar- innar í verðlagsmálum leyfir trúnaðarmannaráð Verzlunar- mannafélags Akraness sér hér með að segja upp núgildandi samningi um launakjör verzlun- ar- og skrifstofufólks á Akranesi. Sagt er upp með eins mánaðar fyrirvara, eins og lög gera ráð fyrir, og fellur því samningur Verzlunarmannafélags Akraness úr gildi 1. júní n.k. Samkomur Fíladelfía: Sunnudagaskóli kl. 10,30. Á sama tíma í Eskihlíðarskóla. Út- varpsguðsþjónusta kl. 5 (Ekki kl. 4,30. Almenn samkoma kl. 8,30. Arvik Ohlsson talar. Allir velkomnir. M.s. GliLLFOSS fer frá Reykjavík kl. 5 síðd. í dag tíl Leeth og Kaupmanna- hafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips eigi síðar en kL 4,30 e.h. H.f. Eimskipafélag íslands. Félagslíi Þjóðdansafélag Reykjavíkur lagt verður af stað í ferðina að félagsgarði kl. 8 í kvöld frá B.S.Í. mætið stundvíslega. Framarar Áriíðandi æfing á laugardag 3. maí kl. 5 fyrir meistara og 2. flokk. Nefndin. Réttindi véist/óra EINS og áður hefur verið sagt frá í Mbl., flytur Karl Guðjóns- son frumv. til laga um breytingar á lagaákvæðunum um réttindi vélstjóra á skipum. Sjávarútvegs- nefnd neðri deildar hefur haft frumv. til athugunar að undan- förnu, og liggur álit hennar nú fyrir. Málið var rætt á þingfundi í gær. Karl Guðjónsson skýrði nefnd- arálitið. Hann kvað nefndina hafa fengið umsagnir frá ýmsunx aðilum. Eru skoðanir um málio mjög skiptar. Nefndin leggur þó til, að frumv. verði samþykkt með breytingum. Er þeim ætlað að kveða á um, að starfstimi komi ekki til greina við réttmda- öflun, nenta menn hafi verið skráðir á skip sem vélstjórar. Einnig er breytingatillögunum ætlað að færa ákvæðin um skyldu til að hafa vélstjóra a skipum til samræmis við aðrar breytingar, sem frumv. fjailar um. Framsögumaður las skýrslu frá samgöngumálaráðuneytinu um vélstjóraundanþágur 1956 og 1957. Voru þær þessar: Mótor- vélar undir 250 hö.: 117 (1956j og 149 (1957). 250—600 hö.: 49 og 65. Yfir 600 hö.: 49 og 30. — Gufuvélar 48 og 50. Undanþágurnar eru veittar til 6 mánaða í senn, svo að þær eru fleiri en aðilarnir, sem hafa feng- ið þær. Að lokum sagði Karl Guðjóns- son, að hann teldi, að endurskoða ætti gildandi reglur um mennt- un vélstjóra almennt. Nefnd sú, sem að því hefur unnið, heíði lokið störfum fyrir nokkrum dög- um, ekki orðið sammála og skilaó tveimur álitsgerðum. Væri ekkx unnt að bíða eftir lagafrumv. byggðu á þessari endurskoðun. Yrði að veita þeim mönnum rétt- indi, sem nú starfa sem vélstjórar Cambridge-léreft í smábamafatnadí nýkomið. MÁNAFOSS Grcttisgöiu 44, síiui 15082 a grundvelli undanþága, enda mætti þjóðin ekkí missa þá úr starfi. Magnús Jónsson las upp bréf, sem Vélstjórafélag íslands hafðr ritað um mál þetta. Er þar sagt, að félagið hafi nú álitsgerðir fyrrgreindrar nefndar til athug- unar, og að endurskoða þurfi atvinnulöggjöfina samhliða breyt ingum á skólalöggjöfinni. Verði tillögur Karls Guðjónssonar sam- þykktar skapist ósamræmi milh þeirra hluta laganna sem hann vill breyta, og annarra, og skapi það óþarfa erfiðleika. Þá teíur félágið réttindaaukninguna ekki eins aðkallandi og sumir viiji vera láta og óskar þess, að frumv. Karls verði látið bíða næsta þings, svo að nægur tími vinnisi til að vinna að endurskoðun skólalöggjafarinnar og atvinnu- löggj af ar innar. Magnús kvaðst að vísu ekki vilja gera öll sjónarmið vélstjora félagsins að sínum, en hins vegar teldi hann, að hér væri um að ræða mál, er þarfnaðist vandiegr- ar athugunar. Væri ekki sjaan- legt, að til skaða væri að fresta því, þar til á næsta þingi. Karl Guðjónsson kvaðst þekkja j og skilja sjónarmið vélstjórafé-, lagsins, þótt hann teldi ekki, að taka ætti þau til greinda. Fyrir sér vekti ekki að svipta þá, sem , menntazt hafa í vélstjóraskólan- j um, neinum réttindum, heldur ( veita öðrum hluta af þeim sér- réttindum, er þessir menn njóta , nú. Að ósk Magnúsar Jónssonar var málinu frestað. Taldi hann rétt að fá upplýsingar í ra menntamálaráðherra um það, hvenær hann hygðist leggja íram frumv. byggt á álitum nefndax ! þeirrar, sem fyrr er frá sagt. — Ráðherrann var ekki á fundinum. 4 SKIPAUTGCRB RIKISINS SKJALDBREIÐ fer vestur til Flateyrar hinn 8. þ.m. Tekið á móti flutningi til Ólafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Skarðsstöðvar, Króksf jarðarness og Flateyrar í dag og á mánudag. Farseðlar seldir á miðvikudag. fjölritarar og til íjölritunar. Linkaumboð Finnbogi Kjartansson Austurstræti 12. — Sími 15544 / f fjölrita '§fjzó7eZs?er fn\ Fimleikanámskeiðin hefjast í ÍR- húsinu mánud. 5. maí. Frúarfl. kl. 4,50. Kvennafl. kl. 8,50. Kennari Unnur Bjarnadóttir. ÍR. Vormót I. fl. Hefst á íþróttavellinum 3. maí kl. 2. Þá keppa Fram og Valur. Dómari. Gunnar Aaðalsteinsson. ALLT I RAFKERFIÐ Biiaraftækjaverzlun Halldórs Ólafssonar Rauðarárstíg 20. — Sími 14775. FERÐ um Krísu- vík, Selvog, Þor- lákshöfn og Hveragerði sunnu dag kl. 9 f.h. Ferðaskrifstofa Páls Arasonar simi 17641. I. O. G. T. Stúkan Sóley nr. 242. Félagsvist og dans í kvöld kl. 8,30. — Félagar fjölmennið. Nefndin. Málllutninpsskrifstofa Einar B. Cuðniundsson Guífis ngur Þoriáksson Guðinnndur Pctursson Aðalstræti 6, III. hæð. Siniar 1200? — 13202 — 13602. HÖRÐUR ÓI.AFSSON málfiutningsskrifstofa. Löggiltur dó-ntúlkur og skjal- þýðandi í ensku. — Austurstræti Maðurinn minn og faðir okkar SIGURÐUR MAGNÚS SÓLONSSON múrarameistari, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 1. þ. .m. Laufey Einarsdóttir og börn. Faðir okkar SVAVAR ÞJÓÐBJÖRNSSON Sandgerði, Akranesi, lézt á Landakotsspítalanum fimmtudaginn 1. maí. Dætur hins látna. KNUT HERTERVIG frá Siglufirði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 6. maí kl. 1,30 e.h. Svava Hertervig, Sigurbjörg Hálfdánardóttir. Arnesingafélagið heldur SUMARFAGNAÐ í Hlégarði, Mosfellssveit í kvöld kl. 9. Góð skemmtiatriði. Ferð frá B.S.l. kl. 8,30. Árnesingafélagið í Reykjavík. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og ú»för STEFÁNS BENEDIKTSSONAR Skaftafelli, öræfum. Börn hins látna. • Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt heiðruðu mínningu móður okkar JÓHÖNNU EINARSDÓTTUR frá Garðhúsum, færum við okkar hjartanlegustu þakkir. Eirika Eiríksdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Járngerður Eiriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.