Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. maí 1958 MORCVNBLAÐIÐ 9 Kaupmátfur launa hefir stór- lega minnkað í tíð núverandi ríkisstjórnar Ræða Bergsteins Guðjónssonar, formanns Hreyfils, 1. mai Góðir íslendingar. 1. MAÍ hvílir alþýðu landsins sig frá hinum daglegu störfum, þann dag eru hagsmunamálin tekin tii yfirvegunar, litið yfir það sem áunnizt hefur umliðið ár og sett- ar fram kröfur fyrir næsta ár kröfur sem eiga að færa okkur nær því marki, sem alþýðan hef- ur sett sér, það er að hver mað- ur beri það úr býtum fyrir störf sín, að hann geti lifað mannsæm- andi lífi að því er snertir fæði, húsnæði og menningu. Þannig á þessi dagur að vera táknrænn fyrir þá uppbyggingu sem hinar vinnandi stéttir leggju fram landi og þjóð til farsæidar. í dag reyna verkamenn og verkakonur að gera sér grein fyr- ir því hvað hið vinnandi fólk hefur borið úr býtum fyrir vinnu sína. 1 dag er spurt um það hver kaupmáttur launanna sé. Einnig er sett fram sú spurning hvernig muni takast að tryggja næga at- vinnu á næsta ári, en lausn þess vandamáls ræður miklu um það hver kaupmáttur launanna verð- ur og hvort hægt verður að auka hann. Þegar við lítum til baka, þá ei það óhrekjanleg staðreynd að kaupmáttur launanna hefur rýrn- að stórlega frá því sem áður var. Veldur því ört hækkandi, vöruverð og svo það að vísitölu- j uppbót hefur ekki verið greidd á kaup til samræmis við það sem hún hefur hækkað. Okkur er það ljóst að afkoma þjóðfélagsins byggist á almennri velmegun og aukinni kaupgetu fjöldans. Atvinnuleysi í einstökum starfs greinum ógnar atvinnuafkomu allra annarra stétta og rýrir þannig afkomu þjóðfélagsheildar- innar. Það er tvímælalaust skylda ríkisvaldsins á hverjum tíma að búa svo í haginn fyrir þegna sina. að næg vinna sé ávallt fvrir hendi fyrir þá sem eru vinnu- færir og vilja vinna og tryggja á þann hátt að hver starfsstéti styðji aðra og fólkið hafi mann- sæmandi lífskjör. Þegar ríkisstjórn sú, sem nú situr, settist í valdastólana, ríkis- stjórn, sem taldi sig vera full- Irúa verkalýðsins, þá voru þeir margir innan verkalýðshreyfing- arinnar, sem ólu með sér vonir um að nú mundi rísa gullöld verkalýðsins. En reynslan heíur orðið önnur: Því kaupmáttur launanna nef- ur stórlega minnkað. Vísitalan hefur verið stórlegá" skert. Skattaálögur hafa stórlega hækkað. Uppbótakerfið leggst með sí- auknum þunga á þjóðfélagsþegn ana. Sumargjöfin til verkalýðsins er sú að álögurnar verða auknar um á þriðja hundrað milljónir króna, til viðbótar því sem nú er. —. Ríkisstjórnin hefur gert alli sem hún hefur getað til þess að fá nokkra menn innan verka- lýðshreyfingarinnar til þess að ganga sér á hönd og láta þá af- neita köllun sinni og skyldum við verkalýðinn, og reynt að fá Þessa menn til þess að telja fólk- inu trú um að allar óskir sða kröfur um auknar kjarabætur væru árás á þjóðfélagið og jafn- vel landráð. Þetta kallar rikisstjórnin að hafa samráð við verkalýðinn. í dag mótmælum við allri við- leitni, hvaðan sem hún kemur, sem miðar að því að þvinga verkalýðinn til hlýðni við ríkis- valdið. Nú er verulegur skortur á lirá- efnum til iðnaðar og þverrandi vinna hjá iðnverkafólki og stafar þetta af gjaldeyrisskorti, vegna þess að hinum dýrmæta gjald- eyri þjóðarinnar er sóað til kaupa á alls konar glysvarningi, varn- ingi sem gefur ríkissjóði gífur- um um kaup og kjör til þess að vera viðbúin gegn frekari skerð- ingu á launum en orðin er Við gerum kröfu til þess að efnahagsmálin verði leyst an þess að lífskjör alþýðunnar verði rýrð á nokkurn hátt. Jafnframt því sem íslenzk al- þýða stendur á verði um hags- munamál sín innanlands, þá læt- ur hún einnig til sín taka þau mál, sem miða að því að varð- veita friðinn í heiminum og tryggja þjóðunum meira öryggi. íslenzk alþýða verður að standa trúan vörð um lýðræðið og berj- ast gegn því að einræði og unair- okun nái að festa rætur innan okkar þjóðfélags. Vegna hinna stríðandi afla stórþjóðanna höfum við um ára- bil orðið að íafa erlent varnar lið í landi okkar, en öll íslenzka þjóðin óskar þess að svo þyrfti ekki að vera, en vegna þess ó- heillaástands sem nú ríkir milli stórþjóðanna, þá teljum við að ekki verði hjá því komizt að hafa varnarlið í landihu til vernd ar þjóðinni og þeim þjóðum, sem vilja berjast fyrir því að við- halda lýðfrelsi og mannréttindum í heiminum. íslenzk alþýða styður aliar þær þjóðir sem vilja viðhaida þeim frumrétti hvers lifandi manns. í dag kemur íslenzk alþýða saman eins og alþýða ailra annarra lýðfrjálsra landa. En því miður eru til milljónir verka- manna og verkakvenna í heim- inum, sem hafa sömu þörf og óskir fram að bera í löndum sín- um, en sem vegna einræðis ríkis- valds þeirra hafa ekkert athafna- frelsi til starfsemi sinnar, en verða hins vegar að lúta vald- boði ríkisvaldsins og þetta fólk er jafnvel beitt voðavaldi, ef það lætur á sér bæra. Þetta fólk verður áð gjalda miklar fórnir i baráttu sinni fyrir því að skapa frjáls verklýðssamtök. í dag vottar islenzk alþýða þessu undirokaða fólki samúð sína og ber fram þá ósk að dagur frelsisins sé ekki langt undan hjá Bcrgsteinn Guöjónsson legar tolltekjur, sem koma til viðbótar öðrum persónulegum álögum. Þessu háttalagi mótmælum við í dag og gerum kröfu til að iðn- aðinum verði séð fyrir nægum hráefnum og að iðnaðurinn fái meira fjármagn til framleiðslunn- ar og að hann verði verndaður fyrir fullunninni erlendri iðnað- arvöru. Hvert sem litið er, er skatta- áþján að sliga allt og alla. Samgöngutæki landsmanna eru svo aðþrengd af sköttum og toll- um, að takmarkaður möguleiki er nú fyrir því, að hægt verði að halda uppi þeim samgöngum sem nauðsynlegar eru í daglegu starfi þjóðarinnar. Við gerum kröfu til þess að ríkisvaldið endurskoði afstóðu sína til þessara mála og gangi til móts við viðkomandi stéttar- félög og réttmætar óskir þenra til leiðréttingar á kjörum þehra. Islenzka þjóðin á nú í harðri baráttu fyrir því að mega njóta þeirra auðæfa sem felast í skauti sjávarins við strendur landsins, þess vegna krefjumst við vernd- unar fiskimiðanna, sem frá ó- munatíð hafa verið aðallííæð þjóðarinnar og mun svo verða um langa framtíð. Þess vegna stendur öll þjóðin saman um þá réttmætu krófu að fiskimiðin verði vernduð og að 12 milna fiskveiðilandhelg; verði framkvæmd eins fljótt og auðið er, og að baráttunni verði haldið áfram sleitulaust þar tii réttur okkar yfir landgrunnmu hefur verið viðurkenndur án nokkurra takmarkana og okkur á þann hát tryggður sá réttur sem okkur ber til þess að njóta þeirra auðæfa sem landgrunnið býr yíir Þau eru mörg og margvísleg málin, sem við þurfum að ræða í dag. Á baráttudegi okkar ríkir °ft von og ótti, ótti fyrir því hvað framtíðin beri í skauti sér. Eg held að í dag ríki ótti vegna vax armr Voru a landlelð róðri þessum stéttarbræðrum okkar. Góðir fundarmenn. Allt það sem áunnizt hefur i verklýðsbaráttunni á undanförn- um áratugum hefur verið árang- ur af samtökum stéttanna. Við verðum að vinna að því að efla stéttarfélögin og þa ekki sízt að efla heildarsamtök verkalýðsins og vinna sleitulaust að því að þau stéttarfélög, sem enn standa utan heildarsamtakanna verði sem allra fyrst aðilar að Alþýðu sambandi íslands. Verzlunarmannafélag Reykja víkur, sem er næststærsta stétt- arfélag á islandi, stendur ennþa utan Alþýðusambandsins. Við teljum eðlilegt og verkalýðssam- tökunum til styrktar að Verzi- unarmannafélag Reykjavíkur verði tekið í Alþýðusamband Is- lands sem allra fyrst. Þess eru því miður dæmi, að íslenzk alþýða hafi ekki getað sameinazt um hátíðahöldm 1. maí, en í dag getum við fagnað því að tekizt hefur þrátt fyrii óbilgirni vissra aðila að hindra klofningu verkalýðssamtakanna um hátíðahöldin, þó ekki yrði samkomulag um ávarp dagsins eins og komið hefur fram í sam- bandi við undirskriftir fjöl margra fulltrúa undir ávarpið. Göngum þó heil til starfa. — Verkefnin eru mörg. Sjaldan hef- ur þess verið brýnni þörf en nú að verkalýðshreyfingin stæði saman, sýndi styrk sinn og ein- hug í verki og í krafti þess styrk- leika berum við fram kröfur okk- ar og frá þeim verður ekki vikið. Meðal krafna dagsins eru þess- ar helztar: Fullkomið atvinnucryggi. Aukinn kaupmáttur launa. Full vísitala á kaup. Hækkun lífeyris. Fullkomið húsnæði fyiir alla. Réttlát skipting þjóðartexn- anna. Verndun fiskimiðanna. Fullkomin æskulýðsheimili. Sömu laun fyrir sömu Vinnu, karla og kvenna. Lækkaðir verði skattar og toll- ar á samgöngutækjum. Allt umferðaröryggi verði stór- lega bætt. Islenzk alþýða lýsir vonbrigð- um sínum yfir afstöðu stórveid- anna gagnvart hinum lífsnauðsyn legu aðgerðum okkar í landhelg- ismálunum og mótmælir harð- lega þessari afstöðu stórveld- anna. í dag strengjum við þess heit að standa saman. Sranda saman sem ein órofa heild hvar í stétt sem við stöndum. Stöndum saman um hagsmuni okkar. Stöndum saman um hagsmuní þjóðarinnar. Stöndum trúan vörð um lýð- frelsi og mannréttindi. Frá því mun íslenzk alþýða aldrei víkja. Lifið heil. Sjúklingar ú Kristneshæli mót- mæln að hælið verði lagt niður FUNDUR I „Sjálfsvörn", félagi berklasjúklinga í Kristneshæli, haldinn 29. marz 1958, mótmælir harðlega fyrirætlunum heil- brigðisstjórnarinnar um að leggja Kristneshæli niður sem berkla- hæli, að því er ætla má innan tveggja til þriggja ára. Telur fundurinn of snemmt að gera slíka breytingu, og vísar í því efni til skýrslna Kristneshælis fyrir síðastliðin ár: Fundurinn lítur einnig svo á, að með slíkri ráðstöfun væri freklega gengið á rétt Norðlendinga og of snemma gleymt og of litils metið það fórn- fúsa afrek er unnið var til handa Fimmtugur i dag: Ragnar Jónsson skipstjóri andi erfiðleika í efnahagslífi þjóð- arinnar. Að þessum degi liðnum fáum við að sjá hvað fram kem- ur um lausn þeirra mála. Og við spyrjum. Verður verkalýður- inn nú að taka á sínar herðai rýrnandi lífskjör með skertum kaupmætti og nýjum sköttum? Vegna þessarar óvissu um framtíðina hafa flest verkalýðs- félög sagt upp samningum sín- RAGNAR Jónsson, skipstjóri, Linnetsstíg 8, Hafnarfirði, er 50 ára í dag. Ragnar er fæddur að Hörgsdal í Austur-Skaftafells- sýslu, sonur hjónanna, Jóns Bjarnasonar og önnu Kristófers- dóttur. Ragnar byrjaði sjó- mennsku um eða fyrir tvítugt og er því búinn að stunda sjó yfir 30 ár. Áður en hann kom til Hafnarfjarðar, árið 1939, var hann vélstjóri í Keflavík. Á næsta ári er Ragnar búinn að vera 20 ár skipstjóri hjá sama útgerðarfyrirtæki hér í Hafnar- firði, fyrst 5 ár á mb Ásbjörg, og síðan 14 ár á mb Hafbjörg, sem hann er einnig meðeigandi að. A þessum 20 ára skipstjóra- ferli Ragnars hefur hann aldrei hent neitt slys, hvorki á skipi né mönnum, en hins vegar hefur hann verið svo lánsamur að bjarga manni frá drukknun. Þaö var í marz 1943, þegar mb Ár- sæll frá Njarðvíkum fórst. Bát- í SV roki og stórsjó. Ársæll var rétt á undan Ásbjörg og fékk á sig brotsjó, sem hvolfdi honum. Þegar Ásbjörg kom á slysstað- inn, bjargaðj hún einum manni, sem hélt sér uppi á braki, sem brotnað hafði úr bátnum. Hélt Ásbjörg sér á slysstaðnum lengi að þeir menn sem komizt hafa í skiprúm hjá honum, vilji ekki son hverfa þaðan aftur, enda eru sumir þeir, sem nú eru skipverj- ar hans búnir að vera það á ann- an tug ára. Ragnar er aflamaður góður og hirðusamur um skip, veiðarfæri og annað, sem útgerðinni til- heyrir, svo af ber. Ragnar er kvæntur Guðrúnu Andrésdóttur. Við, sem unnið höfum í félagi við Ragnar að útgerðarmalum öll þessi ár, óskum honúm hjart- anlega til hamingju með afmælið á eftir, en fann ekki fleiri menn. I og vonum að fá að njóta starfs- Ragnar hefur haft sérstakt krafta hans lengi ennþá. mannalán, og óhætt mun að segja' Jón Halldórsson. norðlenzkum berklasjúklingum með stofnun Kristneshælis. Fundurinn harmar mjög, ef að lítt athuguðu máli, yrði hrapað að slíkri breytingu, sem óhjá- kvæmilega hefði í för með sér, að verulegur hluti þeirra berkla- sjúklinga úr Norðlendingafjórð- ungi, sem dæmdir eru til slíkrar hælisvistar yrði fluttur nauðung- arflutningi á annað landshorn fjarri vinum og ættingjum. Ofanskráð mótmæli voru sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Norræna íélags- deiklin að Hvols- velli og Hellu HELLU, 28. apríl — Sl. laugar- dag var stofnuð deild úr Norræna félaginu á Hvolsvelli og voru- stofnendur 24. Formaður var kos- inn Klemens Kristjánsson, til- raunastjóri, Sámsstöðum, og aðr- ir í stjórn: Björn Björnsson, sýslumaður, Hvolsvelli; Ólafur Ólafsson, fulltrúi, Hvolsvelli; Trumann Christiansen, skólastj., Hvolsvelli; og Garðar Jónsson, skógarvörður, Tumastöðum i Fljótshlið. í gær var svo stofnuð önnur deild úr Norrænafélaginu hér á Hellu. — Á stofnfundinum vora mættir 20 karlar og konur, en auk þess höfðu nokkrir fleiri óskað eftir inngöngu í félagið. Formaður var kjörinn Ólafur Björnsson, héraðslæknir, Hellu. og aðrir í stjórn: séra Arngrímur Jónsson, Odda; Hjörleifur Jóns- son fulltrúi, Hellu; Þórður Lofts- skólastjóri, Hellu, og frú Jakobína Erlendsdóttir, Hellu. -jóri, framkvæmdastjói i Norrænafé- lagsins í Reykjavík, var mættur á stofnfundum beggja deildanna og skýrði tilgang og lög Norræna félagsins og sýndi kvikmyndir. Talsverður áhugi er nú ríkj- andi hér á nánara samstarfi hinna norrænu frændþjóða og er það vel, því að hvort tveggja er að norræn samvinna er hugsjóna- mál og hagsmunamál og er von- andi að samband okkar við bræðraþjóðir okkar á Norður- löndum verði sem nánast, öllum aðilum til ánægju, menntunar og hagsbóta. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.