Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. júní 1958 MOHGVISBTATHÐ 3 ast þess, að örlög þeirra geta orðið okkar örlög. Til að svo verði ekki, þurfa allir frelsis- unnandi menn að standa á verði gegn koinmúnistum. Því miður hefur út af þessu brugðið hér á ís landi, þar sem kommúnistar hafa verið leiddir í ríkisstjórn lands- ins, en allir, sem unna frelsi og sjálfstaeði þjóðarinnar, hljóta að vona, að setu þeirra þar verði brátt lokið. Það má aldrei verða að kommúnistar Ieggi undir sig frelsi og sjálfstæði þessa lands. Fundarmenn tóku undir þessi ummæli ræðumanns og fögnuðu þeim mjög. Síðan las Birgir Isl. Gunnars- son skeyti frá forseta sambands með þeim á annan hátt, að á bak við sléttfellda grímu sósiaiism- ans getur andlit fasismans leynzt. Þess vegna þurfa frjálsir menn jafnan að gæta kommúnista, svo að þeir fái ekkert tækifæri ti-i þess að hrifsa völdin í sínar hend ur. Sá, sem gætjr ekki að sér, er eins og varðmaður, sem sefur, meðan fjandmennirnir búast til þess að drepa og brenna. Enginn skyldi lifa í þeirri blekkingu. að kommúnistar séu frábrugðnir eftir því, í hvaða landi þeir búa. Gefið þeim tækifæri, og þeir munu alls staðar hegða sér á sama hátt og einskis svífast. Valdamennirnir í 'Kreml kunna að notfæra sér fylgismenn sína Myklós Tölgyes flytur ræðu sína. — „Þeir drepa menn hlæjandi“. frjálsra ungverskra stúdenta og skoraði á ríkisstjórnina að mót- mæla hinum hryllilegu atburð- um í Ungverjalandi eins og aðr- ar vestrænar þjóðir hafa gert. Hann lauk ræðu sinni með því að minna á orð Gísla Brynjólfs- sonar, sem ort voru um ung- versku byltinguna 1848: „Þjóðin þín er vakin, þá fer eftir hitt, og senn mun harðstjórn hrakin heim í bæli sitt“. Við trúum því og vonum, sagði ræðumaður. „Þeir drepa menn hlæjandi". Ungverski stúdentinn Miklós Tölgyes var næsti ræðumaður. Hann talaði á ungversku. en Tómas Guðmundsson Ias siðan þýðingu á ræðunni. Var hún á þessa leið: Kæru vinir! Fyrir nokkrum dögum drápu kommúnistar í Ungverjalandi fjóra menn, sem mjög komu við sögu byltingarinnar, svo að enn streymir blóð í ættlandi mínu. Kremlbúar og fylgismenn þeirra í Ungverjalandi hafa tek- ið Imre Nagy forsætisráðherra og Pal Maleter hermálaráðherra af lífi, svo að nú munu þeir telja sig hafa drekkt unversku bylt- ingunni endanlega í blóði. Sam- kvæmt upplýsingum kommúnista sjálfra höfðu þeir áður drepið 1496 frelsissinna, svo að nu hafa þeir náð tölunni 1500, en við vit- um öll, að margfalt fleiri hafa verið myrtir. Umheimurinn þarf að gera sér Ijóst, að hinir ungversku ætt- jarðarvinir fórnuðu lífi sínu ekki eingöngu í þágu fósturjarðai sinnar, heldur var þetta frelsis- stríð fyrir alla þá, sem búa við kúgun kommúnismans. Þær þjóðir, sem ekki búa við kommúniska stjórnarhætti, mega aldrei sofna á verðinum. Hættan er ekkj eins fjarlæg og margur hyggur. Kommúnisminn á íslandi er ekkert frábrugðinn kommúnismanum eins og hann leit út í heimalandi mínu fyrir valdarán kommúnista. Þeir vita vei, hvenær þeim er óhætt að kast grímunni, og þá gera þeir það líka svikalaust Þá er of seint íyrir sakleysingjana að iðrast þess að hafa veitt þeim brautar- gengi, vegna þess að þeir trúðu fagurgala þeirra. Þá sjá þeir vinstri menn, sem gengu á mála þeirra, ýmist með því að ganga beint í flokk þeirra, eða starfa í öðrum löndum, hvort sem þeir eru óvitandi um hið sanna eðli rússneska heimskommúnismans eða ekki. I Kreml situr nú að völdum heimsvaldasinnaður einræðis- herra að nafni Nikita Krúsjeff og aðrir álíka lagsbræður hans styðja hann. Þeir tala sífellt um allsherjarfrið, frelsi ölíum til handa, brauð handa öllum o. s. frv., en á sama tíma eru milljónir manna í andlegum og líkamleg- um fjötrum. Þeir hjala um frið, en framleiða á sama tíma meira magn af múgdrápstækjum en nokkur önnur þjóð og leika sér að friðnum með því að hellfc»líu sem fyrst var kvödd að útvarps- stöðinni í Búdapest, og enginn var í vafa um, hvorum megin við stóðum. Við fylgdum ung- verskri alþýðu frá uppliafi og börðumst, unz yfir lauk. Stalín, þessi grúsíski póstræn- ingi, vissi vel, að kommúnistar geta ekki haldið völdum án ógn- arstjótnar, og Krúsjeff, hálf- gerður uppeldissonur hans, er greinilega á sömu skoðun. Þið íslendingar eruð svo heppnir, að vita tæplega, hvað ógnarstjórn þýðir, þar sem andlegt líf er reyrt í heljarfjötra, og hræðslan er sterkasta aflið í sálarlííinu. íslendingar skyldu gæta sín fyrir áróðri kommúnista og minn ast þess, að þéir drepa menn hlæjandi. Þeirra diplomati er að brosa friðsamlega og drepa til skiptis. Þið, sem enn búið ekki við ok kommúnismans, megið vita, að Sovétstjórnin hefur enn ekki náð takmarki sínu. Þess vegna megið þið aldrei gleyma Ungverjalandi og ungversku byltingunni. Menn mega ekki loka augunum fyrir hættunni, heldur hugsa: Hvenær gæti röð- in komið að mér, og hvað get ég gert til þess að koma í veg fyrir það? Þeir, sem nú vinna að fram- gangi kommúnismans, eru böðl- ar framtíðarinnar, ef kommún- istar ná völdum. Þetta gildir um kommúnista í öllum löndum. Þeir þekkja aðeins eitt ráð til þess að halda völdum, og það er terror. Við, sem sluppum hingað til íslands frá blóðbaðinu á ættjörð okkar, munum aldrei gleyma móttökunum, sem við höfum hlot ið hér, og okkur mun aldrei úr minni líða sá skilningur, samúð og hjálp, sem við höfum notið í þessu landi, er áður var okkur svo fjarlægt og framandi. Von- andi gleymið þið heldur aldrei ungversku frelsisbyltingunni, fórnarlömbum hennar og hinum ægilegu endalokum. Gleymið þeirri aðvörun aldrei. Þar sem hræðslan er sterkasta aflið í sálarlífinu Síðasti ræðumaður var Bjarni Benediktsson, er talaði sem full- trúi fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna. Hann sagði m. a.: „Þar sem hræðslan er sterkasta ust á það, þeir vildu halda þjóð- inni í skefjum með hræðslunni. Og það eru meira en 400 ár, síð- an morð hefur verið framið á Is- landi að undangengnu griðrofi. Þjóðfélag, sem þarf á slíku að halda, er rotið. Frelsi og mannréttindi eru meira virði Við viljum ekki trúa því, að valdhafarnir. þar séu í sjálfu sér verri en aðrir menn, þeir eru enn haldnir miðaldahugsunar- hætti og stjórnarfarið, sem þeir trúa á, fær ekki staðizt án kúg- unar. Einræðið getur vissulega státað af ýmsum afrekum og sumum mikilfenglegum. Það er mikið afrek að senda Spútnik á loft. En við teljum, að frelsi og mannréttindi séu meira virði. Mannkynið væri ólíkt betur statt, ef ungverska þjóðin og STAKSTEIIVAR Stendur á gömlum merg í Alþýðublaðinu hinn 17. júní stóð svo í dálknum „Úr vasabók vikunnar". „-----Þá er blessað Eimskipa- félagið okkar búið að tapa sínum þrem milljónum. Það er skelfing gott til þess að vita, að það skuli þó tapa einhverju, eins og önnur vel rekin fyrirtækj í þessu vora ágæta landi. Ég veit ekki hvernig farið hefði, ef það hefði ekki tap- að eins og aðrir! Áreiðanlega hefði það þá ekki getað látið smíða þessi tvö nýju skip, sem sjálf hin mikla rússneska þjóð þa® a * smíðum. nytu frelsis, þó að fx’jálsræðið hefði kostað að spútnik hefði komizt nokkrum vikum eða mán- uðum^síðar á loft. Við skulum ekki hælast um og segja, að allt sé fullkomið hjá okkur. Við skulum vinna að því að koma okkar málum í lag, en gæta þess, að grípa aldrei til slíkra ráða, sem tíðkuð eru aust- an járntjalds. En við skulum líka minnast þess, að sá andblær, sem berst frá Lækjartorgi í dag, kann að berast inn Um glufu á járntjald- inu, þótt við séum lítil þjóð og ekki standi af okkur mikill gust- ur. Þá höfum við sýnt hið eina, sem við höfum, samúðina, og hún kann að tendra von í brjóst- um einhvers ókunns fólks í- kúg- uðu landi. Og loks þurfum við að muna eftir að gera hreint í okkar eigin húsi. Tryggja, að hér verði aldreí slíkar aðfarir sem í Ungverja- landi og biðja þess, að atburðirn- ir þar megi leysa þá landa okk- ar, sem helteknir hafa verið af trú á úreltar kennisetningar, úr villu. Þeir eru ekki verri menn en við hinir. Ógæfa þeirra er sú, að þeir trúðu, að til blessunar mundi verða sú kenning, sem reynzt hefur mestur bölvaldur okkar tíma. Nú mega þeir ekki lengur láta blindast, héðan af leyfist þeim ekki að loka augun- um fyrir sannleikanum. Við skul- hinn svarta ræðupall norð'an til á torginu stóðu ungir stúdentar með íslenzka verska sorgarfána og borða með nöfnum hinna liflatnu. á ófriðareldinn, eins og dæmin frá Kóreu. Viet-Nam og fleiri löndum sanna. Islendingar, sem margir hverj- ir þekkja litið til hins sanna kom múnisma i framkvæmd. skyldu þó gera sér ljóst, að stefna Sovét stjórnarinnar hefur ekki fært mönnunum hamingju, heldur hryllilega ógæfu. Við Ungverjar höfum heyrt grát munaðarlausra barna og séð unga landa okkar á leið til þrælabúðanna í Síber- íu. Ungverjar hafa alls gist 280 þrælabúðir í Síberíu. Sumir liafa verið þar í þrettán ár. og enn hefur bætzt í hópinn. Þeir. sem nú eru fluttir austur, eru aðal- lega stúdentar og ungir verKa- menn, enda voru þeir ávallt í fremstu víglínu byltingardagana. Eg var sjálfur í herdeiidinni, aflið í sálarlífinu" — þannig lýsti ungverski stúdentinn stjórnar- farinu í heimalandi sínu. Þessa sömu Iýsingu mátti heyra i ís- Ienzka útvarpinu nú í fréttum kl. 4, þar sem sagt var frá orðum talsmanns ungversku stjórnar- innar. Hann sagði, að ekki hefði verið skýrt frá réttarhöldunum, mcðan á þeim stóð, vegna þess að mál, sem væri lokið hefðu róandi álirif á landslýðinn. Það er hræðslan, sem á að halda honum í skefjuin. Þessi hugsunarháttur liggur fjarri fslendingum. Þó þekkjum við hann úr okkar eigin sögu. En það eru nú 400 ár síðan ís- lenzkur óhappamaður sagði um ágætismennina Jón Arason og syni hans: Öxin og jörðin geyma þá bezt. Erlendir valdsmenri féll- --------Aður þótti það svona heldur betra að geta sýnt ofur- litinn hagnað — eða að minnsta kosti, að gjöld og tekjur stæðust nokkurn veginn á. Nú er þetta gersamlega úrelt. Nú eru allir „alltaf að tapa“, og svo er tapiö þjóðnýtt til hagsbóta fyrir sauðsvartan almúgann. Það er sko enginn búmaður nema hann kunni að berja sér“. Ekki leynir sér að gefið er í skyn að reikningum Eimskips hafi verið „hagrætt“ til að sýna tap. Slíkar getsakir eru auðvitað gersamlega út í bláinn. Tapið kemur fram, þegar lögheimilaðar afskriftir eru taldar með gjöld- um eins og vera ber. Ef þær væru ekki taldar með, væri um nokk- urn gróða að ræða. Peningarnir, sem varið er til afskrifta, ganga raunverulega til nýbygginga, auk þess sem fé til þeirra fæst að mestu með Iánum. Sem betur fer hagnaðist Eimskip áður fyrri og nýtur því góðs lánstrausts, sem gerir smíði hinna tveggja nýju skipa nú mögulega. I.lætti ætla að fremur gætti gleði yfir því en liáðs. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Eins og raunar kemur fram hjá Alþýðublaöinu eru fleiri en Eim. skip, sem rekstur liefur gengið . erfiðlega hjá síðustu árin. Blaðið Hamar í Hafnarfirð; scgir t. d. svo hinn 16. maí sl,: „Reikníngar Bæjarútgerðarinn ar .fyrir árið 1956 eru nú Ioksins að verða tilbúnir. Var uppkast af þeim nýlega lagt fram í út- gerðarráði. Fyrir bæjarstjórn hafa reikningarnir hins vegar ekki verið lagðir ennþá. Reikningar útgerðarinnar hafa að þessu sinni verið óvenjusíð- búnir. Mun láta nærri, að þeir séu heilu ári á eftir áætlun. Sýnir það vel sijórnleysið, senr ríkt hefur hjá fyrirtækinu, nú um langan tíma. Reikningarnir sýna, að geysi- legt tap hefur orðið á rekstri Bæjarútgerðarinnar árið 1956. Nemur tapið á árinu kr. 3.894.720,71. Á öllum togurum útgerðarinnar hefur orðið tap og skiptist það þannig: Júní, tap kr. 118.505,38. Júlí, tap kr. 784.678,60. Ágúst, tap kr. 1.674.498,74. Ekkert hefur verið afskrifað um vona, að þeir hafi þrek og af toguruni á árinu. Er rekstrar- drengskap til að mótmæla rétt- I hallinn því raunverulega meiri. armorðunum. Héðan í frá skul- | Hið mikla rekstrartap Bæjar- um við íslendingar allir vinna útgerðarinnar eru hörmulegar eftir íslenzkum reglum með hags- ' fréttir fyrir Hafnfirðinga. Tapi muni íslands eins fyrir augum. j Bæjarútgerðarinnar hefur á und- ★ anförnum árum verið mætt nieð í fundarlok var samþykkt til- liækkuðum útsvörum á bæjar- Iaga sú, sem áður er frá sagt. búa, og verður því allur almenn- Fundarmenn létu þar með í Ijós ingur að borga með hækkeðum hug sinni til þeirra atburða, sem : útsvörum ninn geigvænlega ræddir voru, og gerðu það eins rekstrarhalla Bæjarútgerðarinn- og fundarstjórinn, Tómas Guð- j ar. mundsson, sagðist í upphafi vona | Vonandi tekst Bæjarútgerð- að þeir gerðu „hávaðalaust og j inni að koniast út úr þeim miklu ótvírætt og virðulega eins og erfiðleikum, sem hún hefur átt og ung- þessu málefni hæfir“. Siðan gengu fundarmenn á brott, og fékk lögreglulið, scm tckið hafði sér stöðu við hús rússneska sendi við að etja að undanförnu. Með fyrirliyggjusamri og góðri stjórn lilýtur að mega reka liana með svipuðum árangri og hliðstæð herrans við Túngötu, ekkert að togaraútgerð er rekin hér í Hafn. starfa. aríirði af einstaklingum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.