Morgunblaðið - 08.06.1958, Page 9

Morgunblaðið - 08.06.1958, Page 9
Sunmiðagur 8. júni 1958 MOnVVN1iT/at>lÐ 9 Umferðarpróf nr. 3 Hve fljótir eruð þér að fœra fótinn á hemilinn ? Setjist á stól með beinu baki og leggið blaðið fyrir framan yður á gólfið. Setjið fótinn yfir myndina af benzíngjaf- anum. Haldið peningi í hægri hendi í höfuðhæð. Látið hann detta en flytjið. samtímis fotinn yfir á hemilinn. Lesið hér að neðan hvernig viðbragðsflýtir yðar er metinn. tH m m Hver var vlðbragðsflýtir yðar? Höfðuð þér fótinn á hemlinum áður en pening- urinn skall í gólfið? Sé viðbragðsflýtir yðar í meðallagi hraður ættuð þér að hafa verið fljótari að færa fótinn en peningurinn að detta í gólfið, en falltími hans er y2 sekúnda. Á þessari hálfu sekúndu hefðuð þér með 70 kílómerta hraða á klukkustund ekið 9,7 metra, áður en yður tækist að setja fótinn á hemilinn. Á þurrum vegi með góða hemla á bifreiðinni, hefðuð þér ekið 32 metra til viðbót- ar áður en yður tækist að stöðva bifreiðina til fulls. Akið því ekki of hratt og hafið ætíð a.m.k. eina bíllengd á milli yðar og bifreiðarinnar næst á undan fyrir hverja 15 kílómetra (þ. e. 4 bíllengdir fyrir 60 km/klst. o. s. frv.), sem hraða- mælirinn sýnir, að þér akið á klukkustund. £$!: PÍSj (í/íi vm. *:•:•» .•*• tm w* Öryggi kostar ekki peninga. Þegar þér akið bifreið gelið þér stuðlað að auknu öryggi án nokkurra útláta frá yðar hendi. Allt, sem þér þurfið að gera er að sýna þolinmæði og kurteisi í skiptum yðar við aðra ökumenn svo og gangandi fólk. Þér getið ekki búist við þessum eiginleikum hjá öðrum, ef þér sýnið þá ekki sjálfir í verki.Munið að yðar eigið öryggi er jafn mikið undir því komið hvernig aðrir aka í umferðtnni og þér sjálfir. — Hví ekki að gefa öörum gott fordæmi? Sýnið tilhliðrunarsemi — til öryggis og hagsbóta fyrir aila aðila. Olíufélagið SKELJUNCUR hf. hvtfur til gœtni í akstri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.