Morgunblaðið - 08.06.1958, Page 17

Morgunblaðið - 08.06.1958, Page 17
Sunnudagur 8. júní 1958 MORdnSBLAÐIÐ 17 Gerard Philipe og Anouk Aimée í hlutverkum Modiglianis og Jeanne í kvikmyndinni „Montparnasse 19“. Til vinstri er mál- verk, sem Modigliani -gerði á sínum tima af hinni réttu Jeanne. * KVIKMYNDIR Franskar kvikmyndir ÞRÁTT fyrir kvikmyndahátíðina, sem haldin er árlega í Frakk- landi, hafa Frakkar um margra ára skeið verið uggandi um sinn eigin kvikmyndaiðnað. Nú spá bjartsýnustu kvikmyndagerðar- menn því að vart muni verða gerðar fleiri en 85 myndir þar í landi á þessu ári eða 57 myndum færra en árið 1957. Orsökin er fjárskortur. Kvikmyndagerðar- mennirnir eru flestir fátækir menn, þó þeir neyðist til að greiða leikurum á borð við Brigitte Bardot og Jean Gabin 25 milljónir franka fyrir hverja mynd, og erfitt er að fá lán til kvikmyndagerðar. Fáanleg eru aðeins lán til stutts tíma og ef verkiö svo tefst af einhverjum orsökum, er voðinn vís. Frakkar senda í þetta sinn tvær litmyndir á kvikmyndahátíðina: gamanmyndina „Frændi minn“ með einum snjallasta gamanleik- ara þeirra, Tati, sem vinnur sín- ar myndir sjálfur og er oft nefnd- ur Chaplin Frakka, og myndina .Iðandi vatn“ með Audret Pascal í aðalhlutverkinu. Audret er ein af þeirra upprennandi stjörnum, lék meðal annars Önnu Frank á leiksviði á síðastliðnu leikári og hlaut fyrir það ákaflega lofsam- lega dóma. Það tók þrjú ár að gera báðar þessar myndir og þó þær séu að öðru leyti ólíkar, hafa þær báðar sama boðskap að flytja: frelsið sigrar alltaf. Af öðrum nýjum athyglisverð- um kvikmyndum má nefna mynd ina, sem Jacque Backer gerði um ævi ítalska málarans Modigliani, einn frægasta málara þessarar aldar, en hann dó úr eymd og drykkjuskap 35 ára gamall og er ímynd bóhemanna frægu á Montparnasse í París á árunum fyrir 1920. Rétt áður en hann dó, tókst honum með erfiðismunum að selja nokkrar myndir fyrir 50—100 franka, en nú eru mál- verk hans á sýningu, sem stend- ur yfir í París, tryggð fyrir 4 milljarða og fræg söfn þykjast heppin ef þau ná í mynd eftir hann næstum sama hvað hún kostar, Ævi Modiglianis virðist tilval- ið kvikmyndaefni. Hann var fá- tækur og einstaklega glæsilegur listamaður sem brenndi kertið í báða enda, drakk og svallaði, átti tvö söguleg ástarævintýri, dó ungur og varð heimsfrægur mál- ari eftir dauðann. Það er Gerard Philipe sem leikur Modigliani í myndinni, Konurnar tvær sem hann elsk- aði og gerði ódauðlegar með myndum sínum voru þær Beatr- ice Hastings, ensk stúlka, sem gafst upp á að búa með honum, og Jeanne Hébuterne, sem fleygði sér út um glugga af fimmtu hæð daginn eftir dauða hans og lét eftir sig dóttur á öðru ári. Jeanne er leikin af Anouk Aimée. Kvikmyndin um þennan ógæfu sama unga málara heitir „Mont- parnasse 19“, og í henni koma fram margir af vinum hans, sem á þeim árum eigruðu álíka snauðir um Montparnasse-breið- götuna en hafa lifað það að verða í margumtöluðum ballet eftir Francoise Sagan fyrir skömmu. Loks er vert að geta um ákaf- lega alþjóðlega kvikmynd, sem nú er á ferðinni. Hún er tekin í Madrid, stjórnandi er Svíinn Arne Mattson (sá sem gerði Sölku Völku), og aðalleikararnir eru Frakkarnir Mouloudji og Christian Marquand og sænska leikkonan Ulla Jacobson, sú sem „dansaði eitt sumar". Efnið er sannsögulegt. Myndin fjallar um það þegar tveir glæpa- menn leituðu hælis í skólahúsi í þorpi einu á Ítalíu fyrir einu eða tveimur árum og héldu kennslukonunni og börnunum sem gislum, eins og menn muna ef til vill úr fréttunum frá þeim tíma. Brezkar kvikmyndir THE Young Lions, 20th Century Fox kvikmynd í Cinemascope er ein af þessum stríðsmyndum, sem spretta upp á friðartímum. Myndin fjallar um austurrískan skíðakennara, sem fer í þýzxa herinn og trúir að fyrirætlamr Hitlers muni skapa meira öryggi og betri lífskjör. Honum snýst fljótt hugur þegar hann kemst að raun um ofstæki og pyndingar, sem þýzki herinn beit- ir varnarlaust fólk. Marlon Brando leikur skíðakennarann, sem seinna meir verður mjög háttsettur hjá hernum þrátt fyrir býr þegar á herðir. Þessir þrír menn eru „ljón“ stríðsinS og myndin fjallar um örlög þeirra allra og ástalíf. Konur þeirra og ástmeyjar eru vel leiknar af Hope Lange, Barbara Rush, May Britt og Dora Doll. Myndin er allvej gerð og þess virði að eyða kvöld- stund að horfa á hann. ★ The Inn of the Sixth Happi- ness heitir kvikmynd sem 20th Century Fox hefur á prjónunum og er að kvikmynda um þessar mundir. Myndin er byggð á sannri sögu um enska konu, Gla- dys Alylward, sem eyddi mörg- um árum ævi sinnar, sem trúboði í Norður-Kína. Ingrid Bergman leikur aðalhlutverkið — meðleik- arar Curt Jurgens og Robert Donat, ásamt kínverskum blóma- rósum. Það hefur valdið miklum erfið- ieikum að fá nógu marga leikara. Þar sem þetta er kínversk kvik- mynd þarf marga „sanna“ Kín verja, eða um alls 2000 talsins! Flest kínversk matsöluhús og skólar í London hafa orðið að láta af hendi verkafólk og nem- endur sína fyrir kvikmyndunina, sem á þann hátt geta náð sér í góðan vasapening meðan á kvik- mynduninni stendur, en það verð ur sennilega a. m. k. allan júni. Fyrir þessa kvikmynd hefur ver- ið leitað hátt og lágt að sérstakri tegund múlasna. Frakkland og Spánn hlupu undir bagga og buðu múlasna en þeir reyndust of litlir í samanburði við norður- kínversku múlasnana. Að lokum fannst nothæf múlasnategund a Írlandi og eru þeir nú á ferðinm til þess að feta sig áfram á tor- farinni leiklistarbraut! Leikstjór- inn, Mark Rotoson vonar að enda þótt þeir séu múlasnar geti þeir tekið leikstjórn, þótt ekki bæti það úr að þeir eru írskir í ofanálag! Til skýringar fyiir þá sem ekki vita: múlasnar eiga asna fyrir föður en meri fyrir móður, svo þeir hafa dálítið af hestablóði í sér! Áætlað er að þ«ssi kvikmynd muni kosta 20th Century Fox margar milljónir dollara. Krf. Gamanleikarinn Tati að stjórna ungutn leikara í kvikmyndinni „Frændi rninn", sem hlaut aukaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. heimsfrægir málarar, eins og ógeð hans á stríðinu. — Leikur Marlon er alltaf eftirtektarverð- ur, enda er hann einn af þessum vel þekktu leikurum, sem útskrif- uðust úr ameríska umtalaða „method“-skólanum. Þeim skóla, sem trúir á leik frá hjartanu einu, frekar en tækni. James Dean var einnig frá sama skóla Nokkur hluti myndarinnar ger- ist í New York, þar sem við kom- umst í kynni við Michael (leikinn af Dean Martin) og Noah (leik- inn af Montgomery Clift með sér- stakri varfærni og alúð). Michaei er leikari og söngvari, latur dð eðlisfari og hræddur við bardaga. Þegar hann tr kallaður í herinn verður hann mjög óánægður og reynir að komast undan skyldu sinni, en fyrir áeggjan kæruscu sinnar, fer hann þangað sem hætt an er mest. Noah er fátækur og óframfærinn Gyðingur, sem á i höggi við félaga sína vegna trúar sinnar, en sýnir hvað í honutn t. d. Picasso, Foujita, Vlaminck o. fl. Myndin hefur vakið tals- verð blaðaskrif og deilur. Von- andi fáum við áður en langt um líður að sjá hana hér. Af frönskum leikkonum er Brigitte Bardot vafalaust sú vin- sælasta um þessar mundir. Mynd- irnar hennar eru sýndar við mikla aðsókn víða um heim. Brigitte er nú að leika í nýrri mynd undir stjórn Juliens Duvi- vier. Sú mynd gerizt á Spáni. Margir spá því að Mijanou, yngri systir hennar muni áður en langt um líður verða henni harður keppinautur. Að minnsta kosti vakti vaxtarleg hennar ekki minni athygli á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Ameríski kvikmyndaleikarinn Gene Kelly hefur fundið sér mót- leikara í fyrirhugaða dans- og söngvamynd í París. Það er Noelle Adams, sem vakti athygli 4ra herb. íbuð til sölu í 3ja ára gömlu húsi í Vogahverfi. Sér olíukynding, þvottaherbergi og inngangur. Hagstæð lán áhvíl- andi. Lítil útborgun og hagstætt verð, ef samið er strax. Upplýsingar í sima 33616. Kaffistofu- og hóteleigendur, athugið: KAFFIKAMNA Nýleg vönduð, sjálfvirk Rowent a-kaffikanna er til sýnis og sölu í raftækjaverzluninni LÝSING h/f Hverfisgötu 64, ef viðunandi tilboð fæst. TILBOÐ OSKAST í bandsög, hulsubor, fræsara, hjólsög, blokkþvingur og samsetta vél með afréttara, bor og hjólsög (eldri gerð). Vélarnar verða til sýnis í kjallara Iðnskólans (inngangur að norðanverðu úr portinu), mánudag og þriðjudag n.k. kl. 4—6. Okkur vantar Djúpfrystikistu Upplýsingor í síma 1-72-77. Sand geröingar Morgunblaðið vantar afgreiðslumann í Sandgerði frá 1. júlí n.k. Axel Jónsson, kaupmaður, Sandgerði gefur nánari upplýsingar. Athugið Getum útvegað ís í sölutiöld á 17. iúní. Talið við okkur sem fyrst. — í SBORG, Austurstr. 12 Vön vélrifunarstúlka óskast vegna forfalla annarrar frá og með fimmtu- deginum 12. júní til laugardags 21. júní. Vinnutíini eftir samkomulagi. Tilboð merkt: Vön vélritun — fyrir mánudag. leggist inn á afgr. Mbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.