Morgunblaðið - 20.05.1958, Síða 12

Morgunblaðið - 20.05.1958, Síða 12
12 MORCUNBLAÐ1Ð T’riðjudagur 20. maí 1958 AN> — Frakkland Framh. af bls. 11. sjá, hvernig fólkið raunverulega hugsi, hvað sem yfirborðinu líð- ur. Fréttaritararnir nefna dæmi um það, hvernig fólkið tali. „Svona getur þetta ekki gengið lengur", sagði miðaldra maður. „Stjórnmálamennirnir hafa talað alltof mikið en gert of lítið. Nú gerist alltjent eitthvað". „Jú, það er víst hægt að segja það“, svarar kona nokkur. „Við flækjumst alltaf meira og meira inn i eitthvert styrjaldarástand. í alla nótt hefi ég ekki getað sofnað blund. Sonur minn er í hernum í Alzír. Þar hafa her- foringjarnir enn einu sinni rótað okkur inn í eitthvað, sem við losnum ekki strax úr". Þá gaf sig fram gamall og held- ur kergjulegur maður, með stutt- klippt skegg. „Svona tal kallar maður allt að því landráð“, segir sá gamli. „Á tímum Clemenseau hefðu þessir herforingjar í Alzír hreint og beint vérið skotnir á stundinni", sagði karl. „Það er léleg fyndni, þegar þeir þarna í Alzír kalla stjórn sína einmitt velferðarnefnd. Mönnum dettur þá í hug velferðarnefnd Robe- spierre, sem. átti að vernda lýð- veldið en gerði það með því að nota fallöxina og æðsti þjónn hennar var böðullinn Samson. Þessi nefnd í Alzír treður lýð- veldið undir fótum á sama hátt“. Fréttaritararnir segja, að þeg- ar þeir fari um París og tali við fólk, beri mjög á því, að upp- reisn hersins í Alzír sé óvinsæl meðal almennings. Það sé allt annað uppi á teningnum í París hvað það varði, heldur en í Alzír sjálfri. Almenningur sé hræddur við tiltæki herforingjanna í Alzír og margir séu eíndregið þeirrar skoðunar að nú taki ekk- ert við nema borgarastyrjöld. Við hús de Gaulle Þegar á föstudag hafði um 36 Skopmynd, sem sennilega þarf ekki skýringa við. þúsund lögreglumönnum og her- mönnum verið safnað saman í miðbænum í París. Mest baráalls konar liðsbúnaði í kringum þing- húsið. Séttur hafði verið sterkur vörður um hús það, þar sem Jacques Soustelle var hafður í haldi, en eins og kunnugt er nú síðar af fréttunum, hefur hann sloppið úr haldinu til Alsír, og kringum hús de Gaulle var settur öflugur vörður. De Gaulle var nú kominn til bæjar- ins CoIombey-les-deux-Eglises, en þar hefur hann búið í 20 ár. Randolph Churchill, sonur Win- stons Churchills, fór þegar í stað til bæjarins og reyndi að ná sam- bandi við de Gaulle en tókst ekki. Bærinn, sem er mjög lítill og tel- ur aðeins 360 íbúa, var sneisa- fullur af öryggisliði. Churchill var í fylgd með tveimur þing- mönnum í hópi Gaullista og 20 blaðamönnum og Ijósmyndurum og reyndu þeir allir að ná sam- bandi við hershöfðingjann. Churc Er kcdupandi að Willys jeppa model 1947—52, helzt óyfirbyggðum. Upplýsingar í síma 14191 milli klukkan 12 og 2 og 7—8 í dag. 5 herbergja hæð i Hlíðunum til ieigu Hæðin er 150 íerm. 5 herb., eldhús og stórt „hall“ með svölum, sérinngangi og sér hita. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir föstudag merkt: Glæsileg hæð — 7967. Ryggingarsamvinnufél. prentara 2/o herb. íbúð fil sölu í L byggingarflokki, við Hagamel (kjallaraíbúð). Hitaveita. Félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar síns, hafi samband við skrifstofuna, Hagamel 18, fyrir föstudagskvöld 23. maí. Stjórnin. Glæsileg, mjög vönduð 5 herbergja íbúð til sölu við Álfheima. — íbúðin er tilbúin undir tré- verk og málningu. Hagstætt verð. INDRIÐI PÁLSSON hdl., simi 33196. hill kom nafnspjaldi sínu til de Gaulle með aðstoð bílstjóra hans, en fékk ekkert svar. Annaðhvort gat herforinginn eða vildi ekki svara Churchill. öruggur vörður h efur verið hafður um fleiri einstaka menn, sem sérstakur grunur lá á um að hætta gæti verið á að stofnuðu til uppreisnar án þess þó að þeir væru beinlínis teknir og settir í fangelsi. De Gaulle lætur til sín heyra og Soustelle sleppur Að undanförnu hefur mikiö verið um það spurt, bæði í Frakk- landi og utan þess, hvað de Gaulle ætli sér að gera. Eins og getið er um hér að ofan hefur verið hafður sterkur vörður um hús hans, en Pflimlin, forsætis- ráðherra, hefur opinberlega skor- að á de Gaulle að rjúfa þögnina og skýra greinilega frá því, hver væri afstaða hans til þeirra at- burða, sem gerzt hefðu. Á laug- ardaginn svaraði de Gaulle og kvaðst mundu koma til Parísar og á mánudag mundi hann láta álit sitt í ljós. Um sama leyti sem fregnin barst um að de Gaulle mundi tala opinberlega, barst sú frétt, að hinn fyrrverandi ráð- herra fyrir Alsír og einn af ein- beittustu liðsmönnum de Gaulle, Jacques Soustelle, hefði sloppið úr haldi í París og væri kominn til Alsír. 1 byrjun vikunnar hafði Soustelle verið settur í eins konar stofufangelsi og sterkur vörður hafður um hann, en honum tókst að sleppa. Búizt er við því að koma hans til Alsír hafi þær af- leiðingar að afstaða franska hers- ins þar gagnvart stjórninni í París muni mjög harðna. I nokkra daga hafði ekkert verið minnzt á Soustelle og óvissa ríkti um, hvar hann væri, en loks komst það upp, að hann hafði sloppið burt og þegar hann kom til Alsír tilkynnti útvarpið í Algeirsborg komu hans. Voru birtar áskoranir til hinna 600 þús- und íbúa Algeirsborgar, sem ým- ist eru Evrópumenn eða Márar, að koma nú saman sem fjölmenn- astir fyrir framan höll landstjór- ans til þess að fagna komu Soustelles. — Útvarpsþulurinn sagði: „Hér talar franska Alsír. Frakk ar í öllum bæjum og þorpum! Þetta er Algeirsborg, höfuðborg hinnar frönsku vakningar. Jacqu- es Soustelle er kominn til okkar. Það eru þær fréttir, sem öll ver- öldin hefur beðið eftir!“ Eftir nokkrar minútur var kominn hópur af ungum mönn- um, sem höfðu þrílit bindi um handlegginn og báru franska fán- ann. Gengu þeir saman í fyllt- ingar og þrömmuðu gegnum strætin til stjórnarbyggingarinn- ar. Þar hrópuðu þeir: „Jacqu- es Soustelle er kominn! Jacques Soustelle er kominn!" Æsing- urinn náði nú hámarki. Menn hlógu og grétu og létu öll- um látum. Bifreiðarstjórar flaut- uðu í ákafa. Þrílitir fánar voru dregnir upp á allar fána- stangir eða hengdir út um glugga. Flugritum var dreift meðal mannfjöldans. Um það bil, sem Soustelle hóf ræðu þá, sem hann hélt, voru um 100 þúsund manns saman komnir til að hlusta á hann. Soustelle kom fram á sval- irnar á Iandstjórabústaðnum og sagði meðal annars: „Ég hef lofað að beita öllum kröftum mínum í þjónustu Alsir og velferðar landsins. Þegar ég var í París voru hafðar á mér stöðugar gætur. Ég tók þá kvörð- un að snúa aftur til Alsír og ég hef ekkert annað mark en að koma á þjóðlegri einingu beggja vegna við Miðjarðarhafið". Soustelle endaði með því að hrópa: „Lengi lifi franska Alsir, lengi lifi Frakkland, lengi lifi de Gaulle!“ Því hefur verið haldið fram af mörgum að það væri raunveru- lega de Gaulle, sem stæði á bak við óhlýðni hersins í Alsír og nu þegar Soustelle er kominn þang- að, fékk sá orðrómur byr undir báða vængi. En á það er þó bent í þessu sambandi, að opinberlega hafi Soustelle ekki staðið í neinu sambandi við de Gaulle síðan 1954. Talið er, að á milli þeirra hafi engin samvinna verið síðan Soustelle var kosinn á þing 1951 og sagði af sér stöðu sinni, sem aðalritari þeirra stjórnmálasam- taka, sem de Gaulle var foringi fyrir. Þessi samtök voru leyst upp fyrir tveimur árum. Ely, foringi herráðsins, segir af sér Á laugardag sagði yfirmaður herforingjaráðsins franska, Paul Ely, af sér. Hann er sextugur að aldri og hefur gegnt ýmsum mik- ilsverðum störfum í franska hern um. Það var hann sem stjórnaði franska hernum í lokin í Indó- Kína, þegar herinn hvarf út úr landinu. í febrúar 1956 var hann gerður að yfirhershöfðingja franska hersins. Sá, sem tók við af Ely heitir Lorillet, en hann hefur áður gegnt mikilsverðum störfum 1 höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins og árið 1956 varð hann yfirhershöfðingi í Alsír, en frá því seint á því ári hefur hann verið háttsettur í her- foringjaráðinu. Afstaða Salans hershöfðingja Lengi þótti það nokkuð óvíst, hver yrði afstaða yfirforingja herjanna í Alsír, Salans herfor- Vil kaupa íbúð í góðu standi 2-—3 herb. og eldhús á hæð eða port- byggðu risi. Þarf að vera laust til íbúðar fyrir 10. júní. Uppl. í síma 14663. Fokheldar íbúðir Höfum til sölu 2ja og 3ja og 4ra herbergja íbúðir í húsi í Hálogalandshverfi. íbúðirnar verða afhentar fokheldar 1. október n.k. , F&steigna & Verðbréfasalan, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4, símar: 13294 og 14314. ingja, en hann var í fyrstu nokk- uð tvístígandi. Töldu sumir, að hann væri í hjarta sinu ekki fylgjandi.Massu hershöfðingja, en mundi reyna að miðla málum milli stjórnarinnar í París og þeirrar velferðarnefndar, sem Massu kom á fót. En brátt kom í Ijós, að Salan var á bandi hers- ins í Alsír eða þeirra, sem stóðu innan hans fyrir uppreisninni og á föstudagskvöld gaf hann út op- inbera yfirlýsingu þess efnis, að hann styddi velferðarnefndina og að hann skoraði á Coty forseta og þingið að mynda nýja öryggis- stjórn í París undir yfirstjórn de Gaulle. Pflimlin, forsætisráðherra, svaraði þessu strax í ræðu, sem hann hélt á laugardag, en þá tal- aði hann í franska útvarpið. Skor aði hann á alla að safnast um stjórnina í París. Hann ásakaði Frakka í Alsír fyrir að stofna einingu ríkisins í hættu. Hann tók jafnframt glöggt fram, að hættan stafaði ekki eingöngu frá öfgafullum hægrimönnum heldur einnig frá öfgamönnum til vinstri. Pflimlin lagði þá jafn- framt áherzlu á, að ríkisstjórnin. mundi nota allar þær heimildir, sem hún hefði fengið með lögun- um um neyðarástandið til hins ýtrasta og vernda lýðveldið gegn öllum árásum utan frá og innan. Hvað gerir herinn? Þegar fregnin barst um óhlýðni hersins í Alsír við stjórnina í París, töldu margir að þetta væri eins konar lokaæfing fyrir valda- töku hersins í öllu Frakklandi undir yfirstjórn de Gaulle. Sú spurning, sem hefur verið mest brennandi í sambandi við þá at- burði, sem gerzt hafa, er sú, hvaða afstöðu herinn raunveru- lega hafi. Auðséð er það, að franska stjórnin hefur verið mjög hrædd um að herinn í Frakklandi mundi fara að dæmi hersins í Alsír og neita að hlýðn- ast ríkisstjórninni og til þess að koma í veg fyrir það hefur stjórn in látið fara fram fangelsanir á ýmsum háttsettum herforingjum, en aðrir verið látnir víkja úr stöð um sínum. Her Frakka telur nú alls um eina milljón manna. Eftir þvl sem frönsk blöð segja, eru um 460 þúsund hermenn í sjálfu Frakklandi, en af þeim er % sjóliðar og flugliðar, en um 50 þúsund manns eru í almennum vararliðssveitúm úti á landsbyggð inni. Kjarninn úr hernum eða reyndustu og beztu herflokkarn- ir eru í Alsír og eru þar um 400 þúsund hermenn. í Vestur-Þýzka- landi eru um 2 herdeildir franskra hermanna, sem eru þar á vegum Atlantshafsbandalags- ins. Ef herinn í Frakklandi færi að dæmi hersins í Alsír og tæki það ráð að gera uppreisn undir leið- sögu de Gaulle eða einhvers ann- ars manns, sem hefur traust hers- ins, þá mundi ríkisstjórnin fyrst og fremst hafa við að styðjast óaldarflokka kommúnista ellegar þá verkfallssveitir úr þeim verka lýðsfélögum, sem eru undir stjórn kommúnista. Við síðustu kosn- ingar í landinu fengu kommún- istar um það bil 5% millj. atkv., eða 20% af atkvæðunum, og hafa þeir 142 þingmenn í þinginu, sem alls telur 595 þingmenn. Komm- únistar segja að um 400 þúsund manns séu skráðir í flokki þeirra. Þau verkalýðssamtök sem lúta stjórn kommúnista telja að undir sínu merki séu um 70% af öllum mönnum, sem skráðir séu í verka lýðsfélögum. En á það er bent í þessu sam- bandi að á seinni árum hafi mjög dofnað yfir kommúnistaflokki Frakklands, þó að hann hafi náð sér nokkuð eftir það ástand, sem varð eftir uppreisnina í Ungverja landi. Talið er að allur almenn- ingur mundi ekki fylgja komm- únistumíallsherjarandstöðu gegn hernum, ef hann gripi til þess að hrifsa til sín völdin og mundi herinn eiga hægan leik að berja andstöðu kommúnista niður. — Þessar og þvílíkar hugleiðingar er að finna nú í erlendum blöð- um, sem ræða það, hvað yrði, ef franski herinn gerði almenna upp reisn gegn stjórn Pflimlins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.