Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. júní 1958 MORCV1SBL4ÐIÐ 13 Kennaraskólasfúdenfar Á NÝAFSTÖÐNU þingi íslenzkra barnakennara lýsti Gylfi Þ. Gísia son, menntamálaráðherra, yfir því, að hann hyggðist beita sér fyrir, að Kennaraskóla íslands verði breytt í stúdentaskóla. Hlaut yfirlýsing þessi svo sem vænta mátti fullan stuðning barnakennaraþingsins. Hér er á ferðinni gamalkunn- ugt fyrirbæri, því að vitað er, að kennaraskólamenn hafa um langt skeið sótt fast að Háskólan- um. Hefur þess ýmist verið kraf- izt, að þeir fengju að stunda nám við Háskólann án stúdentspróís eða að stúdentsheiti yrði komið á burtfararpróf þeirra frá Kenn- araskólanum. Kröfur þessar hafa hingað til ekki verið teknar alvar lega og er þess að vænta, að svo verði enn, þannig að ekki ætti að þurfá að hafa um þær mörg orð. Óhjákvæmilegt er þó að ræða þessar kröfur örlítið, þegor svo er komið að stúdent í áhrifa- stöðu ætlar nú að beita sér fyrir framgangi þeirra. , X þessu sambandi ber einkum að vekja athygli á þeim grund- vallarmun, sem er á kennara- skóla og menntaskóla. Kennara- skóli er sérskóli, sem ætlað er að búa menn til ákveðinna starfa og við það er kennslan miðuð. Menntaskóli hefur hins vegar það hlutverk að veita almenna mennt un, undirbúningsmenntun til sér- náms, einkum háskólanáms. 1 samræmi við þetta veitir stúd- entsprófið sjálft engin atvinnu- réttindi, en slík réttindi fylgja prófum margra sérskóla, svo sem til dæmis kennaraprófi. Á próf- um þessum er því grundvallar- munur að þessu leyti og að auki í ýmsum öðrum greinum, þótt ekki verði farið út í það hér. Afstaða manna til þessa máls fer þess vegna eftir því, hvort menn telja hina hefðbundnu stúdentsmenntun hafa eitthvert gildi eða ekki. Ef niðurstaðan er sú, að gildi stúdentsmenntunar innar sé lítið eða ekkert, er eðii- legt, að menn séu sama sinnis og menntamálaráðherrann og taki sömu afstöðu. í henni felst, að horfið er frá almennri menntun sem grundvelli og uppistöðu menntaskólanámsins inn á braut meiri og minni sérmenntunar. Auðsætt er, hvar þetta endar. Aðrir skólar hljóta að fylgja á eftir Kennaraskólanum bæði al- mennir skólar og séi'skólar. og þessi þróun mun halda áfram, unz stúdentspróf verður orðið innihaldslaust samnefni á prófum flestra framhalds- og sérskóia. Þá verður talað um stúdenta frá búnaðarskólunum, Stýriinanna- skólanum, Iðnskólanum Vélskól- anum, Matsveina- og veitinga- þjónaskólanum o. s. frv. Hixt er svo annað mál, hvernig Háskól- anum tekst að taka við þessurn fjöida „stúdenta" og veita þeim úrlausn. Helztu rök kennaraskólamanna fyrir þessum kröfum eru þau, að bæta þurfi menntun kennara. í*etta eru þó engin rök fyrir Kennaraskólann sérstklega, því að sama eða svipað má segja um flesta eða alla framhalds- og sér- skóla. Vissulega er alitaf æski- legt að bæta sérmenntun manna. á hvaða sviði sem er. Þannig er, svo að eitthvað sé nefnt, efalaust æskilegt að bæta búfræðimennt- un, stýrimannsmenntun eða vél- stjóramenntun og sízt minni á- stæða til þess en bæta menntun kennara. Stéttir þessar vinna óft- ast mjög ábyrgðarmikil störf, þar sem mikil verðmæti eru oft i húfi, jafnvel mannslíf. Er því mikið undir því, að menn þessir séu sem bezt undir starf sitt bún. ir, og til háskólans gætu þeir sótt ýmsan fróðleik, er að gagni mætti koitia. Enginn má þó skilja orð þessi svo sem verið sé að gera títið úr starfi sérskólanná. Allir gegna þeir mikilsverðu hlutverki, hver á sinu sviðí. Einkum hljóta þó liúnaðarskólárnír og Stýrimanna- skólinn að skipa virðulégan séss í skólakerfinu. En allir þessir skólar, þar með talinn Kennara- skólinn, eru annars eðlis en menntaskólarnir og hafa annan til gang. Þetta kemur m. a. ljóslega fram í því, að þeir stúdentar, sem gerast vilja t. d. stýrimenn eða kennarar verða að sækja við komandi skóla og taka þaðan próf. Á sama hátt er og eðlilegt, að þeir sem hyggja á háskólanám afli sér þeirrar menntunar, sem' stúdentspróf áskilur og ljúki því. Um ástæðurnar fyrir því, að krefjast verður þessarar almennu menntunar til háskólanáms, verð ur ekki frekar rætt hér, enda væntanlega öllum þorra manna ljóst. Ef menntun þeirri, sem sér- skólarnir veita, er í einhverju áfátt, er leiðin til úrbóta sú, að bæta kennsluna innan hvers skóla í samræmi við sérsvið hvers og eins. f því tilviki, sem hér um ræðir, er lausn fólgin í endur bótum innan Kennaraskólans sjálfs. Hitt er misskilningur að halda, að lausnin á vandamálum sérskólanna sé í því fólgin að breyta þeim í stúdentaskóia, en sú skoðun er furðuútbreidd, eink um meðal kennaraskólamanna. Ekki er ástæða til að fara um rök þessi fleiri orðum, því senni- lega býr annað að baki. Ástæðu- laust er að leyna því, að nokkur rígur hefur löngum verið milli kennaraskólamanna annars veg- ar og stúdenta og menntaskóla- fólks hins vegar. Er ekki laust við, að þar séu kennaraskóla- menn haldnir nokkurri minni- máttarkennd. Kemur hún fram í ýmsum myndum og birtist ein mynd hennar í þesum kröfum. Sjálfir vilja þeir fá á sig stúd- entsnafn og telja sig með því réttahlut sinn bæði gagnvart stúdentum og menntaskólanem- endum. Sennilega er þetta höfuð- ástæðan fyrir þessum sífelldu kröfum, enda þótt reynt sé að finna þeim önnur rök. Allt sprettur þetta þó af mis- skilningi, sem á rót sína að rekja til þess, að kennaraskólamenn hafa ekki gert sér nægilega Ijósa grein fyrir því, hvers eðlis mennt un sjálfra þeirra er og hvers eðlis stúdentsmenntunin er. Hér er um tvennt að ræða og ástæðu- laust að vera með nokkurn sam- anburð þar á milli. Annars skiptir minnstu, hvaða ástæðúr ráða hér mestu. Augljóst er, að hér er verið að leggja inn á refilstigu. Sitthvað fleira rnætti um mál þetta segja, en hér vei'ður þó látið staöar numið að sinni. Einungis skal á það lögð áherzla, að með þessum aðgerðum sinum er menntamálaráðherrann að gera harkalega árás á mennta- skólana 'og hina hefðbundnu stúdentsmenntun. Þessari árás ber að mótmæla, ákveðið og ein- dregið. Sigurður Líndal. • • Oryggissveitir BEIRUT, 18. júní. — Hammar- skjöld kemur á morgun til Bei- rut. í dag hafði hann viðdvöl í London og ræddi við Lloyd ut- anríkisráðherra Breta. Heyrzt hefur, að Hammarskjöld hafi leit að til stjórna Ítalíu, Burma og Ceylon um liðsafla í öryggis- sveitir, sem mundu starfi undir merki S. Þ. í Líbanon. Hollenzka stjórnin hefur og látið i Ijós, að hún sé fús til þess að ijá S. Þ. hermenn í öryggislið til gæzlu í Líbanon. Talsmaður stjórnar Líbanon hefur borið til baka allar fregnir um, að Bandaríkin og Bretland hyggist senda liðs- afla hernum í Líbanon til að- stoðar við að bæla niður mót- spyrnuna gegn stjórninni í land- inu. Aðeins lítið eitt nægir... Jbví rakkremið er frá Gillette Það freyðir nægilega þó iítið sé tekið. Það er i gæðaflokki með Bláu Giliette Blöðunum. og Gillette rakvélunum. Það er framleitt til að fullkomna raksturinn. Það freyðir fljótt og vel , . . og inniheldur hið nýja K34 bakteríueyðandi efni sem emnig varðveitir mýkt húðarinnar. Reynið eina túpu í dag. Gillette „Brushless“ krem, einnig fáanlegt. Heildsölubirgðir: Globus hf„ Hverfisgötu 50, sími 17148 Óska eftir Skipsfjéra og véSstjóra eftir síldarvertíð, sem eiga kr. 40.—60.000.00 í pen- ingum til að vera meðeigendur í góðum 40 tonna bát með nýrri vél.Tilboð sendist Morgunbl. merkt: „6175“. F. S. R. Æ. Skemmtifélag Reykvískrar æsku, heldur skemmti- fund og dansleik í Tjarnarcafé, uppi, á morgun sunnudag kl. 9 e.h. Hópferðainnritun og fleira. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Verzlanasambandsins hf., verður hald- inn á Siglufirði fimmtdaginn 3. júlí. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stórnin. Station Ford- eða Chevrolet-statíon vantar okknr strnx. Bifreiðasafan Aðsfoð við Kalkofnsveg, sími 15-81-2 Síldarstúlkur Nú er síldin komin — ennþá vantar nokkrar stúlkur til síldarsöltunar á tveimur síldarplönum Kaup- félags Norður-Þingeyinga, Raufarhöfn. Upplýsingar í síma 32737 frá kl. 5—7 daglega. Dodge '51 minni gerðin, alltaf í einkaeign, til sölu. Upplýslng- ar í síma 13066 eftir kl. 6 laugardag og sunnudag. Yfirhjúkrunarkona og aðstoðarhjúkrunar- kona Sjúkrahúsið í Keflavík vill ráða til sín yfirhjúkr- unarkonu og aðstoðar hjúkrunarkonu til starfa sem fyrst. Upplýsingar gefur ráðsmaður sjúkrahússins í síma 138 eða 462, Keflavík. Sjúkraliús Keflavíkur, læknishéraðs Keflavíkur. ÚTBOÐ Húsið Dyngjuvegur nr. S, Reykjavík, verður boðið út til byggingar. Teiknirigar, ásamt skilmálum og lýsingu, verða til sýnis eða áfhendingar, gegn kr. 300,00 skilatrygg- ingu, á Ægisgötu 7, 3. hæð, mánud. 23. þ.m. kl. 9—13 og 17—19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.