Morgunblaðið - 13.05.1958, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.05.1958, Qupperneq 20
V EÐRIÐ NA-kaldi, léttskýjað. — Frost í Reykjavík í nótt, 2—4 stig. Faðirinn eftir Strindberg. Sjá bls. 8. „Bjargráðiri' /ögð fram í dag Lög sett í gær um bráðabirgðastöðvun á tollafgreiðslum Haukur Snsorrason ritstfóri látinua HAUKUR SNORRASON ritstjóri lézt í Hamborg sl. laugardags- kvöld. Hafði hann veikzt sl. föstudag á ferðalagi, sem hann var i i boði sambandsstjórnarinnar í Bonn. Við dauða hans er horfinn dugmikill blaðamaður og góður drengur. Fruruvarp ríkisstjórnar- innar um efnahagsráð- stafanir, mun lagt fyr- ir Alþingi í dag og 1. um- ræða um það fer fram á morgun. í gær voru sett lög um stöðvun tollaf- greiðslna meðan þingið fjallar um málið. Gilda þau fram til næstu helg- ar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk frumvarpið á laugardag Formanni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Thors, var á laugardaginn afhent frumvarp það, er ríkis- stjórnin hyggst leggja fyrir Al- þingi. — Hafði hann samband við alþingismenn flokksins, sem til náðist í bænum, og komu sér- fræðingar, sem unnið hafa að mál inu fyrir ríkisstjórnina, á fund Sjálfstæðismanna á sunnudaginn. 1 gær var þingflokkurinn á stöð- ugum fundum til að fjalla um frumvarpið, en flokkurinn hefur mjög nauman tíma til að athuga mál þetta, sem ríkisstjórnin og aðstoðarmenn hennar hafa undir- búið mánuðum saman. Stöðvun tollafgreiðslna f gær kom fram á þinginu frumvarp frá ríkisstjórninni um hráðabirgðastöðvun á tollaf- greiðslum. Segir þar, að dagana 13.—17. maí að báðum meðtöld- um (þ. e. frá deginum í dag og út vikuna) skuli tollstofnanir ekki taka við skjölum til tollafgreiðslu á aðfluttum vörum. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra fylgdi frumvarpinu úr hlaði með nokkrum orðum. Hann sagði, að þingið myndi næstu daga fjalla um frumvarp, sem m. a. gerir ráð fyrir hækkun á að flutningsgjöldum. Venja hefði verið að stöðva tollafgreiðslur meðan slík mál væru rædd, og því væri frumvarp þetta fram komið. Ölafur Thors tók til máls. Hann kvaðst að vísu líta svo á, að lítil þörf væri á að samþykkja frum- varp þetta, því að öll þjóðin hefði vitað það mánuðum, ef ekki miss- erum saman, að í vændum væru örlagaríkar ráðstafanir. Hefðu menn því reynt að fá vörur toll- afgreiddar og losna við erlendar Lýst ettir manni sem yar nœrri orðinn tyrir slysi 1 SAMBANDI við frásögn blaðs- ins af manni þeim er sviftur var ökuleyfi sínu til bráðabirgða. þeim er ekið hafði á konu á gang stétt Skólavörðustígsins, hefur rannsóknarlögreglan beðið blað- ið að koma orðum til manns er nær var orðinn fyrir bílnum í sama skiptið, en það hafa konur upplýst er borið hafa vitni í slys- máli margnefndrar konu. AÐAUFUNDUR Sjáifstæðisfé- lags ísfirðinga verður haldinn að Uppsölum í kvöld klukkan 9 síð- degis. skuldir. Hins vegar kvað hann Sjálfstæðisflokkinn ekki telja neina ástæðu til að standa á móti frumvarpinu, ef stjórnin vildi fá það samþykkt. Kvað hann flokk- inn geta fallizt á, að það væri af- greitt í neðri deild þá þegar. Hins vegar gerði hann fyrirvara um afgreiðsluna í efri deild, þar sem samkomulag hefði enn ekki tekizt milli stjórnarinnar og stjórnar- andstöðunnar um öll atriði varð- andi tilhögun þingstarfa næstu daga. Frumvarpið var síðan afgreitt á þremur fundum í neðri deild, sem haldnir voru hver eftir ann- an. Frekari umræður urðu ekki, og málið fór ekki til nefndar. — Skömmu síðar náðist samkomu- SÍÐDEGIS í gær kom hingað til Reykjavíkur vitaskipið Hermóð- ur, skipstjóri Guðm. Thorlacius. Var það með óvenjulegan flutn- ing í lestinni. Þar niðri var búið að hringa háspennusæstreng, 11 km langan, sem leggja á yfir Dýrafjörð og Arnarfjörð. Háspennusæstrengur þessi er í sambandi við lagningu rafkerfis um Vestfirðina frá Mjólkárvirkj- un, sem taka mun til starfa í næsta mánuði. Landhelgismólið MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því í fyrradag, að fundur um land- helgismálið hefði verið boðaður kl. 4 á laugardag. Fundurinn var haldinn á tilsettum* tíma. Sátu hann ráðherrar, landhelgisnefnd flokkanna og sérfræðingar. Funda höldunum lauk kl. 6 þá um dag- inn og hefur landhelgisnefnd flokkanna ekki verið á fundi síðan. Ekkert lát á norð- austan áttinni ÞAÐ munu nú vera allmörg ár síðan frostnæturnar hafa orð- ið jafnmargar um miðjan maí- mánuð sem nú. Frá 1. maí hefur langsamlega flestar nætur verið lítils háttar næturfrost hér í Reykjavík. Það er ekki að sjá neitt lát á háþrýstisvæðinu yfir Grænlandi, sem veldur þessari stöðugu norð- anátt og kulda, sem ríkjandi hef- ur verið að heita má óslitið frá því um síðustu mánaðamót. Um norðanverða Vestfirði og allt til Austurlandsins er flesta daga einhver snjókoma, að vísu ekki mikil. Um hádaginn hefur hitinn á Norðurlandi komizt lít- ið eitt upp fyrir frostmark. 1 gær var til dæmis 2 stiga hiti á Ak- ureyri um nónbil, víða var hit- inn 1—-2 stig og kaldast var 4 st. frost á Grímsstöðum á Fjöllum. Sólarlaust var á Norðurlandi í gær svo þar var engin sólbráð. Vorið 1949 var með fádæmum kalt, vegna þrálátrar norðanátt- ar. Vonandi er , sú saga þó ekki að endurtaka sig nú. lag um vinnubrögð þingsins. Var frumvarpið þá tekið fyrir á þrem- ur fundum í efri deild og afgreitt sem lög. Tilhögun þingstarfa Gert er ráð fyrir 1. umræðu um efnahagsmálafrumvarpið í neðri deild á morgun. Stjórnin hefur óskað þess, að frumvarpið verði afgreitt sem lög á laugardag eða aðfaranótt sunnudags. Ólafur Thors kvað Sjálfstæðismenn ekki vilja gefa yfirlýsingu um, að þeir myndu, hvað sem upp kynni að koma, fallast á, að umræðum lyki á fyrrgreindum tíma. Hins vegar kvað hann flokkinn ekki hafa tilhneigingu til að draga málið. Jafnframt er samkomulag um, að útvarpsumræður (,,eldhús“) verði á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Hér í Reykjavík verður komið fyrir útbúnaði á Hermóði, til þess að leggja sæstrenginn frá skip- inu. Danskur verkfræðingur og Eðvarð Árnason, verkfræðingur hjá raforkumálastjórninni, fara vestur með skipinu og stjórna lagningu strengsins. Hann vegur alls um 150 tonn og er gerður fyrir 33000 volta spennu. Yfir Dýrafjörð verður hann lagður rétt fyrir innan Þingeyr- ar, en þar er fjörðurinn tæpir 2 km á breidd. Þá verður hann lagður í Arnarfjörðinn frá Tjalda nesi, á norðurströnd fjarðarins og í land verður háspennustrengur- inn tekinn fyrir utan Bíldudal. Kauptún þau sem fá eiga raf- magn þegar háspennustrengur þessi er kominn þar í samband, sem væntanlega verður um leið og Mjólkárvirkjun tekur til starfa, eru Bíldudalur og Patreks- fjörður. Ráðlierrabíll í árekstri í GÆRDAG lenti einn af ráð- herrabílunum í allhörðum á- rekstri á Miklubrautinni, en meiðsl urðu ekki á fólki. Bílstjóri ráðherrans, Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráðherra, mun hafa verið einn í bílnum, sem varð fyrir töluverðum skemmdum. Hafði ráðherrabílnum verið ekið á eftir vörubíl, en báðir voru á 'Miklubrautinni og óku vestur, inn í bæinn. Við Rauðarárstíg- inn sveigði vörubíllinn til hægri, og þá brunaði ráðherrabíllinn fram með hægrihlið vörubílsins og varð árekstri ekki forðað eins og komið var. Ráðherrabíllinn, R-7591, hafði orðið fyrir töluverð um skemmdum. FÁHEYRT níðingsverk hefir verið unnið á fuglatjörn, sem er skammt frá Lynghól, sum- arbústað Guðmundar frá Mið- dal. Hafa skotmenn verið þar á ferð. Álftahjón voru á tjörninni, og hefir annar fugl- inn verið skotinn til bana en hinn barðist um vængbrotinn svo að taka varð hann af lífi. Haukur Snorrason var fæddur að Flateyri í Vestur-ísafjarðar- sýslu 1. júlí árið 1916. Hann var því aðeins 42 ára gamall er hann lézt. Foreldrar hans voru Snorri Sigfússon skólastjóri og Guðrún AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambandsins var settur í fundar- salnum í Hamarshúsinu í gær kl. 2,30 og var húsið þéttskipað. Formaðurinn, Kjartan Thors, setti fundinn og ræddi þær alvar- legu horfur í atvinnu- og efna- hagsmálum þjóðarinnar, sem við blasa. — Benti hann m. a. á í því sambandi, að 26 kaup- og kjarasamningar a. m. k. væru lausir í Reykjavík 1. júní nk. Framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, Björgvin Sig- urðsson hdl., fhitti ýtarlega skýrslu um starfsemi sambands- ins sl. ár, og bar hún vott um öfluga og sívaxandi starfsemi samtakanna. Framkvæmdastjórinn lagði fram endurskoðaða reikninga sambandsins og voru þeir sam- þykktir. Þá fóru fram nefndarkosningar. Kosið var í allsherjarnefnd, skattamálanefnd, iðnaðarmála- Um fyrri helgi, er Guð- mundur var í bústað sínum, voru álftirnar að hreiðurgerð í hólma í tjörninni og á föstu- dag voru þær lifandi.. Það eru eindregin tilmæli til manna, sem kynnu að hafa orðið varir við skotmenn þarna í nágrenninu, að gefa um það upplýsingar. eyrar, þar sem hann varð skóla- stjóri barnaskólans. Tók Haukur gagnfræðapróf þar en hóf síðan verzlunarnám í Bretlandi og lauk þar prófi frá verzlunarsam- vinnuskóla. Réðist hann síðan til Kaupfélags Eyfirðinga og vann þar bæði gjaldkerastörf og að fræðslustarfsemi í nokkur ár. Ritstjóri Dags og Tímans Haukur Snorrason hóf ungur blaðamennsku. Þegar hann hætti störfum hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga gerðist hann ritstjóri Dags á Akureyri og stýrði því blaði í rúman áratug. Þá var hann einn- ig ritstjóri Samvinnunnar í nokk- ur ár. Ritstjóri Tímans varð hsnn árið 1956. Einnig gegndi hann ýmsum opinberum störfum, átti m.a. sæti í menntamálaráði. Kvæntur var hann Elsu Frið- finnsdóttur frá Akureyri og eign uðust þau 3 börn. Mikill harmur er kveðinn að ástvinum Hauks Snorrasonar og vinum hans öllum. Með honum er horfinn ágætur og dugmikill mað ur, sem hinn mesti sjónarsviptir nefnd og laganefnd. — Nefndir munu starfa í kvöld og áfram. Kl. 11 í dag hefst fundur að nýju á sama stað og fer þá fram stjórn arkjör, og nefndir byrja að skila áliti. Kl. 12.15 hefur Vinnuveit- endasambandið boðið fundar- mönnum til hádegisverðar að Hótel Borg, og þar flytur Davíð Ólafsson fiskimálastjóri ræðu um landhelgismálið og segir fréttir frá Genf. I gær sátu fundarmenn síðdegis boð félagsmálaráðherra, Hanni- bals Valdimarssonar. Áætlað er að fundinum ljúki á morgun, en forseti íslands, herra Ásgeir Asgeirsson, hefur boðið fundarmönnum til Bessastaða kl. 17,00 þann dag. Allmargir fulltrúar utan af landi sitja fundinn. Fundurinn í heild ber vott um vaxandi skiln- ing á þörf öflugra landsamtaka vinnuveitenda, sem standi vörð um frjálsan atvinnUrekstur í landinu. Happdiættið ALLIR Sjálfstæðismenn eru minntir á happdrættið. Miðar fást í skrifstofunni í Sjálfstæöishúsinu og eru allir Sjálfstæðismenn hvattir til að hafa sem fyrst samband við hana. Verum öll samtaka um að selja miðana upp fyrir 10. júní og sýn- um á þann hátt samtakamátt okkar. — Happdrættisnefndin. 11 km. háspennusæstrengur yfir Dýra- og Arnarfjörð Önnur álftin skotin til bana en hin vœngbrotin Jóhannesdóttir fyrri kona hans. Snorri Sigfússon og fjölskylda er að. Verður hans minnzt nánar hans fluttizt árið 1930 til Akur-hér í blaðinu síðar. Aðalfundur Vinnuveit- endasambandsins hafinn Davíð Ólafsson fiskimálastjóri flytur i dag ræðu um fland- helgismalið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.