Morgunblaðið - 08.06.1958, Qupperneq 11
Sunnudagur 8 júnf 1958
if f} »> r, r; v *? r, 4 fílf)
11
Aðkallandi að taka upp verklegt
nám í náttúrufræðum
0r. S/g. Péfursson gerlafræðingur reeétSi
um n&ffúruí'h-œ&ikefínsiu í sk&lunutm á
si<i*iista fundi í Hinu ísíci^iCd
nátrúruiii-oe&iteliági
SÍÐASTI fræðslufundur Hins ís-
lenzsa nátturulræóiíéiags var
haldinn á mánudagskvöldið, en
slikir funtíir eru fastir liðir í vetr
arstarísemi feiagsins og eru þeír
jafnan haldnir í Háskóla íslands,
I. kennsiustofu. Á þessum fundi
flutti dr. Sigurður Pétursson,
gerlafraeðingur erindi, sem hann
nefndi: Nám í náttúrufræðum á
íslandi. í upp'nafi máls síns ræddi
Sigurour um hve kostnaðarsamt
það sé fyrir svo fámenna þjóð
sem íslendinga að halda uppi
menningarþjóðfélagi svo i lagi
sé. Komst ræöumaóur þannig að
orði, að hér myndi vanta einn
þýðingarmesta þátt í nútíma
menningarþjóðféiagi en það væri
aimenn þekking á raunvisindum,
það er náttúrufræðum. Benti Sig-
urður á, að á síðustu tímum hafi
raunvísindi og tækni, sem af
þeim leiði, gjörbreytt svo lifn-
aðarháttum og viðfangsefnum 1
ailra menningarþjóða, að þörfin
fyrir meiri skilning almennings
á náttúruiegum hlutum sé þjóð-
inni lífsnauðsynleg. Sagði Sig-
urður, að aðaluppistaðan í al-
mennri menntun hér á landi hafi
verið trúarlegar og þjóðlegar
bókmenntir, svo og saga. En þekk
ing hennar í náttúrufræðum hef-
ur nær engin verið. Hér á landi
hefur náttúrufræðum að vísu ver
ið gefið talsvert rúm í skólum
upp á síðkastið, en lít.ið fer fyrir
þeim vísindum í bóka- og blaða
útgáfu, og í útvarpi. Sagði ræðu-
maður, að hér á landi væri alltof
lítið gefið út af bókum við al-
þýðu hæfi um náttúrufræðileg
efni. Ástæðan til þessa taldi
ræðumaður vera þá, hve fámenn-
ið er mikið og dð slík bókaútgáfa
myndí, eins og er, ekki svara
kostnaði, þar eð kaupendur
væru svo fáir. Ríkisútvarpið hef-
ur gert margar tilraunir um út-
sendingu á náttúrufræðilegu efni
og hefur oft leitað til íslenzkra
náttúrufræðínga í því skyni.
Taldi Sigurður Péursson að út-
varpserindi þessi kæmu ekki
nema að mjög takmörkuðu not-
um fyrir hina almennu hlustend-
ur, vegna þess að þeir þekktu
ekki nógu mikið af náttúrufræði
legum orðum og hugtökum. En
að hlusta á slíkt erindi án þess að
skilja þau orð, sem þar eru not-
uð, væri álíka og að hlusta á
knattspyrnukappleik í útvarpi,
án þess að hafa nokkru sinni séð
eða leikið þá íþrótt. Taldi Sig-
urður áhugaleysi hjá fólki fyrir
náttúrufræðilegum hlutum stafa
af því, að það hefur ekki fengið
nægileg kynni af grundvallarat-
riðum náttúrufræðinnar í skol-
um landsins. Síðan gerði ræðu-
maður mjög ýtarlegan saman-
burð á námsefni í íslenzkum skól
um og dönskum og þýzkum.
Bæði Danir og Þjóðverjar hafa
löngum staðið mjög framarlega í
náttúrufræðivisindum og gefið
út fjölda bóka og tímarita um
það efni við alþýðlegt hæfi. Við
þennan samanburð kom í Ijós, að
við höfum talsvert minni nátt-
úrufræðikennslu en meiri mála
kennslu, en þessar nágrannaþjóð-
ir okkar. Sá munur er þó ekki
mikill og ekki eins mikill og við
hefði mátt búast. Aðalmunurinn
og það taldi ræðumaður skipta
mestu máli, er hvernig kennsl-
unni er hagað, en ekki námstíma-
fjöldinn. í Danmörku og Þýzka-
landi er náttúrufræðikennslan að
miklu leyti verklegt nám, en hér
hjá oss að mjög litlu leyti. í öðru
lagi hafa hinir erlendu náttúru-
fræðikennarar færri kennslu-
stundir á viku að vinna en þeir,
sem hér starfa, og í þnója íagi
sagði ræðumaður, að í Þýzka-
landi að minnsta kosti eru gerðar
meiri kröfur til menntunar barna
og miðskólakennara en hér er
gert. Ræddi Sigurður síðan ýms-
ar orsakir sem til þess liggja, að
þessi samanburður er oss íslend-
ingum svo mjög í óhag, t.d. væri
Dr. Sigiu ður Pétursson
ein sú skýringin, að við hefðum
ekki talið oss hafa efni á aö kosta
meira til þessarar kennslu, þ.e.
náttúrufræðikennslunnar, en nú
er gert. Síðan benti ræðumaður
á helztu leiðir til umbóta. Hann
taldi, að stefna bæri að því, að í
barna- og gagnfræðaskólum
landsins verði tekið upp verk-
legt nám í náttúrufræðum. Hann
sagði: „Nemendurnir verða að fá
að reyna hlutina sjálfir, t.d. læra
að vigta, reikna út þyngdarbreyt-
ingar, læra að ákveða eðlisþyngd,
kunna að fara með hitamæli, loft
þyngdarmæli og áttavita, gera
jurtagreiningar, kryfja dýr,
skoða í smjásjá, bæði lægri líf-
verur og vefi æðri jurta og dýra“
Þannig væru til ótal verkefni fyr
ir athafnasama unglinga og þeir
myndu á þennan hátt öðlazt skiln
ing á náttúrufræðilegum hlutum
og það til meira gagns og ánægju
en að lesa það aðeins af bókum.
í þessu sambandi ræddi Sigurð-
ur Pétursson hinn margumtalaða
námsleiða skólafólks. Taldi hann
það fyrirbrigði m.a. eiga rót sína
að rekja til þess, hve erfitt það
er og dauflegt að læra allt af
bókum. Unglingar á fermingar-
aldri eru engir fræðaþulir, sem
vilja sitja yfir bókastöílum allar
stundir, og það er verkiegt nám,
sem að nokkru er svar við þessu
alvarlega vanáamaii, sagoi læðu-
maðurinn.
Síðan ræddi Sigurður um
veigamikið atriði í þessu máli,
þ.e. hve kennarar væru ofhlaön-
ir störfum. Kennararnir hafi
mjög nauman tíma til undirbún-
ing fyrir kennslustundir og þeir
hafi of lág laun til þess að láta
sér nægja 24 kennsiustundir a
viku, svo sem tíðkast t.d. í þýzk-
um barna og unglingaskólum.
Taldi ræðumaður, að stefna bæri
að því að ætla náttúrufræðikenn-
! urum að jafnaði nokkrar stundir
til þess að undirbúa viðfangsefni
kennsiustundanna, enda yrði
slíkt óhjákvæmilegt, þegar um
væri að ræða verklega kennslu
á þessu sviði. Væri ekki fjarri
lagi að áætla hverjum kennara
24 kennslustundir og aðrar 16
kennslustundir til viðbótar, sem
kennarinn skyldi hafa til þess að
ánnast undirbúning undir tíma,
en þá væri komin um 40 klst.
vinnuvika, sem ekki mun óvana-
legt hér á landi. Um menntun
kennara í barna- og gagnfræða
skólum almennt, sagði Sigurður,
að nauðsynlegt væri að þyngja
námið í Kennareskólanum. Gera
ætti hliðstæðar kröfur til inn-
tökuþrófa þar og í menntaskól-
um, þ.e.a.s. landspróf og gera skól
I ann þannig hiiðstæðan mennta-
skólunum. Stúdentar frá Kenn-
araskólanum ættu svo kost á við-
bótarnámi, 2—3 ár til sérnáms,
svo sem tíðkast í Þýzkalandi. í
framháldi af þessu ræddi Sigurð-
ur um nauðsyn þess, að sett yrði
upp náttúrufræðideild við Há-
skólann, hliðstæð verkfræðideild
inni, þ.e. að þar sé hægt að ljúka
fyrrihluta námsins. Deild þessi
ætti að veita undirstöðumenntun
í náttúrufræðum, fyrir stúdenta
sem ætla sér að ljúka embættis-
prófi í þessum fræðum við er-
lenda háskóla. í öðru lagi ætti
þessi deild að brautskrá þá, sem
ætla sér að gerast náttúrufræði-
kennarar i barna- og gagnfræða-
skólum landsins. í þessum yfir-
gripsmikla fyrirlestri Sigurðar
lagði hann áherzlu á, að auka
þyrfti og endurbæta mjög nátt-
úrufræðikennsluna í 10 og 11 ára
bekkjum barnaskólanna, svo og í
1., 2. og 3. bekk gagnfræðaskól-
anna. í þessum bekkjum ætti að
leggja grundvöllinn, vekja áhug-
ann og skilninginn á náttúrufræð
unum, hjá nemendunum, því sé
undirstaðan góð, kemur annað af
sjálfu sér Allt eftirfarandi nám
í náttúrufræðum verður þá svo
miklu auðveldara og námsárang
ur meiri.
Pilsugerðarvélar
Pylsugerðarvélar, hakkavél og hrærivél óskast til
kaups. Tilboð aukennt „Pyslugerðarvélar — 6103“
sendist afgr. bl. fyrir mánudagskvöld.
Húseignin Framnesvegur 2
er til sölu. Húsið er steinhús 105 ferm., kjallari tvær hæðir
og ris. Á fyrstu hæomni eru tvær verzianir og 2ja herb.
íbúð. Á annari hæðinni er 4ra herb. íbúð og 2 herb. og
fleira í rishæð. í kjallara góðar geymslur og þvottahús.
Hitaveita. Eignarlóð (hornlóð, garnll verzlunarstaður).
Mýja fasteignasaian
Bankastræti 7. — Sími 24300.
TIL LEi
Stór þriggja herbergja íbúð í Hlíðúnum til.Ieigu.
Fjórða herbergi í risi. Stórar csólríkar sýáiir. ■ Fyrir-
framgreiðsla æskileg. Tilboð sendist til blaðs'ns
fyrir 14. maí merkt: „6099“.
k«íag Islands
heldur fund mánudag 9. júní kl. 8y2 e.h. í Sjálfstæð-
ishúsinu. Fundarefni annast forseti féiagsins og
Siguiiaugur Þorkelsson.
STJÓRNIN.
Vil ráða nokkrar vanar
SÍLDÁPSTÚLKUR
til Siglwfjarðar og Rcnfarhafnar. — Gott húsnæði.
—-Fírar iei’öir og kauptrygging. Uppl. í síma 12298.
Ölafur Óskarsson.
karlmaður getur fengið fiamtíðaratvinnu við iðnað.
Uppl. í verksniiðjunni.
sCtitnarvfrksmiðjan
Biautar’nolti 26.
Sumarhúsfa&ur
neðan til í Borgarfirði til sölu. Bústaðurinn er steinhús
með timburinnréttingu, 2 stofur á hæðinni, 2 svefnher-
bergi í risi, stórt eldhús með borðkrók, baðherbergi og
geymslur í kjallara. Húsið er hitað með rafmagni. Eignar
lóð. Bílvegur heim. Sími skammt frá. Auðvelt um að-
drætti, Selst ódýrt, ef samið er strax (Brunabótaverð ca.
80 þús. Upplýsingar í síma 15155 eftir hádegi í dag og
næstu daga.
AALESUNDS MANDSSANGFORENING
Samsöngur
í Austurrbæjarbíó mánudaginn 16. júní
kl. 7,15 e.h.
Söngstjórl: Kldvin Solem, organisti.
Eingsöngvari P. Schjell Jacobsen.
Við Hljóðfærið F. Weisshappel.
Aðgöngumiðar hjá Eynnindsson og Lárusi Biöndal.
Samsöngurinn verður ekki endurtekinn.
Bðnaðar og geymslu húsnæði
Stórt iðnaðar og geymslu húsnæði til leigu eða sölu
utan við bæinn, hentugt fyrir bifreiðaverkstæði,
járnsmíðaverkstæði eða einhvern annan iðnað, rúm-
góð lóð, 2—4 íbúðir geta fylgt plássinu ef þörf kref-
ur. Þeir, sem hafa áhuga fyrir þessu sendi tilboð til
Morgunblaðsins fyrir 20. júní. Merkt:
Rúmgott — 6085.