Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 14
14 MORCinsni. 4 Ðlft Laugardaejur 21. júní 1958 Olafur H. Jónsson kaupmaður, Hafnarfirði 1 DAG fer fram frá Hafnarfjarð- arkirkju útför Ólafs H. Jónsson- ar kaupmanns, Hafnarfirði. Þegar ég fluttist til Hafnar- fjarðar heyrði ég fljótt Ólafs H. Jónssonar kaupmanns getið og J)á eins og ávallt síðan sem eins af traustustu og trúverðugustu borgurum bæjarins og það jafnt í smáu sem stóru. Þannig var vitnisburðurinn, sem Ólafur fékk hjá samtíðarfólkinu, um líf sitt og starf. Ólafur var traustur maður í fyllstu merkingu þess orðs. Það var óhætt að reiða sig á orð hans, þau brugðust ekki, og það sem Ólafur lofaði að gera var gert og alltaf vel af hendi leyst. Sama var um þau trúnaðarstörf, sem hann var valinn til að gegna, en hann var m. a. formaður Kaup- mannaféiags Hafnarfjarðar um 12 ára skeið og átti sæti í stjórn þjóðkirkjusafnaðarins um 30 ár og formaður hennar síðustu árin áður en hann hætti, árið 1954. Safnaðarfulltrúi var Ólafur þeg- ar hann lézt. Vann hann trúlega að eflingu kirkju sinnar og var það mikið áhugamál. Ólafur var góður í samstarfi. Hann þótti mjög tillögugóður, - VI erlausnin vj VIKURFÉLAGIÐu* í Túnþökur véiSivurnar. ■ / ) r D Sími 19775 var fylginn sér og nafði rökfastar skoðanir. Hann taldi frelsið til orðs og athafna vera undirstöðu menningar og framfara. Hann var ávallt sjálfum sér samkvæm- ur og trúr. Ólafur var einn af þeim mönn- um, sem átti sérstaklega létt með að útrýma armæðu og áhyggj- um. Hin létta lund hans og græzkulausa fyndni smitaði frá sér svo að allir nærstaddir urðu fyrr en varði glaðir og reifir og undu vel í góðum hópi. Ólafur kvæntist árið 1924 Katrínu Hallgrímsdóttut frá Bala í Garðahreppi. Byggðu þau hjón upp á Bala og áttu þar sitt annað heimili, sem þau undu á öllum stundum, er þau gátu því við komið. Ólafur var Árnesingur að ætt, fæddur 17. júlí 1887, en fluttist 16 ára gamall til Reykjavíkur. Hann hóf verzlun sína í Hafnar- firði árið 1917 og rak hana til* ársins 1956. Með Ólafi er góður maður genginn, enda munu þeir margir, sem minnast hans með hlýhug, þökkum og virðingu og senda eftirlifandi konu hans, börnum þeirra og öðrum aðstandenc>jm innilegustu samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. Maður oskast til hjólbarðaviðgerða. Uppl. í Barðinn hf. Skúlagötu 40. (við hliðina á Hörpu). I Bílaskipti Fjögra sæta bifreið, ný eða nýleg, óskast til kaups eða í skiptum fyrir Plymount-Plaza — 1955' Úr einkaeign — Keyrð 40 þús. km. Lysthafendur sendi nöfn sín til Mbl. merkt: „Plymouth — 6230“ fyrir 25. þ.m. Bókhald — Bréfaskipli - KVIKMYNDIR ,,/Vfeð frekjunni hefst jboð" Þ E S S I ameríska mynd, sem Gamla bíó sýnir, er tekin í litum og CinemaScope. Myndin gerist í Kentucky í N-Ameríku árið 1798 meðal landnema þar. — Er myndin gerð, eins og segir í myndskránni, til þess að heiðra minningu hinna hugdjörfu eigin- kvenna og unnusta landnemanna, sem margar hverjar stóðu þeim lítt að baki. Fjallar myndin um ungán og hugdjarfan veiðimann, Bushrod Gentry, sem særzt hef- ur í viðureign við Indíána, en ung og fríð stúlka, Mary Stuart Cherne, bjargar honum úr klóm þeirra. Fer hún með Gentry heim til foreldra sinna og hjúkrar hon- um þar. Verður hún ástfangin af Gentry, en hann lætur sér fátt um það finnast. En unga stúlkan er ofurhugi hinn mesti og skap- mikil og er staðráðin í að eign- ast þennan gjörvilega mann. Verða því mikil átök á milli þeirra og bræður hennar þjarma að Gentry og faðir hennar, Cad- mus Cherne, reyndar líka, en 1 hann er aðsópsmikill karl, sem | lætur ógjarnan hlut sinn. — Allt i fellur þó í ljúfa löð að lokum, en I þó að undangenginni mikilli bar- , áttu og marfs konar þrautum, i sem þau hjónaleysin lenda í. Mynd þessi er gamanmynd, , býsna viðburðarík og notaleg I þrátt fyrir nokkur mannvíg og' Ihressileg handalögmál, enda vel leikin. Aðalhlutverkin eru í hönd ' um Roberts Taylors er leikur Gentry og Eleanor Parker, sem leikur Mary Stuart. Fara þau prýðilega með hlutverk sín og þá j er ekki síðri Victor McLaglen í ] hlutverki Cadmus gamla. j _____________________________ — 50 ára afmzeli Fiamh. af bls. 9 sem ungmenni Samhygð binda nýjum vonum. Haldið því merki hátt á lofti vinir, sem hafið var upp í trú á félags anda, áfram í starfi sveitarinnar synir, í Samhygð er margt, sern bíður ykkar handa. Skeytið var frá börnum Ölafs á Syðra-Velli, en þau hafa öll verið mikilvirkir þátttakendur i félagsstarfi liðinna ara. Fyrstu stjórn skipuðu Ingi- mundur Jónsson, Holti. formað- ur, Ólafur Sveinsson, Syðra-Veili, gjaldkeri, Einar Einarsson, Brandshúsum, ritari. Núverandi stjórn skipa: Steíán Jascnarson, Vorsabæ, formaður, Vigfús Ein- arsson, Seljatungu, gjaldkeri og Jóhannes Guðmundsson, Arnar- hóli, ritari. Geta má þess að lokum að há- tiðahöldin voru öll kvikmynduð, en það gerði Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari. •—Gunnar. Dágóð mynd, sem hægt er að mæla með. Ego. f/Bus stop" i Nýja biói ÞETTA er amerísk gamanmynd, tekin í litum, með Marilyn Mon- roe og Don Murray í aðalhlut- verkunum. — Fjallar myndin um ungan pilt, Bo Decker, sem á nautabú í Montana. Hann er lífs- glaður og þróttmikill maður, en barnalegur í öllum háttum, há- vær og fljóthuga, enda óreyndur á veraldarvísu og hefur enn ekki notið atlota neinnar konu eða orðið ástfanginn. — Hann er nú á leið með Virgil, vini sínum, til Phonix, til þess að taka þar þátt í mikilli kúrekakeppni (þ. e. að sitja villta hesta og naut). — í þeirri ferð kynnist Bo á knæpu, ungri stúlku, Cherie að nafni, sem syngur þarna. Stendur ha"nn þegar í ljósum loga af ást til stúlkunnar, og hún kemst ekki undan ástleitni hans. — Fer svo að hann tekur hana með sér á leið til Montana, en nauðuga þó. í „Matstofu Grace“, sem er áfangastaður á leiðinni, þar sem ferðabíllinn nemur staðar, kemur til alvarlegra átaka milli Cherie og Bo, er lýkur með því að bíl- stjórinn slær Bo kaldan. Daginn eftir er Bo fremur framlágur og biður Cherie og aðra fyrirgefn- ingar á framkomu sinni og þar með taka atburðirnii aðra og betri stefnu, sem hér verður eigi greint frá. Mynd þessi hj»fur verið mikið auglýst erlendis og borið á hana mesta lof. Ég get því miður ekki tekið .undir þann söng, því að mér finnst efni myndarinnar allt með miklum ólíkindum og vit- leysan keyra úr hófi og auk þess er leikur Marilynar Monroe, að mínu viti mj"ög tilþrifalítill og framsögn hennar afleit. — Hins vegar er leikur Don Murrays af- bragðs góður og sömuleiðis leik- ur Arthurs O’Connells í hlutverki Virgils. Er það hið eina, sem nokkuð dugar í þessari mynd. Ego. Námsstyrkir veittir MEIM NTAMÁLARÁÐUNE YTIÐ hefur lagt til að Friðrik Þórðar- son, stúdent, hljóti styrk þann, sem gríska ríkisstjórnin býður fram handa íslendingi til náms í Grikklandi næsta vetur. Friðrik mun leggja stund á forn- og nýgrísku, gríska málsögu o.fl. Þá hefur menntamálaráðuneyt ið lagt til að ungfrú Guðrún Krist insdóttir, píanóleikari, hljóti styrk þann, sem ríkisstjórn Aust urríkis heitir íslenzkum náms- manni á vetri komanda. Mun ungfrú Guðrún Kristins- 1 dóttir stunda nám í píanóleik í Vínarborg. (Frá Menntamálaráðuneytinu). 1 1 Verðútreikningar „200 þusund44 unnið af viðskiptafræðingi, þaulvönum utanlands- viðskiptum. Tilboð sendist blaoinu, meiKt: „Mer- curius — 6226“. Tilkynning frá IWennta- skólanum í Reykjavík Umsóknir um skólavist skulu hafa borizt skrifstofu rektors helzt fyrir 1. júlí og ekki síðar en 15. ágúst. Reykjavík, 16. júní 1958. REKTOR Ungur maður óskar eftir starfi. Getur lagt fram allt að 200 þús. krónur í tryggan atvinnurekstur. Tilboð sendist Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt; „Framtíð — 6220“. I i Iðnaðarhúsnæði i | til leigu 2 hæðir 240 ferm. á hæð ásamt porti ca. 1500 ferm. Tilboð sendist blaðinu fyrir 23. þ.m. merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 6222“. I Dómarar og linu- verðir i vikunni Melavöllur. 21. júní, 1. fl. Kl. 14: Valur—KR. D.: Jörundur Þorsteinsson. Kl. 15: Fram—I.A. D.: Gunnar Aðalsteinsson Háskólavöllur. 21. júní, 2. fl. Kl. 14: Fram—Valur. D.: Haraldur Gíslason. Kl. 15: KR—Víkingur. D.: Valur Benediktsson. 22. júní, 3. fl. Kl. 9,30: Fram—Víkingur. D.: Sveinn Hálfdánarson. Kl. 10,30: KR—KÞ. D.: Daníel Benjamínsson. 24. júní, 2. fl. Kl. 20: Valur—Víkingur. D.: Guðbjörn Jónsson. Kl. 21,15: Fram—ÍBH. D.: Helgi H. Helgason. 25. júní, 2. fl. Kl. 20: KR—KÞ. D.: Hannes Sigurðsson. Kl. 21,15: lA—IBK. D.: Magnús Pétursson 26. júní, 3. fl. A. Kl. 20: Fram—KS. D.: Haraldur Gíslason. Kl. 21: KR—KÞ. D.: Ingi Eyvinds. KR-völlur. 21. júní, 4. fl. Kl. 14: KR—KÞ. Fellur niður. Kl. 15: Valur—Fram. D: Axel Ó. Lárusson. 25. júni, 2. fl. Kl. 20: Valur—Fram. D.: Baldur Þórðarson Kl.: 21, 3. fl. Fram—V íkingur. D.: Páll Guðnason. 29. júní, 3. fl. A. Kl. 9,30: KR—Breiðablik. • D.: Páll Pétursson. Fram völlur 21. júní, 5. fl. A. Kl. 14: KR—Víkingur. D.: Jón Baldvinsson. Kl. 15: Fram—KÞ. D.: Gunnar Vagnsson. Jpurning vikunnar: Markvörður var ekki á sínum stað þegar spyrnt var að marki, svo að vinstri bakvörður varði í hans stað? Síðasti þáttur féll niður hjá blöðunum vegna sérstakra ástæðna. Þorvaldur Ari Arason, hdl. LÖGMANNSSKR1F8TOFA Skólavörðuatig 38 «/c. f’áli Jóh-JWTleitsson h./• - Póslh 611 Simai 1)416 og IJ4I7 - Simnrtm <•»» Félaqrslíf Ferðaskrifstofa Páls Arasonar sími 17641. 8 daga ferð um Norður- og Austur- land hefst 28. júní. 14 daga hringferð um ísland hefst 28. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.