Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. maí 1958 M ORCVTS1U 4ÐIL 3 „Eðlilegt að spyrja, hvort grund- völlur stjórnarsamningsins sé ekki giörsamiega hruninn Harbar ádeilur á samstarfsflokkana I. mai blaði Þ j óðv i I j a n s n í 1. MAÍ-BLAÐI Þjóðviljans birt ist grein um „vandamál stjórnar- samstarfsins", þar sem deilt er harðlega á samstarfsflokkana i ríkisstjórn, og þá einkum Fram- sóknarflokkinn. Er að lokum varpað fram þeirri spurningu i blaðinu, hvort grundvöllur stjórn arsampingsins sé ekki gjörsam- lega hruninn. Er ljóst að þessi grein er skrif- uð í þeim tilgangi að reyna að afsaka fyrirfram, að kommúnist- ar skuli taka þátt í að koma fram með hin væntanlegu „bjargráð", ásamt með hinum flokkunum. Fyrst rekur blaðið mismuninn á innlendu og erlendu verðlagi og sívaxandi verðbólgu og kemur 'síðan að öflun framleiðslutækja. Segir blaðið, að nýsköpunartog- ararnir svonefndu „hafi forðað þjóðinni frá öllu efnahagslegu ósjálfstæði" í framhaldi af þessu segir blaðið: „Því miður er Framsóknar- flokkurinn stórum skilnings- sljórri á nauðsynina á öflun nýrra atvinnutækja en jafnvel íhald- ið. Hann hefur ætíð hneigzt til þess að beina fjármagninu í þær atvinnugreinar sem lícinn eða engan gjaldeyri gefa til-þjóð- arbúsins. Þetta er þeim mun baga legra sem nú ríður einmitt á að bæta fyrir vanrækslu sl. átta ára, þegar engir togarar voru keyptir nema í stað þeirra, sem sjórinn gleypti. Framsóknarflokknum hefur ekki ennþá skilizt, að lífs- afkoma þjAðarinnar byggist sjávarútveginum, og því verður hagur hennar ekki bættur nema hlynnt sé að honum eftir megni.“ „Hvers vegna Framsókn vill gengislaekkun“ Næst lýsir Þjóðviljinn hvernig á því stsndi að Framsóknarflokk urinn hafi verið ákafur í gengis- lækkun, og farast blaðinu orð á þessa leið: „Við myndun ríkisstjórnarinn- ar lýsti Alþýðubandalagið líka yfir, að það gerðist aðili að henni til þess að varðveita kaupmátt launa og stöðva verðbólguna. Nú verður að horfast í augu við þá staðreynd, að þetta hefur ekki tekizt sem skyldi vegna þess, að samstarfsflokkarnir hafa reynzt ófáanlegir til að fallast á tillögur Alþýðubandalagsins í þá átt. Það hefur ótvírætt komið í ljós, að ráðamenn Framsóknarflokksius vilja verðbólguþróun til að knýja fram gengislækkun. Ástæðan er sú, að SÍS skuldar gífurlegar fjár hæðir í bönkum landsins. Á und- anförnum árum hefur allur ágóði Sambandsins verið lagður í fjár- festingu, einkum skipakaup og húsbyggingar, svo auðskilið er, að gengislækkun yrði Samband- inu sannkölluð guðsgjöf, skulda- hrúgan lækkaði, en verðmæti fasteignanna stæði óskert eftir sem áður“. Alþýðuflokkurinn stefnulaus Næst snýr Þjóðviljinn sér að Alþýðuflokknum og fær hann svofelldan vitnisburð: „Um Alþýðuflokkinn er það að segja, að hann hefur enga fast- mótaða eða sjálfstæða stefnu i efnahagsmálunum fremur en öðrum málum, eins og glöggt hef- ur komið fram í skrifum í mál- gagni flokksins um þau. Hann fær hvorki hjarað né varðveitt bitlingaaðstöðu gæðinga sinna án stuðnings Framsóknarflokksins og því hefur Alþýðuflokkurinn fylgt öllum tillögum hans í aðal- atriðum". Bjargráðin fara í bága við afstöðu Alþýðubandalagsins og ASÍ Þá segir Þjóðvilljinn, að tillög- urnar í efnahagsmálunum séu brot á stjórnarstefnunni og segir svo í greininni: „Margt bendir til, að tillögur þær í efnahagsmálunum, sem Ulanríkisráðh. lil Kaupmannahafnar Utanríkisráðherra, Guðmund- ur í. Guðmundsson, fór í dag ut- an til þess að sitja fund utanrík- isráðherra N orður-Atlantshaf s- bandalagsins, sem haldinn verð- ur í Kaupmannahöfn dagana 5.— 7. þ.m. í för með ráðherranum er Hinrik Sv. Björnsson, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins. (Frá utanríkisráðuneytinu). 1. maí á Akureyri 1. MAÍ-HÁTÍÐAHÖLDIN á Ali- ureyri fóru fram í góðu veörj. Var haldinn útifundur við Verka lýðshúsið að vanda og var nann ekki sérstaklega fjölmennur en allmargt barna. Engin kröfu- ganga var farin. Ræður fluttu Jón Þorsteinsson lögfræðingur A. S. í., Jón B. Rögn valdsson formaður fulltrúaráðs a verkalýðsfélaganna, GunnarBerg formaður Iðnnemafélagsins og Rós berg G. Snædal rithöfundur. Lúðrasveit Akureyrar lék fyrir og milli ræðna en að lokum söng Jóhann Konráðsson einsöng. innan tíðar verða lagðar fyrir Alþingi, verði fráhvarf frá stöðv- unarstefnunni og brjóti aí þeim sökum í bága við þá afstöðu, sem Alþýðubandalagið og Alþýðusam bandið mörkuðu í upphafi til þessara mál. Þegar við þetta bæt ist, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa ekki feng izt til að efna loforðið um brott- flutning hersins, er eðliiegt að spyrja, hvort grundvöllur stjórn- arsamningsins sé ekki gjörsam- lega hruninn?“ Nú munu margir, þeir sem lesa þessi orð Þjóðviljans spyrja, af hverju kommúnistar láti öll þessi ósköp yfir sig dynja, og það án nokkurra mótmæla, nema einstöku upphrópana í Þjóðvilja- greinum. Svarið hlýtur óhjá- kvæmilega að vera það, að komm únistar vilji vinna allt þetta til, svo þeir geti haldið í ráðherra- stólana, en annars ætti Þjóðvilj- inn í annarri grein að gefa nánari útskýringu á því, hvernig á slíku geti staðið. STAKSTEINHR Frá uppsetningu almennu listsýningarinnar í Listamanna skálanum. Verkin á myndinni eru eftir Gunnlaug Scheving og Sigurjón Ólafsson. Almenn listsýning opnuð í Listamannaskálanum 35 listameim taka þátt í sýningunni Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ var ungur Reykvíkingur að reyna þetta flugmódel á golfvellinum á Öskjuhlíð. Hinn rennilegi smið- isgripur hans er með lítilli vél og brá á leik, er hann kom upp í riki vindanfna. Sá eigandinn síð- ast til flugvélar sinnar, þar sem hún sveif yfir Múlakampi. Ýtar- leg leit bar ekki árangur. Módel- ið ei greinilega merkt, og ættu þeir, sem kunna að rekast á það, að láta eigandann vita. í DAG verður opnpð almenn listsýning í Listamannaskálanum á vegum Félags íslenzkra mynd- listarmanna. Er sýning þessi óvanalega fjölbreytt, enda taka 35 listamenn þátt í henni, 29 málarar og 6 myndhöggvarar. Á sýningunni eru 84 listaverk: 44 málverk, 14 höggmyndir, 7 vatns- litamyndir, 7 gouachemyndir, 7 teikningar, 3 málverk á gler og 2 flosofin teppi. Hefir sýning þessi verið nefnd almenn listsýning vegna þess, að mönnum var gefinn kostur á að senda listaverk, . hvort sem þeir voru félagsmenn eða utan félags. Þeir, sem ekki hafa tekið þátt í samsýningum félagsins áður, eru listamennirnir Borgþór Jónasson, Einar Pálsson og Margrét Jónatansdóttir, svo og myndhöggvarinn Ólöf Pálsdóttir. Síðasta samsýningin 1955 Síðasta samsýning félagsins var haldin 1955. Hefur það lengi vak- að fyrir Félagi íslenzkra mynd- Óvirti Hannibal verkalýðssamtökin ? Ummæli bans i Þjóðviljanum I. mai ÞJÓÐVILJINN birti 1. maí við- tal við Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra út af dagskrá útvarpsins hinn 1. maí, og þá „óvirðingu, sem verkalýðssam- tökunum hafði verið sýnd“ í þvi sambandi. í lok viðtalsins íarast Hannibal orð á þessa leið: „Ég vil að lokum bæta því við að vart hefði þessi ríkisstjórn getað valið öllu hæpnari tíma tii að óvirða verklýðssamtökin en einmitt nú, þegar verið er að ræða við þau um nýjar ráðstaf- anir í efnahagsmálum". Nú er Hannibal sjálfur i „þess- ari ríkisstjórn“, sem hann talar svo óvirðulega um, án þess að skilja nokkurn ráðherra undan og lítur helzt út fyrir að Hanni- bal hafi sjálfur tekið þátt í að óvirða verkaiýðssamtökin. Ann- ars sýnist þessi klausa Hannibals vera eitt dæmið um, hvernig andrúmsloftið er í stjórnarher- búðunum þessa daga. listarmanna að gera þessar sýn- ingar að árlegum viðburði, þar sem fram kæmi þverskurður þéss bezta, sem gert hefur verið á liðnu ári — þar sem eldri menn sýndu meistaraverk sin og nýir menn kæmu fram í fyrsta skipti. Benda forráðamenn félagsins á, að hér sé að vísu enginn lista- háskóli ennþá, en ekki sé ástæða til að láta það standa í vegi fyrir því, að haldin sé árlega almenn listsýning eins og eigi sér stað í öðrum menningarborgum. Þörf- in fyrir slíka sýningu er orðin enn brýnni vegna þess, hversu kostnaðarsamt er orðið að halda sýningu í Reykjavík, svo kostn- aðarsamt, að það er orðið fjár- hagslegt áhættuspil jafnvel fyrir vel þekkta listamenn. Á fundi með blaðamönnum í gær bentu forráðamenn félags- ins á, hversu takmarkað rúmið væri i Listamannaskálanum, og jafnframt fjölgaði listamönnum með hverju árinu, sem liði. Þar að auki væri skálinn orðinn hrör- legur. Því væri það næsta og stærsta viðfangsefni félagsins og annarra listamanna að koma upp vönduðum sýningarskála, sem helzt þyrfti að vera tvisvar eða þrisvar sinnum stærri en sá gamli. Þegar sá skáli væri kom- inn upp, gætu slíkar samsýning- ar orðið árlegur viðburður, og lagt drjúgan skerf til menning- arlífs í landinu. ★ Sýningarnefnd Félags íslenzkra myndlistarmanna skipa málar- arnir Hjörleifur Sigurðsson, Jó- hannes Jóhannesson, Karl Kvar- an, Sigurður Sigurðsson og Þor- valdur Skúlason, sem er formað- ur nefndarinnar, og myndhöggv- ararnir Ásmundur Sveinsson, Magnús Á. Árnason og Sigurjón Ólafsson. Sýningin verður opnuð í dag kl. 2 fyrir boðsgesti og kl. 5 fyrir almenning. Verður sýning- in opin til 18. maí. Hver hefur reynslan orðið ? Ræður kommúnistanna 1. maí þóttu fremur bragðdaufar. Þa# var eins og vond sam- vizka gægðist í gegn, því allir vita, hvað þessir herrar haf» bruggað á bak við tjöldin fyrir 1. maí, þó þeim þætti ráðlegra að láta það ekki koma fram fyrr en að deginum liðnum. Sjálf- stæðismaðurinn Bergsteinn Guð- jónsson gagnrýndi ríkisstjórnina og stefnu liennar harðlega i 1. maí ræðu sinni. Bergsteinn sagði m. a.: „Þegar rikisstjórn sú, sem nú situr, settist í valdastólana, rík- isstjórn, sem taldi sig vera full- trúa verkalýðsins, þá voru þeir margir innan verkalýðshreyfing. arinnar, sem ólu með sér vonir um að nú mundi rísa gullöld verkalýðsins. En reynslan hefur orðið önnur: Því kaupmáttur launanna hef- ur stórlega minnkað. Vísitalan hefur verið stórlega skert. Skattaálögur hafa stórlega hækkað. Uppbótarkerfið leggst með sí- auknum þunga á þjóðfélags- þegnana. Sumargjöfin til verkalýðsins er sú, að álögurnar verða auknar um á þriðja hundrað milljónir króna til viðbótar því sem nú er. Ríkisstjórnin hefur gert allt, sem hún hefur getað til þess að fá nokkra menn innan verkalýðs hreyfingarinnar til þess að ganga sér á hönd og láta þá afneita köll- un sinni og skyldum við verka- lýðinn, og reynt að fá þessa menn til þess að telja fólkinu trú um að allar óskir eða kröfur um aukn. .' kjarabætur væru árás á þjóðfélagið og jafnvel landráð. Þetta kallar ríkisstjórnin að hafa samráð við verkalýðinn“. Þannig fórust Bergsteini Guð- jónssyni orð og er ekkert af þessu ofmælt. Gjaldeyrisskcuturinn sverfur að 1 ræðu sinni vék Beigsteinn ennfremur að afstöðunni til fram leiðslunnar og minntist í því sambandi á gjaldeyrisskortinn. Það er vitaskuld augljóst, að verkamenn og Iaunþegar hljóta að hafa auga á því, hvernig þeim málum er varið, svo mjög sem afkoma þeirra byggist á því, að framleiðslan geti haldið áfram. með eðlilegum hætti. Bergsteinn Guðjónsson benti á, að nú væi'i verulegur skortur á hráefnum til iðnaðar og þverrandi vinna hjá iðnverkafólki, en þetta staf- aði af gjaldeyrisskorti. Benti hann á, að innflutningskerfi rík- isstjórnarinnar væri þannig byggt upp að miklu af hinum dýrmæta gjaldeyri þjóðarinnar væri varið til kaupa á alls konar glysvarn- ingi, vegna þess að slíkur varn- ingur gæfi ríkissjóði gífurlegar tolltekjur. Þetta væri vítaverð stefna og bæri að gera kröfu til þess, að iðnaðinum yrði séð fyr- ir nægum hráefnum, þannig, að hann gæli haldið starfsemi sinni áfram. Kommúnistar hafa oft brennt sig á því, að þeir hafa talið að verkamenn og launþegar væri miklu blindari á þarfir atvinnu- veganna, heldur en þeir raun- verulega eru. Augu verkamanna og launþega ljúkast meir og meir upp fyrir því, hve nana sam- leið þeir eiga með þeim, sem i fararbroddi standa um framleiðsl una og hversu hagsmunir sam- taka verkafólks og launþega eru nátengdir hag atvinnuveganna á I jum tímr>.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.