Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1958, Blaðsíða 12
12 MORGUWTtT 4Ð11) Laugardagur 21. júni 1958 vegna einhverrar skyndilegrar þrjózku lagði hún hana aftur frá sér. Átti hún, virt og mikils metin frú ekki að voga sér út á götu af hræðslu við einhverja manneskju, sem hún þekkti alls ekki. Snögg óttatilfinning greip hana um leið og hún gekk út á göt- una, ónotalegur kuldahrollur sem hríslaðist um allan líkamann, eins og þegar maður rekur tána niður í vatnið, til þess að reyna fyrir sér, áður en maður fer all- ur niður í það. En það var ekki nema eitt andartak sem þessi kuldi fór um líkama hennar. Þa vaknaði allt í einu óvenjuleg sjálfsánægja í brjósti hennar, kitlandi unaðarkennd eftirvænt- ing og hún herti gönguna með léttum, styrkum og fjaðurmögn- uðum limaburði. Leiðinlegast þótti henni hvað stutt var til veitingastofunnar, en einhver vilji rak hana áfram með hinu dularfulla seiðmagni ævintýris- ins. En tíminn var naumur og einhver innri rödd sagði henni að elskhugi hennar myndi þegar vera kominn og farinn að bíða hennar. Hann sat í einu horni stofunnar, þegar hún kom inn og spratt óðar á fætur með ör- væntingarfullan áhyggjusvip á andlitinu, sem gerði hvort tveggja í senn að hryggja hana og gleðja. Hún varð að biðja hann um að tala ögn lægra, því að svo ákafur var straumurinn af spurn ingum og ásökunum, sem flæddi á móti henni. Hún passaði sig með að nefna ekki hina raun- verulegu ástæðu til fjarveru sinnar, en lét sér hins vegar nægja óljósar vísbendingar og þessi óákveðnu svör hennar æstu hann enn meira. I þetta skipti daufheyrðist hún við öllum óskum hans og hafði gaman af því hvað þessar dularfullu og óvæntu neitanir hennar æstu hann upp. .... Og þegar hún yfirgaf hann eftir hálfa klukkustund, án þess að hafa sýnt honum nokkurn vináttuvott eða lofað nokkru, blossaði undarleg tilfinning upp innra með henni, sem hún hafði aðeins þekkt á ungmeyjardögum sínum. Það var líkast því sem lítill, brennandi logi hefði kvikn- að, einhvers staðar djúpt inni í brjósti hennar og biði þess nú aðeins að magnast og verða að stóru báli. Þegar hún hraðaði sér eftir götunni, varð hún þess vör að þeir sem framhjá gengu gáfu henni miklar gætur og þessi ó- vænta athygli vakti svo sterka forvitni hjá henni og löngun til að skoða sitt eigið andlit, að hún staðnæmdist loks fyrir framan spegilinn í glugga einnar blóma búðar, til þess að horfa á fegurð sína í umgerð rauðra rósa og blárra fjóla. Aldrei frá því á ungmeyjarárunum hafði hún ver- ið svona létt í spori, aldrei svona full af lífsfjöri. Hvorki hveiti- brauðsdagarnir né faðmlög eigin- mannsins höfðu eggjað hana og örvað með slíkum loga og sú hugsun varð henni óbærileg að brátt myndi þessi sjaldgæfi létt- leiki, þessi þægilega vellíðan yf- irgefa hana. Hún hélt þreytt á- fram göngu sinni. Fyrir framan húsið staldraði hún við eitt and- artak til þess að anda enn einu sinni að sgr áfengu lofti augna- bliksins og finna til þessarar síðustu, hjaðnandi bylgju ævin- týrisins í hjarta sínu. Þá fann hún allt í einu að einhver kom við öxlina á henni og sneri sér snöggt við. „Hvað .... hvað viljið þér mér?“ stamaði hún titrandi af skelfingu, þegar hún sá hið hat- aða andlit fyrir aftan sig og varð enn óttaslegnari við að heyra sjálfa sig segja þessi örlaga- þrungnu orð. Hún hafði þó ásett sér að þekkja ekki þessa mann- eskju aftur, ef hún skyldi ein- hvern tíma aftur verða á vegi hennar, neita öllu, horfast í augu við fjárkúgarann, óttalaus og án þess að blikna. .. Nú var það of seint. ,,Eg er búin að bíða eftir yður í hálfa klukkustund, frú Wagn- er“. Irene kipptist við, þegar hún heyrði nafn sitt nefnt. Þessi manneskja þekkti nafn hennar, vissi hvar hún átti heima. Nú var úti um allt. Nú var engrar björgunar von. „Já, ég er búin að bíða í næst- um hálfa klukkustund, frú Wagner“. Konan endurtók orð sín eins og ógnandi ásökun. „Hvað viljið þér? .. Hvers vegna komið þér hirigað?" „Þér vitið það vel, frú Wagner“ Irene hrökk aftur við. þegar nafn hennar var nefnt. — „Þér vitið vel, hvers vegna ég er komin“. Ábyggileg og traust Stúlka óskast í Tóbaks- og sælgæt.isbúð. Hagstæð vaktaskipti. Yngri en 21 árs kemur ekki til greina. Tilboð óskast fyrir mánudagskvöld merkt: („Traust stúlka — 6229“) „Eg hefi aldrei séð hann aft- ur. Látið þér mig í friði. Eg mun aldrei sjá hann framar — aldrei“. Konan beið hin rólegasta, þang að til Irene gat ekki sagt meira sökum geðshræringar. Þá sagði hún hranalega, eins og hún væri að tala við auðmjúkan undir- mann: „Þér skuluð ekki reyna að Ijúga neinu. Eg gekk á eftir yður til veitingastofunnar“, en bætti svo við í hæðnistón, þegar Irene hörf- aði aftur á bak: „Ég er sko at- vinnulaus. Þeir sögðu mér upp starfinu vegna vinnuskorts, eða þá skýringu gáfu þeir mér, og hinna erfiðu tíma. Nú, slíkt not- færir maður sér sannarlegá og fer t. d. í langar skemmtigöng- ur svona öðru hverju — alveg eins og fínu frúrnar". Eiginmaður hennar var ekki heima, svo að hún gat kastað sér út af á legubekkinn. Þar lá hún hreyfingarlaus eins og stirðnað lík, þangað til hún heyrði mál- róm mannsins síns fyrir utan. Þá reis hún með ýtrustu áreynslu á fætur og staulaðist inn í næsta herbergi, með ósjálfráðum hreyf- ingum og helsærðu hjarta. 4. Nú sat óttinn sem fastast hjá henni í húsinu og vék ekki eitt andartak út úr herbergjunum. A hinum löngu, ömurlegu stundum, þegar endurminningin um þenn- an hræðilega viðburð ásótti huga hennar og gaf henni engan frið, gerði hún sér fulla grein fyrir hinni vonlausu aðstöðu sinni. — Þessi viðbjóðslega manneskja þekkti nafn hennar, heimilis- fang og myndi nú eflaust, þar sem fyrsta tilraun hennar hafði heppnazt svona ákjósanlega, reyna að notfæra sér þessa vit- neskju sína til frekari fjárkúg- unar. Ár eftir ár myndi hún þjá og þjaka líf hennar, eins og mara, sem aldrei yrði hægt að losna undan, því að enda þótt fjárráð væru góð og frú Irene ætti mjög auðugan mann, gat hún ekki með nokkru móti keypt sig lausa undan þessari sam- vizkulausu manneskju, án þess að eiginmaðurinn vissi. Og auk þess vissi hún að lof- Hún starði á andlit hans eins og andlit framandi manns. Hún sagði þetta með kulda- legri illkvitni, sem stakk Irene í hjartað. Henni fannst hún vera varnarlaus gagnvart þessari ruddalegu óskammfeilni og hún hugsaði til þess með vaxandi skelfingu, að maðurinn hennar kynni að heyra hið háværa tal konunnar og koma út. Þá væri öll von úti. Allt glatað. Hún flýtti sér að opna silfur- búnu budduna sína og tók upp úr henni alla þá peninga sem fingurnir náðu til. En í þetta skipti hrifsaði konan ekki pen- ingana, eins og áður, heldur hélt hendinni á lofti, opinni eins og ránfuglskló. „Gefið þér mér líka budduna yðar, svo að ég týni ekki pen- ingunum", sagði hún svo með köldu hæðnisglotti. Irene horfðist í augu við hana, en ekki nema eitt andartak. — Þetta freka, ósvífna háð var 6- þolandi. Hún fann viðbjóðinn gagntaka allan líkama sinn, eins og brennandi sársauka. Hún þoldi ekki að sjá þetta andlit einni sekúndu lengur. Með snöggri hreyfingu rétti hún henni budduna, um leið og hún sneri b'akinu í hana og hljóp eins og elt af einhverri hryllilegri for- ynju, heim að húsinu. orð og fullyrðingar svo ærulausr- ar og forhertrar manneskju, voru einskis virði. Einn mánuð eða kannske tvo væri hægt að af- stýra óhamingjunni, en þá myndi líka öll bygging heimilisham- ingju hennar hrynja til gruna. Og litla huggun veitti sú vissa henna, að hún myndi rífa fjár- kúgaranrx með sér í fallinu. Hún fann það með hræðilegri vissu, að forlögin voru óumflýj- anleg. Engin undankoma mögu- leg. En hvað — hvað myndi ger- ast? Frá morgni til kvölds ásótti þessi. spurning hana. Einhvern góðan veðurdag myndi eiginmað- ur hennar fá bréf. Hún sá það greinilega fyrir sér, þegar hann kæmi inn, náfölur og myrkur á svip, gripi í handlegginn á henni, spyrði hana. — En svo — hvað myndi svo gerast? Hvað myndi hann gera? Hér hurfu myndirn- ar snögglega í myrkri hræðilegs ótta. Meira vissi hún ekki og ágizkanir hennar hröpuðu niður í botnlaust hyldýpi óvissunnar. Eitt varð henni þó óhugnanlega ljóst: hversu lítið hún * þekkti í raun og veru manninn sinn, hversu litla hugmynd hún gat gert sér fyrir fram um ákvarðan- ir hans. Hún hafði gifzt honum aðallega vegna hvatninga for- a L ú ó 1) „Afsakið, en ég þarf að tala landssímann“, sagði Markús. — ,Og ég veit hvert þú ert að iringja", sagði Dídí, „til Sirríar Davíðsdótur". — 2) „Ég þrái líka að hitta þig, ástin mín“, sagði Markús í símann. „Hafðu engar áhyggjur af Tryggva og vegin- um. Við ættum að geta komið í veg fyrir þá fyrirætlun hans". 3) Á sama tíma: „Jæja, Björn, þú verður að finna upp á ein- hverju“, sagði Tryggvi. „Þú ert lögfræðingur minn og ég vil fá þennan veg gegnum Týndu skóga“. 1 eldra sinna og ekki beinlínis gegn vilja sínum og notið þægilegrar, kyrrlátrar velsældar í átta ára hjónabandi. Hún hafði eignazt gott heimili, elskuleg börn og notið óteljandi stunda líkamlegra maka, en nú fyrst, þegar hún reyndi að gera sér grein fyrir væntanlegum viðbrögðum hans og ákvörðunum, varð henni ljóst hversu framandi og ókunnugur hann var henni. Nú fyrst fór hún að rifja upp fyrir sér hinar liðnu samverustundir þeirra í leit að einhverjum þeim atriðum, sem gætu skýrt fyrir henni innræti hans og hugarfar. Og hver minnsta endurminning fyllti hana örvæntingarfullri von um það, að þar væri að finna inn- gang að leynihólfum hjarta hans. En þegar þessi leit gaf engin svör við spurningu hennar, reyndi hún að lesa þau út úr svip hans, þar sem hann sat í hægindastólnum sínum og las í bók, en birtan frá lampanum féll á andlit hans. Hún starði á andlit hans, eins og andlit fram- andi manns og reyndi að lesa út úr hinum kunnugu, en þó fram- andi dráttum þess, þau skapgerð- areinkenni, sem hún hafði ekki komið auga á fram til þessa. Ennið var bjart og drengilegt, eins og mótað af innri, strekri, andlegri áreynslu. Munnurinn var harðlegur og bar vott um viljastyrk. í hverjum andlits- drætti mátti lesa viljastyrk og kjark. Henni kom á óvart sú fegurð, karlmennska og alvara, sem hún sá nú í fyrsta skipti í svip hans og útliti. Hins vegar gat hún ekki séð augun, þar sem hin raunverulegu svör við spurn- ingum hennar hlutu þó að leyn- ast, vegna þess hve djúpt hann laut yfir bókina. Hún gat ein- ungis haldið áfram að stara spyrjandi á þennan vangasvip, hrædd við hörkuna, • sem þar birtist, en jafnframt furðaði hún sig á þeirri sérstöku fegurð, sem hún veitti þar nú athygli í fyrst skipti. Skyndilega varð henni það ljóst að hún sat þarna og virti hann fyrir sér með þrá og stærilæti. Þá leit hann upp frá bókinni og hún flýtti sér að hörfa lengra inn í skuggann, svo að hin brennandi spurn í auguin hennar vakti ekki grunsemdir hjá honum. 5. í þrjá daga hafði hún ekki kómið út fyrir húsdyrnar. Þá varð hún þess vör, sér til aukins kvíða, að hin snögglega og óvenjulega heimaseta hennar var farin að vekja athygli fólksins, sem ekki hafði vanizt því, að hún dveldist ein í herbergi sínu klukkustundum og dögum saman Það voru börnin hennar, sem fyrst urðu til að veita þessari breytingu athygli, einkum þó sonurinn, sem lét í ljósi hina barnalegu undrun sína yfir því, að sjá móður sína svona mikið heima. Hins vegar ræddi þjón- ustufólkið í hálfum hljóðum um þessa breytingu á venjum hús- móðurinnar, þegar það hélt að hún heyrði ekki. Arangurslaust reyndi hún á margvíslegan hátt að rökstyðja nauðsyn þessarar óþægilegu nærveru sinnar, en alls staðar þar sem hún ætlaði að hjálpa til, varð hún til tafar og öll afskipti hennar af heim- ilisstörfunum vöktu tortryggni. Að lokum komst hún að þeirri niðurstöðu, að hún myndi vekja minnsta athygli með því, að draga sig í hlé og halda kyrru fyrir í einkaherbergi sínu, við Slllltvarpiö Laugardagur 21. júní. Fastir liðir eins og venjulega. 14.00 „Laugardagslögin". 19.30 Samsöngur: Karlakórinn „Ad- olphina" í Hamborg syngur. — 20.30 Raddir skálda: „Hvíld á heiðinni", smásaga eftir Jakob Thorarensen. 21.00 Tónleikar. — 21.15 Leikrit: „Borba“ eftir Bengt Anderberg. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.