Morgunblaðið - 20.05.1958, Side 20

Morgunblaðið - 20.05.1958, Side 20
VEÐRIÐ NA stinningskaldi, hiti 2-5 stig. Neyðarásfand Sjá grein á bls. 11. Dregur til tíðinda innan stjórnarinnar? Umræður um „bjargráðin" dragast á langinn Eldhúsumrœðum frestað fram yfir helgi MIKLAR sögur gengu um það manna á milli í Reykja- vík í gær, að alvarlegur ágreiningur væri kominn upp í ríkisstjórninni og mætti bú- ast við, að til stórtíðinda drægi á hverri stundu. Ekkert liggur þó fyrir opinberlega um mál þetta. Hins vegar vakti það athygli, að „bjarg- ráðafrumvarp“ ríkisstjórnar- innar var ekki á dagskrá neðri deildar Alþingis í gær. Frum- SUNNUDAGINN 18. þ.m. hófst hinn almenni hafrannsóknarleið- angur á vegum Fiskideildar At- vinnudeildar Háskólans, en slíkir leiðangrar hafa verið farnir und- anfarin ár í samvinnu við Dani og Norðmenh. Rannsóknirnar fara fram á varðskipinu Ægi, og stendur leiðangurinn til 24. júní. Fyrst verður farið suður fyrir land, og síðan vestur með landi og allt norður undir ísrönd. Haf- svæðið norðan lands verður rann sakað bæði djúpt og grunnt, og sömuleiðis verður útbreiðsla Aust ur-fslandsstraumsins könnuð. Á- ætlað er, að þessum yfirlitsrann- sóknum ljúki undan Austfjörðum um 13. júní, og verður þá á ný farið yfir veiðisvæðið norðan lands. Leiðangrinum lýkur á Seyðisfirði 24. júní, en þá hefst fundur fiskifræðinga frá þeim að ildarríkjum Alþjóða hafrann- sóknaráðsins, sem stunda síldar- rannsóknir á Norður-Atlantshafi, en það eru íslendingar, Danir, Norðmenn og Rússar. Að þessu sinni munu þó Danir ekki taka þátt í þessum sameiginlegu rann- sóknum, en væntanlega mun færeyskur fiskifræðingur taka þátt 'í fundinum. Leiðangursstjóri íslenzka leið- angurssins er Ingvar Hallgríms- son, magister, og sér hann jafn- framt um áturannsóknir. Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, sér um athuganir á síldardreifingu, og Þórunn Þórðardóttir, magister, sér um rannsóknir á plöntugróðri sjávar og framleiðslugetu hans af lífrænum efnum. Auk þess munu þeir dr. Hermann Einars- son og Unnsteinn Stefánsson, sjó fræðingur Fiskideildar, taka þátt í hluta leiðangursins og fundin- UM tíuleytið í gærkvöldi kom upp eldur í íbúðarhúsinu Lauga- vegi 53 B, en það er gamalt timburhús, tvær hæðir og kjall- ari. Kviknaði í kjallaranum og urðu þar töluverðar skemmdir. Eldur komst einnig í eldhús á neðri hæðinni, en varð fljótlega slökktur. Nokkrar skemmdir urðu þó á hæðinni af vatni og reykur fór um allt húsið. — í kjallaranum bjó roskinn maður, Þorbergur Skúlason að nafni. Mun eldurinn hafa komið upp í varpið hefur ekki heldur ver- ið sett á dagskrá í dag, en þó Iiggur fyrir álit frá tveimur minnihlutum fjárhagsnefnd- ar: fulltrúum Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins. sem vilja samþykkja frum- varpið með smábreytingum, og fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, sem eru andvígir frumvarpinu. Einar Olgeirs- son mun og skila sérstöku áliti, en hann er andvígur um á Seyðisfirði. Ennfremur verða með í leiðangrinum 4 að- stoðarmenn frá Fiskideild. Skip- stjóri á Ægi er Þórarinn Björns- son. Frá Alþingi DEILDAFUNDIR verða kl. 1,30. Þessi frumv. eru á dagskrá: í efri deild: Skólakostnaður. í neðri deild: Tekjuskattur og eignaskattur. Sala áfengis til flugfarþega. Sveitastjórnarkosn- ingar. Aðstoð við vangefið fólk. Stofnun nýrra hreppa. Sjúkra- húsalög. Á AÐALFUNDI Hins íslenzka prentarafélags, er haldinn var á sunnudag, var rætt um samT-ings uppsögn félagsins miðað við 1. júní næstkomandi og þær kröfur er settar skulu fram við prent- smiðjueigendur. Einnig var þar samþykkt ályktun varðandi efna hagstillögur ríkistjórnarinnar, „bjargráðin" svonefndu. Á fundi þessum munu um 80 félagsmenn hafa venð mætíir. í'yrst var gerð grein fyrir úrslit- um stjórnarkjörs í félag- mu en Magnús Ástmarsson tor- maður og aðrir sljornarmenn voru endurkjörnir. Þessu næst var rætt um kröf- ur félagsins í sambandi við nýja kjarasamninga, en félagið hefur sagt upp samningum sínum frá íbúðinni hjá honum er hann var að kveikja upp í olíueldavél, og læstu logarnir sig í föt hans. Hljóp hann út í logandi föt- unum og var fljótlega flutt- ur á slysavarðstofuna. Þaðan var hann fluttur á Landa- kotsspitala. Reyndist hann all- mikið brenndur á höndum og í andliti, en þó var líðan hans sæmileg í gærkvöldi. Kona að nafni Ólafía Einarsdóttir hjó einnig í kjallaranum, en hjá henni urðu minni skemmdir. frumvarpínu sem kunnugt er. Útvarpsumræður, „eldhúsið“ svonefnda, áttu að fara fram í kvöld og annað kvöld, en þeim hefur verið frestað. Var þeim fyrst frestað einn sólar- hring, en nú mun ákveðið, að umræðurnar verði ekki í þess- ari viku. Dragast þær því fram yfir hvítasunnu. Iðja mótmælir FUNDUR stjónar og trúnaðar- mannaráðs Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík, haldinn 19. maí 1958, mótmælir harðlega fram komnu efnahagsmálafrum- varpi hæstvirtrar ríkisstjórnar. Telur fundurinn frumvarpið fela í sér það mikla kjaraskerðingu, að ekki verði við unað, og vísar í því sambandi til samþykkta síðasta þings A.S.Í. Ennfremur átelur fundurinn vinnubrögð ríkisstjórnarinnar við samningu og undirbúning frumvarpsins, og telur hana hafa brugðizt því trausti, er verkalýðssamtökin hafa sýnt henni. Eldur í vélbáti AKRANESI, 19. maí. — Á sunnu daginn var mb. Ásmundur búinn að keyra lVz tíma á miðin, er eldur blossaði upp úr reykháfn- um. Hafði kviknað í sótinu. Var snúið aftur til Akraness og var brunabíll á bryggjunm, er bát- urinn lagði að. Stýrishúsið hafðt sviðnað og eldur komizt í ein- angrun, en bátsverjar höfðu slökkt hann, áður en komið var að landi. —Oddur. 1. júní. Var samþykkt að gera kröfur um 10 prósent launahækk un, þ.e.a.s. 5 prósent að viðbættri b j argráðaf rumvarpshækkun- inni. Þá var samþykkt að leita eftir því, að samningar þeir, sem nú verða gerðir, skuli ekki gilda lengur en til 1. desember, vegna þeirrar óvissu, sem ríkir í kjara málum verkalýðsstéttarinnar. Þá var rætt um efnahagstillög- ur ríkisstjórnarinnanr, sem nú liggja fyrir Alþingi og samþykkt að skora á Alþingi að fella þær. Hið ísl. prentarafélag er hið fyrsta, sem gerir grein fyrir kröf um sínum varðandi nýja kaup og kjarasamninga. „Stórkostleg kjaraskerðing64 PRENTMYNDASMIÐIR gerðu í gær eftirfarandi samþykkt. „Fundur í trúnaðarráði Prent- myndasmiðafélags íslands hald- inn 19. maí mótmælir harðlega efnahagsmálafrumvarpi því, er ríkisstjórnin hefir lagt fyrir Al- þingi. Telur fundurinn frumvarp- ið fela í sér stórkostlega kjara- skerðingu og algerlega fara í bága við yfirlýsingu síðasta Al- þýðusambandsþings. Sérstaklega mótmælir fundurinn ákvörðun frumvarpsins um útreikning vísi tölunnar á kaup og telur það lág- markskröfu að vísitalan verði reiknuð á sama hátt og verið hef- ir.“ H afrannsóknarleiðangur hér við land Roskinn maður slasaðistí eldsvoða í gœrkvöldi Prentarar víta bjargráðin Gera kröfu um 10% launahækkun Harkalegur árekstur varð á horni Vesturgötu og Ægisgötu nokkru eftir hádegi á sunnudag milli strætisvagns og varnar- liðsbíls. Strætisvagninn var á Vesturgötunni, sem er aðalbraut. Báðir bílarnir skemmdust mikið, en alvarleg meiðsli urðu ekki á mönnum. Hér á myndinni sést hvernig strætisvagninn var útleikinn. Fjölmenn jarðarlör Hanks Snorrasonar rltstjóra í gær JARÐARFÖR Hauks Snorrasonar ritstjóra fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í gær. Var hún mjög fjölmenn. Menn úr Karla- kórnum Fóstbræðrum sungu, dr. Páll Isólfsson lék á orgel og Þor- valdur Steingrímsson einleik á fiðiu. Séra Sveinn Víkingur flutti líkræðuna. — Sungnir voru sálmarnir: Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, Þú Kristur ástvin alls sem lifir, Ver hjá mér herra, dagur óðum dvín og Allt eins og blómstrið eina. Úr kirkju báru ráðherrar og miðstjórnarmenn Framsóknar- flokksins, ásamt samstarfsmönn- um hins látna í ritstjórn Tímans. I kirkjugarði báru stjórn og Áíormað aS sfofna Hrossa rækfarsamband AKUREYRI, 19. maí. — Síðastl. fimmtudag komu saman í Varma hlíð allmargir áhugamenn um hestamennsku og hrossarækt, í þeim tilgangi að undirbúa stofn- un Hrossaræktarsambands Norð- urlands. Voru mættir fulltrúar úr Skagafirði, Austur-Húnavatns- sýslu og Eyjafirði. Miklar og fjör ugar umræður urðu á fundinum og var samþykkt tillaga þess efnis, að stofnað skyldi Hrossa- ræktarsamband Norðurlands og öllum félögum hestamanna í Norðlendingafjórðungi boðin þátt taka. Ákveðið var að efna cil stofnfundar í næsta mánuði.Ráðu nautum Búnaðarsambands Skag firðinga þeim Agli Bjarnasyni og Haraldi Árnasyni var falið að boða til þessa stofnfundar. vig. félagar í Blaðamannafélagi Is- lands og síðasta spölinn að gröf- inni bræður og nánustu vinir. Jarðarförinni var útvarpað. Verður leyfið veitt - eða ekki? í HÚSUNUM Skipholti 19 og Brautarholti 20, en skammt er milli þessara húsa, hefur verið unnið að því að breyta verzlunar- og iðnaðarplássi í þeim tilgangi að þar verði dans- og skemmti- staðir. Enn sem komið er hafa bæjar- yfirvöldin ekki veitt leyfi til þessarar starfsemi í fyrrnefnd- um húsum ög mun það m.a. stafa af því, að eigendur höfðu látið undir höfuð leggjast að sækja formlega um leyfi til bæjaryfir- valdanna til þess að breyta hús- um þessum í skemmtistaði. íbúar í næsta nágrenni hafa sent bæjaryfirvöldunum mót- mæli gegn því að leyfi verði veitt fyrir skemmtistöðum þess- um. Enn sem komið er hafa bæj- aryfirvöldin ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu, en nú liggur fyrir bæjarráði álitsgjörð borgar- ritara og skrifstofustjóra borgar- stjóra um málið. Orðsending til Sjálfstæðismanna NÚ er liðrnn helmingur þess tíma, sem ætlaður er til sölu á happdrættismiðum Sjálfstæðis- flokksins svo nú ríður á að nota vel þann tíma, sem eftir er, ef takast á að selja alla miðana fyrir 10. júní. Miðarnir fást hjá umboðsmönn um flokksins um allt land og í Reykjavík í skrifstofunni í Sjálf- stæðishúsinu. Opið kl. 9—12 og 13—18 alla virka daga. Allir stuðningsmenn flokksins, sem fengið hafa miða senda eru minntir á að gera skil sem fyrst. Þeim, sem ekki eiga heimangengt er bent á að hafa samband við skrifstofuna, sími 1-71-04 og verður þá sent til þeirra. Happdrættisnefndin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.