Morgunblaðið - 20.05.1958, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.05.1958, Qupperneq 13
Þriðjudagur 20. maí 1958 MORCVISBLAÐIÐ 13 Olafur Arni Minningarorð í DAG er til moldar borinn Ólaf- ur Árni Bjarnason verzlunar- maður, Sólheimum 45 hér í bæ. Ólafur fæddist 27. nóv. 1917 í Ólafsvík, og voru foreldrar hans hjónin Margrét Gísladóttir og Bjarni Ólafsson, sjómaður. Ungur að árúm fluttist Ólafur til Reykjavíkur með foreldrum sínum, og lagði fyrstu árin stund á margs konar störf. Síðar fékkst hann við bifreiðaakstur og um- sjón við bifreiðastöðina „Bifröst", ásamt föður sínum og bróður, um margra ára skeið. Eftir það fékkst hann við akstur á annarri bifreiðastöð um hríð eða þar til hann réðst til Timburverzlunar Árna Jónssonar h.f., og starfaði þar óslitið allt til dauðadags. Sá, sem þetta ritar, var svo lánsamur að kynnast Ólafi, ung- um að árum, og tókst þá þegar sú vinátta á milli, sem stóð alla tíð síðan, án þess að nokkur skuggi félli þar á. Enda var það í sjálfu sér í samræmi við mann- inn sjálfan, sem var fyrst og fremst trygglyndur, velviljaður og hreinskilinn. Þegar mér barst andlátsfregn hans, setti mig hljóðan, því að þarna átti ég á bak að sjá góð- um vini, skemmtilegum og gáfuð- um félaga, sem alltaf vildi hvers manns vandræði leysa, væri það á hans valdi. Það'munu því vera fleiri en nánustu vandamenn, kona og þrjú börn, sem sakna þar vinar í stað. — Aldraður fað- ir, systkini og aðrir nákomnir, að ógleymdum samstarfsmönnum hans bæði fyrr og síðar. Það mun líklega leitun í dag að öðrum eins manni, sem búið hefur við svipuð kjör, og Ólafur var — svo vinsæll var hann og viðmótsþýð- ur, þrátt fyrir mikla skapfestu, ef því var að skipta. Fæstum tekst að sameina það tvennt, að vera vinsæll og viðmótsþýður en halda samt sínum hlut, en það má hiklaust með sanni segja um Ólaf. Þeir, sem hafa átt því láni að fagna að eignast góðan vin, skilja áreiðanlega hversu mikils er misst, þegar slíkur vinur hnígur skyndilega í valinn á bezta aldri. En enginn má sköpum renna, og við, sem eftir lifum, getum að minnsta kosti huggað okkur og yljað við minninguna um góðan dreng. En sárastur hlýtur þó söknuðurinn að vera hjá eftirlifandi konu hans og börnum, sem alla tíð sátu í fyrir- rúmi í huga hans, framar öllu öðru. Ólafur var svo heppinn að ráð- ast til góðs fyrirtækis, sem sjálft var svo heppið að koma auga á starfskrafta hans og meta þá að verðleikum. Enda hafði Ólafur stundum orð á því, hve vel hefði tekizt til með atvinnuna og hve vel og drengilega hefði verið gert til hans sem starfsmanns af hálfu fyrirtækisins. En sjálfur er und- irritaður ekki í neinum vafa um það, að með Ólafi fékk fyrirtæk- ið líka prúðan, samvizkusaman, duglegan og einarðan mann, sem vann sín verk af mikilli skyldu- rækni. Sjaldan var efnt svo til mann- fagnaðar meðal vina og kunn- Bjarnason ingja Ólafs heitins, að ekki þætti skarð í hópinn, ef hann var ekki viðstaddur. Ástæður til þess voru margar. Menn geta verið mörgum kostum búnir, þótt ekki þyki þeir eftirsóknarverðir á mannfund- um — en um Ólaf var öðru máli að gegna. Enda þótt hann nyti lítillar skólagöngu, var hann vel lesinn og hafði í sér einhverja meðfædda menntaþrá. Hann var sílesandi, eftir því sem tök voru á, og duldist engum, sem skipti við hann orðum, að þar fór mað- ur, sem vildi og reyndi að skilja sem bezt það, sem verið var að j ræða og efst var á baugi hverju j sinni. Hann var í eðli sínu mann- | vinur, sem vildi bera réttlætinu I vitni. Ólafur v@r kvæntur Ernu Erlendsdóttur, dóttur Erlends Pálmasonar skipstjóra og konu hans, Hrefnu Ólafsdóttur. Þeim Ólafi og Ernu varð þriggja barna auðið. Um leið og ég kveð minn ágæta vin, Ólaf Bjarnason, vil ég votta konu hans og börnum, föður, systkinum og öðrum ástvinum, dýpstu samúð mína — og bið guð að blessa þau. Valur Þorgeirsson. Gunnvör Pnlsdóttir — minning ,í DAG kl. 3,30 e. h. verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju, Gunn- vör Pálsdóttir, sem andaðist á Elliheimilinu Grund þann 14. þ.m., 87 ára að aldri. Gunnvör fæddist að Kjartans- stöðum í Glaumbæjarprestakalli í Skagafirði 16. ágúst 1870, og voru foreldrar hennar Guðbjörg Björnsdóttir og Páll Pálsson bóndi þar. Faðir Gunnvarar dó frá barnahóp, meðan hún var í bernsku. Efnin voru lítil, og ekkj- an varð að þola þá raun að hóp- urinn hennar tvístraðist. Það var algeng saga þeirra tíma. Gunn- vör ólst svo upp hjá vandalaús- um. Hún var nokkur ár hjá frú Guðrúnu og séra Magnúsi Thorlasíus á Hafsteinsstöðum, en þegar Magnús lézt fór hún til Steinunnar Árnadóttur og Jóns Jónssonar, er þá byrjuðu búskap á Hafsteinsstöðum, og þar dvaldi hún frá sjö ára til sextán ára aldurs. Gunnvör dvaldi svo í Skagafirði þar til árið 1897, en þá fluttist hún vestur að Arn- gerðareyri við ísafjarðardjúp, til frænku sinnar Aðalbjargar Jóns- dóttur og manns hennar Ásgeirs Guðmundssonar bónda þar. Hús- freyjan á Arngerðareyri mat Gunnvöru mikils, og á milli þess- ara frændkvenna myndaðist órjúfandi vinátta sem aldrei bar skugga á. Á Arngerðareyri átti svo Gunnvör heimili í tuttugu og þrjú ár, eða til ársins 1920, en þá brá frænka hennar búi, eftir að hafa misst mann sinn, og flutt- ist til Reykjavíkur ásamt Gunn- vöru. Þegar svo Aðalbjörg lézt árið 1922, þá tók Gunnvör sig upp og fluttist norður í Skaga- fjörð á æskuslóðir, og settist að á Löngumýri, hjá hálfbróður sín- um Jóhanni Sigurðssyni, sem þá var bóndi þar. Fyrir þrettán árum flutti svo Gunnvör hingað í bæinn aftur, og hefur lengst af átt heima síð- an á Elliheimilinu Grund. Gunnvör Pálsdóttir var tæplega meðalkona á hæð, þéttvaxin og beinvaxin, svipurinn hreinn og lýsti góðri greind. Yfirbragðið var glaðlegt og lundin ljúf. Hún var fróð, og kunni mikið af sög- um, ljóðum og lausavísum, gat | líka sjálf gert stöku, ef svo bar undir. Hún varð hvers manns hugljúfi þeirra er henni kynnt- ust. öll börn hændust að henni, og höfðu yndi af að hlusta á hana segja frá. Við sem ritum þessi fátæklegu orð, sem segja svo fátt af því, sem hægt væri að segja um þessa konu, höfum þekkt Gunnvöru frá því við vor- um litlar telpur á Arngerðareyri og við munum alltaf minnast hennar með þakklátum huga. Hún var ávallt reiðubúin til að gleðja aðra, og það var hennar mesta yndi. Á heimili okkar á Arngerðar- eyri, þar sem jafnan var gest- kvæmt og mannmargt, þar var Gunnvör bezta stoð húsfreyjunn- ar, því henni var hægt að treysta, og hún taldi aldrei eftir, þó spor- in yrðu mörg, og vökurnar lang- ar, þegar marga gesti bar að garði. Og verkin voru öll af hendi leyst með trúmennsku og kær- leika. Gunnvör minntist alltaf sam- ferðafólksins í lífinu með þakk- látum huga og henni þótti vænt um það fólk, sem ól hana upp í gegnum bernskuárin. Nú er þessi gæðakona með glaða og hreina svipinn horfin af sjónarsviðinu, en eftir lifir minningin. Okkur þykir tómlegt fyrst á eftir, og svo mun vera um fleiri, þegar Gunnvör kemur ekki lengur í heimsókn. En við gleðjumst yfir því, að hafa fengið að þekkja hana um mörg ár, og njóta kær- leika hennar. Við trúum því, að nú sé Gunnvör Pálsdóttir flutt þangað sem gleðin og kærleik- urinn ríkir. Vertu blessuð Gunna frænka og þökk fyrir allt. Margrét og Geirþrúöur Ásgeirsdælur. Morris '55 í góðu standi, til sölu. — Bílasalau Klapparstíg 37. Sími 19032. Stúlka ós’kast til afgreiðslustarfa strax í nýlenduvöruverzlun, — yngri en 16 ára kemur helzt ekki til greina. Uppl. í verzl. Hamrafell, Hamrahlíð 25. Garðeigendur Garðyrkjustöðin, Grímsstaðir, Hveragerði selur útirósir og blómrunna, í miklu úrvali, allt tegundir, sem hafa verið reynd ar og ræktaðar í garði Krist- manns Guðmundssonar. Enn- fremur mikið úrval af fjölær- um blómplöntum og Slemer- blómaplöntum. — Pantanir sendar um allt land. Hallgrímur Egilsson Gísli Einarsson lióraðsd'Hiislúgtna JUr. CVtáltÍutniiigsskrifstoia. i-augavegi 20 B. — Sími 19631. PÁLL S. PÁLSSON hæstarcttarlog madui. Hankastræti 7. — Sími 24-200. Hlutabréf til sölu í fólksbifreiðastöð í Keflavík. Gott fyrir mann sem hefur hugsað sér að stunda leigubíla- akstur. — Upplýsingar í síma 16877. — Veitingastofa Veitingastofa eða eignarhluti í veitingastofu, £ fullum gangi, á mjög góðum stað, til sölu. Heppilegt fyrir mann er ekki þolir erfiðisvinnu. — Tilboð merkt: „Gott tækifæri — 3904“, sendist afgr. Mbl., fyr- Daglega nýbrennt og malað KAFFI molasykur (pólskur). — Hvít- ur Kúpa-strásykur. Indriðabúð Þingholtsstræti 15. Sími 17283. ir fimmtudagskvöld. Bændur - Bændaefni Ágæt bújörð til leigu. — Góðar samgöngur, rafmagn, laxveiði. Sala á hálfri jörðinni kemur til greina. Dugandi menn er 1 hyggja á framtíðarbúskap ‘ ganga fyrir. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir 1. júní, — merkt: „Jörð — 3907“. Bananar kr. 19,00 kílóið. — Sunkist 1 sítrónur. — Kartöflur (rauðar, | ísienzkar). — Indriðabúð Þingholtsstræti 15. Sími 17283. Námshjálp smælingjanna! Landsprófskeppendur, bó'kasafnendur Landfræðilegar minnisvisur og stærðfræðileg formúluljóð end- u bætt, aukin rímlaganótum, eru sérstæðar, hentugar vasa- handbækur, nauðsynlegar skóla nemendum. Fást hjá mörgum bóksölum. Mjög ódýrar. Ilufundurinn Kápur, dragtir og stuttjakkar Tækifærisverð. Kápusalan Laugavegi 11, 3. hæð t. h. Sími 15982. Bátur til sölu Vélbáturinn Skíði EA-51 er til sölu. Báturinn er 814 lestir, með 54 hestafla Listervél. — Línu- og handfæraveiðarfæri fylgja. Uppl. gefa Bergur Lár- usson, Dalvík, sími 96, eða Jóhann SigurSsson, Dalvík, sími 86. — íbúðaskipti Get útvegað einbýlishús í Kópa vogi (5 herb. og eldhús auk geymslu), í skiptum fyrir íbúð í fieykjavík (3 herb. og eldh.). Áhvílandi lán á húsinu getur fylgt sem milligjöf. Þeir, sem vildu hafa samband við mig, leggi nöfn sín inn á afgr. blaðs ins, merkt: „Hagkvæm við- , skipti — 3908“, fyrir n.k. laug ardag. — ( STÚLKA eða kona óskast. níiÉuL BÍLVIRKININ Síðumúla 19, sími 18580 Bíla\iðgerðir, réttingar, ryðbæt- ingar, bílasprautun. Málarastofan Barónstíg 3, sími 15281 Gerum gömul búsgögn sem ný. CLa&dAA&tmt 9 SUMARBUSTAMIR Góður sumarbústaður óskast til leigu. Tilboð merkt: Sumarbústaður — 3909, sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld. Afgreiðslustúlka óskast nú þegar eða 1. júní. Uppl. milli kl. 5—7 á skrifstofunni. I ADLON, Aðalstræti 8. sími 16737. Ný 5 herbergja íbúð fil leigu tilbúin um miðjan júní. Fyrirframgreiðsla. Tilboð merKt: 3906, sendist afgr. blaðsins. Sumarbústaður við Þingvallavatn óskast til kaups. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: Sumarbústaður — 4003.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.