Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 3. maí 1958 Ihefði ekki leng-ur boðskortið sem (heiífiildargagn. Það myndi vera hreinn og heinn fávitaskapur að verða eft- ir í skipinu. Lisette hafði bara ifengið þessa flugu í höfuðið, af }>ví að hún var búin að drekka of imikið koníak. Það var líka glæp- isamlegt athæfi að látast vera önn lur manneskja, en maður raun- iverulega var. En það var enginn tími til að hugsa. Joan heyrði }>egar skipsskrúfurnar fóru að isnúast. Skipið var að leggja frá /hafnarbakkanum. Seinna, þegar Joan varð hugs- að til þessarar stundar, gat hún lalls ekki munað hvað það var, isem réði úrslitunum um ákvörðun íhennar. Kannske var það hugsun lúi um ókunnu konuna, sem hafði !haft í hótunum við hana. Það var icins konar áskorun og Joan 'var lekki vön að gefast Jipp, þegar ihsetta var á ferðum. Var það ekki ilíka skylda hennar að hjálpa syst nir sinni? Kannske varð henni líka hugsað til dökka mannsins unga, sem líkt- ist spönskum aðalsmanni og var eins og klipptur út úr málverki eftir Velasque, en talaði amer- ísku. Þrátt fyrir drambið, var þó eitthvað hrífandi í fari hans. Það fór titringur um allt skip- ið, þegar skrúfurnar byrjuðu að snúast hraðar. Svo voru landfest- arnar leystar og það var of seint að reyna að komast í land. Nú varð ekki .snúið við. Hún yrði að horfast í augu við framtíðina, hvað sem hún kynni að bera í skauti sínu. En ef Joan hefði vitað hvað það var, sem hún átti í vændum, þá hefði hún kannske, samt sem áð- ur, þotið upp á þilfar og fleyg * sér útbyrðis. ^ Kochelle skreið hægt milli meg- inlandsing og eyjarinnar Wight. Ljósin í landi dofnuðu og sáust mjög ógreinilega í kvöldþokunni, en Wight lá böðuð í ljósi, þegar skipið skreið fast meðfram henni. Trjáplöntur salan er byrjuð Gróðrastöðin við Miklatorg. Sími 19775. Saumakonur Nókkrar vanar saumakonur geta fengið vinnu strax. Upplýsingar gefur verkstjórinn. Belgjagerðin FITAN HVERFUR FLJÓTAR með freyðandi VI M Vernier skipstjóri stóð uppi á stjórnpallinum hjá hafnsögumann inum. „Svo óska ég yður góðrar ferð- ar, skipstjóri. Ég vona að þér setjið nú nýtt met“, sagði hafn- sögumaðurinn brosandi. „Ég þakka fyrir góðar óskir. Ég vona sannarlega að mér tak- ist að setja met“, svaraði skip- stjórinn á ensku — „Rochelle er gott skip. Betra skip verður tæp- lega smíðað. „Hann yppti öxlum. — „En maður getur auðvitað aldrei verið alveg viss. Alltaf get- ur eitthvert óhapp tafið mann“. „Satt er það. Þannig var það líka í fyrra", sagði hafnsögumað- urinn. — „Voruð það ekki þér, 3em voruð skipstjóri á Fleurie síð ustu ferðina, áður en skipið var sett í þurrkví? „Jú, það var ég“, sagði skip- stjórinn stuttur í spuna. „Það kom eldur upp í skipinu, ef mig misminnir ekki. Hver voru upptök hans?“ „Það upplýstist aldrei". „Ég veit ekki neitt um þetta, nema það sem blöðin sögðu. Auð- vitað var mér málið talsvert skylt, þar sem það var ég er stýrt hafði Fleurie úr höfn. Maður getur þó sagt, að það hafi verið mikil guðs mildi, að ekki skyldi nema einn maður farast í brunanum“. „Það var ein starfsstúlka á skipinu — ung hárgreiðslumær, sagði skipstjórinn. Svo snéri hann sé:■ við og það var bersýnilegt að hann kærði sig ekki um að ræðai þetta mál nánar. Svo mikið skildi hafnsögumaðurinn . . . Skip, eins og Rochelle, er lítil fljótandi borg — borg sem aldrei sefur. Engum skipsmanni og mjög fáum farþegum kom til hugar að ganga til rekkju, fyrr en skipið væri komið út á rúmsævi. Kvöldið var hlýtt og kyrrlátt og farþegarnir höfðu raðað sér meðfram borðstokkunum á öllum þilförum skipsins og sáu strand- línuna hverfa í myrkrið. Sumir fundu nú þegar heimþrána bær- ast í brjóstum sínum. Aðrir þráðu það eitt að komast í burtu — út á reginhaf, til að njóta alls þess munaðar, er hið nýja skip hafði upp á að bjóða. . . og kynnast landinu, hinum megin við hafið. Brátt tók fólkið að dreifa sér um lyftinguna. Menn kynntust, ákváðu spilakvöld, dansleiki og í- þróttaæfingar, þann stutta tíma, sem ferðin yfir Atlantshafið tæki. Allir biðu þess að gildaskálarnir yrðu opnaðir. 1 nokkrum sölum voru hljómsveitirnar byrjaðar að leika og dansinn hófst. . . Starfslið skipsins var önnum kafið £ vélarúmunum, skrifstofun- um og vörugeymslum lestarinnar. Við borð gjaldkerans var pening- um skipt, skeyti afhent og svar- að öllum mögulegum — og ekki fáum ómögulegum-spurningum. Þjónarnir bjuggu um rekkjurn- ar í káetunum og settu blóm í vatn. 1 vínstúkunum voru flöskur settar á afgreiðsluborðin og glös þurrkuð og fáguð. Allt skyldi verða tilbúið þegar skipið færi yfir þriggja mílna-mörkin. 1 litlu búðunum var annríkið sízt minna. Mademoiselle Fosiet, sem var sölustjóri fyrir Renée Rachels, hristi silkipappír út úr fellingum modelkjólanna og hengdi þá á herðatré. Hún var miðaldra kona, dökkeyg og svo dugleg og ósérhlífin að undrum sætti. Nánasti aðstoðarmaður hennar, mademoiselle Halle, var ung, grönn og glæsileg — falleg, bæði við söluborðið og sem sýningar- dama. Hún raðaði fínasta líninu í sýningaskápana. Það var nær eingöngu handsaumaður skraut- fatnaður eftir systurnar í Sante Soeurs klaustrinu í Lyon. Hvað skyldu nunnurnar hafa hugsað, þegar þær voru að sauma þennan óhófsvarning handa léttúðugum konum, sem nunnurnar hlutu, í krafti trúí.r sinnar að hneykslast á? öfunduðu þær þessar lífsglöðu og glysgjörnu kynsystur sínar, eða álitu þær að einnig með þessu þjónuðu þær guði sínum? „Ég sé að madame Cortez er með í þessari ferð“, sagði Helene Halle. „Madame Cortez er ávallt með, þegar senda á gimsteina frá verzl- un fyrirtækisins í París á sýn- ingu í New York. Það merkir með Stulkur vanar saumaskap Óskast nú þegar. Upplýsingar hjá verkstjóranum, Skipholti 27. Starfsstúlka óskast Upplýsingar gefnair á skrifstofunni. Elli- og hjúrunarheimilið Grund. öðrum orðum það, að hún sé með okkur einu sinni á ári. Sannarlega einkennileg, gömul kona“, sagði mademoiselle Fosiet. „Mér er sagt að gimsteinarnir, sem Cortez ætlar að sýna í ár, séu alveg sérstaklega verðmætir", hélt Helene Halle áfram. . . „Eft- ir farþegaskránni að dæma, þá er frændi hennar með í þessari ferð“. Síðustu orðin voru sögð í helzt til kæruleysislegum tón og mad- emoiselle Fosiet brosti. „Madame Cortez er ömmusystir Ron Cortez“, sagði hún. — „Hann tilheyrir hinni amerísku grein ættarinnar. . .“ Hún hengdi upp einn kjól, snéri sér svo við og horfði rannsakandi á aðstoðar- mann sinn. — „Hann er mjög lag legur maður, en . .“ Hún þagnaði í miðri setningu og yppti öxlum. „En hvað?“, spurði Helene Halle, í óþarflega höstum tón. „Ekki annað en það, að við erum hér á skipinu til þess að gegna skyldustörfum okkar. Við verðum fyrst og fremst að hugsa um þau og helzt ekki neitt ann- að“. Madame Cortez stóð í litlu gim- steinabúðinni sinni og læsti hik- andi stóra peningaskápnum. Hann hafði verið gerður alveg sérstak- lega handa henni og hún ein þekkti leyndardóm læsingarinnar. Innihald skápsins var margvís- legt og mikils virði. Bakkar með úrvals skrautgripum: armbönd- um, brjósbnálum, gullgreiptum úr um, hvítum perlufestum. Og þó voru þetta bara smámunir í sam anburði við hið dýrmæta safn smaragða, sem sýna átti í New York. A hverju ári fór madame Cortez með nýtt safn til sýningarinnar og í því var hver kjörgripurinn öðrum betri. 1 fyrra hafði hún sýnt dem- anta, árið áður safira og þar áð- ur perlur. Nú hafði frúin, sem var stærsti hluthafinn í þessu al- þjóðlega verzlunarfélagi, ákveð- ið að sýna smaragða og það myndi verða dýrmætasta safn, er nokkru sinni hefði á slíka sýn- ingu komið. Allir smaragðarnir voru af fínustu gerð," dökk-grænir og algerlega ógallaðir. Hún hafði varið mörgum dögum til að velja hvern einstakan skartgrip, skoð- að hvern stein með stækkunar- gleri og hafnað öllu, sem ekki stóðst hina nákvæmustu gagn- rýni Gimsteinarnir voru ekki aðeins verzlunarvara madame Cortez, heldur líka yndi hennar og eft- irlæti. Vænst þótti henni um smaragðana. Það er sagt, að smaragðurinn sé óheillasteinn, en í hvert skipti sem gamla frúin heyrði þá full- yrðingu, brosti hún hæðnislega og hristi hæruskotið höfuðið: „Smaragðar kunna að verða rol um og raggeitum til ógæfu“ sagði hún yfirlætislega — „en hinum hraustu og hugdjörfu færa þeir hamingju. Ég hefi alltaf borið smaragða og ég hefi lifað ham- ingjusömu lífi“. Já, hamingjusöm hafði hún ver ið og heppin um dagana. Tengda- faðir hennar, André Cortez, sem var franskur í aðra ætt og spænsk ur í hina, hafði stofnað hina heimskunnu gimsteinaverzlun. Því var almennt haldið fram, að velgengni og frægð fyrirtækisins væri fyrst og fremst að þakka SPÍItvarpiö „Slepptu svipunni, Bárður", Iþegar Bárður lætur sér ekki i á því að láta svo búið standa I og lemur hann umsvifalaust nið- öskrar þorparinn ofsareiður, en segjast snýr hann sér við og (sparkar í hann. Bárður var ekki | ur. Laugardagur 3. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 18,15 Skákþáttur (Baldur Möller). — Tónleikar. 19,00 Tómstundaþáttur bai-na og unglinga (Jón Pálsson). — 19,30 Samsöngur: De Fire syngja (pl.). 20,30 Tónleikar (plötur). — 21,00 Leikrit: „Starfið, líf vort og dauði“ eftir Herbert Eisenreich, í þýðingu Helga J. Halldórssonar. Leikstjóri: Rúrik Haraldsson. — 21,45 Tónleikar (plötur). 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.