Morgunblaðið - 20.05.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.05.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29 maí 1958 uoiRr.TnvTtr 4 fíiÐ 3 fslendingar verða oð standa saman í landhelgismálinu Frá Heimdallarfundinum á laugard, HEIMDALLUR, félag ungra Sjálfstæð'ismanna í Reykjavík, efndi til fundar í Sjálfstæðishús- inu síðdegis á laugardaginn. Var þar rætt um landhelgismáiið. Frummæiendur voru tveir af fulltrúum íslands á Genfarráð- stefnunni, Davíð Ólafsson og Jón Jónsson, og auk þeirra Magnús Jónsson, alþingismaður. Sögðu þeir frá ráðstefnunni í Genf, fræðlilegum athugunum, sem gerðar hafa verði á veiðum á Íslandsmiðum, og loks var rætt um viðhorfin nú. í framsöguræðu sinni rakti Davíð Ólafsson fiskimálastjóri sögu landhelgismálanna síðustu áratugi bæði á erlendum og inn- lendum vettvangi. Þá sagði hann frá aðdraganda Genfarráðstefnunnar og gangi mála þar. Fjallaði hann einkum um þær tillögur, sem fram voru bornar um víðáttu landhelginn- ar. Fiskimálastjóri taldi niður- stöður ráðstefnunnar hinar merki legustu frá sjónarmiði íslend- inga. Jón Jónsson, forstöðumaður fiskideildar Atvinnudeildar Há- skólans, ræddi um landhelgis- málið frá sjónarmiði fiskifræð- innar. Hann skýrði frá því, hve ferðum erlendra togara á íslands mið hefur farið fjölgandi á liðn- um árum um leið og veiðitæknin hefur aukizt. Einnig ræddi hann um friðun fiskistofnanna og ár- angur ráðstafana, sem gerðar hafa verið á grundvelli friðunar- — De Gaulle Framh. af bls. 1 — Það er fjarstæöukennt. þegar ég er sakaður um að vilja gerast einræðisherra i Frakklandi. Um það getur öll ævisaga mín, öll starfssaga borið vitni, að ég hef engar einræðishneigðir. Eg byrja varla á því nú, þegar ég er 67 ára. Þegar sigur vannst í síðustu heimsstyrjöld, endui - reisti ég franska lýðveldið og veitti hinum kjörnu fulltrúum fólksins fullt frelsi til að fara með mál þjóðarinnar. En það eru þeir, þingmennirnir, sem hafa fært öll málefni Frakk- lands í öngþveiti, bæði heima fyrir og í Alsír. laganna frá 1948, en landhelgis- stækkunin 1952 er þar mikilvæg- ust. Kvað hann friðunaraðgerðirn ar hafa borið góðan .árangur Loks ræddi fiskifræðingurinn, hver áhrif frekari stækkun land- helginnar myndi hafa að þessu leyti. Magnús Jónsson sagði, að ís- lenzka nefndin í Genf hefði rækt starf sitt með prýði. Nú færu fram umræður um það hvaða ráð hefur ekki leyst, er ekki að leysa og mun ekki leysa hin stórkost- legu vandamál, sem nú blasa við, allra sízt þó þau vandamál, sem varða samskipti Frakklands og Afríkuþjóða. Ástandið er nú orðið svo alvar- legt, að ágreiningurinn milli Par- ísar og Algiersborgar getur orðið harmsaga allrar þjóðarinnar. En hann getur einnig orðið upphaf þjóðlegrar endurreisnar. Engum skuldbindingum — og þó öllum Þess vegna virtist mér, að nú væri kominn sá tími, að ég mætti verða Frakklandi að liði. Við verðum að beygja okkur fyrii þeirri staðreynd, að bardagarnir í Alsír og ólgan sem frá þeim stafar er afleiðing þess, að fjölda- flokkakerfið hefur ekki reynzt þess megnugt að leysa vandamál- stafanir ætti að gera í landhelg- ismálinu. Væri það skoðun Sjálf stæðismanna, að málið yrði að setja ofar öllum flokksátökum. Að ræðum þremenninganna loknum tóku' til máls Júlíus Havsteen fyrrum sýslumaður, Pétur Guðjónsson, loftskeyta- maður, Guðmundur Jónsson, út- vegsmaður á Rafnkelsstöðum, Valgarður Þorkelsson, skipstjóri og Þorkell Sigurðsson, vélstjóri. Loks svaraði Davíð Ólafsson nokkrum fyrirspurnum. Fundar- , stj. var Sigurður Helgason íull- | trúi, varaform. Heimdallar, en fundarritari var Stefán Snæ- björnsson, iðnnemi. in. Við vitum einnig, að ef stjórn- arvöld megna ekkert að gera drögumst við með straumnum. Þeirrr lausn vandamálanna verð- ur þá þröngvað inn á okkur, sem er okkur óhagkvæmust. Mér virtist, sagði de Gaulle, að ég mætti verða Frakklandi að liði vegna þess að ég er einn, ég til- heyri engum flokki og engum samtökum, vegna þess að í sex ár hef ég ekki skipt mér af stjórn- málum og enga opinbera yfirlýs- ingu gefið í þrjú ár. í stuttu máli, ég er engum skulbundinn og þó öllum. Og hvernig mætti ég verða Frakklandi að liði? Ja, ef þjóðin óskaði þess, og það hef - ur komið fyrir einu sinni áð- ur, — með því að ég taki að mér stjórnarforustu óg vald franska lýðveldisins: Er de Gaulle hafði lokið yfir- lýsingunni, var hann spurður, hvað hann ætti við með því að hann ætlaði að taka við valdi lýðveldisins, svaraði hann: — Mér virðist það augljóst, það er aðeins það vald sem iýðveldið felur mér. Sá tími var einu sinni, þegar stjórnmálaflokkarnir sviku lýðveldið. Ég barðist þá í styrj- öldinni til þess að vinna lýð- veldinu sigur. Ég mun ekki gera tilraun til . að rjúfa lög lýðveldisins, held ur fá fram með löglegum hætti þær breytingar, sem nauðsyn- legt er að gera á stjórnkerfí Frakklands. Óvenjulegar aðgerðir Þegar de Gaulle var spurður hvernig slíkt yrði f ormlega fram - kvæmt, svaraði hann: Valdataka lýðveldisins á ó- venjulegum tímum og til lausnar óvenjulegum vandamálum verð- ur aðeins framkvæmd með ó- venjulegum aðgerðum franska þjóðþingsins. Sú valdataka gæti ekki farið fram eftir sömu að- ferðum og venjuleg stjórnar- myndun, aðferðum, sem allir eru líka orðnir leiðir á. Samþykkir aðgerðir Alsírbúa De Gaulle kvaðst skilja og sam- þykkja aðgerðir borgararma í Alsír og hershöfðingjanna. Hann sagði að almenningur í Alsír hefði séð, að frönsku stjórnmála- flokkarnir væru alls ekki færir um að leysa vandann. Þess vegna hefði verið eðlilegt að þeir tækju stjórn mála í eigin hendur. Þegar svo hefði verið komið, hefðu hers- höfðingjarnir í Alsír ekki getað annað en tekið forustuna í mót- mælaaðgerðum þessum, ella hefði verið hætta á að þeir misstu stjórn á málum landsins. Svo hefði getað farið að þjóðhreyf ingin í Alsír breyttist þá í óeirðir. De Gaulle minntist mjög vin- samlega á Jaques Soustelle og kvað ekki hafa verið hægt við öðru að búast en Alsírbúar risu upp til að mótmæla fjölda- flokkastjórninni, sem leysir eng- in vandamál, en býður fólkinu aðeins langa röð af stjórnarkrepp um i höfuðborginni. Þegar ástand ið er slíkt, getur ekki hjá því farið að fólkið geri byltingu. Að lokum sagið de Gaulle: — Ég tel að það hafi verið gagnlegt að halda þennan blaðamanna- fund. Ég mun nú snúa aftur til sveitaseturs mins og bíða þess, að Frakkland þurfi á liðsinni ,mínu að hald". STAKSTEÍNAR -----—ry Upplausnin magnast Sennilega hefur aldrei rikt annað eins upplausnarástand í ís- lenzkum stjórnmálum og þessa dagana. Þing og þjóð hefur beðið í tvö ár eftir því að vinstri stjórn- in efndi loforð sín um „nýjar leiðir" til lausnar þeim vanda í efnahagsmálum okkar, sem skap- aðist m.a. veturinn 1955 þegar kommúnistar beittu pólitískum verkföllum til þess að eyðileggja jafnvægisstefnu þáverandi ríkis- stjórnar. Loksins leggur svn vinstri stjórnin „bjargráð“ sán fram. Þá gerist það, að leiðtogi stærsta stjórnarflokksins, Einar Olgeirsson formaður kommún- istaflokksins, lýsir sig andvígan frumvarpinu og tekur upp harða baráttu gegn því. Jafnframt lýs- ir málgagn kommúnista því yfir, að „bjargráðin" muni hafa í för með sér „nýja verðbólguskriðu“ og feli ekki í sér lausn á nokkru vandamáli. Vitneskja liggur einnig fyrir um það, að verkalýðsleiðtogar Alþýðuflokksins hafa langsam- lega flestir lýst sig andvíga frum varpinu, þeirra á meðal einn þingmaður hans, Eggert Þor- steinsson, sem á sæti í efri deild Alþingis. Samstarfið við „vinnustéttirnao-“ Núverandi forsætisráðherra réttlætti samstarf sitt við komm- únista í vinstri stjórninni með því, að nauðsynlegt væri að ná samkomulagi við „vinnustéttirn- ar“ um nýjar leiðir og „varanleg úrræði“ í efnahagsmálunum. En hvernig er þetta samstarf í dag? Öll stærstu verkalýðsfélögin i landinu, sem flest iúta for- ystu kommúnista og Alþýðu- flokksmanna hafa sagt upp samn- ingum og krefjast kauphækkana, í aðallega vegna þeirra stórfelldu verðhækkana, sem orðið hafa undanfarið meðan vinstri stjórn- in hefur þótzt vera að fram- kvæma svokallaða „verðstöðvun- arstefnu“ sína. Frá verkalýðsfé- lögum og samtökum framleið- enda berast Alþingi nú einnig daglega mótmæli gegn „bjargráð unum“. Á öðru leitinu eru svo atvinnu- vegirnir með tæki sín á kafi í hallarekstri og vandræðum. Leitað að útgöngudyrum Það mun því varla ofmælt, að vinstri stjórnin hafi reynzt ein- hver mesta hallærisstjórn, sem hér hefur farið með völd. Hún þóttist geta leyst allan vanda þegar hún settist í ráðherrastól- ana. En á tveimur árum hefur henni ekki tekizt að efna eitt einasta af aðalfyrirheitum sín- um. Þegar á þetta er litið sætir það e.t.v. ekki mikilli furðu, að ein- stakir flokkar innan stjórnarinn- ar skuli vera farnir að litast um eftir útgöngudyrum. Kommún- istar og Alþýðuflokkurinn fengu alvarlega aðvörun í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum í vet ur. Þessir flokkar hríðtöpuðu svo fylgi a0 til einsdæma verður að telja í íslenzkum stjórnmálum. Kommúnistar og Alþýðuflokks menn eru þess vegna farnir að ugga nokkuð um sálarheill sína í samfélaginu við hina gömlu maddömu. Reynslan mun skera úr um það, hvaða dyr þeir finna, eða hvort þeir finna nokkrar dyr yfirleitt. En ekki er ólíklegt að enn eigi það eftir að sannast, að sá flokkur sem Framsókn slær ást inni á er glataður. Það er staðreynd, sagði de „^Gaulle, að fjölda-flokkaskipulagið Myndin sýnir byrjun uppreisnar íbúanna í Algeirsborg, Hópar evrópskra manna réðust inn í stjórnarbyggingar borgarinnar, sem sjást liér á myndinnl. Litlu síðar komu fallhlífarhermenn Massu hershöfðingja á vettvang. A mynd þessari sést þegar Pierre Pfllmlln forsætisráðherra Frakklands lagði frumvarp sitt um alræðisvald fyrir franska þjóðþingið. Forsætisráðherrann er í ræðustólnum. Var frumvarp hans samþykkt með 461 atkv. gegn 114.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.