Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 6
6 nuKuumaLAoitf LaugartJagur 21. júní 1958 Siúdentarnir, sem brautskráðusí frá Menntaskólanum á Akureyri á jiessu vori. Ljósmynd: Kristján Hallgrímsson. 52 stúdenfar braufskráðir frá Mennfa skólanum á Akureyri Skólanum slitið við hátiðlega athöfn • ^ /■ juni 17. AKUREYRI 18. júní. — Svo sem venja er til var Menntaskólanum á Akureyri slitið á þjóðhátíðar- daginn kl. 10,30 að morgni. Að þessu sinni var óvenjumikill fjöldi gesta viðstaddur og rúm- aði hinn gamli hátíðasalur skól- ans ekki svipað því allan þann fjölda. Athöfnin hófst með því að sunginn var skólasöngurinn, Undir skólans ménntamexki Þá bauð Þórarinn Björnsson skóla- meistari gesti velkomna, en í þeirra hópi voru m. a. 25 ára stúdentar, 10 ára stúdentar og mikill fjöldi foreldra nemenda. Skólameistari minntist þess, að nú eru liðin 30 ár frá því að fyrstu stúdentarnir brautskráð- ust frá M. A. I tilefni þess risu viðstaddir úr sætum til heiðurs Sigurði Guðmundssyni fyrrum skólameistara. Á þessum 30 árum hafal076stúdentar úrskrifazt auk þeirra 52, sem bsetast við á þessu vori. Þegar litið er á úr hvaða stéttum nemendur koma í skól- ann, sést að flestir þeirra stúd- enta, sem brautskráðst hafa frá skólanum, hafa verið af bændaaettum, eða rúmlega 300. Þrjátíu stúdentar eru látnir af þeim, sem útskrifazt hafa. Þá gaf skólameistari skýrslu um ársstarfið. 338 nem- endur innrituðust í skólann á sl. hausti, eða tæpum 40 fleiri en árið áður. í miðskóladeild 82, en í menntadeild 256, þar af 100 í máladeild, 70 í stærðfræðideild sem er óvenjugóður árangur. Stúdentsprófi luku 52, þar af 31 í máladeild. Einkunnir við stúdentspróf eru óvenjuháar. Fimm hlutu ágætis- einkunn, 25 fyrstu einkunn, 17 aðra einkunn og 5 þriðju eink- unn. Hæsta einkunn í máladeild hlaut Jóhann Páll Árnason frá Dalvík, "9,54, sem jafnframt er hæsta einkunn í skólanum á ár- inu og hæsta einkunn, sem tpkin hefir verið í máladeild samkv. hinni nýju einkunnagjöf. í stærðfræðideild varð Þórir Sxg- urðsson frá ísafirði hæstur með 9,17. Hæstu landsprófseinkunn hlaut Herdís Gunnlaugsdóttir úr Bárðardal, 8,49. Að lokum ræddi skólameistari um skólalífið og afhenti stúdentum skírteini og verðlaun. Viðstaddir voru allmargir stúdentar frá síðasta ári og færðu þeir skólanum málverk af stúd- entum þeim, sem fórust í flug- slysinu á Öxnadalsheiði sl. vetur. Var málverkið gert af Örlygi Sigurðssyni.Anna Katrín Emils- dóttir afhenti gjöfina Tómas Tryggvason, jarðfræðingur. hafði orð fyrir 25 ára stúdentum, sem afhentu skólanum mjög íuil- komna sýningarvél. Stefán Karls son talaði af hálfu 10 stúdenta, sem gáfu skólanum stjörnukíki. Guðrún Tómasdóttir, einn tíu ára stúdenta, söng tvö lög með undirleik frú Margrétar Eiríks- dóttur. Einn úr hópi foreldra, sr. Halldór Kolbeins, flutti skólan- um frumort kvæði. Skólameistari þakkaði góðar gjafir og hlýhug allan í garð skólans. Að síðustu ávarpaði hann nýstúdentana. Hvatti hann þá til að leggja ótrauða út á nýjar brautir, ef þeir fyndu sig menn til og varaði þá við því, sem hann kallaði andlyndi, þ. e. tilheiginguna til að ’vera á móti‘. Loks gerði hann eigingirn- ina að umtalsefni, sem hann kvað of mikla í þjóðfélaginu. Vitnaði hann í síðasta kvæði Einars Bene diktssonar, þar sem segir: „Þitt verðmæti gegnum lífið er fórnin“ Að síðustu óskaði hann nýju stúdentunum þess, að þeir mættu finna slíkt verðmæti. Að þeir mættu eignast sjálfa sig með því að gefa sjálfa sig. Öll var athöfn þessi hin hátíðlegasta. vig. Listir og menningarmál dreifbýlisins umrœðuefni á stúdentamóti SV-lands STÚDENTAFLÉAG Miðvestur- lands heldur sjötta stúdentamót sitt í Bifröst í Borgarfirði dag- ana 28. og 29. júní nk. Jafnframt minnist félagið fimm ára afmælis síns. Félagssvæðið nær frá Hval- fjarðarbotni að Þorskafirði og um öll héruð þar á milli. Félagið hefur haldið stúdentamót á ári hverju, og eru þau hvort tveggja í senn: Umræðufundir og skemmti- og kynningarsamkom- ur. Hafa mót þessi náð afar mikl- um vinsældum. Á fundunum er einkum leit- azt við að velja þau viðfangsefni, sem snerta hag og menningu við- komandi héraða og störf hinna sbrifar úr 1 daglega lifinu J Rafbúnaður J TILEFftl af fyrirspurn „óánægðrar húsmóður“ 19. þ. m., varðandi þjónustu rafvirkja- meistara ofl., bið ég yður að og 86 í þriðja bekk. Stúlkur voru birta eftirfarandi. 100 í skólanum. Deildir voru alls 14. I heimavist voru 183 nemend- ur, eða rúmlega 20 fleiri en árið áður. Uhdir landspróf gengu 25 og náði 21 framhaldseinkunn, Sæmdir Fálka- orðunni FORSETI ÍSLANDS hefur að til- lögu orðunefndar, sæmt eftirtalda íslendinga heiðursmerkjum hinn ar íslenzku fálkaorðu 17. júní 1958: Jónas Kristjánsson, lækni, stór riddarakrossi, fyrir störf að heil- brigðismálum. Bjarna M. Gísia- son, rithöfund, riddarakrossi fyrir ritstörf og landkynningu. Finn Jónsson, listmálara, riddarakrossi fyrir störí sem listamaður. Guð- mund Einarss. frá Miðdal, mynd höggvara, riddarakrossi fyrir störf sem listamaður. Jakob Jó- hannesgon Smára, rithöfund, riddarakrossi fyrir ritstörf og fræðistörf. Nínu Sæmundsson, myndhöggvara, riddarakrossi, fyrir störf sem listamaður. Sig- urð Birkis, söngmálastjóra, ridd- arakrossi, fyrir störf í þágu söng listarinnar. i (Frá orðuritara). Innflutningur rafbúnaðar er að langmestu leyti í höndum heild- sölufyrirtækja, sem ekki eru í eigu rafvirkjameistara. Hér í bæ eru a. m. k. 14 verzl- anir, sem verzla með rafbúnað, en aðeins helmingur þeirra í eigu rafvirkjameistara. — Rafvirkja- meistarar eru því ekki einir um sölu rafbúnaðar, þótt máske væri ástæða til að svo væri. Stök lok á rofa og tengla hafa yfirleitt ekki flutzt til landsins, nema á sérstakri gerð ameriskri. Inn- flutningsleyfi fyrir rafbúnaði hafa ávallt verið af skornum skammti og alls ekki næg til þess að hægt hafi verið að veita þá þjónustu, sem nauðsynleg má teljast. Þó munu meiri líkur að fá hluti þá, er frúin spyr um á vinnu- stofum rafvirkjameistara en í verzlunum. Ég neyðist til þess að viður- kenna, að þjónustu okkar er í ýmsu áfátt og má þar ýmsu um kenna. Helzt mun það okkur til málsbóta, að hér er erfitt og kostnaðarsamt að halda uppi góðri þjónustu, vegna fámennis og erfiðra innflutningshátta og þar við bætist að álagning á þjón ustu okkar hérlendis er mun lægri en tíðkast mun erlendis. Að lokum vil ég geta þess að rafvirkjameistarar munu taka með vinsemd réttmætum ábend- ingum og aðfinnslum viðskipta- vina sinna og munu, þegar því verður við komið, reyna að upp- fylla þær kröfur, sem til þeirra eru gerðar. Árni Brynjólfsson formaður Félags löggiltra rafvirkjameistara í Reykja vík. Súr hvalur eða reyktur? FYRIR skömmu birti Velvak- andi nokkur orð frá mér um þetta efni. Ég mælti með því, að okkur yrði gefinn kostur á að fá reykt hvalrengi; og enr.þá mæli ég með því, að svo verði gert, enda sannfærður um að flestum mundi þykja það góður réttur. Væri æskilegt að geta keypt það ósoðið, á sama hátt og hangiket, en gjarna soðið líka. Hitt var og er fjarri mér, að vilja útrýma súrsaða hvalnum, eða nokkrum öðrum súrsuðum mat, því hann er bæði góður og hollur. Mætti gjarna vera á markaðin- um súrt skyr, þ. e. fullsúrt, búið að brjóta sig. Einn hinna merk- ustu lækna hefir sagt mér að þá mundi minna um meltingar- kvilla ef svo mikið væri borðað af góðum súrmat sem gert hefir verið á landi hér, öld eftir öld, allt þar til gerbreytingin varð á lifnaðarháttum þjóðarinnar. En nú hafa ekki margir húsakynni til þess að geyma matvæli þann- ig, og þess er einnig að gæta, að ekki er unnt að súrsa nema j tréílátum — eikarílát bezt. Ilitt er ótækt að nota edik til súrsun- ar; en það er einmitt það sem mig og fleiri grunar, að nokkuð muni nú að því gert, að súrsa hvalrengið þannig. Þegar ég skrifaði, hafði ég enga hugmynd um það, að Haraldur Böðvarsson & Co. á Akrar.esi sjóða niður hval í mjólkurbús- sýru. Sú vara hefir nú verið próf- uð á heimili mínu og er sannar- lega herramannsmatur. Þessi dósahvalur þeirra er bæði um lykt og bragð frábrugðinn þeim hval, sem ég hefi fengið hér í matvörubúðum, og það hefir styrkt mig í hinum fyrri grun mínum. Öldungur Ingimundur Steinsson verk- smiðjustjóri á Akranesi hefur átt tal við Velvakanda um málið. — Hefur öldungurinn nú skýrt það svo, að óþarfi er við að bæta. 156 stóðust lands- próf GAGNFRÆÐASKÓLANUM við Vonarstræti var sagt upp laugar- daginn 14. júní sl. f skólanum voru eingöngu nemendur, sem bjuggu sig undir landspróf. Skólastjóri, Ástráður Sigur- steindórsson, gaf yfirlit yfir skóla starfið og úrslit prófa. Undir próf gengu 255 nemend- ur skólans og luku því 251. 237 nemendur stóðust prófið og þar af höfðu 156 einkum yfir 6,00 í landsprófsgreinum eða 62,2%. Þar af voru 5 með I. ágætiseinkunn, 57 með I. einkurm og 94 með II. einkunn. 81 nemandi hafði III. einkunn. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Þorkell Helgason, í 3. bekk A, 9,51. Aðrir nemendur, sem hlutu I. ágætiseinkunn voru þess ir: Baldur Símonarson 3. bekk E með 9,10, Einar Már Jónsson 3. bekk B með 9,07, Óiafur Davíðs- son 3. bekk A með 9,04 og Helga Ingólfsdóttir, 3. bekk A með 9,02. Fimm utanskólanemendur luku prófi og höfðu allir einkunn yfir 6,00. Hæsta einkunn utanskóla- nemenda hlaut Sigríður Anna Valdimarsdóttir I. ágætiseink- unn 9,20. Skólastjóri afhenti bókaverð- laun þeim nemendum, sem skar- að höfðu fram úr í námi og enn- fremur umsjónarmönnum skól- ans. ýmsu embættismanna. — Rædd hafa verið t. d.: Heilbrigðisinal og sjúkrahúsabyggingar, kirkju- mál og kirkjubyggingar, félags- mál sveitanna, skólamál o. fl. — Líka almenn menningarmál, t. d. handritamálið, íslenzk tunga og varðveizla hennar. Hafa umræð- ur jafnan verið hinar fjörugustu og stundum harðar. Að þessu sinni verður mótið haldið í Bifröst í Borgarfirði laugardag og sunnudag 28. og 29. þ. m. Verða að vanda fundir og samsæti. Viðfangsefni fundarins verður nú: „Listir og menningarmál sveita og dreifbýlis", víðtækt mál, sem gefur ærin tilefni til athugana og umræðna. Fram- sögumaður verður Þorvaldur Þorvaldsson, gagnfræðaskóla- kennari á Akranesi. Þá hefur Sigurður Nordal, prófessor og fyrrum sendiherra, gert félaginu þann sóma að þiggja boð þess um að verða gest- ur mótsins. Mun hann flytja ræðu í stúdentahófinu í Bifröst. Formenn S. M. V. hafa verið: Ragnar Jóhannesson, skólastjóri á Akranesi (fyrstu tvö árin), séra Þorgrímur Sigurðsson á Staðastað og Friðjón Þórðarson, sýslumaður og alþingismaður, í Búðardal. Núverandi stjórn skipa: Ragn- ar Jóhannesson, formaður, Fríða Proppé, lyfsali, Sverre Valtýs- son, lyffræðingur, Ragna Jóns- dóttir, frú, og Þórunn Bjarna- dóttir frá Vigur, öll til heimilis á Akranesi. Skrúðgarðar á Akranesi AKRANE'SI, 18. júní. — Fyrsti skrúðgarður á Akranesi var opn_ aður almenningi til afnota núna á þjóðhátíðardaginn. Er hann sunnan undir Bæjarhúsinu milli Kirkjubrautar og Suðurgötu. Þar eru hellulagðir gangstígar, bekk ir og blómabeð. Nálægt miðju er gosbrunnur. Þar er líkneski eft- ir Guðmund Einarsson frá Mið- dal. Er það af krjúpandi stúlku, sem heldur á fiski í fanginu og við brjóst sér. Vatnið gýs úr munni fiskisins og horfir stúlkan á. Annar skrúðgarður er hér í uppsiglingu við Heiðarbraut. O.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.