Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 16
Dregið eftir 3 daga Hver eignast Plymouthinn á þriðjudag? A JÓNSMESSUKVÖLD, n. k. þriðjudagskvöld, verður dregið í bíl- bapporætti Sjálfstæðisflokksins. Er þvi hver síðastur að tryggja sér niiða og fa þannig tækifæri til þess að eignast giæsilega bifreið lyrir aðeins 100 kr. Fundir Sjálfstœðisflokks- ins á Þingeyri og Patreksfirði í kvöld SJÁLFSTÆÐISFEOKKURINN heldur í kvöld tvo almenna stjórsi- málafundi, annan á Patreksfirði og hinn á Þingeyri. ÞINGEYRI Fundurinn á Þingeyri hefst kl. 8.30 síðdegis. Frummælendur á lundmum veröa þeir Bjarni Benediktsson, alþingismaður, og Þor- valdur Garðar Kristjánsson, lögfræðingur. PATREKSFJÖRÐUR Fundurinn á Patreksfirði hefst einnig kl. 8,30 síðdegis. Frum- mælendur á þeim fundi verða þeir Ingólfur Jónsson, alþingismað- ur; og Ari Kristinsson, sýslumaður. Sala hefur gengið vel Sala happdrættismiðanna hefur verið greið og er mjög ánægju- legt hversu fljótt og myndarlega happdrætti þetta hefur gengið. Þó eru enn nokkrir miðar óseld- Rúður brotnur hjó Rússum EINS og frá er skýrt annars staðar í blaðinu, var settur lög- regluvörður við rússneska sendi- ráðið í gær. Þar mun þó lengi vel allt hafa verið með friði og spekt, þar til um miðnæturskeið. Mbl. er ekki kunnugt um atvik en laust eftir miðnætti var komið með tvo Ungverja og einn Þjóð- verja á lögreglustöðina. Munu þeir hafa brotið rúður í sendi- ráðinu, en yfirheyrslur voru rétt að hefjast, er blaðið fór í prent- un og liggur því ekki meira fyrir um mál þetta. Þrír lisfar við hrepps- nefndarkosningar GRAFARNESI, 20. júní — Sunnu daginn 29. þ. m. fara fram hreppsnefndarkosningar í Grund- arfirði. Þrír listar hafa komið fram: A-listi, en efstu menn hans eru Björn Lárusson, Njáll Gunn- arsson og Páll Guðbjartsson, B-Iisti, sem skipaður er fjórum mönnum og þar er Asgeir Krist- mundsson efstur, ®g D-listi, en efstu menn hans eru Halldór Finnsson, Hörður Pálsson og Kristlaugur Bjarnason. TROMSÖ, 20. júní — Samtök fiskimanna í Norður-Noregi hafa á prjónunum allsherjarverkfall, sem hefjist 1. september þegar útfærsla íslenzku fiskveiðiland- helginnar gengur í gildi. Frá Blindur maður fellur í skurð UM áttaleytið í gærkvöldi féll blindur maður, Gísli Halldórsson, Stórholti 22 ofan í skurð við Hlemmtorg. Hann meiddist eitt- hvað á höfði og var fluttur í Slysavarðstofuna, en síðan heim til sín. Það er líf í fólkinu þar AF HÉRAÐI, 16. júní. — Það þykja tíðindi hér að nýlega var ferming í Hofteigi á Jökuldal. Þá voru skírð 9 börn og gift þrenn hjón, konurnar allar systur frá Teigaseli á Dal. Það er líf í fólk- inu þar. — G. H. AKRANESI, 20. júní — Hingað kom í gærmorgun Reykjavíkur- togarinn Jón forseti með 325 lestir af karfa, sem hann hafði veitt á miðunum við Austur- Grænland. Aflanum er landað hér til vinnslu í Hraðfrystihúsi Haralds Böðvarssonar & Co. —Oddur. ir, sem nú eru að verða síðustu forvöð að tryggja sér. Mikilvægt happdrætti Sjálfstæðisflokknum er mjög mikilvægt, að happdrætti þetta nái tilætluðum árangri, því hér er um fjáröflun að ræða til þess að standa straum af hinni fjöl- þættu og sívaxandi starfsemi flokksins. Með því að kaupa miða í happ- drættinu leggja menn því nokk- urn skerf til hinnar nauðsynlegu starfsemi Sjálfstæðisflokksins og skapa sjálfum sér um leið tæki- færi til þess að öðlast dýrmæt- an happdrættisvinning, ef heppn- in er með. Síðustu söludagarnir Aðeins þrír dagar eru nú eftir þar til dregið verður i happ- drættinu. Skrifstofa happdrættis- ins í Sjálfstæðishúsinu verður opin í dag til kl. T og á sunnu- dag kl. 2—6. Þá verða og miðar til sölu í sjálfri happdrættisbifreiðinni við Útvegsbankann í Austurstræti og þar gefst mönnum kostur á að sjá hvernig hún lítur út. Látið ekki happ úr hendi sleppa. — Kaupið miða nú um helgina. SVO virðist sem tvisvar sinnum hafi legið við slysi á börnum á Fríkirkjuveginum í gærdag. þessu skýrir norska blaðið „Nord- lys“ í dag. Verkfallið á að láta í ljós stuðn ing og samúð norskra sjómanna við íslenzka sjómenn, og jafn- framt á það að ítreka kröfu fiski- manna í Norður-Noregi um að norska fiskveiðilandhelgin verði líka víkkuð í 12 mílur. —Reuter. Skemmdir á túnum á Héraði AF HÉRAÐI, 16. jún. — Þetta vor er eitt hið kaldasta, sem kom ið hefir nýlega. Maímánuð allan var norðaustan steyta með snjó- hraglanda. Oft var alhvítt á morgnana, en svaðraði af á dag- inn. Lambfé var á húsi til mán- aðarloka. Það kostaði mikið hey og matargjöf, enda var fóður víða til þurrðar gengið að lokum. Sauðburður gekk yfirleitt vel þrátt fyrir þetta, og lömb voru víðast hraust. Kuldarnir og næt- urfrostin, sem stundum komust upp í 7 stig fóru afar illa með tún in. Kalskemmdir í túnum munu vera með allra mesta móti, en hitt, sem ókalið er, getur ekki sprottið fyrir þurrki. Hér hefir aðeins komið ein lítil skúr í allt vor. Útlitið með sprettu er því allt annað en gott, ef ekki bregður til vætu hið bráðasta. Hækkunin er 18 og 55% EINS og skýrt var frá í Mbl. | í gær hefur verið ákveðin hækkun á farmgjöldum á að- fluttri vöru með skipum. Hækkunin er sem hér segir: Farmgjöld á aðfluttri fóður- vöru hækka um 55%, en á allri annarri vöru um 18%. Farmgjöld fyrir heila farma, | sem teknir eru með erlendum Ieða innlendum skipum hækka um 55%. Súld og kuidi á síldarmiðunura SIGLUFIRÐI, 20. júní. — í dag er þoka og kuldi á síldarmiðun- um og búizt við að óbreytt veður verði nótt. Allt var tíðindalaust af miðunum í dag. Fyrrihluta dags komu hingað inn nokkur skip með alls um 4000 tunnur síldar. Voru það þessi skip: Sanur SH 600 tunnur, Helga TH 300, Ólafur Magnússon 200, Kap 200, Trausti ís. 200, Hilmir 150, Arnfirðingur 100, Trausti GK 150, Vörður 250, Hafþór 350, Sigurfari 150, Reykjanes 200, Álftanes 150, og Jökull 150. Vart hefur orðið við talsverða síld á dýparmæla bátanna, norð- ur af Skaga. í gær var saltað hér á Siglu- firði í 6101 tunnu síldar. — Guðjón. Börn sækja eðlilega mjög niður aé Tjörn um þetta leyti árs, því margt er þar skemmtilegt að sjá og gera, t.d. að fara með brauð- poka og gefa litlu andarungún- um. Skömmu eftir hádegi í gær sá vegfarandi á Frikirkjuveginum hvar barn skauzt upp frá Tjarn- arbakkanum og hljóp beint inn á götuna. í sömu svifum bar að bíl, sem kona ók. Það skipti eng- um togum, að billinn rakst á barnið, sem féll niður framan við hann. En svo vel vildi til að barnið fór á milli framhjóla bílsins og var undir honum miðj- um, er hann nam staðar. Þá skreið krakkinn í snatri undan bílnum og hjólp á brott þegar í stað ómeiddur að sjá. Svipað endurtók sig á Fríkirkju veginum síðar í gærdag. Barn lenti undir bíl, en slapp ómeitt. EFTIRFARANDI var samþykkt á fundi í Verkamannafélaginu Dagsbrún 19. þ. m.: „Fundurinn lýsir yfir sam- þykki sínu við afstöðu fulltrúa félagsins í efnahagsmálanefnd og miðstjórn ASÍ, er tillögur ríkisstjórnarinnar um ráðstafan- ir í efnahagsmálum voru þar til umræðu í s. 1. mánuði. Fundurinn telur að lögin um útflutningssjóð o. fl., sem Al- þingi hefir nýlega samþykkt, feli i sér ráðstafanir sem á ýms- an hátt hafi hliðstæð áhrif og gengislækkun og muni leiða til aukinnar verðþenslu og mikilla verðhækkana og brjóti því í bág við þá stefnu, verðstöðvun- arstefnuna, er verkalýðshreyf- Ekki samiö tíma en til BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá Vinnu- veitendasambandi íslands: Vegna blaðafrétta í dag af fundi Verkamannafélagsins Dags brúnar í gærkvöldi, viljum vér taka fram eftirfarandi: Á viðræðufundi, sem fram- kvæmdanefnd Vinnuveitendasam bands íslands hélt með fulltrúum frá verkamannafélaginu Dags- brún 9. þ. m. báru fulltrúar Dagsbrúnar fram tilmæli um, að kjarasamningar Dagsbrúnar yrðu framlengdir um óákveðinn tíma, en að þeir yrðu uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara hve- nær sem væri. Auk þessa óskuðu fulltrúar Dagsbrúnar eftir við- ræðum um aðrar minni háttar breytingar á fyrri samningum. Stjórn Vinnuveitendasambands ins, en hana skipa 38 menn, hélt fund um þessi tilmæli Dagsbrún- ar 11. þ. m. og samþykkti ein- róma að ekki kæmi til mála að semja til skemmri tima en til lv desember n. k. en ef svo yrði gert Bátar frá Bolung- arvík farnir á síld BOLUNGARVÍK, 20. júní — All- ir stærri bátarnir sem héðan eru gerðir út, eru nú farnir á síld. Einar Hálfdáns og Víkingur fóru að kvöldi 17. júní, Hugrún og Þorlákur að morgni 18. júní og Heiðrún á hádegi 19. júní. Hefur strax frétzt um veiði hjá bátum þessum. Það er alltaf talinn merk ur atburður hér þegar bátarnir leggja upp til síldveiða. Blakta fánar við hún og bátunum er beðið fararheilla. —Fréttaritari. ingin hefur margsinnis lýst fylgi sinu við. Af þessum ástæðum lýsir fund- urinn yfir andstöðu sinni við fyrrgreinda lagasetningu og telur að verkalýðshreyfingin verði að vera vel á verði til að fyrir- byggja kjaraskerðingu". Mánaðar uppsagnarfrestur „Fundurinn samþykkir að gera þá höfuðkröfu til breytinga á uppsögðum samningum félagsins við atvinmirekendur, að þeir verði uppsegjanlegir hvenær sem er með eins mánaðar fyrirvara og felur stjórn og trúnaðarmanna ráði umboð til að framlengja samningana með þeirri breyt- ingu“. til skemmri I. desember væri Vinnuveitendasambandið til viðræðna um aðrar þær breyting- ar, sem óskir hefðu verið settar fram um. Þessi samþykkt var fulltrúum Dagsbrúnar tilkynnt á fundi mgð framkvæmdanefndinni 12. þ. m. Þetta tefúr Vinnuveitendasam- band íslands nauðsynlegt að taka fram vegna misskilnings, sem fyrrgreindar blaðafregnir hafa valdið. Nærri lá að sígar- etta kveikti í barnavagni KONA nokkur hér í Reykja- vík, sat í fyrradag í biðstofu læknis og hafði skilið fjögurra mánaða gamalt barn sitt eftir í vagni fyrir utan, þar sem hún gat haft auga með vagninum gegn um gluggann á meðan hún sat í biðstofunni. Þegar hún kom út, lá logandi sígaretta á teppinu, sem breytt var ofan á barnið í vagninum og hafði þegar brennt gat á teppið Er óþarfi að lýsa því hvílíkt slys hefði hér getað Oi ef eldurh.hefði t. d. .ia'1i dúnsænginni undir eða ef sígarett an hefði lent inni í vagninum. Sýnilega hefur einhver hent frá sér logandi sígarettu, án þess að aðgæta hvar hú lenti v 3l fleygt henni út um g ugga niður á göt- . -. -j jjjUÍf- sögðu óafsakanlegt. 6 bátar frá Grund- arfirði að fara á síld GRAFARNESI, 20. júní. — Sex bátar frá Grundarfirði verða gerðir út til síldveiða í sumar, þar af einn nýr bátur, sem verið er að smíða í Hafnarfirði fyrir Hraðfrýstihús Grundarfjarðar hf. og verður sjósettur á morgun, laugardag. Hann fer til síldveiða um næstu mánaðamót. Auk þess er vélskipið Hringur frá Siglu- firði nær eingöngu mannað Grundfirðingum, bæði skipstjóri og skipshöfn. Allir þessir bátar eru ýmist farnir eða að'fara til síldveiða. Einn bátur, Farsæll, mun stunda reknetaveiðar að heiman í sumar. Veðráttan hefur verið góð í vor, að vísu miklir þurrkar og gróðri farið seint fram. Sauð- burður gekk vel, en nokkuð hef- ur borið á dýrbít. — Fréttaritari. Fiskimenn \ N-Noregi lýsa stuðningi við íslendinga Fríkirkjuvegurinn hcettu svœði fyrir börnin Dagsbrún lýsir yfir and stöðu við ,,bjargráðin" Segir í tilk. frá Vinnuveitendasambandinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.