Morgunblaðið - 20.05.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.1958, Blaðsíða 2
z MORnVNHT.4 ÐJÐ f>rISJuaagar 20. máí 1958 r' ! ► Chamoun forseti Liban- on er ósveigjanlegur Stjómmálamenn, sem hafa reynt að koma á málamiðlun sögðu í kvöld að tilraunir þeirra bæru ekki árangur. Þær stranda Stúdentar mótmœla álögum á námsgjaldeyrir Mörg hundruð Sýrlendingar handteknir við Tripoli BEIRUT 19. maí (NTB). — Einn maður lét lífið og 20 manns aðal- lega konur særðust, þegar tíma- sprengja sprakk í morgun á grænmetismarkaði í Beirut, höfuðborg Libanon. Lögreglan handtók nokkru síðar allmarga unglinga, sem voru eigi allfjarri markaðnum. Að öðru leyti var allt rólegt í Libanon, jafnvel í hafnarborg- inni Tripoli, þar sem óeirðirnar gegn Chamoun forseta hófust fyrir 11 dögum. Sýrlendingar handteknir Harðir bardagar stóðu í Tri- poli yfir helgina milli upp- rcisnarmanna og herliðs stjórnarinnar. Féllu 80 manns í þeim átökum, sem lauk með þvi að 700 úr hópi uppreisnar- manna gáfust upp. Þeir sem handteknir voru reyndust mestmegnis vera Sýrlending- ar, sem farið höfðu yfir landa- mærin til að taka þátt í upp- reisninni gegn Chamoun for- seta. Bíða nú um 1500 Sýrlend ingar í fangabúðum við Beirut og verða þeir inan skamms sendir aftur til Sýrlands. Deilan um Chamoun Saeb Salam foringi stjórnar- andstöðunnar í Libanon birti í dag yfirlýsingu, þar sem hann ítrekaði enn kröfu sína um að Chamoun forseti færi frá völd- um. En það var ákvörðxm Cha- mouns forseta um að sitja að völdum eitt kjörtímabil í viðbót, sem hleypti uppreisninni af stað. Segir Saeb, að allsherjarverkfall muni standa í ótiltekinn tima, þar til Chamoun er farinn frá. Mjög lóg faimgjöld valda erfiið- leikum við rekslur Hamrulelis í FRÉTT ATILK YNNIN GU frá Sambandi íslenzkra samvinnufé- laga er rætt um erfiðleika við rekstur á olíuskipinu Hamrafelli. Eiga þeir rætur að rekja til lágra farmgjalda, sem nú eru komin niður fyrir rekstrarkostn- að skipsins. vöxtum og afborgunum af skip- inu. Nú er olíuskipum lagt vegna skorts á verkefnum og lágra farmgjalda víða um heim........ Farmgjöld olíuskipa hafa aldrei verið lægri en nú og erfiðleikar á rekstri þeirra aldrei slíkir, sem nú eru“. á því að stjórnarandstaðan krefst skilyrðislaust að Chamoun for- seti fari frá völdum, en Chamoun og fylgismenn hans eru ósveigj- anlegir í þeirri ákvörðun sinni að breyta svo stjórnarskránni að hann geti setið áfram í embætti næstu sex ár. STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands hélt fund s.l. laugar- dag. Þar var eftirfarandi ályktun gerð með atkvæðum allra stúdentaráðsmanna: Stúdentaráð Háskóla íslands mótmælir harðlega þeirri grein í Nœr 100 manns scerðusf í óeirðum í Lissabon LISSABON, Portugal, 19. maí. — Reuter). —• Róstur urðu á götum Lissabon í gær í sambandi við kosningafund, sem Humberto Delgado, einn af frambjóðendum í forsetakosningum efndi til. — En í óeirðum þessum særðust 70 borgarar og 12 lögreglumenn. Æsinga- og hatursalda Stjórnmálasamtökin Uniao Nacional, sem styðja núverandi stjórn Salazars, gáfu út yfirlýs- ingu í dag um þessar róstur, þar sem sagt er að Delgado frambjóð- andi eigi enga sök á þeim. Það hafi verið kommúnískir undir- róðursmenn sem blésu að glóðun- um. Hins vegar er málgagn sam- takanna, blaðið Diario de Manha, á allt annarri skoðun. Blaðið ræðst harðlega á Delgado, og segir að hann eigi sök á æsinga- og hatursöldu í borginni, með hinum öfgafullu ræðum sem hann hafi flutt. Fundarsókn hindruð Óeirðirnar hófust þegar lög- reglan lokaði einu borgar- hverfi, þar sem Delgado hélt kosningafund sinn. Hindruðu þeir för allra, sem ekki gátu sýnt boðsmiða að kosningafund- inum. Brátt safnaðist mannfjöldi saman meðfram tálmunum lög- reglunnar og hóf grjótkast að lögreglumönnunum. Þegar róst- urnar náðu hámarki kom vopnað herlið inn í borgina og skaut af vélbyssum upp í loftið, en skrið- drekar óku inn á aðaltorg Lissa- bon, Terreiro do Paco, en það þýðir friðarstaður. Delgado er einn af þremur frambjóðendum í forsetakosn- ingunum, sem fram eiga að fara 8. júní. Það er talið ó- líklegt að hann sigri Amerigo Tomas fylgismann Salazars einræðisherra. Delgado hefur gagnrýnt einræðisstjórn Sala- zars, og krefst þess að stjórn hans verði rekin frá völdum og fram fari lýðræðislegar kosningar. I fréttatilkynningunni er þess getið að Hamrafell hafi síðan það hóf siglingar flutt tæpl. 220.000 lestir af olíu til landsins frá Rússlandi og hafi skipið reynzt í alla staði vel. Hamrafell hefir verið í sigling- um í hálft annað ár. Fyrst þegar skipið hóf siglingar voru farm- gjöld þess 160 shillingar fyrir tonnið en hafa farið lækkandi. Frá áramótum hafa farmgjöldin verið innan við 35 shillinga og í þeirri ferð, sem skipið er nú á heimleið úr, er farmgjaldið 22 sh. 3% pence, eða komið „niður fyrir rekstrarkostnað" eins og segir í tilkynningunni. „Þessar gííurlegu sveiflur hafa valdið miklum erfiðleikum fyrir útgerðina“, segir í tilkynn- ingu SÍS, .,og er það ógæfa, að fyrsta útgerð olíuskips í íslenzkri eigu skuli í byrjun lenda í svo stórkostlegum sveiflum, þar sem núverandi farmgjöld nægja eng- an veginn fyrir kostnaði, hvað þá Sr. ÞorvalcJi Böðv- arssyni reistur IV. kafla frumvarps til laga um útflutningssj óð o.fl., sem ríkis- stjórn íslands lagði fyrir Alþingi hinn 13. maí 1958, þar sem lagt er til, að 30% yfirfærslugjald verði lagt á yfirfærslur fyrir námskostnaði. Vill Stúdentaráð meðal annars benda á, að tekjuauki ríkissjóðs af ráðstöfun þessari yrði mjög óverulegur, en hins vegar kæmi gjald þetta afar hart niður á hverjum einstökum námsmanni. Yrði ráðagerð þessi að lögum, myndu íslenzkir námsmenn er- lendis verða verst úti allra þjóð- félagsþegna vegna hinna nýju ráðstafana ríkisstjórnarinnar í efnahagSmálum, því að hér yrði um beina og raunverulega kjaisa- skerðingu að ræða, þar eð náms- kostnaður þeirra hækkaði um 30%. Skorar Stúdentaráð því á Al- þingi að fella ákvæði þetta niður úr fýrrgreindu frumvarpi“. Tónlistarfélags- tónleikar í þessari viku STREN G J AKV ARTETT Björns Ólafssonar, ásamt Agli Jónssyni klarinettleikara, heldur tónle;ka fyrir styrktarfélaga Tónlitsarfé- lagsins, annað kvöld og á föstu- dagskvöld kl. 7 í Austurbæjar- biói. í kvartettinum eru auk Björns Ólafssonar þeir Jón 'Sen, Jósef Felzmann og Einar Vigfússon. Á efnisskránni eru 2 kvaitett- ar eftir Beethoven, op. 18, nr 2 og op. 59, nr. 1. Auk þess verður leikinn klarinettkvintett eftir Mozart Kvartett Björns Ólafssonar hef ur starfað í mörg ár og komið oft opinberlega fram við ýmis tækifæri, en leikur nú í fyrsta sinn fyrir styrktarfélaga Tónlist- afélagsins. Egill Jónsson er mörg um kunnur fyrir klarinettleik sinn. Hann er fyrsti klarnettleik- ari í Sinfóníuhljómsveit íslands. Hallbjörg Bjarnadóftir skemmtir á Akureyri AKUREYRI, 19. mai. — KA- kabarettinn, sem á undanförnum árum hefir gengizt fyrir fjáröfi- un með skemmtanahaldi til styrktar Knattspyrnufél. Akur- eyrar og stafsemi þess, mun í þessari viku efna til tveggja kvöldskemmtana. -— Hallbjörg Bjarnadóttir söngkona mun koma fram á þessum skemmtunum. Verða þær á miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allur ágóði af þessum skemmtunum rennur til slysatryggingasjóðs KA. —vig. Farfuglaferðir um byggðir og óbyggðir minnisvarði NOKKRIR niðjar Þorvalds Böðv- arssonar prests og sálmaskálds, hafa reist honum minnisvarða að Holti undir Eyjafjöllum, í til- efni þess, að þann 21. maí eru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Sið- degis á miðvikudag verður minn- ingarathöfn um Séra Þorvald austur í Holti, og verður farið þangað frá Ferðaskrifstofu ríkis- ins kl. 1.30 á miðvikudag og komið aftur að kvöldi. Séra Þorvaldur Böðvarsson var prestur á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð 1783—88, forstöðumaður eða skólastjóri barnaskólans að Hausastöðum 1792—1804, prestur á Reynivöllum 1804—1810, að Holti í Önundarfirði 1810—21, að Melum 1821—26 og að Holti undir Eyj afjöllum 1827—36. Af honum er mikil ætt komin því að hann átti 15 börn, sem ættir eru af komnar, en alls 21 barn. FARFUGLAR efna til fjölmargra ferða í sumar, lengri og skemmri. Farið verður víða um landið í lengri ferðunum, en hinar styttri eru um byggðir og óbyggðir hér sunnanlands og vestan. Nokkrar ferðir Farfugla eru sameiginlegar með Æskulýðsráði Reykjavíkur, eins og til dæmis ljósmyndatökuferð í Valaból, ferð í Botnsdal, ferð til Þing- valla, blómakynningarferð, berja ferð og gönguferð á Esju. Af styttri ferðum Farfugla, sem farnar eru um helgar eða á frídögum skal minnzt á skógrækt arferð í Heiðmörk um hvítasunn- una, Jónsmessuferð út í bláinn, ferð í Þjórsárdal, gönguferð á Skjaldbreið, gönguferð á Mó- skarðshnúk og að Tröllafossi, ferð á Kerlingarfjöll og inn á Kjöl, ferð undir Eyjafjöll, gönguferð á Krísuvíkurbjarg, ferð í Gullborgarhraun og Hítar- dalsferð. Sumarleyfisferðirhar eru fimm, vikudvöl í Þórsmörk, hjólreiða- ferð um Borgarfjörð, vikudvöl I Kerlingarfjöllum, farið í Kerl- j ingarfjöll og á Kjöl og síðan i gengið norðan Langjökuls niðui ao Húsafelli og loks er Vestui landsíerð. Ráðgert er að aka um Dali og Barðaströnd vestur á Patreksfjörð. Þaðan verður hald- ið vestur á Látrabjarg, en síðan norður Vestfirðina til ísafjarðar. Áherzla er lögð á að fara hægt yfir svo þátttakendum gefizt kostur á að sjá sig sem bezt um á leiðinni. Skógræktin í Þórsmörk Farfuglar hafa undanfarin ár farið í skógræktarför í Þórsmörk um hverja hvítasunnuhelgi. Hafa þeir nú gróðursett yfir lOþús. trjá plöntur í Sleppugili, auk þess sem birkiskógurinn hefir verið grisjaður, grasfræi sáð í upp- blástursflög og borinn í þau áburður. Plönturnar hafa dafnað vel og má víða sjá 10—12 cm. ársprota á þeim plöntum, sem gróðursett- ar voru fyrstu árin. Þátttaka hefur alltaf verið góð í skógrækt- arferðunum, í fyrra tóku t.d. 57 þátt í ferðinni. Áskriftarlisti fyrir skógræktarferðina liggur frammi á skrifstofunni að Lind- argötu 50 á þriðjudagskvöld kl. 8,30—10 og farseðlar sækist á mikvikudagskvöld. Upplýsingar verða veittar í síma 15937 á sama tíma. Skrifstofa Farfugla verður annars opin kl. 8,30—10 e.h. á miðvikudags- og föstudagskvöld- um í sumar. Birtingur kominn út BIRTINGUR, 1. hefti 1958 er kom inn út. Efni í ritinu er: Samtal við Hannes Sigfússon eftir Einar Braga, fjögur þýdd ljóð eftir García Lorca (Jóhann Hjálmars- son), samtal við Karl Kvaran (Bj. Th. Björnsson), Thor Vil- hjálmsson skrifar syrpu, þá er þýðing úr „Doktor Zivago" (Þor- geir Þorgeirsson), tvö þýdd ljóð (Rögnvaldur Finnbogason) og Magnús Torfi Ólafsson skrifar rit dóma. — Heftið er 40 bls. Eiríkur Smith gerði kápuna. STYKKISHÓLMI, 19. maí: — Togarinn Þorsteinn þorskabítur kom til Stykkishólms af veiðum sl. laugadag, og var hann með fullfermi. Mældist aflinn 315 tonn. Veiðiförin hafði staðið 10 sólarhringa. Aflinn var eins og að undanförnu settur í fiskvinnslu- stöðvarnar í bænum. —Árni, e J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.