Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. júní 1958 MOFC.VKITÍT 4Ð1Ð 7 ÆskulýBsmót á vegum þjóðkirkjunnar UM síðustu helgi efndi æsku- lýðsnefnd þjóðkirkjunnar til sex kristilegra æskulýðsmóta víðs vegar um landíð. Um sjö hundruð ungmenni á fermingaraldri sóttu mótin. Dagskrá var hvarvetna lík, og þessi orð Jesú Krists: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og líf- ið“ voru valin sem einkunnarorð mótanna. Mótin hófust síðdegis á laugardag. Var þá efnt til leika úti við, en um kvöldið hófst kvöldvaka, þar sem æskufólkið sjálft lagði til ýmislegt efni auk fullorðinna. Þá voru kvikmyndir á sumum stöðunum. Síðar um kvöldið var helgistund, þar sem flutt voru erindi um einkunnar- orð mótanna, og að lokum kvöld- bænir. Áherzla var lögð á al- mennan söng mótsgesta. Á sunnu dagsmorgun fór fram Biblíulest- ur og síðan dvalið úti við íþrótt- ir og leiki. KÍ. 2 hófust guðsþjón- ustur á mótsstöðunum eða nálæg- um kirkjum, en síðan var mót- unum slitið og haldið heim síð- degis. I Vatnaskógi voru saman komn- ir um 70 manns. Komu flokkar úr Laugarnessókn, frá Fríkirkj- unni og úr Kópavogi. Þá kom ílokkur frá Akranesi og úr Saur- bæjarprestakalli. Mótsstjóri var séra Magnús Runólfsson, en Skóg armenn K.F.U.M. höfðu undir- búið móttökur í Vatnaskógi. Séra Útvarpsstöð á vegumTónskálda félagsins EINS og áður hefur verið getið i fréttum, hefur Tónskáldafélag íslands sótt um leyfi til að fá að reka eigin útvarpsstöð, og útvarpa yfir takmarkað svæði umhverfis Reykjavík, í þeim til- gangi að kynna íslenzka tónlist og íslenzka menningu. í fyrrakvöld var þetta mál tekið til umræðu í Listamanna- klúbbnum, og stjórnaði Magnús Árnason, listmálari fundi. Jón Leifs flutti framsöguerindi og útskýrði væntanlegan starfs- grundvöll hinnar fyrirhuguðu stöðvar. Sagði hann að erlend tónlist yrði þar lítið flutt nema þá í skiptum fyrir flutning ís- lenzkrar tónlistar erlendis, og að ekki stæði til að innheimta sér- stakt afnotagjald. Tekna yrði aflað með auglýsingum og öðru slíku. Hann taldi að leyfi það sem Ríkisútvarpið hefði veitt varnarliðinu árið 1952 til að reka sérstaka útvarpsstöð, hefði verið brot á lögum um útvarpsrekstur ríkisins. Nú hefði þetta útvarp í mörg ár flutt músik án þess að greiða höfundalaun og enn væri ósamið við það um þessi mál. Þess vegna mundi félagið nú krefjast þess að þessu leyfi yrði sagt upp, en það er uppsegjan- legt með mánaðarfyrirvara. Næði það ekki fram að ganga færi það sjálft fram á að fá leyfi til að reka sams konar stöð. Á eftir urðu nokkrar umræð- ur um málið, en heldur daufar þó. Leifur Haraldsson, Helgi Hjörvar, Hannes Davíðsson og Hallgrímur Helgason tóku til máls, og virtust allir sammála um að slík stöð væri aðeins til góðs, ef henni væri vel stjórnað. Helgi Hjörvar sagði að Jón Leifs gæti þá spreytt sig á öðrum staðnum og Páll ísólfsson á hinum, og hlustendur svo valið á milli. Aft- ur á móti gerði hann sér enga von um að Jón Leifs fengi aug- lýsingafrelsi hjá ríkisvaldinu, jafnvel þó hann fengi leyfi til úivarpsrekstrar. Garðar Svavarsson flutti erindi, Kristján Búason stjórnaði kvöld- vökunni, séra Sigurjón Guðjóns- son prófastur prédikaði við guðs- þjónustuna í Hallgrímskirkju í Saurbæ, en séra Jón Guðjónsson þjónaði fyrir altari. I BifröSt komu rúmlega 100 þátttakendur. Voru það flokkar úr Hallgrímssókn í Reykjavik, frá Dómkirkjunni, ásamt prest- um sínum, af Barðaströnd og úr Borgarfirði. Þar var mótsstjóri séra Leó Júlíusson, en ásamt honum í móttökunefnd voru séra Guðmundur Sveinsson, skóla- stjóri, og séra Guðmundur Þor- steinsson, Hvanneyri. Kvöldvök- unni stjórnaði séra Þórarinn Þór að Reykhólum, en séra Bergur Björnsson flutti frásögn frá Gyð- ingalandi. Prestarnir séra Jakob Jónsson, séra Einar Guðnason og séra Óskar Þorláksson, fluttu er- indi, og séra Jón Auðuns, dóm- prófastur, flutti kvöldbænir. Við guðsþjónustuna prédikaði séra Óskar Finnbogason, en séra Guð- mundur Sveinsson þjónaði fyrir altari. Á Hólum í Hjaltadal voru um 100 þátttakendur úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. Móts- stjóri var séra Birgir Snæbjörns- son, en auk hans voru í undir- búningsnefnd séra Árni Sigurðs- son og séra Björn Björnsson. Séra Pétur Ingjaldsson flutti erindi, en séra Gunnar Gíslason sá um kvöldvökuna, en hana undir- bjuggu auk hans frú Dómhildur Jónsdóttir á Höskuldsstöðum, og Eyþór Stefánsson, tónskáld, sem stjórnaði söngnum. Séra Árni Sigurðsson prédikaði í Hóladóm- kirkju, en séra Björn Bjömsson þjónaði fyrir altari. Á Laugum í Þingeyjarsýslu voru rúmlega 150 þátttakendur úr Þingeyjar og Eyjafjarðarsýslu. Þar var mótsstjóri .séra Pét- ur Sigurgeirsson, en með honum í undirbúningsnefnd séra Lárus Halldórsson og séra Sigurður Guðmundsson. Séra Kristján Róbertsson flutti erindi kvölds- ins, séra Lárus Halldórsson stjórnaði kvöldvökunni. Guðs- þjónustan fór fram í Einarsstaða- kirkju. Þar prédikaði séra Sig- urður Haukur Guðjónsson, en sóknarprestur þjónaði fyrir alt- ari. I Skógaskóla komu um 60 þátt- takendur, en auk þess komu all- margir gestir á laugardagskvöld. Mótsstjóri var þar séra Sigurður Einarsson, en í undirbúnings- nefndinni voru einnig séra Arn- grímur Jónsson og séra Jónas Gíslason. Gestur mótsins þar var Felix Ólafsson, sem flutti erindi og sýndi myndir frá starfi kristni boðanna í Konsó. Séra Jónas Gíslason stjórnaði kvöldvökunni. Guðsþjónustan fór fram í Ásólfs- skálakirkju. Þar prédikaði séra Hannes Guðmundsson, en séra Arngrímur Jónsson þjónaði fyrir altari. Fjölmenn altarisganga fór þar fram. Fjölmennasta mótið var að Laugarvatni. Þar voru á þriðja hundrað þátttakendur. Auk hópa úr Árnessýslu komu þangað flokk ar úr Háteigssókn og Langholts- sókn í Reykjavik og einni frá Keflavík og Útskálum. Séra Ingólfur Ástmarsson stýrði mót- inu, en með honum í undirbún- ingsnefnd voru séra Sigurður Pálsson og séra Magnús Guðjóns- son, sem einnig sáu um kvöldvök- una. Séra Jóhann Hannesson flutti erindi um einkunnarorð mótanna. Nemendur Iþróttakenn- araskólans skipulögðu íþróttir og leiki meðal þátttakenda. Við guð- þjónustuna prédikaði séra Björn Jónsson í Keflavik, en séra Guð- mundur Guðmundsson á Útskál- um þjónaði fyrir altari. Á flestum mótsstöðunum var dreginn að húni með íslenzka fánanum sérstakur æskulýðsfáni þjóðkirkjunnar, sem þykir hinn fegursti. Biskup íslands sendi þátttakendum allra mótanna kveðjuskeyti. Veður var yfirleitt hagstætt og í heild tókust mótin mjög vel. Stjórnendur mótanna hafa allir tekið fram, hversu frábærlega skólastjórar á hinum ýmsu stöðum og annað starfslið hafi gert allt til þess, að mótin gætu farið sem bezt fram, og eiga allir þessir aðilar miklar þakkir skildar. • I byrjun júlí rnunu enn fara fram tvö mót, að Eiðum og að Núpi í Dýrafirði. H júkrunarkonu vantar að Hjúkrunarspítalanum Sólvangi, Hafnarfirði. Uppl. hjá yfirhjúkrunarkonunni. /_>_____/ / tjölntarar og eíni tn ijölritunar. E kaumboð Finnbogí Kjartans*mt Austurstræti 12. — Sinu 15544. V erzltina r maðu r Ábyggilegur og reglusamur maður óskast sem fyrst. Þyrfti helzt að vera vanur afgreiðslu í byggingavöru- verzlun. Þeir, sem áhuga hefðu á stöðu þessari, leggi nafn sitt, með upplýsingum inn í afgreiðslu Morgun- blaðsins, merkt: „Verzlunarmaður — 6223", fyrir 25. þ.m. Lögtaksúrskuröur Samkvæmt kröfu bæjarstjóra Hafnarfjarðar, úr- skurðast hér með lögtök fyrir öllum ógreiddum út- svörum til Hafnaf jarðarbæjar sem féllu í gjalddaga hinn 1. marz, 1. apríl, 1. maí, 1. júní sl. auk dráttar- vaxta og lögtakskostnaðar. Ennfremur er úrskurð- að að lögtak á öllu útsvarinu hafi fyrirframgreiðsla ekki verið greidd að fullu. Lögtakið verður fram- kvæmt að 8 dögum liðnum frá dagsetningu úrskurð- ar þessa. hafi ekki verið gerð skil fyrir þann tima. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 18. júní 1958. Björn Sveinbjörnsson (settur). fr kaupandi að VTOLVO, Ford Taunus, Opel Caravan eða hliðstæð- um station-bifreiðum. Eldra model en ’55 kemur tæplega til greina. Þeir, sem vildu sinna þessu leggi nöfn sín ásamt upplýsnigum um bifreið, verð og skilmála inn á afgreiðslu blaðsins fyrir mánudags- kvöld 23. júní merkt; Góður bíll — 6237. Hessian 7V2 oz. 72 tommu breiður fyirirliggjandi * O. V. Jóhansson & Co. Hafnarstræti 19. — Símar 12363 og 17563. Góð húseign með stórri lóð við Suðurlandsbraut til sölu á vægu verði. 1 húsinu er til íbúðar 1 herbergi og eldhús og verzlun sem er í fullum gangi. — Upplýsingar veitir Einar Eiríksson, kaffihúsið Hvoll Hafnar- stræti 15. S. V. F. R. Veiðileyfi í Reyðarvatni fást í verzluninni Veiðimaðurinn, Hans Petersen, skrifstofu S.V.F.R. Bergstaðastr. 12A, einnig hjá vörzlumanni við vatnið. (Félagsmenn fá veiðileyfi á sérstöku gjaldi, ef þeir sína skírteini sitt). Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Skolppípur Asf. skolppípur 2V2” og 4” fyrirliggjandi. — GAMLA VERÐIÐ HELGI MAGIVÍJSSOM & CO Hafnarsir. 19 — símar 1-3184 og 1-7227 IJTBOÐ Þeir, sem gera vilja tilboð um hita- og hreinlætistækjalagnir í barnaskólahús við GnoðaTvog, vitji uppdráttar og út- boðslýsinsrar í Skúlatún 2, 5. hæð, gegn 300.00 króna skilatryggingu. hucamelstari Reykjavíkubæjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.