Morgunblaðið - 08.06.1958, Side 24

Morgunblaðið - 08.06.1958, Side 24
VEÐRIÐ A-kaldi, dálítil rigning Reykjavíkurbréf er á bls. 13. Mynd þessa tók Ijósm. Mbl. á fundi Norrænu byggingarmálanefndarinnar í gærmorgun. (Fundinn sitja aðalfullírúar og aðrir sérfræðingar). Talið frá vinstri: P. K. Strömsheim yfirverkfr. (N.í, J. Ditiefsen ráðunautur (N.) E. Schulze skrifstofustj. (N.), Svend Möller byggingafulltrúi (D.), Axel Skalts ráðuneytisstjóri (D.), Zóphónías Pálsson skipulagsstjóri, Gunnlaugur Pálsson yfirarkitekt, Ilalldór Halldórsson forstjóri húsnæðismálastofnunaiinnar, B. Kelopuu skrifstofustjóri (F.), Ulf Snellmann skrif- siofustjóri (S.) og Gunnar Essunger skrifstofustjóri (S.). Kópavogur FUNDUR í Fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélagannr. í Kópavogi n. k. þriðjudagskvöld í Sjálfstæðishús- inu í Reykjavík. Ólafur Thors flytur franisöguræðu um stjórn- niálaviðhorfið. Níu hundruð manns hafa séð sýningu Sveins Sjálfsíæðar úiborgir, siærri íbúhir Norræna byggingarmálaneíndin á fundi i Reykjavik t FYRRADAG hófst hér í Reykja vík fundur Norrænu byggíngar- málanefndarinnar, en hún vinnur að því að samræma norræn ákvæði um byggingarmálefni. Ný starfsemi Blaðamenn áttu þess kost í gær morgun að hittk nefndarmenn að máli. Zóphónias Pálsson, skipulags- stjóri, forseti fundarins, skýrði í upphafi frá starfi nefndarinnar. Hún var stofnuð fyrir 3 árum fyrir forgöngu Norðurlandaráðs- ins, og á sæti í henni einn fasta- fulltrúi frá hverju landi. Á veg- um nefndarinnar starfa undir- nefndir skipaðar hinum færustu sárfræðingum. Hafa ýmsar þeirra þegar skilað tillögum, sem bygg- ingarmálanefndin sjálf hefur síð- an fjallað um og lagt fyrir ríkis- stjórmr Norðurlandaríkjanna. — Ne.fndin á enn svo stuttan starfs- tíma aö baki, að tillögur hennar um samræmd byggingarákvæði hafa enn ekki haft veruleg áhrif á lög og reglugerðir en þess er að vænta, að svo verði innan skamms. Margvísleg verkefni Meðal viðfangsefna, sem unnið hefur verið að hingað til, eru þessi helzt: stöðlun mælieininga í öllu er byggingar varðar. loft- ræsting, hitaeinangrun, hljóðein- angrun, burðarþol, brunavarnir og heilbrigðisráðstafanir. Sam- ræming ákvæða um þessi atriði hefur mikla þýðingu í sambandi við viðskipti milli Norðurland- anna. Er stefnt að því, að það, sem framleitt er í samræmi við lög og reglur í einu þeirra, verði ekki dæmt óhæft í öðru. Sam- vinnan hefur einnig víðtækara gildi: Hún flýtir fyrir þróun í byggingarmálum, ef færustu sér- fræðingar bera saman bækur sín- ar. Nægir í því sambandi að minna á brunavarnir í háhýsum og reglurnar um burðarþol, en mjög mism^nandi kröfur hafa verið gerðar þar að lútandi á Norðurlöndunum. Loks auðveld- ar samræming byggingarreglna ÁKVEÐIÐ er að sömu flugvélar verði notaðar við síldarieit í sum- ar og í fyrrasumar, en það eru Beechcraft flugv-1 frá Vængjum og De-Havilland-Rapid frá Þyt hf. Gert er ráð fyrir að flugvélarnar verði komnar norður hinn 15. þ.m. Kristófer Eggertsson skipstjóri verður síldarleitarstjóri, en hon- um til aðstoðar á Siglufirði þeir Lúðvík Vilhjálmsson, skipstjóri og Agnar Stefánsson, loftskeyta- maður. Á Raufarhöfn starfar fyr- skipti á byggingarmönnum milli Norðurlandanna. Þátttaka Islands ísland hefur ekki tekið fullan þátt í starfi byggingarmálanefnd- arinnar fyrr en nú nýlega, og enn hefur þess ekki verið kostur að eiga hlut að starfi undirnefnd- anna, þótt svo verði síðar. Fundir aðalnefndarinnar eru haldnir misserislega, og kemur hún nú i fyrsta sinn saman á íslandi. Uán til íbúðabygginga Blaðamenn spurðu fulltrúana á ráðstefnunni um lánveitingar til íbúðabygginga á hinum Norður- löndunum. í Svíþjóð var til skamms tíma unnt að fá lán fyrir öllum byggingarkostnaði íbúða, en nú er veitt ákveðin upphæð á rúmmetra, og hefur það orðið til að lækka byggingarkostnað- inn. í IJanmörku hefur ríkið veitt til allt að 60 ára lán, sem numið hafa 85—96% af byggingarkostn- aði. Danska löggjöfin um þetta efni fellur úr gildi á þessu ári, og er búizt við, að lán verði þá lækkuð verulega og lánstíminn styttur. I Noregi er svipað kerfi og í Danmörku, en lánin þó lægri. í Finnlandi hefur gengið vel að koma upp íbúðum á síðari árum, og er stefnt að því að draga úr ríkisaðstoð á þessu sviði. Þá voru nefndarmenn spurðir, hvor væru vinsælli í löndum AKUREYRI, 7. júní. Aðfaranótt föstudagsins varð Hans Þorsteins- son, leigubílstjóri hér í bæ fyrir skotárás tveggja ölvaðra uuglinga, þar sem bann var staddur við bif- reið sína úti fyrir Aðalstræti 6. Nánari málsatvik eru þau að Hans ók tveimur 17 ára ungling- um um bæinn á fimmtudags- kvöldið. Var ekið heim til annars piltsins, sem býr í Lækjargötu. Er þangað kom gátu piltarnir ekki greitt ökugjaldið, sem var 72 kr. ir síldarleiti.ia Sigurður Finns- son, loftskeytamaður og Einar Guðmundsson skipstjóri. Flug- stjóri á stærri flugvélinni, Beech- craft-vélinni, verður Magnús Guð- mundsson. Auk flugmannanna verða í flugvélunum Sigurður Andrésson skipstjóri, og Jóhann Halldórsson skipstjóri. Stjórn síldarleitarinnar skipa þeir: Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, formaður; Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri og Guð- mundur Jörundsson, skipstjóri. þeirra, einbýlishús eða fjölbýlis- hús. í Svíþjóð er nú mikli hreyfing í þá átt að fólkið flytjist út úr stórhýsum borganna í einbýlishús í úthverfunum. I Finnlandi hafa einnig verið skiplagðar útborgir á síðustu árum, sem éru sjálfum sér nógar með verzlanir og annað til að fullnægja sameiginlegum þörfum íbúanna. Vegna kostnað- ar hefur ekki verið unnt að byggja eins mikað af sérstæðum einbýlishúsum og talið hefur ver- ið æskilegt, en í staðinn eru byggð raðhús, en háhýsi helzt ekki nema fyrir litlar fjölskyld- ur og einhleypt fólk. I Danmörku er talið, að um' helmingur nýrra íbúða sé í sambýlishúsum og hinn helmingurinn í einbýlishús- um, ýmist sérstæðum eða raðhús- um. í Noregi hefur hækkandi lóðaverð staðið í vegi fyrir bygg- ingu einbýlishúsa. Stærri íbúðir Loks voru nefndarmenn spurð- ir, hvort íbúðir færu stækkandi eða minnkandi í löndum þeirra. Þeir töldu allir, að íbúðirnar færu stækkandi. Annar danski fulltrú- inn tók sérstaklega fram, að svo væri í Danmörku, þótt annað gæti virzt eftir yfirlitsskýrslum, þar sem í þeim væru reiknaðar með smáíbúðir, sem nú væru mikið byggðar fyrir einhleypt fólk. Sænskur fulltrúi sagði, að til skamms tíma hefðu íbúðir þar í landi verið allt of litlar, en nú væri breyting að verða á því. Þó hefðu byggingarmenn nokkrar áhyggjur af, að sumt fólk vildi Gekk bílstjórinn hart eftir að þeir borguðu bílinn. Báðu þeir hann þá að DÍð andartak, fóru inn í húsið og sögðust ætla að ná í pen inga. Bílstjórinn dokaði við stund- arkorn, en ók síðan á braut. Er hann var kominn móts við húsið Aðalstræti 6, sem er þarna rétt hjá, kallaði annar pilturinn t:I hans og bað hann biða, þeir væru að koma með peningana. Komu þeir nú og settust inn í bílinn og vai annar þeirra með riffil, sem hann miðaði á Hans. Hans náði taki á hlaupinu og beindi því frá sér, en ,hinn pilturinn náði þá af honum rifflinum og við það fóru þeir félagar út úr bílnum. Hans fór á eftir í því skyni að afvopna þá, en sneri til baka, er hann sá að piltarnir voru komnir inn í húsasund og miðuðu þaðan á hann rifflinum. Hleyptu þeir af og Hans fann að kúlan snerti hægra eyrað og var nokkur á- verki eftir. Piltarnir forðuðu sér við svo búið, en Hans settist inn í bifreið sína og ók beint niður á lögreglustöð og tilkynnti atburð- inn. Fóru lögreglu enn þegar á vettvang og voru piltarnir hand- tekriir sömu nóttina. Fannst riff- illinn í fórum þeirra. Þeir voru báðir undir áhrifum áfengis. Málið er í rannsókn. — Job. fremur leggja peninga sína í ann- að en stærri íbúðir, — og nefndi í því sambandi bíla og sjónvarps- tæki. SVO sem kunnugt er sögðu sjó- menn upp síldarsamningum, þ.e. a.s. samningum um kaup og kjör á síldveiðiflotanum. Deila þessi er komin í hendur Torfa Hjartarsonar sáttasemjara ríkisins í vinnudeilum. ELDVARNAVIKU þeirri, sem að undanförnu hefur staðið yfir á vegum Samhands brunatryggj- enda á íslandi, lýkur í dag með nýstárlegri sýningu, sem Slökkvi- lið Reykjavíkur og Slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli gangast fyr ir. Auk þess sem liðin sýna mátt tækja sinna munu fara fram ýmis skemmtiatriði. Meðal annars verður kveiktur eldur og slökkviliðsmenn látnir vaða eldinn til að framkvæma björgun. Ennfremur verður farið MEÐAL gesta á sýningu Sveins Björnssonar í Listamannaskálan- um í gær var forseti íslands, en nú hafa alls um 900 manns séð sýninguna. Tuttugu og sjö mynd- ir hafa selst og m. a. hefur Menntamálaráð keypt eina af niyndum Sveins. Sýningunni lýk- ur í kvöld. Meðan ósamið er um kjör síldar sjómanna hefur ekki verið mögu legt að ákveða verð á síld til sölt- unar og bræðslu. Þá er einnig ó- samið við verkamenn á Siglufirði, en verkalýðsfélagið þar sagði upp samningum sínum. í nýstárlegan boltaleik, svokall- aðan sprautubolta, sem er í því fólginn að liðin keppast um að koma bolta í mark með vatns- bunum. Auk þess koma þarna fram elztu slökkvitæki Reykjavíkur, svo sem dæluvagn með tveim hest- um fyrir, og ýmislegt fleira. Sýningin fer fram í Lækjargöt- unni og hefst klukkan 2.30 e.h. Á meðan á sýningunni stendur verða seld merki til ágóða fyrir menningarsjóð brunavarða. Síldarleitarflug getur hafizt 15 juní Skotárás á leigubílstjóra Síldarsamningarnir hjá sáttasemjara Reykvískir slökkviliðs- menn vaða eld í Lœkjar götunni í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.