Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. júní 1958 MORCUVBT 4 ÐVÐ 15 — Utan úr heimi Frh. af bls. ö. vera Gomulka. En þetta skýrir málavexti ekki til fulls. Þó að sovézkir forráðamenn hafi snúizt af mikilli hörku gegn Titó mar- skálki, stafar þeim ekki svo mik- il hætta af honum, að ástæða sé til að beina til hans svo hörku- legri aövörun — sem hefir svo skaðleg eftirköst. Þessi tvíeggj- aða aðvörun hlýtur að eiga ræt- ur sínar í viðureign við fjand- menn heima fyrir. I þessu efni er aðeins hægt að geta í eyðurn- ar. Einnig má minnast þess, að á árunum eftir dauða Stalíns var velgengni Imre Nagy innan flokksins mjög háð flokkslegri velgengni Malenkovs. Atök í valdabaráttunni heima fyrir hljóta að vera að einhverju leyti skýringin á því, að horfið er að slíkum öfgum sem aftökum. Ann- ars beinist kæran, sem birt var sl. þriðjudag, að því er sovézkir forráðamenn telja hina raunveru- legu hættu. Tilkynningin er sam- suða af sannleika og hróplegum lygum. Það er t. d. satt, að Nagy mælti gegn því að "iðhalda ó- sveigjanlegri valdasamsteypu í Austur-Evrópu sem ekkert sam- band hefir við umheiminn, og að hann fordæmdi hina helköldu hönd einræðisstjórnarinnar innan flokksins. Þetta varð ljóst, þegar skjöl hans voru birt á Vestur- löndum á sl. ári. Nagy var ung- verskur föðurlandsvinur. Hann var líka sannfærður kommúnisti. En síðustu mánuðina fyrir bylt- inguna hafði hann verið að leita fyrir sér um stjórnárstefnu, sem gert gæti Ungverjalandi kleift, enda þótt stefna kommúnismans réði í efnahagsmálunum, að verða hlutlaust í kalda stríðinu og halda fast við þjóðleg ein- kenni. Það var þetta, sem, for- ystan hefur nú úrskurðað að sé sú synd, sem ekki verður afplán- uð. Ef kommúnistar ala í brjósti slíkar hugmyhdir, verða þeir „óhjákvæmilega" svikarar, banda menn heimsvaldasinna, og svo mætti lengi telja, og þeirra biður ekkert annað en dauðinn. Þetta er kjarni tilkynningarinn ar. Annars er tilkynningin svo greinilega soðin saman úr lygum, rangfærslum og fölsunum, að jafnvel sumir kommúnistar, sem ekki létu neinn bilbug á sér finna eftir ofbeldisaðgerðir Rússa í Ungverjalandi, hljóta nú að vera á báðum áttum við þetta afturhvarf til stalínskra aðferða. Sú staðhæfing er alkunn, að ungverska uppreisnin hafi verið gerð af „fasistaburgeisum“, sem „heimsvaldasinnar" hafi vopnað og æst upp, en það þarf tölu- verða fyrirlitningu fyrir minni manna til að kalla þá atburðarás vel skipulagt valdarán, þar sem Nagy er í fyrstu fangi leiðtog- anna, sem — um seinan — báru hann fyrir sig, sem framvörð rík- isstjórnar, er riðaði til falls. Til- kynningin er einkennilega stutt- araleg að því, er Maleter hers- höfðingja varðar, ef til vill vegna þess að jafnvel þessir falsarar gátu ekki á fullnægjandi hátt snúið við sannleikanum um þau svik, sem hann var beittur er hann var handtekinn, einmitt þegar hann var að semja við Rússana um. að draga herafla sinn til baka, svo sem þeir höfðu lofað. Loks er geigvænlegt að heyra að Losonczy „hafi látizt meðan á þessu stóð“, áður en hægt var að draga hann fyrir iög og dóm. Að einu leyti er til- kynningin frábrugðir. öðrum á- líka, sem birtar hafa verið áður — þrír hinna líflátnu eru sagðir hafa einungis „játað að nokkru leyti“. Ef til vill er sannleiks- korn í þessu. En það ,er léttvægt í sanaanburði við þær afdráttar- lausu aðgerðir, sem ónýta tilraun- ina til þess að gera kommúnism- ann sveigjanlegri í innanríkis- málum. Atburðirnar í Ungverja- landi sýndu þær þröngu skorð- ur, sem forystan setti sérhverri tilraun til að ganga til móts við þjóðlegar tilfinningar: Þær mega ekki stofna drottnunarvaldi flokksins eða Ráðstjórnarríkj- anna í hættu. Þessar aftökur benda til þess að með því að halda þessum skorðum fast fram, geti forystan ekki komizt hjá frekari hryðjuverkum fyrr eða síðar. Bardagar í Beirut Hammarskjöld ræð/’r v/ð Solh — Ungverjaland Framh. af bls. 1 tökurnar á Imre Nagy og félög- um hans væru glæpur gegn mannkyninu, þess vegna bæri að fordæma hann eins sterkum orð- um og unnt væri. Franski utan- ríkisráðherrann lét svo ummælt, að aftökurnar væru í rauninni alvarlegri en hegðun Rússa í sjálfri uppreisninni. Sósíalistarnir sem sæti eiga á þingi Evrópuráðsins hafa sent harðorð mótmæli til ungverska sendiherrans í London vegna af- tökunnar. Skotnir og hengdir Það er haft eftir góðum heimild um í Búdapest, að Maleter hafi verið skotinn, en féiagar hans þrír, Nagy og blaðamennirnir, hafi verið hengdir. Þeir voru teknir af lífi á mánudaginn, en að kvöldi sama dags var tilkynn- ingin um liflát þeirra birt. íhlutun í innanríkismá!!! Bandarxski sendiherrarxn í Búdapest vísaði á bug mótmæl- um ungversku stjórnarinnar vegna ummæla bandarískra leið- toga í sambandi við aftökurnar. Ungverska stjórnin sagði að þessi ummæli væru íhlutun í innan- ríkismál landsins. Hér var um að ræða ummæli þeirra Eisen- howers forseta og Dullesar ut- anríkisráðherra, en þeir fóru mjög hörðum orðum um aftök- urnar, og var þeim svarað með hörðum árásum í ungverskum blööum. Ungverjar í Bonn kasta blekby ttuxu I Bonn foru um 500 ungverskir stúaentar til rússneska sendiráðs- ins og gerðu árás á það. Stúdent- arnir komu bæði frá háskólan- uni í Bonn og öðrum vestur- þýzkum liáskúium. Köstuðu þeir blekbyttum á skjannahvita sendi- ráðsbygginguna og brutu allar rúður. Stúdentarnir urðu að vinna bug á mótspyrnu lögregl- unnar, áður en þeir kæmu þessu i framkvæmd. BEIRUT, 20. júní — I dag var byggingaverkamaður í Beirut skotinn til bana þegar það kvis- aðist að uppi væru ráðagerðir um að myrða sendiherra Banda- ríkjanna í Líbanon, Robert Mc- Lintock. Hópur hægrisinnaðra kristilegra falangista þóttist hafa komizt að því, að samsærið væri í undirbúningi, og lenti hópnum saman við byggingaverkamenn fyrir framan brezka sendiráðið með þeim afleiðingum að skot- hríð hófst. McLintock, sem var í heimsókn hjá brezka sendiherranum, George Middleton, vissi ekki um þessar óeirðir. Falangistarnir, sem halda uppi sínum eigin „öryggissveitum" í hinni róstusömu borg, komu fyrst ir að brezka sendiráðinu. Héldu þeir því fram, að í ráði væri að kasta sprengju að bíl bandaríska sendilierrans frá þeirri hlið göt- unnar þar sem nokkrir Arabar voru að byggingavinnu. Falang- ! istarnir dreifðu sér eftir að skot- I hríðin hófst. Seinna kom í Ijós ! að verkstjórinn hafði verið skot- inn til bana. Flugvél S. Þ. neytt til að lenda Indverska sendiráðið i Bexrut tilkynnti í dag, að herflugvél, , sem var að flytja eftirlitsmenn S. Þ. frá Indlandi til Líbanons, j hefði verið neydd til að lenda í Damaskus af nokkrum sýrlenzk- um orrustuþotum af rússneskri | gerð (MIG). Eftir þrjá tíma var Jlndverjunum leyft að halda áfram til Beirut. Hammarskjöld ræðir við Solh 1 Beirut voru bardagar á nokkr um stöðum í dag. Einn þeirra átti sér stað um kílómetra frá hinu j þekkta Biarritz-hóteli, en þar dvelst Dag Hammarskjöld fram- kvæmdastjóri Samemuðu þjóð- anna Þessi bardagi átti sér stað á sama tima og Hammarskjöld I átti viðræður við Sami el Solh : forsætisráðherra. Reynir að afstýra frekari íhlutun Hammarskjöld hefur einnig átt viðræður við yfirmenn eftirlits- sveitanna, og hefur komizt að raun um ihlutun Sýrlendinga í innanríkismál Libanons. Hins vegar vill hann koma í veg fyrir frekari erlenda íhlutun, t. d. af hálfu Breta eða Bandaríkja- manna, að þvi er kunnugir í Beirut segja. Enn er ckki vitað hve lengi Hammarskjöld dvelst í Líbanon, en formælandi S. Þ. í Jerúsalem hefur sagt, að þangað komi hann á morgun. Kaíró-útvarpið hefur tilkynnt, að utanríkisráðherra Arabíska sambandslýðveldisins hafi hug á að bjóða Hammarskjöld til Kaíró í sambandi við heimsókn hans til Beirut. Deila milli forseta og hers í Beirut ber fregnum alls ekki saman um samband þeirra Chamouns forseta og Fuads Sha- habs yfirhershöfðingja. Sagt er, að forsetinn óski þess að herinn hefji allsherjarsókn gegn upp- reisnarmönnum og brjóti þá á bak aftur á sem stytztum tíma, en að yfirhershöfðinginn óttist að það gæti leitt til þess að bilið milli stjórnarinnar og stjórnar- andstöðunnar verði óbrúanlegt. Af sömu ástæðu vilji Shahab hershöfðxngi líka komast hjá íhlutun Breta og Bandaríkja- manna. 50 eftirlitsmenn Sagt er að Vesturveldin séu þvi meðmælt, að stjórnin láti til skarar skríða sem fyrst, þar sem fresturinn muni aðcins styrkja aðstöðu úppreisnarmanna. Til Libanons eru nú komnir um 50 eftirlitsmenn S. Þ., og nýir bætast í hópinn dag hvern. Kaíró-útvarpið skýrði frá því i dag, að uppreisnarmenn hefðu tekið bæinn Halba fyrir norðan * Tripolis. Hugheilar þakk'ir flyt ég öllum vinum, sem sendu mér skeyti og hlýjar kveðjur á afmæxxsauginn mxnn 6. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Stefán Tómaoson frá Búðardal, StykKishoxmi. ll Ollum sem glöddu mig sjötugan ineð skeytum, heim- ( sóknum og gjöfum, þakKa ég inimega. t Guð blessi ykkur og alla hina. Haraldur Jönsson, prentari, Laugaveg 155. UndirbúningsviSrœÖur Dana og Brefa hafnar LONDON, 20. júní. — Danski sendiherrann í London, Vincens de Steensen-Leth, átti i dag við- ræður við Sir Paul Gore-Booth, efnahagsmáiaráðunaut utanríkis- ráðuneytisins brezka, og ræddu þeir um fiskveiðilögsöguna við Færeyjar. Formælandi danska sendiráðs- ins kvað sendiherrann hafa átt þennan fund við Sir Paul að eig in ósk til að ræða persónulega um dönsku orðsendinguna sem var lögð fram í gær. í þeirri orð- sendingu er þess farið á leit, að endurskoðaður verði sáttmáli Bi’eta og Dana frá 1955, þar sem fiskveiðilögsagan við Færeyjar var ákveðin 3 mílur. Danir styðja þá ákvörðun Fær- eyinga að víkka fiskveiðiland- helgina í 12 mílur að dæmi ís- lendinga, en Bretar eru mótfalln- ir einhliða aögerðum í málinu og vilja halda ráðstefnu hlutaðeig- andi ríkja um lausn þess. Hörðum deilum spáð Danska blaðið „Jyllandspost- en“ segir i dag, að Bretar muni að líkindum ekki ganga að kröf- unni um vikkun landhelginnar við Færeyjar i 12 sjómílur. Í greininni segir ennfremur að deilan niilli Dana og Breta um þetta mál muni eflaust verða hörð, því deilumálið skipti báða aðila jafnmiklu máli. Blaðið gefur einnig i skyn, að til mála komi að vikka landhelgina við Grænland, og segir að umræð- urnar urn þessi mál fari fram undir forsæti H.C. Hansens af hálfu Dana. Sérfrœðingaráðsfefnan í Cenf 1. júlí WASHINGTON, LONDON, 20. júní — Bretar og Bandaríkja- menn birtu í dag nöfn þeirra vísindamanna, sem sitja eiga ráð- stefnu sérfræðinga er hefst í Genf 1. júlí n. k. Mun ráðstefn- an fjalla um tæknileg vandamál í sambandi við alþjóðlegan sátt- mála um stöðvun á tilraunum með kjarnorkuvopn. Fyrir brezku sendinefndinni verða þeir Sir William Penney og Sir John Cockroft, sem báðir eru meðlimir brezku kjarnorkunefndarinnar. Sir John er auk þess forstjóri k j arnorkurannsóknarstöð varinn- ar í Harwell. Með þessum vís- indamönnum verða svo ýmsir sér fræðingar og tæknilegir ráðgjaf- ar. Þá hefur það kvisazt, að meðal ráðgjafanna verði opinberir full- trúar utanríkisráðuneytisins, en ekki er búizt við að Bretar sendi neinn þekktan stjórnarerindreka á ráðstefnuna. Nöfnin á bandarísku vísinda- mönnunum voru birt í orðsend- ingu til rússnesku stjórnarinnar. Ox’ðsendingin var svar við bréfi Krúsjeffs frá 13. júní, þar sem Rússar tjáðu sig sammála tillög- um Bandaríkjanna um að halda ráðstefnu sérfræðinga í Genf 1. júlí —Reuter-NTB. Strætisvagnar aftur á fcrð Makaríos neitar AÞENU, 20. júní. — Makaríos erkibiskup sendi í dag sir Hugh Foot, landstjóra 5reta a Kýpur bréf, þar sem hann lýsir yfir and- stöðu við hinar nýju tillögur Breta í Kýpurmálinu. Brezkar flugvélar flugu í dag yfir eyjuna og dreií'ðu flugmiðum þar sem skýrt er frá tillögum Breta og heitið á eyjaskeggja að styðja þær. LONDON, 20. júní. Sjö vikna verkfalli strætisvagnastjóra í London lauk í dag eftir að vagn stjórar gxæiddu atkvæði um mál- ið. Var gengið til atkvæða í öll- um viðgerðastöðvum strætisvagn anna, og urðu úrsiitin þau, að vagnstjórar í 94 stöðvum ákváðu að hefja vinnu á ný, en vagn- stjórar 20 stöðva ákváðu að hefja ekkj vinnu strax. Seint í kvöld hófust því strætisvagnaferðir að nýju á flestum leiðum. Beztu þakkir til allra, sem sýndu mér vinarhug á sjö- tugsaímælinu. Björg Magnúsdóttir. Móðir okkar PÁLlNA SÆMUNDSDÓTTIK ÁRMANN lézt í Landsspítalanum fimmtudaginn 19. þ.m. Sigríður Ármann, Magnús Ármann. Maðurinn minn PÉTUR 3AKOBSSON, fasteignasali Kárastíg 12, andaðist 19. júní. Sólveig Pálsdóttir. Þökkum af alhug öllum þeim, er vottuðu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför okkar hjartkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, tengdasonar og bróður GUÐMUNDAR GISSURARSONAR bæjarfulltrúa, Hafnarfirði, sem andaðist 6. júní 1958. _ Einnig þökkum við öllum þeim er á einn eða annan hátt heiðruðu minningu hans, þessa iátna vinar okkar. Aigóður guð blessi ykkur öll. Ingveldur Gísladóttir, Margrét Jónina Guðmundsd., Guðrún Ágústa Guðmundsd., Þorkell Gunnar Guðmundsson, Örn Forberg, Guðrún Þorleiísdóttir og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.