Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 6
6 MORCU1SBLAÐ1Ð Laugardagur 3. maí 1958 STJÓRNMÁLALEG ÁTÖK Á NORÐURLÖNDUM í NORÐURLANDABLÖÐUNUM er talað um, að kalt sé í stjórn- málunum nú á vorinu á Norður- löndum. Er þar átt við að Svíþjóð og Finnlanci eiga í stjórnmálaleg- um örðugleJKum í sambandi við efnahagsmáiin og fleira. En í Noregi er um að ræða eins konar heimilisófrið innan Verkamanna flokksins í sambandi við utan- ríkisstefnuna. Að undai.íörnu hafa staðið deilur í Svíþjóð um hin svo nefndu almennu eftirlaun, og hefur það leitt til þess að ríkis- stjórnin hefur boðað kosningar hinn 1. júní. Deilurnar um eftirlaunin leiddu til þess á síðasta ári, að Bændaflokkurinn gekk út úr stjórninni og var þá lokið því samstarfi, sem hefur staðið um stjórn landsins í mörg ár. Jafnaðarmenn mynduðu þá minni hlutastjórn. í októbermánuði kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur hinna ýmsu flokka varðandi eftirlaunamálin, en það leiddi ekki til neinnar niður- stöðu. Tillögur jafnaðarmanna fengu rösklega 46% af atkvæð- unum, en tillögur borgaraflokk- anna hlutu til samans um 50%. Jafnaðarmennirnir héldu samt sem áður fast við sína tillögu og borgaralegu flokkarnir vildu heldur ekki víkja frá sinni af- stöðu og þar með var auðséð, hvaða enda þetta mál fengi í þing inu. Deilurnar um eftirlaunin eru fyrst og fremst um framkvæmd þess máls, en allir flokkarnir eru á einu máli úm að hækka skuli eftirlaunin, frá því sem nú er. Hins vegar vilja borg- aralegu flokkarnir hafa frjáls- legri framkvæmd á þessu máli heldur en jafnaðarmennirnir og á því hefur strandað. Jafnaðarmennirnir, sem vila ganga lengra í þessu eftirlauna- máli, telja að það muni skapa þeim allgóðan jarðveg við kosn- ingar og gera sér vonir um að vinna nú hreinan meirihluta við kosningarnar í júní Eins og nú stendur hafa jafnaðarmenn 106 þingmenn en borgaralegu flokk arnir 119, kommúnistar hafa 6 þingmenn. Á hinn bóginn er það heldur ekki útilokað að kosningarnar 1. júní leiði til þess að borgaralegu flokkarnir myndi ríkisstjórn, en það yrði þá í fyrsta sinni í 30 ár. Að vísu hefur ekki tskizt að sameina þessa flokka um eina ákveðna tillögu í eftirlaunamál- inu, sem nú veldur mestum deil- um, heldur ber þar hver fram sína sérstöku leið. En það er ekki þar með útilokað, að borg- aralegu flokkarnir muni samt sem áður geta komið sér saman um eins konar sameiginlega stefnuskrá, sem svo gæti leitt til þess að þeir flokkar myndi stjórn, að kosningunum loknum. Færi svo, væri auðséð að jafn- aðarmenn hefðu ekki reiknað dæmið rétt í sambandi við það hvaða áhrif eftirlaunamálið hefði. í Finnlandi hefur stjórn von Fieandts orðið að segja af sér og bráðabirgðastjórn tekið við und- ir forystu Kuuskosis. Hinn nýi forsáetisráðherra hefur, eins og fyrirrennari hans, lagt áherzlu á að hann væri óháður flokkum og samtökum. En stjórnin hefur aðeins það hlutverk að halda í horfinu þar til kosningar hafa far ið fram í byrjun júlí og munu flokkarnir láta hana sitja þang- að til, til þess að hrinda ekki ekki af stað nýrri stjórnar- kreppu rétt fyrir kosningarnar. Ástæðan til þess að stjórn von Fieandts féll, var ágreiningur út af landbúnaðarmálum. í landinu er stöðugt kapphlaup milli kaups og vöruverðs, þanmg að vísitalan hækkar sífellt og þar með bæði verðlag á varningi og vinnu og hefur þetta gengið þannig á víxl í alllangan tíma. Engin ríkis- stórn hefur getað ráðið við þessi vandræði og stjórnmálaflokk- arnir hafa raunverulega gefizt upp við að mynda stjórn til að leysa það. Þar af kemur að hver bráðabirgðastjórnin hefur rekið aðra. Hvernig þetta svo fer eftir kosningarnar í júlí er ekki talið fyrirsjáanlegt nú. í Noregi stendur stjórnin eiftnig höllum fæti. Fyrir stuttu síðan lýsti Einar Gerhardsen forsætisráðherra því yfir, að ef ekki væri hægt að tryggja sam- komulag innan verksmanna- flokksins um utanríkisstefnuna, mundi stjórn nans segja af sér. Það hefur lengi verið ljóst, að ágreiningur væri í uppsiglingu innan verkamannaflokksins um stefnuna gagnvart NATO, og kom þetta m. a. fram, þegar 45 af þingmönnum verkamanna- flokksins gáfu út um páskana ályktun um, að Norðmenn skyldu beita sér gegn því, að Vestur- Þjóðverjar kjarnorkuvæddu her sinn. Þetta er í fyrsta sinn síðan styrjöldinni lauk, sem komið hefur til opinberra átaka um utanríkismálastefnu Noregs. í umræðunum í stórþinginu skýrði Halvard Lange utanríkisráðherra frá skoðun sinni og stjórnarinnar á kjarnorkuvæðingu þýzka hers- ins. Hann benti á, að Noregur hefði fyrir sitt leyti lýst því yfir í NATO, að ekki væri óskað eft- ir því, eins og nú stæði, að settar yrðu upp eldflaugastöðvar á norsku landi, en að norska stjórn in væri á þeirri skoðun að hvert einstakt ríki innan NATO ætti að ráða því sjálft, hvort það tæki kjarnorkuvopn í sínar hend- ar vörzlur eða ekki. Ef Norð- menn færu að beita sér gegn því, að eitthvert einstakt land, svo sem Þýzkalnd, hefði kjarnorku- vopn þá vreri það í rauninni sama Atomium — tákn sýningarinn ar, gnæfir við hiinin' Atomium—talandi tákn vorra tíma Önjruir grein Haralds J. Hamars írá heimssýningunni í Bríissel BRUSSEL, laugardag: — Heims- sýníngin í Brussel er í fáum orð- um sagt stórbrotin, fróðleg, fjöl- breytt og ógleymanleg. Nokkrir og að Norðmenn berðust gegn yfirlýstri stefnu NATO í þessum málum. En þrátt fyrir þessa skýringu Langes er ágreiningur- inn mjög djúptækur og það mun fremur hafa verið af tiliti t'i innanríkismálanna en nokkurs annars, að stjórnin hefur ekki fallið á þessum ágreiningi hingað til. Gagnrýnendurnir hafa hald- ið sér í skefjum af ótta við að steypa stjórninni, en það hafa þeir ekki talið heppilegt, eins og sakir stæðu. dagar nægja ekki til þess að skoða þessa mestu sýningu allra tíma, ef vel á að vera. Lúnir fætur og slitnir skór — og enn er meira en helmingur 500 ekra sýningarsvæðisins ókannaður. Þar hafa yfír 40 þjóðir og fjöl- margar alþjóðastofnanir reist um 200 sýningarskála og hallir — og þar hafa færustu byggingafræð— ingar heims lagt hönd á plóginn. Þar tjalda allar þjóðir því bezta, sem til er—og jafnframt er brugð ið upp myndum úr lífi hinna ein stöku þjóða, náttúrufari landa þeirra og framleiðslu — á lista- legan hátt. Margt er breytt frá því, sem var, er fyrsta heimssýningin var haldin í London árið 1851 — og það má einnig segja, að margt sé shrifar úr daglega lífínu Framleiðsla á þungu vatni ÞEGAR menn tala um leiðir til að tryggja vaxandi velmegun og framfarir á íslandi, verður þeim sem eðlilegt er tíðrætt um stóriðju. Landið er að sönnu snautt að kolum, málmum og öðrum hráefnum fyrir slíkan at- vinnurekstur. Hins vegar eru hér orkulindir, sem a. m. k. ennþá eru ódýrari en orka frá atómver- um; Leikmönnum virðist því ein- sýnt, að stóriðja á Islandi hljóti að vera fólgin í framleiðslu, sem krefst mikillar orku en tiltölu- lega lítils hráefnis. Áburðarverk- smiðjan í Gufunesi er dæmi um iðjuver af þessu tagi, en verk- smiðjurekstur sá, sem rætt er um að koma upp í framtíðinni, á að vera í miklu stærra sniði og skipta mun meira máli fyrir þjóðarbúskapinn allan. Fyrir nokkrum dögum komu hingað á vegum Efnahagssam- vinnustofnunarinnar í París nokkrir erlendir sérfræðingar til að athuga tæknileg skilyrði til þungavatnsframleiðslu. Velvak- andi skilur auðvitað lítið í þeim atriðum. Hér mun vera um að ræða mál, sem sprenglærðir ís- lenzkir sérfræðingar hafa athug- að mánuðum saman, og niður- staðan hefur orðið sú, að erlendir starfsbræður þeirra hafa verið beðnir að koma til frekari at- hugana. Ólærðum mönnum hlýt- ur að virðast þungt vatn sérlega heppileg framleiðsluvara fyrir íslendinga. Hráefnið er aðeinsl vatn og úr því er skilið þetta merkilega efni, „þungt vatn“, sem mun vera um 1/7000 af venjulegu vatni eins og það kemur fyrir í náttúrunni. Ekki þarf að óttast, að flutningskostnaður til og frá þessu eylandi á hjara heims verði til að svipta fyrirtækið allri lífsvon, því að afköst verksmiðju, sem kostar 650 millj. kr. (fyrir utan raforkuver) yrðu aðeins 100 tonn á ári. Það eru hins vegar nokkuð verðmæt tonn, því að hvert kíló af þungu vatni er nú selt á rúml. 1000 kr., og verðmæti ársframleiðslunnar miðað við nú- verandi verðlag yrði þá alls um 100 millj. kr. Hér er því um stór- iðju að ræða, sem miklir flutn- ingar eru ekki tengdir við. Er nú ekki annað að gera fyrir okkur en vona, að niðurstaðan verði sú, að tæknilega sé hagkvæmt að reisa verksmiðju þessa hér á landi. Við skulum hins vegar muna, að þar með er björninn ekki unninn, því að fjármögnun slíks fyrirtækis hlýtur að vera mikið vandamál. En Velvakandi hyggst ekki hætta sér út í hug- leiðingar um það efni eða bolla- leggingar um þjóðfélagsleg áhrif stóriðju á íslandi, sem einnig er ýmsum, sem um þetta hugsa, ofar lega í huga. Þó verður að geta þess, að Velvakandi líkaði ekki sem bezt, er sérfræðingarnir töldu Hveragerði heppilegasta staðinn fyrir verksmiðjuna. Það getur vart þýtt annað en það, að hitasvæðið þar og norður um allan Hengil yrði nýtt til fram- leiðslú á þungu vatni. Einhvern veginn fyndist Velvakanda betra, að ýmsu leyti ef unnt væri að nýta til þungavatnsframleiðslu önnur jarðhitasvæði, helzt í ó- byggðum, svo að hitaorkuna á Suðvesturlandi megi nota til smærri atvinnurekstrar, sem nú er þegar tekið að gera að nokkru og rætt er um að gera í ríkum mæli síðar. Þungt vatn er notað í kjarn- kljúfunum sjálfum. Er því ætlað að draga úr hraða einda þeirra (nevtróna), sem kljúfa kjarn- ana. Er þær losna úr atóm- kjörnunum hver af annarri er hraði þeirra svo mikill, að þær ná ekki að kljúfa aðra atóm- kjarna. Til að draga úr hraðan- um eru þær látnar rekast á létta kjarna. Til þess eru vetniskjarnar þeir, sem eru í þungu vatni mjög heppilegir. Þeir eru byggðir úr sérstakri gerð eða ísótóp af vetni, sem oftast er sýndur með efna- fræðitákninu D, stundum með tákninu H2. Þessir kjarnar eru gerðir úr tveimur eindum, pró- tónu og nevtrónu, en venjulegir vetniskjarnar (H eða H1) úr einni eind (prótónu). Þungt vatn er nú ekki framleitt í stórum stíl annars staðar en í Bandaríkjun- um. Öllu meira kann Velvakandi svo ekki frá þessu merka fyrir- brigði að segja. breytt síðan síðasta heimssýning- in var haldin, í New York árið 1939. Á þessu tímabili hefur framþróunin orðið ör, örari en framsýnustu menn óraði fyrir — og í dag höfum við afhjúpað ýmsa þá leyndardóma jarðlífs- ins, sem menn hugleiddu ekki á síðustu heimssýningu. í dag höf- um við yfir að ráða þekkingu, sem gæti fært okkur betri, mann- legri heim. En við virðumst samt ekki þess megnug að notfæra okkur þessa þekkingu, eins og allir hefðu framast kosið. Heims sýningin í Brússel ber öðru frem- ur merki þeirra átaka, sem eiga sér stað milli efnishyggjunnar og þess mannlega, einlægra óska um friðsælt, þægilegt — og umfram allt mannlegt líf. Atomium, tákn sýningarinnar, stendur á miðri aðalgötu sýning- arsvæðisins og teygir sig 102 metra til himins — og rís ofar öllu á sýningarsvæðinu. Risakúlurnar 9 geisla í sólskin- inu, þessi bygging er talandi tákn vorra tíma, atomaldarinnar. — og einnig þess, hve verkfræð- ingar nútímans eru djarfir í smíðum sínum. Waterkeyn verk- fræðingur, „höfundur“ Atomium, hugsaði sér í fyrstu, að kúlurnar 8 hvíldu á þeirri neðstu. En síðar kom í ljós, að Atomium mundi ekki þola meiri vindhraða en svarar til 80 km á klst., en í Belgíu getur vindhraðinn farið allt upp í 120 km á klst. Þess vegna var horfið að því að treysta á bygginguna með þrem ljótum grindverkum, sem eru í miklu ósamræmi við fágað an heildarsvip Atomium. En erfiðleikunum var ekki þar með lokið. Enda þótt undirstað- an væri vönduð og treyst sem kostur var, mun Atominum hafa sigið lítið eitt eftir að byggingu þess var langt komið. Water- keyn verkfræðingur hefur hins vegar staðhæft, að allar slíkar sögur séu uppspuni, Atomium hafi ekki sigið nema 1 mm. Orð- róurinn hefur e.t.v. komizt á kreik vegna þess að þrjár kúln- anna eru tómar og ekki ætlazt til að fólk hafi þar viðkomu til þess að hætta ekki á að ofþyngja það — eða koma því úr jafnvægi. í hinum kúlunum er komið fyrir myndrænum sýningum af þróun kjarnorkuvísindanna — Og í þeirri efstu er veitingasalur. Þar er verðið íka „himinhátt", því að þar greiða efnaðir 5 sterlings- pund fyrir máltíðina. Bygging Atomium hefur tekið rúmt ár. Efnið mun vera sérstakt, mjög sveigjanlegt stál, og í upp- hafi var gert ráð fyrir, að full- Framh. í bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.