Morgunblaðið - 03.05.1958, Page 2

Morgunblaðið - 03.05.1958, Page 2
2 Monr.T'Npr *afr Laugardagur 3. maí 1958 20 þús. smúlestir af úburði from leiddor í Áburðarverksmiðjunni Tekjuafgangur nam 1,8 millj. kr. AÐALFUNDUR Áburðarverk- Myndir þessar voru nýlega teknar við verðlaunaafhendingu i danslagakeppni Félags ísl. dægurlagahöfunda. Verðlaunahafar fyrir gömlu dansana eru á neðri myndinni, talið frá vinstri: Uörður Hákonarson, Rvík, 3. verðlaun (Gunnurællinn), Bjarm J. Gíslason, Keflavík, 1. verði. (Harmoníkupolki) og Jóhann Gunnar Halldórsson, Rvík, 2. verði. — Nýju dansarnir (efri myndin) talið, frá v.: Tólfti september, Rvik, 3. verðl. (Hæ, þarna Sveínn), Óðinn G. Þórarinsson, Akranesi, 1. verði. (Nú liggur vei á mér) og Ágúst Pétursson, Kópavogi, 2. verðlaua (Óskastund). Sá sem hélt sig særðan var ósærður en vinurinn særðis! smiðjunnar hf. var haldinn í Gufunesi sl. þriðjudag. Satu fund inn hluthafar og umboðsmenn hluthafa fyrir 97% af hlutafé verksmiðjunnar. Fundarstjóri var Vilhjálmur Þór, bankastjóri, og fundarritari var Pétur Gunn- arsson, tilraunastjóri. Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, sat fundinn fyrir hönd ríkissjóðs í forföllum forsætis- og landbún- aðarráðherra. Vilhjálmur Þór, formaður stjórnar verksmiðjunnar, flutti skýrslu stjórnarinnar um rekstur og afkomu stjórnarinnar á árinu 1957. Á árinu urðu afköst verksmiðjunnar 19971 smálest kjarnaáburðar, 1263 smálestum minna en afköst næsta árs á und- an. Sagði stjórnarformaður, að minnkuð afköst stöfuðu af skorti á raforku. Rekstrarútkoman væri þó aðeins um 600 þús. kr. lakari en á árinu þar á undan, og væri það því að þakka, að felldir hefðu verið niður nokkrir tollar af rekstrarvörum verksmiðjunn- ar til samræmis við innfluttan áburð, svo og árvekni og alúð starfsmanna verksmiðjunnar. Þá gat formaður þess, að verksmiðj- an hefði fengið sem næst 10% meiri orku á árinu, en útlit var fyrir í upphafi, og þakkaði hann stjórnendum Sogsvirkjunarinnar, að svo vel tókst til. Rekstrarreikningar sýna, að tekjuafgangur nam tæpum 1,8 millj. kr., er eignir fyrirtækisihs höfðu verið afskrifaðar um rúmar 9,2 millj. kr. Af tekjuafgangi voru 1.065.000 kr. lagðar í vara- sjóð, en 728 þús. kr. varið til niðurgreiðslu á rekstrarhalla frá árinu 1955. Skýrði formaður frá því, að samkvæmt útreikningum fram- KEFLAVÍK, 2. maí. — Fjárhags- áætlun Keflavikurbæjar fyrir árið 1958 var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi. Niðurstöðu- tölur fjárhagsáætlunarinnar eru 10,590,000 kr.. — Helztu tekjuliðir eru útsvör og lántaka 9,630,000 kr., fasteignaskattur 330 þús. kr., tekjur af vinnuvélum 100 þús. og ýmsar endurgreiðslur. Helztu gjaldaliðir eru: líftryggingar og lýðhjálp 1,490,000 kr., menntamál 1,120,000 kr., löggæzlukostnaður 600 þús. kr. og til heilbrigðismála 580 þús. kr. Til brunavarna eru áætlaðar 100 þús. kr. Vextir og afborganir af lánum eru 900 þús. kvæmdarstjórans hefði fyrirtæk- ið sparað þjóðarbúinu um 37,5 millj. kr. á árinu miðað við, að köfnunarefnisáburður heíði verið fluttur inn frá Evrópu. Frá upp- hafi rekstrar verksmiðjunnar hefði fyrirtækið eftir 3 ár og 9 mánuði sparað og aflað gjaldeyris alls um 122 millj kr. Miklir erfiðleikar væru nú framundan í rekstri verksmiðj- unnar sökum sífellt minnkandi raforku, og mun framleiðsla á- burðarmagns fara minnkandi, unz nýja orkuveitan við Sog tekur til starfa. Fyrirsjáanlegt væri, að 1960—61 myndi þörf landsins fyrir köfnunarefnisáburð sam- svara því mesta magni, sem verk- smiðjan getur framleitt með því að fá næga orku til vinnslu. Full þörf væri því á að fara að hugsa fyrir stækkun verksmiðjunnar. Sett voru upp tæki á sl. ári til að auka vatnsefnisframleiðslu verksmiðjunnar og þar með heild arafköst hennar. Heildarkostnað- ur þessarar framkvæmdar nam 2 millj. kr. Þá gat formaður þess, að ekki hefði verið hjá því kom- izt að hækka áburðai'verðið í ár upp í 100 kr. Formaður sagði, að unnið væri jafnt og þétt að framgangi fosfat- verksmiðjumálsins. en ekki hefði verið hægt að hefjast handa vegna skorts á leyfum frá hinu opinbera. Framkvæmdarstjórinn Hjálm- ar Finnsson las því næst upp reikninga fyrir árið, og voru reikningarnir samþykktir athuga semdalaust. Enn fremur var sam þykkt, að ekki skyldi greiddu. arður. Stjórn Áburðarverksmiðjunnar skipa nú: Vilhjálmur Þór, banka- stjóri; Ingólfur Jónsson, alþingis- maður; Jón ívarsson, forstjóri; Kjartan Ólafsson, fulltrúi; Pétur Gunnarsson, tilraunastjóri. kr. Þá eru áætlaðar rúmlega 6 millj. kr. til ýmissa framkvæmda, svo sem gatna og viðh. gatna 1 millj. kr. gatnalýsingar 130 þús. kr., fegrunar bæjarins 120 bús. kr., vatnsveitu, holræsagerðar og vatnsgeymis 850 þús. kr., til vænt a ilegrar gagnfræðaskólabygging- ar 500 þús. kr., til félagsheimilis 200 þús. kr., til leikfimihúss og bamaskóla 300 þús. kr. og til verkamannaskýlis 80 þús. kr. Eru hér aðeins taldir nokkrir helztu liðir til framkvæmda. Tii samanburðar má geta þess, að niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar árið 1957 voru 10 millj. kr. HJÚKRUNARLIÐ slysavarðstof unnar, sem er ýmsu vant í við- skiptum sínum við ýmsa nætur- gesti er þangað leita, fékk heim- sókn aðfaranótt 1. maí, sem vissulega er í frásögu færandi. Það var kl. 12—1 um nóttina sem þetta gerðist. Þrir piltar, er „höfðu verið að skemmta sér“ komu í leigubíl að slysavarðstof- unni. Einn þeirra var æstur mjög er hann kom þangað inn og bað um að sér yrði hjúkrað. — Hann taidi sig vera með opið sár á kvið. Hvorttveggja, áfengisáhrif og hræðsla ruglaði manninn svo, að beita varð hann valdi, til þess sð hægt yrði að rannsaka sárið á kviðnum. Forsaga þessa er aftur sú, að þegar hann fór að heiman frá sér með félögum sínum, þá hafði hann tekið með sér byssusting af hermannariffli, sem hann átti! Ósliðruðum, hafði hann stungið byssustingnum inn á sig, niður með buxnastrengnum. Maðurinn mun hafa verið að eiga við þetta hættulega eggjárn í buxnastrengnum, er hann veitti því eftirtekt að blóð var á hendi hans. Varð hann þá gripinn hræðslu. Hafði byssustingurinn gengið á hol? — Félagar hans óku honum í snatri til læknavarðstof unnar. Gegnum rúðu á hurð- inni að slysavarðstofunni, sem var lokuð, sá hann að búið var að leggja vin hans niður. Ein- hver maður hélt honum sem hann væri í skrúfstykki. Samstundis heimtaði hann að ! hurðin yrði opnuð fyrir sér, svo að hann gæti komið félaga sínum til hjálpar. Hann beið ekki svars, — sló með annarri hendi gegn- um 5 mm þykka rúðu i hurðinn, sem mölbrotnaði. Hann gekk í gegnum gatið og inn í slysavarð- stofuna. Þegar hann kom þang- að, sá hann að hönd hans sjálfs var alblóðug. Við þessa sýn das- aðist hann skyndilega. — Hjúkr- unarkonan hljóp til hans og færði hann á sjúkrabörur. Hann hafði stórskaddað höndina, skor- ið sig mjög illa á handarbaki og afltaugar voru í sundur. Pilturinn, sem „særzt hafði af byssustingnum“ fékk að vita í þessu, að hann væri með öllu 0- særður á kviðnum. Blóðið á hendi hans stafaði frá því að blætt hafði úr tönn í munni hans, og hann með einhverjum hætti „smurt“ því á höndina. Var piltur þessi fluttur í „kjallarann“ en félagi hans varð eftir á slysa- varðstofunni, því að hann þurfti mikillar hjúkrunar við Blíðskaparveður 1. maí á ísafirði ÍSAFIRÐI, 2. maí. — 1. mai var hátíðlegur haldinn hér í blíðskap arveðri. Hátíðahöldin hófust með útisamkomu í Hafnarstræti kl. 1,30. Þar fluttu ávörp og ræður fulltrúar frá Verkalýðsfélaginu Baldri, Vélstjórafélaginu og Fé- lagi opinberra starfsmanna. Enn fremur lék Lúðrasveit ísafjarð- ar. Kl. 4 var samkoma í Alþýðu- húsinu. Voru þar ávörp, upplest- ur, söngur oe kvikmyndasýning, og lék LúðriBveitin þar einnig. Um kvöldið var dansleikúr í Al- þýðuhúsinu. —G. K. Hraðkeppni í handknatfieik Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ kl. 8 fer fram að Hálogalandi „hrað- mót“ H. S. f. Taka 4 lið karla þátt í keppninni og 2 kvennalið. Leiktími er 2x15 mín. og er það lið úr keppni, er tapar leik. Liðin sem leilca eru F. H., KR, ÍR og úrvaíslið úr öðrum félög- um í karlaflokki og Ármann og KR í kvennaflokki. Tízkusýning KLUKKAN 4 í dag verður fyrsta tízkusýning sumarsins haldin í Sjálfstæðishúsinu. Eru það tízku verzlanirnar ,,Hjá Báru“ og „Guðrún“ sem standa fyrir sýn- ingunni. Sýndur verður sumar- fatnaður, kjólar, dragtir, kápur og einnig nokkrir sumarhattar. Eftirspurn eftir aðgöngum. var það mikil, að engan veginn var hægt að fullnægja henni. Kaffisala kvenstúdenta Á SUNNUDAGINN efnir Kven- stúdentafélag íslands til kaffi- sölú í Sjálfstæðishúsinu, og hef- ur þar á boðstólum kaffi og alls kyns ljúffengar kökur. Með kaffisölunni hyggst félag- ið safna í námssjóð til styrktar íslenzkum kvenstúdent. Um þess ar mundir er hér á landi ensk menntakona. Ursula Brown, á sex mánaða styrk frá félaginu, og er hún að undirbúa útgáfu á Eddukvæðunum á ensku. Vonast Kvenstúdentafélagið til þess að Reykvíkingar styðji þessa viðleitni þess með þvi að koma og drekka kaffi í Sjálfstæðishús inu eftir klukkan tvö á morgun. B a z a r 'SAFNAÐARKONUR í Ytri- Njarðvík starfa nú að því af miklum áhuga að prýða kirkju sína. Á morgun kl. 2:30 halda þær bazar í samkomuhúsi Njarð- víkur, og mun ágóðanum verða varið til að prýða kirkjuna að innan. Mörg og merk verkeini Biblíulél NiðurstöðutöTur fjúrhagsúætlunur Keflavíkurbæjur rúml. 10,5 millj. Aðalfundur haldinn SÍÐASTLIÐIÐ ár uxu gjafir til Hins íslenzka Biblíufélags mjög, svo að þær hafa aldrei verið jafn- miklar. Hefur öll starfsemi fé- lagsins aukizt, ekki sízt síðan það hófst handa um útgáfu Nýja testamentisins og nú síðastliðið ár Biblíunnar allrar. Á síðasta aðalfundi félagsins var breytt lagaákvæði um aðal- fundartíma. Verður aðalfundur að þessu sinni á morgun, sunnu- daginn 4. maí, og hefst að lok- inni síðdegisguðsþjónustu í Dóm- kirkjunni, þar sem gjaldkeri félagsins, sr. Óskar J. Þorláksson, prédikar. Mikil verkefni eru framundan, sem verða ekki leyst nema með enn aukinni fórnfýsi og áhuga félagsmanna og ann- arra velunnara félagsins. — á morgun Meðal verkefnanna er endurskoð- un sú á þýðingu Nýja testamentis ins, sem félagsstjórn hefur sam- þykkt að gerð skuli og æskileg- ast væri að lokið yrði á 150 ára afmæli félagsins, ef þess er nokk- ur kostur. Nánari upplýsingar um hag og starf félagsins verða gefnar á aðalfundi þess að lok- inni síðdegisguðsþjónustu í Dóm- kirkjunni á morgun. Þessa dagana er verið að senda meðlimum Biblíufélagsins sér- prentun af kafla úr Ferðabók Hendersons. Er það saga Biblí- unnar hér á landi. Hefir séra Magnús Már, prófessor, bætt við kaflann þætti um helztu atriði þeirrar sögu eftir daga Hender- sons. Sem fyrr segir, varð að beita manninn valdi til þess að hjúkr- unarlið slysavarðstofunnar gæti gengið úr skugga um meiðslin. Tók einn starfsmaður stöðvarinn ar piltinn og lagði hann niður. Annar félaga hans, sem úti í bílnum hafði beðið, kom nú inn til að huga að félaga sínum. 8/æs by r I eg a tyrir P/even PARÍS, 2. maí — Líkur bentu til, að Pleven myndi takast stjóm- armyndun, þegar Mollet leiðtogi Jafnaðarmanna hvatti flokk sinn í kvöld ti! að greiða atkvæði með stjórn hans — þó án þess ao taka þátt í henni. — Afli Hornafjarðarbáta misjafn í apríl — góðar aflahrotur annað veifið m HORNAFIRÐI, 2. maí — Afli Hornafjarðarbáta hefur með köfl- um verið allsæmilegur í apríl. Þar hafa skipzt á miklar afla- hrotur og því nær alveg „dauð“ tímabil. Um páskana var t. d. mjög mikil aflahrota, en mjög dró úr aflanum upp úr páskun- um. Aftur gerði góða aflahrotu, en nú síðustu dagana hefur afli verið lítill eða a. m. k. mjög mis- jafn á bátana. Frá áramótum er nú aflahæst- ur Jón Kjartansson með 630 lest- ir, næstur er Helgi með tæpar 600 lestir, og flestir hinir bátarn- ir með eilítið minni afla. Mikil atvinna hefur verið hér bæði við hagnýtingu aflans og einnig hefur verið óvenjumikið um skipakomur í mánuðinum, t. d. komu tvö saltskip. Jökulfell tók hér 11600 kassa af fiski, sem flytja átti til Rússlands, sænskt skip tók 5200 kassa til Bandá- ríkjanna og Dísarfell 1200 pakka af skreið. Ennfremur tók Dísar- fell hér 260 lestir af mjöli. All- ir lýsisgeymar hér eru að verða fullir, og unnið er að pökkun á saltfiski eftir því, sem tinú vinnst til. —Gunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.