Morgunblaðið - 13.05.1958, Síða 1

Morgunblaðið - 13.05.1958, Síða 1
20 síður 45. árgangur 107. tbl. — Þriðjudagur 13. maí 1958 Alvarlegar róstur í Líbanon BEIRXJT, 12. maí — í Beirut höfuðborg Líbanons urðu í dag miklar róstur. Óróaseggirnir reistu virki á götum úti og kveiktu í olíutunnum víða um borgina. í frétt frá Damaskus segir, að landamærum Líbanon og Sýrlands hafi verið lokað og allar ferðir milli Beirut og Damaskus verið bannaðar. Þetta hefur hins vegar ekki verið stað- fest í Beirut ennþá. Seint í gærkvöldi urðu tvær miklar sprengingar í miðbiki Beirut, önnur rétt hjá lögreglu- stöðinni, en hin nálægt þinghús- inu. Ekki varð neinn mannskaði, orsök, að einn stjórnmálaflokk- ur landsins hefur lagzt mjög gegn því, að Camille Chamoun forseti verði endurkosinn til næstu en rúður brotnuðu í húsmm á stóru svæði. Frá deginum í dag að telja hefur verið sett útgöngu- bann í höfuðborginni frá sólar- lagi til sólaruppkomu. 16 menn drepnir Sendiráð Bandaríkjanna hefur beðið alla bandaríska borgara að halda sig innanhúss. Síðustu fréttir frá olíuborginni Tripoli, sem er næststærsta borg landsins, benda til þess að einnig þar hafi verið sett útgöngubann. í Tripoli hafa undanfarna þrjá daga verið miklar róstur, og hafa 16 manns látið lífið í þeim, en yfir hundrað manns liggja þungt haldnir í sjúkrahúsum. Þessar róstur eiga rætur að rekja til stjórnarandstöðunnar, og þær hófust á föstudaginn eftir að einn af ritstjórum stjórnarand- stæðinga hafði verið myrtur. Andstaða við forsetann Stjórnarandstaðan hefur hvatt til allsherjarverkfalls í landinu til að styðja verkföllin sem hafa verið gerð í Tripoli, Sidon, Tyre og öðrum borgum. Rósturnar eiga sér líka þá fjögurra ára. Enda þótt forsetinn hafi ekki sjálfur tekið neina end- anlega ákvörðun í málinu, að því Nehru Nehru fer háðulegum orðum um kommúnista er sagt er, þá hafa skoðanabræð- ur hans gefið í skyn, að hann hafi í hyggju að biðja þingið að kjósa sig forseta næsta kjörtíma- bil. Hann á að láta af embætti í ár, þar sem stjórnarskrá lands- ins heimilar forseta ekki að sitja tvö kjörtímabil í röð. Chamoun verður því að koma fram stjórn- arskrárbreytingu, og er búizt við að hann leggi frumvarp um hana fyrir þingið, áður en því lýkur 31. maí. Allar horfur eru á, að slíkt frumvarp verði samþykkt. Flokkurinn, sem á mesta sök á óeirðunum undanfarna daga, var í upphafi aðeins andvígur því, að kjörtími forsetans yrði fram- lengdur, en nú hefur hann krafizt þess að forsetinn segi af sér þeg- ar í stað. Rósturnar í Líbanon þykja nokkrum tiðindum sæta, þar sem landið hefur jafnan verið eitt rólegasta og friðsamasta landið við austanvert Miðjarðarhaf. Síöustu fregnir herma, að unn- in hafi verið alvarleg skemmd- arverk á olíuleiðslum frá Tripoli, og hefur olíufélagið í írak ákveð- ið að sfcöðva olíustrauminn. Vill bann við al- kvæðagreiðslu BONN, 12. maí. — Vestur-þýzka sambandsstjórnin fór þess á leit í dag við stjórnlagadómstólinn í Karlsruhe, að hann bannaði ai- menna atkvæðagreiðslu um kjarnavopn handa vestur-þýzka hernum, sem fram á að fara í Hamborg 8. júní að tilhlutun sós- íaldemókrata, sem eru í meiri- hluta í borgarstjórninni. Prentsmiðja MorgunblaðsÚM ---* Tékkneskur skíða- kappi flýr land AÞENU, 12. maí. — Tékkneski kvikmyndatökumaðurinn og skíðakappinn Jiri Koblaska, sem er 24 ára gamall, flúði af rúm- ensku farþegaskipi, sem var að flytja tékkneska ferðamenn, i höfninni í Pirevs á laugardaginn. Hann hefur beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður í Grikk- landi. Grísk yfirvöld tilkynntu, að þau hefðu ekki enn veitt Kob- laska hæli, en hann er nú í vörzlu lögreglunnar. Karamanlis Koromanlis fékk hreinan þing- meirihlutn í grísku kosningunum NYJU DELHI, 12. maí — Jawa- harlal Nehru, forsætisráðherra Indlands, hélt í dag ræðu á stjórn arfundi indverska Kongress- flokksins og sagði þá m. a., að kommúnistaflokkurinn í Indlandi „hefðist við utan landamæra landsins í hugsunarhætti sín«m“. Benti hann á, að í öllum löndum hefði heimskommúnisminn af- skipti af innanríkismálum fyrir tilstuðlun kommúnistaflokkanna. Nehru minntist í ræðu sinni á hringlanda indverska kommún- istaflokksins í afstöðunni til Júgóslava og kvað hann hlægi- legan. Fyrst sendu indverskir kommúnistar sendinefnd á nýaf- staðna flokksráðstefnu júgó- slavneska kommúnistaflokksins og hafði hún meðferðis heilla- óskir til Júgóslava. En þegar það kom á daginn, að kommúnista- flokkur Sovétríkjanna og lepp- ríkja þeirra höfðu breytt um við- horf, þá sneru indverskir komm- únistar við blaðinu. Á sama hátt væri stefna komm- únista í innanríkismálum ætíð háð erlendum áhrifum, sagði hann. Minnir á trúarleiðtoga Nehru kvaðst ekki vilja taka neina afstöðu til deilunnar milli Júgóslava og annarra kommún- istaríkja, en hann benti á, að hið svokallaða „afbrot“ Júgó- slava væri það eitt, að þeir vildu fara sína eigin leið til kommún- ismans. „Þetta minnir einna helzt á trúarleiðtoga, sem er illa við og fordæmir öll frávik frá ströng- um rétttrúnaði", sagði Nehru. Nú fá menn að halda hausnum Hann benti á þá staðreynd, að Framíi á bis 19 Gómúlka og Kadar sam- einast um yfirlýsingu BÚDAPEST og BÚKAREST, 13. mai. — Gómúlka, framkvæmda- stjóri pólska kommúnistaflokks- ins, sem verið hefur í þriggja daga heimsókn í Ungverjalandi, ásamt opinberri pólskri sendi- nefnd. fór í dag frá Búdapest til Kúmeníu. í Búkarest var tekið á móti hinum pólsku gestum með virktum, og var m.a. viðstaddur móttökuna Gherghiu Dej fram- kvæmdastjóri rúmenska komm- únistaflokksins. í sameiginlegri yfirýsingu Pól- verja og Ungverja, sem birt var eftir heimsókn Gómúlka, segir m.a. að báðir aðilar séu staðráðn- ir í að berjast gegn „endurskoð- unarstefnunni“, sem sé mesta hættan er nú ógni verkalýðs- hreyfingunni. Bæði „endurskoð- unarstefnan" og „kreddufestan" (dogmatisminn) geri afturhalds- mönnum auðveldara um vik að reka undirróður og andspyrnu gegn „sósíalismanum". í yfirlýsingunni, sem var und- irrituð af Gómúlka og Kadar, er ekki vikið beinum orðum að deil- unni milli Rússa og Júgóslava, en stjórnmálafréttaritarar benda á, að „enduskoðunarstefnan“ sé stefnan sem Rússar saka Júgó- slava um að berjast fyrir. Ráðsfefna um geislavirkt ryk GENF, 12. maí. — Fulltrúar 28 ríkja, þeirra á meðal allra stór- veldanna, hófu í dag ráðstefnu í Genf, sem á að ræða áætlun um alþjóðlegt eftirlit og rannsóknir á geislavirku ryki. Ætlunin er að fylgjast nákvæmlega með því, hve mikið af geislavirku ryki fell ur í öllum löndum heims á hverj- um tíma. AÞENU, 12. maí — í gær fóru fram sjöttu þingkosningar í Grikklandi eftir síðari heims- styrjöld. Úrslitin urðu þau, að hinn róttæki vinstri flokkur E.D.A. vann mikið á og getur orðið sterkur aðili á þingi. — Þessi flokkur er hinn raun- verulegi kommúnistaflokkur landsins, en kommúnistaflokkur- inn gamli var bannaður eftir borgarastyrjöldina 1949. E.D.A.- flokkurinn fékk 24,4% atkvæð- anna, en kjósendur eru 4 millj. Hann er þannig næststærsti flokkur landsins, en stærstur er flokkur Karamanlis, Róttæki sam einingarflokkurinn, sem er hægri flokkur, og hafði hann fengið 41,7% atkvæða í kvöld. Talið er að hann fái 174 af 300 þingsætum, og hefur hann þannig hreinan þingmeirihluta. En nýkommúnistarnir hafa stóraukið áhrif sín. Þeir hafa m. a. barizt gegn því að Atlants- hafsbandalagið setji upp eld- flaugastöðvar og komi fyrir Brottnám TÚNIS, 12. maí. — Stjórnin í Túnis tilkynnti í kvöld, að 9 franskir hermenn hefðu komið inn yfir landamærin frá Alsír í morgun og haft á brott með sér 3 Túnisbúa. Horfur Pflimlins tvísýnar PARÍS, 12. maí — Nýir erfiðleik- ar mættu Pierre Pflimlin í dag í tilraunum hans til að leysa frönsku stjórnarkreppuna, þegar íhaldsflokkurinn ákvað að eiga ekki ráðherra í stjórn hans. Pflimlin hafði í drögum sínum að ráðherralista hinnar nýju stjórnar gert ráð fyrir fjórum íhaldsmönnum. Stjórnmálafrétta- ritarar í París telja ekki miklar horfur á, að hann fái stuðning þingsins við stjórn sína, þegar hann leggur fram ráðherralist- ann á morgun. I dag ákvað Sósíalradíkali flokkurinn að styðja stjórn Pflimlins og sömuleiðis ákvað þingflokkur sósíalista að veita henni stuðning. I kvöld var ekki vitað hvernig íhaldsmenn munu greiða atkvæði þegar til kastanna kemur á morgun. Ekki er talið ósennilegt, að úrslit atkvæða- greiðslunnar velti á því, hvaða þingmenn sitja hjá. Pflimlin á ekki fylgi meðal franskra íbúa Alsírs, og í höfuð- borginni, Algeirsborg, var ástand ið ískyggilegt eftir að samtök uppgjafarhermanna og ýmis önn- ur samtök Frakka í Alsír höfðu hótað allsherjarverkfalli um óákveðinn tíma frá hádegi á morgun. Forvígismenn verkfalls- ins hyggjast mótmæla ráðherra- lista Pflimlins með þessu móti. Segja þeir að á listanum séu menn með óleyfilega frjálslynd- ar skoðanir varðandi N-Afríku. Lacoste kvíðinn Robert Lacoste, sem var Alsír- málaráðherra í stjórn Gaillards, sagði í erindi sem hann hélt í dag, að hann óttaðist að einstök ríki hefðu í hyggjú að vinna Arabaríkin á sitt band á kostnað Frakka. Kvað hann slík viðhorf mundu þurrka burt þann sigur, sem Frakkar hefðu þegar að hálfu unnið í Alsír, og koma í veg fyrir að samningsviðræður tsekj- ust að nýju milli Frakka og Alsírbúa. kjarnavopnum á grískri grund. Hefur flokkurinn tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum. Frjálslyndi flokkurinn er nú þriðji stærsti flokkur Grikklands, en hann fékk 20,7% atkvæðanna. Aðrir flokkar fengu samtals 13,2%. 100 uppbótasæti Hin nýju grísku kosningalög kveða svo á, að tveir atkvæða- mestu flokkarnir fái um 100 uppbótasæti á þingi til að tryggja öfluga rikisstjórn. Karamanlis baðst lausnar fyr- ir stjórn sína 2. marz s. 1. þegar 15 af þingmönnum hans neituðu að styðja frumvarp um hina nýju kosningalöggjöf. Var þá sett á laggirnar bráðabirgðastjórn und- ir forsæti Konstantinosar Georga kópúlosar, sem er yfirmaður gríska Rauða krossins. Þessi stjórn fékk því framgengt, að kosningalöggjöfin var samþykkt. Ekki sigur kommúnista Stjórnmálafréttaritarar í Aþenu líta svo á, að ekki beri að túlka hið aukna fylgi E.D.A.-flokksins sem kommúnískan sigur, heldur sem mótmæli gegn þeirri ráðstöf- un stjórnarinnar að festa kaup- gjald. Helztu stuðningsmenn E.D.A. voru iðnverkamenn, skrif- stofumenn og opinberir starfs- menn. Þeir voru að mótmæla hinni ójöfnu skiptingu þjóðar- teknanna og áhugaleysi stjórn- arinnar um velferðarmál og al- mannatryggingar. Stjórnmálaleiðtogar Meðal pólitískra leiðtoga sem enn voru sendir á þing í þessum kosningum voru auk Karamanlis þeir Sófókles Venizelos og Georgos Papandreou foringjar Frjálslynda flokksins. Einnig var hinn ungi og framsækni foringi Bændasamtakanna, Spýros Mark- enzinis, kosinn á þing, en flokk- ur hans hlaut 10,6% atkvæðanna og fær líklega 15 þingmenn. Helztu kosningamálin Helztu kosningaloforðin voru betri kjör fyrir skattgreiðendur, bændur og verkamenn. Allir flokkar kröfðust sjálfsákvörðun- arréttar til handa Kýpurbúum. Eldflaugastöðvar og kjarnavopn á grískri grund voru mikið deilu- mál í kosningunum. Bændasam- tökin og E.D.A. voru andvíg þeim, en aðrir flokkar voru þeim meðmæltir með ákveðnum skil- yrðum. í kvöld voru ekki komin úrslit úr 141 kjördæmi, en alls voru kjördæmin 900\

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.